Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 196« „Gull" úr greipum Mýrdalssands. Þessi mynd birtist í Mbl. 27. ágúst 1952 og segir, að hún sé tekin á Digraneshálsi af fyrsta bílfarminum, sem til Reykjavikur var fluttur af Dyn- skógajárninu umdeilda. Eitt járnstykki eins og það, sem maðurinn heldur á, vegur um 20—30 kíló. PERS - OG JARNIÐ A DYNSKOGAFJÖRU EFTIR FREYSTEIN JÓHANNSSON „ERLENT skip strandar á Mýrdalssandi". Þannig hljóð- aði fyrirsögn í Mbl. 1. marz 1941 og daginn eftir birti blaðið frétt um að öllum skipverjum — 44 að tölu — hafi verið bjargað í land heilum á húfi. Segir og í þeirri frétt, að „ólíklegt sé, að skipinu verði bjargað". Skip það sem þarna er sagt frá, er belgiska flutninga- skipið Persier, sem var í þjónustu brezka hersins í þess- ari ferð. Farmurinn var 100 hílar og rúm 6000 tonn af hrá- járni, sem skipið lestaði í Baltimore í janúar 1941. Var farmurinn eign brezka ríkisins. Persier og farmur þess áttu heldur betur eftir að koma við sögu hér á landi í tveimur málum, sem þekkt urðu undir nöfnunum: „Persier-málið" og „Dynskógafjöru- málið". „Persier málið" varð frægt á sínum tíma sem eitt mesta björgunarmál hér við land, en á hinn bóginn þótti mörgum sem „Dynskógafjöru málið" yrði frægt að endem um, áður en yfir lauk. Báðum þessum málum lauk með Hæstaréttardómi- Björgun Persier. 17. maí 1941 birti Mbl. frétt um björgun Persier undír fyr- irsögninni: „Stærsta björgun hjer við land. Skipinu Persier, 8200 smálestir, náð á flot". í fréttinni sagði: „Fyrir mik- inn dugnað og hagsýni hefir nú tekist að ná út belgíska skipinu Persier, 8200 burðar- smálestir, sem strandaði við Kötlutanga í febrúar sl. hjer við land, og geysimikið verð- mæti í senn í skipinu sjálfu og vörum þeim, sem úr því hef- ur verið bjargað". Guðmundur Guðjónsson, þá yfirstýrimaður á Ægi, hafði verkstjórn á hendi við alla björgunina. — Þessi björgun var mikið fyrirtæki í þá tíð og stóð yf- ir í eina þrjá mánuði, sagðí Guðmundur, þegar ég heimsótti hann á dögunum og bað hann að segja mér frá björguninni. Það var kl. 13:15 28. febrúar, að við á Ægi heyrðum neyðar- kall frá Persier og taldi skip- stjórinn þá, að skipið hefði strandað einhvers staðar fyrir vestan Portland. Ægir var þá staddur í Vestmannaeyjum og sigldum við svo austur með landinu og vorum komnir á strandstað um klukkan 17. Vegna sjógangs voru allar björgunaraðgerðir af sjó óhugs andi, en við sendum sýslumann- inum í Vík skeyti um strandið og var það lesið upp í útvarp- inu þá um kvöldið. Ægir beið svo fyrir utan og lýsti upp strandstaðinn og um miðnætti komu fyrstu mennirnir í landi fram á sandinn. Rétt fyrir hádegi hafði allri áhöfn Persier verið bjargað í land. — Var Persier eitt á ferð? — Nei- Við heyrðum í skipi 26. febrúar, sem sagðist vera að sökkva um 80 sjóm. út af Vestmannaeyjum, en þegar við komum þangað, var ekkert að sjá, utan hvað við fundum rek og tvö lík. Þegar björgun á- hafnarinnar á Persier var lok- ið, heyrðum við í þriðja 'skip- inu, Richmund Hill, sem kvaðst vera í nauðum statt 70 sjóm. út af Mýrartanga. Stýrisvél skipsins var biluð og fylgdum við því til Reykjavikur. Þessi þrjú skip voru öll úr sömu skipalestinni. — Svo hefst björgunin, eða hvað? — Já, ég fór austur 10. marz, en þá hafði Skipaútgerðin tek- ið björgun skipsins að sér. Var ég kominn um borð 1 Persier fyrir hádegi daginn eftir. Þá lá skipið flatt fyrir, stýri og hæll voru brotin og skipið tals vert sokkið í sandinn. Þegar mest var náði sandurinn land- megin jafnhátt afturþilfarinu. Þegar björgun hófst var tutt- ugu feta sjór í skipinu öllu, en þegar það strandaði höfðu akkerin verið látin falla, lent undir Skipinu og það brotnað undan þeim. Mikill mannskap- ur var ráðinn til að vinna að losun skipsins og einnig unnu að henni 15 úr áhöfn Persier, sem voru þarna ennþá. Var þeim greitt kaup sem öðrum. Blautakvísl gerði okkur mjög erfitt fyrir. í fyrstu rann hún rétt vestan við skipið, en breytti sér og rann eftir það austan við það. Reyndist árang urslaust að breyta ánni aftur. Fyrst urðum við að losa skip ið með handafli og talíum, því ekki var hægt að kynda und- ir kötlunum. Farmurinn var þá dreginn yfir Blautukvísl, á að gizka 150 m. haf, og gekk los- un seint- Mikill leki var á skipinu og áður en björgun lauk höfðum við fengið sendar austur fjórar dælur, sú stærsta var 800 tonna, sem við notuðum allar með dælu skipsins sjálfs. Á tíunda degi var vélarrúmið orð- ið það þurrt, að hægt var að kynda undir einum katli og tveimur dögum síðar tókst okk- ur að fá gufu á vindurnar og var þá byrjað að losa með þeim. Við lukum svo við að losa bílana og bílhlutana 23. apríl. Við notuðum einn bílinn til snúninga um sandinn og reynd ist hann okkur vel, en þetta voru 5 tonna bílar, miklu stærri en áður höfðu sézt hér á landi. ¦— Bílarnir voru settir sam- an eystra? — Já. Það mun hafa verið í júnímánuði, sem menn fóru austur á vegum Skipaútgerðar- innar. Þeir slógu upp skýli við Hafursey og þar voru bílarn- ir settir saman, en siðan var þeim ekið til Reykjavíkur. — En járnið? — Þegar losun bílanna var lokið snérum við okkur aðjárn inu. Við hífðum nokkra kassa í land, en það gekk svo hægt, að við sáum fram á, að björg- un þess myndi taka marga mán uði. Vár þá ákveðið að kasta því fyrir borð. Járnið var fyrst sett í einn bing út af síðu skipsins, en eft- ir því sem skipið léttist snérum við því til og dreifðist járnið þá nokkuð. Þegar losun var hætt lá skipið rétt fyrir. 14. maí hættum við að losa skipið, en þá voru eftir í því eitthvað um þúsund tonn af hrá járni. Þann dag gerði Ægir tvær tilraunir til að ná skip- inu á flot og næsta dag voru gerðar aðrar tvær. I þeirri seinni kom skipið út og klukk- an átta um kvöldið flaut það, en þá höfðu kafarar sett plöt- ur fyrir götin. Síðan var haldið til Vest- mannaeyja og var ég um borð í Persier ásamt mönnum af Ægi og nokkrum úr áhöfn skipsins. Frá Vestmannaeyjum dró Ægir skipið til Reykjavík- ur og gekk sú ferð vel, nema hvað út af Reykjanesi stöðv- aðist dæla í vélarrúmi og kom þá mikill halli á skipið. Okk- ur tókst að þrífa frá dæluop- inu og til Reykjavíkur komum við 17/maí. Persier brotnar í f jöru. „Persier brotnaði í tvent í fjörunni", segir í Mbl. 13. júní 1941. „Stóra belgiska skipið Pers- ier (8 þús. tonn), sem strand- aði í vetur við Kötlutanga, en Skipaútgerð ríkisins tókst að ná út, hefir nú brotnað í tvent í fjörunni við Kleppsvík. Skipaútgerðin var komin með skipið hingað og búin að skila því af sjer. Var búið að virða skipið hjer og björgunarlaun Skipaútgerðarinnar trygg. Skipið þurfti hjer mikla við- gerð og þurfti að taka það upp í fjöru til þess að viðgerð gæti farið fram. Að ráði hafnar- varða var skipinu lagt við Gufunesleirur: töldu þann stað einan hjer í grend, sem for- svaranlegt væri að hafa skip- ið á. En vegna þess að þessi stað- ur þótti of langt frá bænum var sú ákvörðun tekin (af skipstjóra og vátryggjehdum skipsins), að leggja skipinu sunnan við Kleppsvíkina. En þetta fór ekki vel, því á fyrstu fjöru, sem skipið lá þarna, tók það niðri á báðum endum, en ekki um miðbik skipsins. Við- ir skipsins þoldu ekki þennan þunga og brotnaði skipið í sundur. Mun nú verða mjög erfitt að gera við skipið og óvíst hvort það svarar kostn- aði". Persier var skoðað og metið í Gufunesfjöru og var það met- ið á kr. 2.577.500.00 ásamt því sem eftir var af járninu og nokkru af kolum og vistum. Eftir að skipið brotnaði í fjör- unni við Kleppsvík var það metið á kr. 115.000.00 En Persier endaði ekki sögu sína sem flak á íslenzkrí fjöru. Því var náð út og unnu ís- lenzkir aðilar að því að skeyta skipið saman aftur, en síðan var það dregið til Bretlands, að sögn Guðmundar Guðjónssonar. Ekki vissi hann, hvað frekar hefði á daga þess drifið ytra. Deilt um björgunarlaun. Nú reis mál út af björgunar- laununum. Skipaútgerðin krafð ist fullra björgunarlauna fyrir skip og farm, en vátryggjend- ur og eigendur skipsins neit- uðu þessum kröfum og töldu, að björgun hefði ekki verið lokið, fyrr en skipið var kom- ið í fjöruna við Kleppsvík, þar sem viðgerðin átti að fara fram. Sjó- og verzlunardómur Reykjavíkur kvað upp dóm 1 málinu 10. marz 1942 og ákvað björgunarlaunin eina milljón króna. Þessum dómi var áfrýj- að til Hæstaréttar. 4. marz 1943 sagði Mbl. frá úrskurði Hæstaréttar, sem „til- dæmdi Skipaútgerð ríkisins 500 þús. krónur í björgunarlaun, en laun fyrir björgun farms- ins eru þar ekki með talin". Greiðsla á björgunarlaunun- um fór svo fram 2. júlí 1943. Áður en málið kom fyrir Hæstarétt urðu aðilar ásáttir um, að bjarglaun vegna bíl- anna skyldu ekki verða ákveð- in í málinu, heldur á annan hátt. Voru teknir upp samningar við brezk stjórnarvöld og varð niðurstaðan sú, að fyrir björg- un bllanna skyldi greiða kr. 250.000.00. Samningar þessir drógust nokkuð á langinn og fór greiðsla ekki fram fyrr en 1. júlí 1949. Af bílum þessum er það að segja, að fjórir voru seldir hér á landi, en hinir sendir utan, enda eign brezka hersins. DYNSKÓGAFJÖRU-MÁLH) Þau 5000 tonn af hrájárni, sem varpað var fyrir borð á strandstaðnum, lágu síðan ó- hreyfð í full ellefu ár, nema hvað bílstjórar frá Vík í Mýr- dal og nokkrir menn aðrir, þar á meðal ábúendur jarðar- innar Kerlingardals, b.jörguðu einhverju af því þrjú fyrstu árin eftir strandið og seldu. Var þar þó aðeins um lítið magn að ræða. Þegar fram liðu stundir, færðist sandurinn fram á þessum slóðum og varð járnið sandi orpið. Sumarið 1952 hófust fimm bræður frá Kirkjubæjarklaustri handa um björgun járnsins og skömmu síðar kom annar leið- angur á vegum Kerlingardals- bænda fram á sandinn sömu erinda. Þar með hófst hörð deila um járnið, sem þekktust er undir nafninu: Dynskóga- f jörumálið. Áður en henni lauk, með dómi Hæstaréttar upp- kveðnum 19. maí 1953, komu ekki færri en fimm aðilar þar við sögu. En á meðan lögvitr- ingar deildu um járnið fyrir dómstólunum, tók náttúran mál ið í sínar hendur, og um það bil, sem deilunni lauk var járn- ið komið aftur í sjó fram. Samningar gerðir. Nú líður og biður fram til sumarsins 1951. Þá gerist það, að tveir Reykvíkingar, Erlend- ur Einarsson, þá framkvæmda- stjóri Samvinnutrygginga, og - Björn B. Björnason koma að máli við Kerlingardalsbændur, sem töldu umrædda fjöru sína eign, og gerðu við þá samn- . ing, þar sem þeir Erlendur fengu „einkaleyfi" á björgun járnsins. ^mmMM / / Unnið að björgun bílahna úr Persier. >eir voru dregnir yfir Blautukvísl — 150 metra haf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.