Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 sem lézt árið 1211. Því þótti varla ástæða til að efast um, að þarna væri Páll kominn. Og að svo miklu leyti, sem verður ráðið af beinagrindinni, kem- ur hún heim við lýsingar á Páli í sögunni. — Hvaða tilgátur komu fram um beinahrúguna til fóta bisk- upi? — Hún olli talsverðum heila- brotum, en þar var um að ræða haug brunninna beina. Það sýndi, að farið hafði ver- ið í kistuna fyrr og við það tækifæri hefur sennilega verið fjarlægður biskupshringurinn, sem var tákn embættisins og fylgdi biskupum í grófina. Sást og nokkuð rót á fingurbeinum, sem þótti renna stoðum undir þá hugmynd. Skýringin er sjálf sagt sú, að beinin séu frá öðr- um hvorum brunanum í Skál- hilti, 1309 og 1527, en í bæði skiptin brann kirkjan til grunna. Þá hefur eldur kom- izt í líkkistur og beinin verið tekin og flutt í steinkistu Páls. Trúlegra verður að ætla, að beinin hafi verið sett þarna eftir brunann 1309, þá er skemmra um liðið og öllum sjálf sagt kunnugt um, hvar Páll biskup hlaut leg. — Og þetta er eina stein- kistan íslenzka, sem vitað er um? — Steinkistur eru algengt fyrirbæri á þessum tímum í mörgum löndum, m.a. á Norður löndum. En hérlendis er ekki vitað um aðra steinkistu en þessa. Páll biskup hefur ugg- laust ráðið því sjálfur og í samræmi við þann tíma, sem hann lifir. — Það er einkennilegur hul- inn verndarkraftur yfir bein- um biskupsins, að aldrei hafi verið komið niður á þau fyrr, — enda var greftrunarstaður- inn nú orðinn utan kirkju, vegna þess að siðasta kirkjan var miklu minni en í tíð bisk- upanna. — Komu aldrei neinir dular- fullir atburðir fyrir, meðan kistan var hér á safninu? — Ekki urðum við vör við það, kannski erum við sem vinnum á safninu bara svo ó- dulræn í okkur, segir þjóð- minjavörður og brosir yið. — Hins vegar byrjaði jafnskjótt að rigna eina ferðina enn, þeg- ar lagt var af stað með kist- una austur. Sumum þótti það merkilegt. Sú rigning var þó ekki umtalsverð í samanburði HÓTEL BIFRÖST Sumarstarfsemin hefst 22. júní. Tveggja — þriggja daga dvöl að Bifröst gerir sumarið minnisstætt. Hátíðafundi félaga eða starfshópa er gott að halda í Bifröst. Pöntunum veitt móttaka og upplýsingar gefnar í síma hótelstjóra 19259 og hjá S.f.S. 17080. Hótelstjórinn — Skipadeild S.f.S. við það úrhelli, sem gerði, er kistan var opnuð í Skálholti. — I þessu sambandi mætti geta þess, að Poul Nörlund, danskur sagnfræðingur og forn leifafræðingur sem gróf upp Garða á Grænlandi, kom þar niður á steinsetta gröf. Sú var ekki höggvin heldur hlaðin þró. Þar fannst beinagrind, mjög vei varðveitt eins og beinagrind Páls og mjög með sama sniði, bagall lá þar á sama hátt og útskorinn úr rostungstönn. Þetta var árið 1926. Nörlund bar fram þá kenningu, að þarna væri kominn Jón biskup smyr- ill, samtímamaður Páls bisk- ups. Hann lagði upp frá Nor- egi, en komst ekki lengra en til íslands í fyrstu atrennu, sat hann vetursakir hjá Páli og til dæmis geta menn sér til um, að Páll hafi fært honum bag- alinn að gjöf, og hafi hann skorið út Margrét sú, sem fyrr var nefnd. Auðvitað er þetta tilgáta, en ekki fráleit að margir ætla. I Páls sögu segir: „Á dögum Páls biskups kom útan af Grænlandi Jón biskup ok var í Austfjörðum um vet- rinn, en kom síðan á ofanverðri langa föstu í Skálaholt á fund Páls biskups ok kom þar at skírdegi ok vígðu þeir báðir mikinn crisma ok höfðu þeir margar tölur trúligar og spak- ligar ræður sín á milli. Páll biskup tók við honum með inni mestu sæmð ok veitti honum virðulíga veizlu meðan hann hann var, en leysti hann á brott með mikilli stórmennsku, bæði i fégjöfum ok í annarri virð- ing. Jón biskup gaf mönnum ráð til hversu vín skal gera af krækiberjum eptir því sem Sverrir konungr hafði honum fyrir sagt. En svá bar til at þá it næsta sumar eptir gat nær hvergi ber á fslandi: en sá maðr er Eirekr hét ok bjó skammt frá Skálholti á bæ þeim er heit- ir á Snorrastöðum bar saman nökkut vín og varð vel á því inu sama sumri. En Jón biskup rfór til Nóregs ok síðan til (Róms ok ræddi hvarvetna þar 31. ágúst 1954. Lokinu er lyft á steinkistunni. rsem hann kom frá rausn ok [tign Páls biskups." i — Það var mikil stemning í Skálholti þessa ágústdaga, eft- ir að komið var niður á stein- kistuna, segir Kristján Eldjárn að lokum. Margir sem komu og skoðuðu beinin sögðu, að þessi stund væri þeim hin áhrifa- mesta, er þeir myndu. Og við reyndum það sjálfir, að það var einkennileg reynsla að standa allt í einu augliti til auglitis við þennan þekkta og hámenntaða miðalda- mann, Oddaverjann, son Jóns Loftssonar í Odda, syst- urson Þorláks biskups helga. Ég man, að Barði sálugi Guð- mundsson sagði, að aldrei hefði hann fundið söguna taka sig sterkari tökum en á þessari stundu og hann var þó einn sá íslendinga, sem einna rík- astan sögulegan sans haf ði allra manna. En það voru fleiri sem fundu eitthvað svipað, svo að mjög er sjón sögu ríkari. 90 ára reynsla er á bak við blöndun og pökkun tesins í þessum heims- frægu gulu boxum. Reynsla frá öll- um teræktarlöndum heims, reynsla í því að gera tedrykkjumönnum í 156 löndum til hæfis. Það getur verið að þér séuð ekki tesérfræðing- ur, en eftir að þér hafið smakkað Lipton's þá vitið þér að það er aðeins Lipton's sem getur framleitt slíkt indælis te. Aðeins Lipton's getur haft slíkt sérkenni í tei. Lipton's er te sérkenna og gæða. Ll PTON UM ALLAN HEIM í 156 löndum eru árlega seldar millj- ónir milljóna af Lipton's tepokum. Með þeim getið þér á hagkvæman, hreinlegan og nútíma hátt búið til gott te. Lipton's tepokar innihalda hina sérstöku C.T.C. blöndu, sem er sérstaklega valin af beztu tesérfræð- ingum heims, til þess að þér getið fengið bragðgóðan bolla af indælu tei. Þess vegna eru þeir svo vin- sælir. er te sérkenna og gœða LIPTON S YELLOW LABEL TEA Fleiri en 20 mismunandi tegundir af tei eru í hverjum pakka af Lipton's tei sumar til bragðbætis, aðrar til styrkleika og enn aðrar, sem gefa hið einstæða Lipton's sérkenni sem gerir þetta fræga te frábrugðið venjulegu tei. Þegar þér drekkið Lipton's te þá vitið þér að það er eitthvað alveg sér- stætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.