Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 27 SLYS gera sjaldnast boð á und an sér og þegar brezka oliu- skipið Clam kom til fslands 20. febrúar árið 1950 óraði engan fyrir því að innan átta daga yr'ð'i það búið að stranda og að 27 af áhöfninni lentir í votri gröf við Reykjanes. Á fimmtu síðu Morgunblaðs- ins hinn 21. febrúar 1950 gefur að lita fyrirsögnina: „Fyrsti farmurinn í nýju oliustöðina í Laugarnesi". í fréttinni er skýrt frá því að olkiskipið Clam sem væri eign Shell Petroleum Co. Ltd. hefði komið daginn áður með fyrstu olíuna sem dælt væri í geyma nýju stöðvarinn- ar. Áhöfn var 50 manns þar af 36 Kinverjar. Á baksíðu Morgunblaðsins daginn eftir, við'hliðina á frétt um fáfreeði kommúnista um við skipti fslands og Rússlands, er fyrirsögnin: „Olíuskipið Clam rekur á land við Köllunarklett". Þar er einnig þriggja dálka mynd sem Ólafur K. Magnús- son, tók af skipinu á strand- stað- Skemmdirnar urðu ekkiýkja miklar, og bráðlega tókst að ná skipinu út en brátt kom í ljós að stýrisásinn haf ði bognað og skipið lét því ekki að stjórn. Ákveðið var að draga það til Brétlands til viðgerðar og var dráttarbátur sendur hingað í því skyni. Aðfaranótt 28. febrúar er svo dráttabáturinn Englishman með Clam í togi út af Reykjanesi, þegar taugin slitnar. Nóttin er dimm og drungaleg, öldurnar skella á skipinu og skipstjór- inn horfir áhyggjufullur út í sortann. Clam liggur við eitt akkeri og festin er þanin til hins ítrasta. Það hriktir og brak ar í skipinu en áhöfnin er ró- leg ennþá og virðist ekki finna til neinnar hrseðslu. Matsvein- arnir leggja jafnvel á borð eins og ekkert hafi í skorist. Skipstjóri dráttarbátsins er í vanda staddur. Hann veit að ekkert er líklegra en keðjan slitni og þá eru örlög skips- ins ráðin. Hvað eftir annað hef- ur hann rennt skipi sínu eins nálægt Clam og hann mögulega þorir, til að reyna að koma nýrri dráttartaug um borð, en árangurslaust. Síðar um nóttina á hann enn eftir að leggja skip sitt í mikla hættu þegar hann reynir að brjótast gegnum brim ið til bjargar þeim mönnum af Clam sem freista þess að ná landi á smábát. En honum eru allar bjargir bannaðar. Hann heldur skipi sínu eins nálægt Clam og hægt er og bíður þess að veðrið lægi. Augu hans eru blóðhlaupin og þreytuleg af því að rýna út í sortann, hann vonar innilega að akkerisfest- in haldi. En sú von bregst klukkan sex um morguninn, fjórum tím- um eftir að dráttartaugin slitn- aði. Það heyrðist snarpur hvell ur og Clam kastast til. Það líður kannske augnablik áður en áhöfnin gerir sér grein fyr- ir því að skipið er að reka upp í klettana, en engin skelfing grípur um sig. Skipstjórinn hugsar sig um andartak en snýr sér svo að loftskeytamanninum og skipar honum að senda út neyðar- skeyti. „Ég sé ekki að við værum í yfirvofandi lífshættu enþað var skylda mín gagnvart áhöfn inni að gera allar þær varúð- arráðstafanir sem hægt var?" Laust fyrir klukkan sjö hringdi síminn hátt og hvellt á heimili Tómasar Þorvaldssonar, for- manns björgunarsveitarinnar í Grindavík. Hann hlustar alvar- CLAM slystá 19SO EFTIR OLA TYNES Clam strandað við Köllunarklett. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) Clam strandað á Reykjanesi. legur á fréttirnar og hefur þeg- ar undirbúning björgunarstarfs ins- Út af Reykjanesi voru fimmtíu menn r lífshættu og hinn máttugi armur Slysavarna félags íslands var byrjaður að teygja sig til þeirra. Björgun- arsveitin í Grindavík hélt á staðinn á vörubílum og öllum öðrum tiltækum farartækjum. Það var lítið talað á leiðinni, néma hvað foringjarnir ræddu saman í lágum hljóðum um hvernig björguninni skyldi hátt að. Það voru þrekvaxnir menn og rólegir sem margir hverjir höfðu hildi háð við Ægi gamla og voru reiðubúnir að bjóða honum byrginn enn á ný til þess að bjarga starfsbræðrum sínum á olíuskipinu. Laust fyrir klukkan sjö um morguninn hafði síminn einnig hringt hjá Sigurjóni Ólafssyni vitaverði í Reykjanesvita. Henrý Hálfdánarson, hjá Slysavarnafélaginu, sagði hon- um frá Clam og bað hann skyggnast eftir því, og kanna aðstæður til björgunar. Það var niðamyrkur og brimgnýrinn heyrðist gerla heim að vitanum. Sigurjón leit út um gluggann, út í svarta nóttina. Úti fyrir ströndinni blasti skipið við, með fullum ijósum og rak hratt upp (Ljósm. Mbl. Ó.K.M.) að klettunum. „Það var heldur að lygna, en ekkert farið að slá á brim- ið. Henry bað mig að fara nið- ur að ströndinni og aðstoða mennina ef þeir skyldu freista þess að komast að landi i björg unarbát. Ég vonaði að svo yrði ekki því að við slíkar aðstæð- ur var það dauðadómur að reyna landtöku í björgunarbát, eins og síðar kom fram. — Hannes Sigfússon var að- stoðarmaður minn þegar þetta var og við brugðum fljótt við og hlupum niðureftir. Þegar við komum að þeim stað sem við töldum að skipið myndi bera að, var það um hálfa mílu frá landi. Ströndin þarna er frek- ar lág, klettótt, en hár malar- kambur norðan til. — Það var farið að lýsa af degi en ekki svo bjart að við sæjum hvort þeir reyndu að setja út báta. Ég bað Hannes að bíða á staðnum meðan ég færi heim til að láta vita hvern ig ástætt væri, og til að taka veðrið. Ég var fljótur í förum og kom til baka rétt í þann mund er skipið tók niðri. Hann es sagði að eftir að ég fór hefði hann séð þá setja út bát á aftara bátadekki þar sem vél- arrúmið er, og annar framar, þar sem brúnin er. Á fyrri bátnum reyndu þeir að róa til lands og stefndu á malarkamb- inn. Þar braut langt út enda leið ekki á löngu þartil hol- skeflur hvoldu sér yfir bátinn, fylltu hann og margveltu. Flest ir sem í honum voru köstuðust út og velktust bjargarlausir í briminu sem var mengað þykkri olíu er fyllti augu þeirra og vit og þrengdi sér ofan í lungu. Þeir sáu ekki frá sér og hróp- uðu æðislega á hjálp, það var hræðilegt að geta ekkert gert þeim til bjargar. — Þrír þeirra sem voru á þessum báti gátu þó haldið sér við hann og bárust með honum nær og nær landi þartil hann tók niðri í fjörunni. Við bárum þá lengra upp og reyndum að þurrka framanúr þeim mestu olíuna. Þeir voru illa á sig komnir en virtust þó sæmilega gangfærir svo að ég benti þeim á vitann og sagði þeim að ganga þangað. Þetta voru tveir Kín- verjar og einn Breti og þeir lögðu af stað reikulir í spori. Kínverjarnir kveinkuðu sér mik ið, en það heyrðist ekki einu- sinni stuna frá Bretanum og kom þó í ljós síðar að hann var mikið meiddur. — Við höfðum að nógu að hyggja því að fjaran var full af dauðum mönnum og deyj- andi og við hömuðumst eins og berserkir við að ná þeim á land. En það var ekki lífsmark með neinum sem við náðum til, enda hroðalegt að sjá olíulitað brim- ið. — Af hinum bátnum ef það að segja að þegar skipið tók niðri var hann tæplega laus frá því. Það kom á hann mikið ólag sem hvolfdist yfir hann og splundraði honum. Við sáum ekki nema brak úr honum, eng- an mann. Seinna kom þó í ljós að einn brezkur sjómaður hafði getað barist gegnum brimið og komist af sjálfsdáðum í hellis- skúta í berginu, og varð að síga eftir honum til að ná honum þaðan. — Þegar við vorum búnir að draga nokkur lík á land fór ég að hyggja að þeim sem við höfðum látið ganga. Við sáum að tveir þeirra vöru komnir langleiðina heim undir hús, en þann þriðja sáum við hvergi. Það er mjög óslétt hraun á þessum slóðum og erfitt að finna mann þar, svo ég sagði Hannesi að bíða meðan ég svip aðist um eftir honum. Ég fann manninn fljótlega, það var ann- ar Kínverjinn. Hann hafði feng ið taugaáfall og lagst þarna niður án þess að félagar hans tækju eftir því. Hann gerði ekki annað en að gráta og veina og það var ómögulegt að fá hann til að rísa á fætur svo að ég tók hann í fangið ogbar hann að húsinu". í þann mund kom björgun- arsveitin frá Grindavík á vett- vang, og hröðuðu mennirnir sér beint niður í fjöruna- Það lyftist á þeim brúnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.