Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 196« 23 Sumarið 1951 gerðu Erlendur og Björn nokkrum sinnum leit- að járninu, en fundu ekki. Næsta sumar, 1952, var svo undirritaður annar samningur um björgun járnsins á Dyn- skógafjöru. Þar áttu hlut að máli Skipaútgerð ríkisins, sem bjargaði Persier á sínum tíma, og Klaustursbræður, Bergur, Helgi, Júlíus, Siggeir og Valdi- mar Lárussynir. Fengu Klaust- ursbraeður þar með „einkaleyfi" á björgun járnsins. Næst gerðist það, að Andrés A. Pálsson og Daníel Guð- brandsson, bændur í Kerling- ardal, afturkölluðu „einkaleyf- ið", sem þeir höfðu veitt þeim Erlendi og Birni og skömmu síðar gerðust Erlendur og Björn meðaðilar Klausturs- bræðra að samningi þeirra við Skipaútgerð ríkisins. Lagði hún blessun sína yfir það og lauk þá samningsgjörðum í kring um járnið á Dynskóga- fjöru. Haustið 1951 fór Holger Gíslason, rafvirkjameistari úr Reykjavík, austur á Mýrdals- sand við þriðja mann. Höfðu þeir með sér mælingatæki og fundu járnið, kortlögðu svæðið og gengu frá merkjum. Ekki koma þeir félagar frekar við sögu. Deilur magnast. Þegar eftir samninginn við þá Erlend og Björn hófu Klaustursbræður leit að járn- inu. Fundu þeir fljótlega tvær járnhrúgur í farvegi Blautu- kvíslar og hófu síðan undir- búning að björgun járnsins. En þegar þeir bræður höfðu lokið öllum undirbúningi sló annar leiðangur upp tjöldum við Hafursey. Voru þar komnir Kerlingardalsbændur og hugð- ust þeir líka bjarga þessu verð- mæta járni. Hófu þeir þegar fraímkvæmdir. Þessi framtakssemi Kerlingar dalsbænda kom alveg flatt upp á þá Klaustursbræður, sem brugðu hart við og kröfðust þess, að lögbann yrði lagt á framkvæmdir bændanna. Var lögbannið lagt á samdægurs (4. ágúst 1952) og um leið höfð- uðu Klaustursbræður og þeir Erlendur og Björn mál fyrir aukai-étti Skaftafellssýslu og kröfðust þess, að lögbanns- gerðin yrði staðfest og réttur þeirra til björgunar járnsins viðurkenndur. Jón Kjartansson, sýslumaður, kvað upp dóm í málinu og birti Mbl. frétt um dóminn á forsíðu 24. ágúst. Fyrirsögnin var: Kerlingardalsbændur hafa rétt til björgunar Dynskóga- járns. Lögbanni aflétt. Ekki dæmt um eignarrétt. Fréttin var á þessa leið: „SÝSLUMAÐURINN í V- Skaftafellssýslu, Jón Kjartans- son, kvað í gær upp dóm í málinu um rétt til björgunar hrájárnsins á Dynskógafjöru. Niðurstaðan varð sú, að aflétt var lögbanni því, sem lagt hafði verið við björgunarfram- kvæmdum Kerlingardalsbænda Daníels Guðbrandssonar og Andrésar A. Pálssonar. Þá er talið, að samningur sá, sem bændurnir gerðu við Erlend Einarsson frkvstj. Samvinnu- trygginga og Björn B. Björns- son, sé ógildur, vegna þess að bændurnir gerðu hann á röng- um forsendum um söluverð slíks járns og Erlendi og Birni hljóti að hafa verið ljóst að þar var um villu að ræða. Og á þeim samningi geta Erlendur og Björn því ekki byggt neinn björgunarrétt sér til handa. Þeir Klaustursbræður, Berg- ur, Helgi, Júlíus, Siggeir og VaMimar Lárussynir, gerðu 20. maí 1952 samning við Skipaút- gerð ríkipins um björgun á járninu, og taldi Skipaútgerð- in r4tt sinn til iárnsins reistan á björgunarsamningi frá 6. marz 19í1. f forsendum dómsins seg- ir. að limfl hafi full 11 ár þar'Mg a^ ^fskiptalaust hafi Tcr'*5 af ' í'fu Skipaútgerðar- innr um björgun járnsins. Skipaútgerðin hafi því firrt sig forgangsrétti til björgunar og ráðstöfunar járnsins og hafi því enga framsalsheimild haft á þeim rétti. Þá segir í dóminum, að hvorki hafi fyrirsvarsmenn rík- issjóðs né eigenda skips eða vátrygginga gerzt aðilar þessa máls. Geta sækjendur því ekki reist kröfur sínar á því að ríkissjóður sé eigandi járnsins. I þessu máli er því ekki kveð- inn upp neinn úrskurður um eignarrétt til járnsins. Dómsorð. Því dæmist rétt vera: lög- bannsgerðin frá 4. ágúst 1952 er felld niður. Að öðru leyti eiga hinir stefndu Andrés A. Pálsson og Daníel Guðbrands- son að vera sýknir af kröfu sækjenda, nöfn Klausturs- bræðra og EE og BBB. Máls- kostnaður fellur niður." Annað lögbannið. Meðan á málarekstrinum stóð og nokkra daga eftir að dóm- ur hafði gengið, héldu Klaust- ursbræður áfram björgunarað- gerðum og tókst þeim að bjarga um 40 tonnum, áður en næsta hríð-skall á. Mbl. segir svo frá í frétt á forsíðu 28. ágúst undir fyrir- sögninni: Kerlingardalsbændur krefjast lögregluverndar gegn „yfirgangi" Klaustursbræðra. „Þrátt fyrir dóminn í stað- festingardóminn hafa Klausturs bræður enn haldið áfram að grafa upp járnið. Sendi Ólafur Þorgrímsson, hrl., þá dómsmála ráðuneytinu bréf í fyrradag, þar sem hann krafðist þess með tilvísun til fyrrnefnds dóms fyr- ir hönd Kerlingardalsbænda, að þeir fái lögregluvernd gegn athöfnum Klaustursbræðra, sem vinni heimildarlaust áfram að björgun járnsins. Mbl. spurðist lauslega fyrir um þetta mál hjá Ólafi Þor- grímssyni og skýrði hann svo frá, að hann hefði ekki farið fram á lögbann við aðgerðum Klaustursbræðra, heldur lög- regluvernd, þar sem dómurinn 23. ágúst byggðist á því, að þeir hefðu engan björgunar- rétt á járninu. Annað mál væri hugsanlegt, ef einhverjir aðil- ar sem teldu sér eignarrétt á járninu hæfu framkvæmdir, svo sem vátryggingarfélagið eða ríkisstjórnin. Væri líklegt, að Kerlingar- dalsbændur myndu krefjast lög banns, ef til slikra aðgerða kæmi, því að þeir teldu sér eignarrétt á járninu, en úr eignarrétti hefði ekki verið skorið að svo stöddu. Og þótt eignarréttur bændanna á járn- inu yrði ekki endanlega viður- kenndur væru þó möguleikar á, að þeir ættu samt sem áður bj örgunarréttinn". Síðan segir í frétt Mbl-: „Deilan um járnið á Dynskóga- fjöru er nú komin á nýtt stig. Virðist ekki enn sjá fyrir end- ann á því og ekki ótrúlegt að enn séu eftir umfangsmiklar og flóknar deilur". Reyndist Mbl. sannspátt. Þar kom, að Kerlingardals- bændur gátu ekki lengur liðið „yfirgang" Klaustursbræðra og 30. ágúst krefjast þeir þess, að lögbann verði lagt á yfirstand- andi björgunaraðgerðir Klaust- ursbræðra. Var orðið við þeirri kröfu samdægurs og björgun járnsins þá hætt. En nú hafði áhugi fleiri að- ila vaknað á þessu dæmalausa járni. Mbl. segir svo frá í frétt 31. ágúst undir fyrirsögninni: Ríkissjóður og vátryggjendur í Dynskógadeilunni. Fimm lög- fræðingar fóru til Víkur. ,..Bæði vátryggjendur farms- ins í Persier og ríkið munu nú ætla að gæta réttar síns í sambandi við deiluna um járn- ið á Dynskógafjöru. Er nú sennilegt, að ekki líði á löngu þar til endanlega verður skor- ið úr um eignarrétt og björg- unarrétt yfir járninu. í gærdag fóru með bifreið frá Reykjavík austur til Vik- ur í Mýrdal 5 lögfræðingar, þeir Ólafur Björnsson, fulltrúi Ólafs Þorgrímssonar, vegna Kerlingardalsbænda, Kristján Guðlaugsson vegna Klausturs- bræðra, Vilhjálmur Jónsson vegna Erlendar og Björns, Jó- hann Steinason f.h. Sveinbjarn- ar Jónssonar vegna vátryggj- enda farmsins i Persier og Theó dór B. Líndal, hrl., vegna tríkissjóðs". I Þótti nú mörgum sem setinn 'væri Svarfaðardalur í Dyn- Iskógarfjörumálinu. MálshöfSun enn. I Almenningur hafði á þessu 'stigi fengið mikinn áhuga á (þessu einstaka máli og ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.