Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 196« -^vl^*;* -¦'--¦' - . *- Á SUNNUDAGSKVÖLD um miðnætti renndi fyrsta skipið hér inn á höfnina, sem komið hefur frá Danmörku, síðan Þjóð- verjar hernámu landið. Það var 30 tonna fiskiskúta, er Gísli Jónsson vélstjóri hafði keypt til heimferðarinnar og er ekki verulega áiitleg til úthafs- ferða, en heitir Frekja. Fyrir alllöngu hafði það frétzt hingað heim, að von væri á þeim Gísla og Gunnari Guðjónssyni skipamiðlara frá Dan- mörku á einhverjum farkosti, er þeir fengju þar. En margir lögðu ekki meira en svo trúnað á, að sú ferð myndi takast, leyfi fást, sem til þess þyrfti og allur útbúnaður til fararinnar. En þetta tókst allt vonum framar, eins og Gísli Jónsson skýrði blaðinu frá í gær, og voru erfiðleikarnir þó hvað mestir að komast af stað. Ferðin tók þrjár vikur og gekk að heita mátti greiðlega. Skipshöfnin var þessi: Lárus Blöndal, skipstjóri; Gísli Jóns- son, 1. vélstjóri; Gunnar Guðjónsson skipamiðlari, 1. stýrimað- ur; Björgvin Frederiksen 2. vélstjóri; Úlfar Þórðarson, læknir, matsveinn og hásetar Theódór Skúiason læknir og Konráð Jóns- son verzlunarmaður. Fyrsta skipsferðin frá Dan- mörku. Þannig lýsir Morgunblaðið 13. ágúst 1940 komu fyrsta skipsins frá Danmörku, eftir að landið var hernumið af Þjóðverj um. Koma þessa skips vakti á sínum tíma feikna athygli og Gísli Jónsson skrifaði bók um ferð þeirra félaga, sem hann nefndi „Frekjan" og nú er löngu ófáanleg með öllu. Lík- legt er, að margt yngra fólk hafi ekki lesið þessa bók og eins kann að vera, að frá- sögnin af ferðinni sé farin að fyrnast í vitund þeirra, sem eldri eru. Það er því ekki úr vegi að rifja þetta athyglis- verða ferðalag upp. Undirritað- ur hitti því Gísla Jónsson að máli fyrir skömmu og bað hann a"ð rifja upp hið helzta varð- andi þetta ferðalag. — Hvexnig atvikaðist það, Gísli, að þið lög'ðuð upp í þessa landinu lokað nema með sér- stöku leyfi frá þýzku herstjórn inni. íslenzka sendiráðið í Kaup mannahöfn beitti sér þegar fyr- ir fararleyfi fyrir íslendinga út úf landinu, en varð ekkert á- gengt vikum saman. Með því að mér var vegna atvinnu minn ar og fyrirtækjareksturs afar nauðsynlegt að komast heim sem fyrst, fór ég þegar að brjóta heilann um það, á hvern hátt það mætti takast. Vegna mikils mannfjölda, sem stöðugt streymdi til skrifstofu þýzku herstjórnarinnar, komst ég þar fyrst inn fyrir dyr þann 21. apríl. Bað ég þá um brott- fararleyfi úr landinu heim til íslands. Var mér tjáð, að eina leiðin til þess að komast til íslands væri að fara yfir ítalíu eða Ameríku. Lagði ég þá inn beiðni um áritun á vegabréf mitt, sem heimilaði mér að fara til Genúa. Hernám Hollands í Danmörku og lagði inn beiðni um að mega kaupa 30 smá- lesta bát til heimferðar og fara á honum ásamt fyrrnefndum félögum mínum sex. Fékk ég samstundis það svar, að her- stjórnin skyldi senda beiðnina til yfirherstjórnarinnar í Ber- lín, en ég gæti verið fullviss um það, að enginn fengi leyfi til þess að fara frá Danmörku til fslands, þar sem það land væri hersetið af óvinaher. Ég ákvað þá strax að senda afrit af beiðninni til áhrifamikils vin ar míns í Þýzkalandi og bað hann persónulega að gera allt, sem i hans valdi stæði til þess að fá yfirherstjórnina í Berlín til þess að veita þetta leyfi. Þann 29. júní fékk ég svar þýzku herstjórnarinnar í Ber- lín svohljóðandi: „Sem svar við heiðruðu bréfi yðar, dags. 12. þ.m., skal yður hér með tjáð, að Foringi Stór- &8&8&Ö& „Frekjan" Báturinn var 30 smálestir að stærð og 52 ára gamall, er Gísli Jónsson keypti hann til íslandsferðarinnar. leg, og vildum vér því fastlega ráða yður frá því að leggja upp í hana. Virðingarfyllst. Þýzka her- stjórnin í Berlín". Þegar hér var komið, l'á beint fyrir að leita eftir kaupum á bát, sem uppfyl'lti þau skilyrði, er sett voru fram í leyfinu, en það myndi ekki verða létt Rœft við Gísla Jónsson um hið œvintýralega ferðalag hans og félaga hans trá Danmörku sumarið 1940 EFTIR MAGNÚS SIGURÐSSON tvísýnu ferð, á meðan styrjöld- in geisaði. > — Innrás Þjóðverja í Danmörku 9. apríl 1940 kom eins og reiðar- slag yfir okkur fslendingana, sem staddir vorum þar í ýmiss konar erindum. „Gullfoss", sem var ferðbúinn heim og margir okkar ætluðu með, var her- tekinn og öllum leiðum út úr Gísli Jónsson. og Belgíu kom í veg fyrir árit- un á vegabréf mitt til Genúa og hernám íslands 9. maí kom í veg fyrir ferðaleyfi yfir Ame- ríku. Ahöfnin ráðin. Fór ég þá alvarlega að húgsa um að f ara heim á litlum mótor bát. Ræddi ég þetta við Lárus Blöndal skipstjóra og Gunnar Guðjónsson skipamiðlara, sem báðir voru staddir í Kaup- mannahöfn og tóku þeir vel undir málaleitun mína og kváS- ust myndu verða með, ef leyfi fengist. Komum við okkur sam- an um að velja fjóra aðra ís- lendinga með okkur til ferðar- innar, þá læknana Úlfar Þórð arson ogTheodór Skúlason með tilliti til þess, að þeirra kynni að verða þörf, ef slys bæri að höndum. Enn fremur Björgvin Fredriksen vélstjóra og Kon- ráð Jónsson verzlunarmann. Voru þessir menn allir f úsir til þess að taka á sig þá áhættu, sem þessari ævintýraferð kynni að verða samfara. Þann 10. júní ræddi ég málið að nýju við þýzku herstjórnina Þýzkalands hefur fallizt á að leyfa yður að fara frá Dan- mörku til Kristianssands í Nor- egi áleiðis til íslands, á 30 smá- lesta vélbát, ásamt 6 öðrum ís- lendingum, er þér kunnið að velja yður til fararinnar. Það skilyrði er þó sett, að bátur sá, sem þér veljið til fararinn- ar, sé ekki þannig, að hann geti á nokkurn hátt orðið óvin- um vorum á íslandi að gagni í núverandi styrjöld, enda leggi herstjórn vor í Danmörku sam- þykki sitt á bátinn, eftir að henni er kunnugt um hann. Yður er skylt að koma við í Noregi til athugunar og til þess að fá þar framhaldsleyfi til fs- lands. Ber yður að snúa yður til herstjórnar vorrar í Kaup- mannahöfn um allt, er lýtur að frekari skilríkjum til ferðar- innar. Þótt fallizt hafi verið á leyfi þetta eins og að ofan greinir, viljum vér ekki láta hjá líða að benda yður alvarlega á, að ferð sú yfir Atlantshafið, sem þér hafið í hyggju að fara á svo litlum og lélegum farkosti, er að vorum dómi mjög hættu- að komast yfir Atlandshaf á svo lélegum farkosti. Tókst þó eftir allmikla leit að fá keypt- an 30 tonna bát, 52 ára gamlan, sem felldur hafði verið niður af skipaskrá vegna ósjóhæfni og aldurs. Taldi þýzki skoðun- armaðurinn, að a slíkum far- kosti myndum við aldrei komast langt yfir úfið hafið og var því útflutningsleyfi auðfengið. Miklir erfiðieikar enn Næstu erfiðleikar, sem þurfti að yfirvinna, var að afla fjár til bátskaupanna og annars þess, sem til ferðarinnar þurfti. Hvíldi sú þraut að langmestu leyti á herðum Gunnars Guðjónssonar. Reynd- um við fyrst að fá leyfi til þess að greiða samsvarandi upphæð í banka í Reykjavík á nafni firmans Höjgaard og Schultz, sem þá vann að hafn- arframkvæmdum á íslandi. Því var algjörlega neitað- Næst var leitað til íslenzka sendiráðsins um að leggja fram féð eða ábyrgjast greiðsluna, en sendiherrann kvað sig skorta alla heimild til þess. Að síð- ustu tókst firma í Noregi að leggja fram upphæðina í norsk um peningum og bankastjóri Þjóðbankans í Kaupmannahöfn, sem ég hafði viðskipti við, bauðst til þess að greiða mér tilsvarandi upphæð í dönskum krónum, ef leyfi ríkisstjórnar innar fengist fyrir yfirfærslu frá Noregi. Þegar leitað var eftir því leyfi, var því harð- lega neitað, nema íslenzka sendi ráðið sækti um yfirfærsluna, en það var sendiráðinu óljúft. Leit þá út fyrir, að ekkert gæti orðið af ferðalaginu. En með ötulli aðstoð Vilhelm Fin- sens í Oslo rættist þó úr þess- um vanda. Þegar skipið var tilbúið til ferðarinnar og afla skyldi nægi legs olíuforða, ákvað skömmt- unarskrifstofan að afhenda mætti aðeins nægilega olíu til næstu hafnar í Noregi, Krist- ianssands, en sú ferð myndi aðeins taka um einn sólarhring. Var þá auðséð, að við myndum verða stöðvaðir þar, því að olíu skömmtun var þá miklu strang- ari í Noregi en í Danmörku. Var hér engu unnt um að þoka á skömmtunarskrifstofunni. Mér tókst þó á síðustu stundu með aðstoð góðra vina minna í Kaup mannahöfn að fá danska við- skiptamálaráðuneytið til þess að veita mér leyfi fyrir haefileg um olíuforða til fslands. — Má ég skjóta því hér að Gísli! „Frekjan" er óneitanlega dálítið sérstakt nafn á bát. Hvað olli því, að þið gáfuð bátnum þetta nafn? — Ég hafði víða orðið að beita meiri frekju, en sæmilegt þykir í venjulegum viðskiptum, til þess að opna oft harðlokaðar dyr og þess vegna þótti það bæði sjálfsagt og tilhlýðilegt að kalla bátinn „Frekjan", þegar gefa skyldi hqnum nýtt íslenzkt nafn. Það sagði allt um undir- búning ferðarinnar. Ferðin hafin Þegar olían var fengin, var allt tilbúið til ferðarinnar. Sunn udaginn 21. júlí kl. 4 árdegis fórum við frá Frederikshavn áleiðis til Kristiansands í Noregi eftir leið, sem þýzka herstjórn- in hafði fyrirskipað og merkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.