Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 28
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 196« þegar þeir komu þangað. Að- staeður til björgunar voru á- kjósanlegar, skipið aðeins um 30 metra frá landi og góðar aðstæður til að koma línubyss- unni og björgunartækjum fyrir. Bj örgunarsveitarmennirnir gerðu ráð fyrir að geta bjarg- að öllum mönnunum fimmtiu á skömmum tíma. En þá fréttu þeir sér til skelfingar að stór hópur hefði farist við að reyna að komast í land á björgunar- bátum. Skipstjórinn á dráttarbátn- um varpaði öndinni léttara þeg ar hann sá björgunarmennina skjóta línu yfir í Clam. Síð- ustu tímarnir höfðu verið eins og martröð, og hann og áhöfn hans höfðu horft skelfingu lostn ir á örvæntingarfulla baráttu mannanna í sjónum. Tvisvar hafði dráttarbáturinn verið hætt kominn þegar skipstjór- inn sigldi honum á fullri ferð inn í brimgarðinn til að reyna að ná einhverjum þeirra um borð. En það var árangurslaust. Björgun mannanna nítján sem eftir voru á Clam gekk greið- lega og var strax farið með þá upp í vitann. Er mjög lík- legt að skipshöfnin hefði öll bjargast ef enginn hefði yfir- gefið skipið. í fyrstu var tal- ið að þeir hefðu farið frá borði í óleyfi skipstjórans, en það var aldrei almennilega upplýst hvort svo var. Það var nóg að gera heima hjá Sigurjóni, vitaverði. „Mennina fjóra sem fyrst björguðust varð að hreinsa með smjörlíki til að ná af þeim olí- unni, og svo þvo þá með heitu sápuvatni. Reyndar voru þeir fyrst teknir og drifnir ofan í rúm með hitapoka til að ná úr þeim kuldanum sem nísti merg og bein því þeir voru lítið klæddir og rennblautir. Þetta féll í hlut konunnar minnar, og vinnukonu af þýzkum ætt- um, sem hjá okkur var, og síð- ar komu konur frá Grindavík þeim til hjálpar. Clayton skipstjóri var síðasti maðurinn sem yfirgaf Clam. Hann var geðugur maður, en mjög miður sín eins og vænta mátti því að auk þess að hafa misst þarna skip sitt var bróð- ir hans meðal þeirra sem fór- ust. Ég tel satt að segja ólík- legt að hann hafi ekki gefið þeim leyfi til að fara í bát- ana, því að í þeim hóp var m.a. einn stýrimannanna. Skipstjór- inn lét sér mjög annt um Bret- ann sem slasaður var, og hinn sem var dreginn upp úr hell- inum. Hinsvegar leit hann ekki á Kínverjana frekar en þeir væru ekki til, og virtist standa alveg á sama hvort þeir væru lífs eða liðnir. f viðtali sem birtist í Morg- unblaðinu fimmtudaginn 2 marz segir Clayton skipstjóri, að skipshöfnin hafi aldrei sýnt nein æðrumerki og lengst af talið að takast myndi að bjarga skipinu. Þeim leið þó ekki vel um borð og voru fegnir komu bj örgunarsveitarinnar. „Sjórinn sem skip mitt fékk á sig er það smásaman þokað- Holskeflurnar færðu skipið ist nær landi voru geysilegir og háir. Ógerlegt var auðvitað með öllu að hafast við í þetm helmingi skipsins, sem vissi á haf út og það hefði verið sama og sjálfsmorð að reyna að setja stundum í kaf. (Ljósm. Ól.K.M. út bátana sem þeim megin voru. Björgunarsveitinni tókst að skjóta línu út í skip mitt og ég gekk sjálfur frá festum og öðrum björgunartækjum. Litlu síðar yfirgaf fyrsti skipbrots- maðurinn Clam í björgunarstól og ég fylgdist með því mér til geysimikils hugarléttis er hann komst heilu og höldnu á. land. Hinir skipbrotsmennirn- ir fylgdu honum síðan hver af öðrum en síðastur fór ég frá borði. Er í larid kom vorum við færðir upp í Reykjanesvita þar sem allt var gert til að hlúa að okkur og hjálpa. í þakkarávarpi sem birt var í Morgunblaðinu þennan sama dag segir svo (sic): Sem skipstjóri á Clam vildi ég biðja yður að gefa mjer tækifæri til að láta í ljósi í blaði yðar hjartkærar þakkir mínar og innilegt þakklæti fyr- ir þann dugnað og þrótt, sem auðkenndi allt starf björgunar sveitarinnar, þótt unnið væri við mjög erfiðar aðstæður, en varð til þess að bjarga lífi mínu og 10 skipsmanna minna. Þá vildi ég og þakka hinar ágætu viðtökur og þann hlý- hug, sem hvarvetna hefur mætt okkur og þá ekki síst í Reykja- nesvitanum, og sem stefnt hefur að því að gera alla aðhlynn- ingu okkar og líðan sem bezta. Ég á ekki orð til þess að lýsa þakklæti mínu sem skyldi, og tala þar fyrir munn allra skips hafnar minnar. Capt L. E. Clayton. Það höfðu margir áhuga fyr- ir að gera sér pening úr því að bjarga Clam. f fyrstu var talað um að reyna að ná því út í heilu lagi, og var jafnvel sagt að dráttarbátur með sér- þjálfaða björgunarsveit væri á leiðinni. En sá bátur kom aldrei. Þeir sem gengu um fjörurnar til að leita að líkum gutu oft augunum á skipið og hugleiddu á hvern hátt þeir gætu hagnast á því. Sigurjón, vitavörður, var einn þeirra sem leitaði líkanna. — Fyrsta daginn rak sjö lík að landi og þau voru öll flutt til Reykjavíkur. Svo rak ekkert fyrr en eftir viku, þá rakst ég á eitt af tilviljun. Eftir það rak bara parta og bein sem ég safnaði saman. Olíufélagið Shell lét sækja þetta allt. Þeir greiddu mér fyrir alla mína vinnu og gáfu okkur hjónunum að auki 4000 krónur, sem var dálaglegur skildingur á þeim tíma. Það varð úr að ég notaði 3.500 kr. af þessum peningum til að kaupa hlut í Clam með öðrum mönnum. Flakið var keypt á 70 þúsund krónur og ég átti tuttugasta part, en Sveinn í Héðni átti stærstan hlut. Hluta- félagið keypti svo gamlaninn- rásarpramma og notaði við flutn ingana. Við hirtum allan kopar og lausar vélar og svo katlana. Þetta var töluvert magn. en hvernig sem á því stóð varð ágóðinn enginn. Draslið var allt geymt í Héðinsportinu í lengri tíma en við fengum ekkert al- mennilegt uppgjör. Ég þóttist heppinn að fá mínar 3.500 kr. óskertar til baka þótt ég upp- skæri engin vinnulaun. Nú er það sem eftir var af flakinu löngu horfið, og ekkert sem minnir á nóttina hræðilegu þegar óhappaskipið Clam fórst. Viceroy Filter, I fararbroddi. 9.00 “Mætt á skrifstofuna”. 10.15 “Lokið við módel af nýju hóteli. Slappað af með Viceroy”. 12.00 “Byggingaráætlun rædd á leið til næsta stefnumóts”. “Við bröna með yfirverk- fræðingi og eftirlitsmanni. Viceroy fyrir alla”. Ekki of sterk, ekki of létt, Viceroy gefur bragðiö rétt... rétt hvaða tíma dagsins sem er! 17.30 > “Aríðandi fundur um nýja byggingaréætlun”. 21.30, ‘Notið skemmtilegs sjónleiks eftir erilsaman dag-og ennþá bragðast Viceroy vel”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.