Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRIL 1963 minnkaði hann, þegar Kerlingar dalsbændur höfðuðu svo mál á hendur Klaustursbræðrum, Er lendi og Birni og ríkissjóði. Kröfðust bændurnir þess, að lögbannsgerðin, sem þeir fengu setta á starf bræðranna, yrði staðfest og að viðurkenndur yrði með dómi eignarréttur og björgunarréttur þeirra á járn- inu. Þá kröfðust hinir aðilarn- ir þess einnig, að eignarréttur og björgunarréttur þeirra að járninu yrði viðurkenndur með dómi. Var úrslita málsins beðið í ofvæni. Dómur aukadómþings Skafta- felssýslu var kveðinn upp 25. nóvember 1952, en síðan fór máJið fyrir Hæstarétt. Var dómur Hæstaréttar kveðinn upp 19. maí árið eftir og segir Mbl. svo frá honum í frétt tveimur dögum síðar undir fyr- irsögninni: Járnið eign ríkisins eftir að vátryggjendur höfðu framselt því eignarrétt sinn. „Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í hinu svonefnda Dyn- skógafjörumáli og staðfesti hann dóm sýslumannsins í Vík í Mýrdal og meðdómenda hans, um að járnið, sem í fjörúnni liggur og mál þetta reis út af, sé eign vátryggjenda, en með tilliti til þess að vátryggjend- ur hafa framselt fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs eignarrétt- inn á járninu, var ríkissjóði dæmdur eignarréttur á því. — Þá var Klaustursbræðrum og félögum þeirra dæmdur björg- unarréttur járnsins, en um það höfðu þeir gert samning við fjármálaráðherra. (Fjármálaráð herra samþykkti samning Klaustursbræðra, Erlendar og Björns við Skipaútgerðina). í forsendum dóms Hæstarétt- ar eru fyrst raktar kröfur máls aðila, en þeir voru þessir: And- rés Á. Pálsson og Daníel Guð- brandsson, bændur í Kerlingar- dal, bræðurnir Bergur, Helgi, Júlíus, Siggeir og Valdimar Lárussynir ásamt þeim Erlendi Einarssyni og Birni B. Björns- syni og loks fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs." í forsendum dómsins segir og, að vátryggjendur farms e.s. Persier hafi framselt Ríkis- sjóði íslands rétt sinn til járns- ins, en þeir hafi orðið eigend- ur þess, er þeir höfðu innt vá- tryggingarfé þess af höndum. Samkvæmt lögum hafi eignar- réttur þeirra aldrei niður f allið. Þá segir og í frétt Mbl.: „Samkvæmt þessari nlðurstöðu ber að staðfesta ákvæði héraðs dóms um að lögbannsgerðin frá 30. ágúst 1952 sé úr gildi felld." Þennan sama dag kvað Hæstiréttur upp annan dóm í Dynskógafjörumálinu þess efn- is, að lögbannsgerðin, sem Klaustursbræður fengu lagða á björgunarstarfsemi Kerlingar- dalsbænda skyldi niður felld. Var þá loks komið á hreint, hverjir skyldu bjarga járninu góða og hverjir væru réttir eig- endur þess. En á meðan í þessu stappi stóð hafði járnið týnzt í sæ, þar sem engum björgunarað- gerðum varð við komið og þótti mögum, sem þar hefði náttúran réttilega gripið inn í þennan málarekstur. Járnið góða enn á sínum stað- '¦ Hvað varð svo um þetta •umdeilda járn? Notfærðu •Klaustursbræður sér réttinn til að bjarga því eða sló náttúr- an endanlegan botn í málið meðan lögspekingar deildu um 'það fyrir dómstólunum? — Jæja, svo þú ert að skrifa um Dynskógafjörumálið, sagði Bergur Lárusson og brosti, þegar ég kom til hans og bað hann að segja mér framhaldið. — Þetta var nú annars meiri vitleysan allt saman, hélt Berg- ur áfram. Ætli það hefði ekki verið réttara að leyfa okkur að bjarga járninu og rífast svo um það eftir á. Það held ég. — Hvað kom til að þið bræð- urnír fenguð áhuga á járninu Bergur? — Við vissum alltaf af járn- inu og okkur fannst ómögulegt að láta það liggja þarna, ef einhvern tíma reyndist fært að bjarga því. Við vorum vel kunn ugir sandinum og biðum því að- eins færis. — Það voru ýmsir samning- ar gerðir í upphafi? — Já, já. Við töldum Skipa- útgerðina rétta aðilann til að semja við og vissum ekkert um samning Erlendar og Björns við Kerlingardalsbændur, fyrr en þeir komu til okkar og sögðu okkur frá honum. Við vildum ekki lenda í neinu rifrildi út af þessu og tókum því Er- lend og Björn í félag við okk- ur og lagði Skipaútgerðin blessun sína yfir það. — Hvar var járnið, þegar þið funduð það? — Þá var járnið um 100 m. frá sjó og síðan sumarið 1952 hafa skilyrði aldrei verið eins góð til björgunar. — En svo komu Kerlingar- dalsbændur til sögunnar. — Já, og við fengum sett á Persier á strandstað. þá lögbann. — Bergur brosir — Það var eiginlega mesta vitleysa hjá okkur að vera að því. Við hefðum átt að leyfa þeim að fá sig fullsadda af sandinum, því eins og þeir ætl- uðu að framkvæma björgunina var hún ómöguleg. — Nú? — Já. Þeir grófu holu og reyndu að dæla vatninu úr henni, sem leiddi til þess að sandurinn lokaði alltaf holunni og komust þeir aldrei meir en tvo til þrjá metra niður. Okk- ar hugmynd var að dæla vatni í holuna og halda henni þarin- ig opinni og bjarga járninu upp í gegn um vatnið. Nei, við hefð- um bara átt að bíða, þar til þeir gæfust upp. Þá hefðu þessi hlægilegu málaferli lík- lega aldrei orðið og járnið allt náðst úr sandinum. — En þið fenguð sett á þá lögbann? •— Já. Þeir fóru svo af sand- inum með allt sitt hafurtask og við byrjuðum. — En þá byrjuðu málaferlin? — Já, þeim lauk svo í bili með því að lögbann var sett á okkur, en þá höfðum við bjarg- að um 40 tonnum. — Hvað varð um það járn? — Það var geymt á meðan málaferlin stóðu yfir, en síðan selt. — Segðu mér eitt, Bergur. Þegar dómur gekk í málinu 23. ágúst ykkur í óhag, þá hélduð þið áfram björgun, sem ieiddi til þess að Kerlingar- dalsbændur kröfðust lögreglu- verndar gegn „yfirgangi ykk- ar". Hvers vegna? — Til þess lágu ýmsar á- stæður, eins og Helgi bróðir minn gat um í viðtali, sem birt- ist í Mbl. 29. ágúst. Við töld- um okkur í fullum rétti og höfðum þar að auki lagt í mik- inn kostnað. Við vildum ekki, að okkar starf yrði eyðilagt, en vorum líka reiðubúnir til að víkja af sandinum, ef það yrði tryggt. Nú, við hættum svo, þegar lögbannið dundi yfir okkur. — En loks unnuð þið réttinn. — Já. Eftir ársmálaferli var það nú, en þá hafði fjaran breytt sér svo mikið, að björg- un var óhugsandi. Þvílík vit- leysa, og Bergur hristir höf- uðið. — En hvað svo? — Við fylgdumst alltaf vel með fjörunni austur frá, en það var ekki fyrr en sumarið 1960, að fjaran gekk það langt fram, að björgun væri reynandi. Þá fórum við austur með allan okkar útbúnað. Járnið var eig- inlega í flæðarmálinu og einum þrisvar sinnum eyðilagði brim- ið allt fyrir okkur. Um síðir tókst okkur þó að bjarga um 750 tonnum úr einum bingnum og urðum við að grafa um 10 metra niður. Þetta sumar var vatnagangur mikill á Mýrdals- sandinum og þegar við höfðum verið þarna í allt að tvo mán- uði eyðilagði Blautakvísl allt saman. Síðan ekki söguna meir. — Þessi 750 tonn. Voru þau líka seld? y —¦ Já, og með þeirri sölu sluppum við skaðlausir út úr "þessu ævintýri, en meira var það nú ekki. — Þannig að enn liggja um 4000 tonn á Dynskógafjóru? — Já, og þar eru þau vel geymd. Sem stendur er járnið undir sjó og þarna ryðgar það ekki. — Engar áætlanir um frek- ari björgun? — Það er ómögulegt að segja. En ef af þeim verður, þá fáum við alla vega að vinna í friði í það skiptið, sagði Bergur að lokum. „Enginn veit hvað átt hefur tyrr en misst hefur" Hafið ávallt 3k 'rene slðkkvi- tæki við hendina. Margar tegundir fyr- irliggjandi. J3 /7/rPtte slökkvitæki veita yður öryggi og afslátt á tryggingariðgjöld- um á sama tíma. Olafur Gíslason & Ca. 'hf. Ingólfsstræti la, — Sími 18370.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.