Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1968 11 Jarðhitarannsóknir við Laug- arnar. 1928. Okkur er tjáð að borgin okk- ar beri nafn sitt af reykjar- mekkinum, sem leggur upp af Laugunum í Laugardalnum. Ekki er heldur ólíklegt að Ing- ólfur hafi tekið fljótt eftir þess- um jarðvarma í Laugardalnum og talið hann allgóðan, því Norðmenn virðast hafa haft mikið dálæti á gufubaði, þótt við vitum ekki nákvæmlega um bæjarstæði Ingólfs bónda, þá verðum við að hafa það fyrir satt, að súlur Ingólfs hafi val- ið höfuðborgarstæðið og Laug- arnar hafi gefið borginni nafn, ef svo mætti að orði komast. Snemma er sagt frá því, að reykvízkar konur hafi lært að meta heita-vatnið í Laugunum til þvotta, þar var nægilegt heitt-vatn án þess að setja pott á hlóðir og kynda undir með lélegum eldiviði. Lengi vel þurftu konurnar að bera þvott sinn í poka á bakinu, en síðar munu þær flestar hafa ekið hon Knud Ziemsen bæjarstjóri. nú. Þó mun óhætt að fullyrða að verkfræðingunum, Þorkeli og Steingrími, ásamt fleirum, sem heitavatnið var. En hvað sem má segja um skoðanir manna almennt á þessu máli, þá sigraði bjartsýnin í þetta sinn, og þessi mjói vísir, borun in við Laugarnar, boðaði nýtt tímabil í söguReykjavíkur, sem ef til vill er ekki skráð nema til hálfs enn. Reykjavík er ekki lengur hulin reykskýi í köld- um veðrum eins og hún áður var. Nú er hún borgin reyk- lausa við sundin blá. Súlur Ingólf s Arnarsonar virðast haf a ratað rétt. Ég hafði samtal við "Stein- grím Jónsson, fyrverandi raf- magnsst. og spurði hann um aðdragandann að því, að byrj- að var að bora fyrir heitu- vatni í bæjarlandinu. Steingrimur, hver voru nú tildrögin að því, að þið Þor- kell hófuð boranir eftir heitu vatni þarna við Laugarnar? Það var nú töluverður að- dragandi að því. Þorkell hafði hefur verið það full ljóst, að mikla trú á því að nægilegt afkasta miklir og allir óvanir að fara með borinn nema Ein- ar, en það var ákaflega vand- farið með þennan bor svo að hann inni fullt verk. Og þið hittuð svo strax á heitavatnsæð? Nei, við boruðum þarna þrjár holur, sem ég tölusetti frá 1—3. Númer eitt gaf ekkert, og þeg- ar við vorum komnir niður á 20—30 m dýpi hættum við við hana. No 2 gaf heitt vatn og þegar við höfðum borað um hundrað m kom upp úr henni 23 sekundulit. við dælingu af 94 gráðu heitu vatni. Þriðja holan var dýpst, en hún gaf ekki heitt vatn aðeins heitt loft, og ef við byrgðum holu 2 gaus hola 3 heitri gufu um 8m í lof t upp. Léstu svo ekki bora fleiri holur? Jú, við boruðum nokkrar hol ur innar í dalnum og fengum talsvert vatn úr holu, sem bor- UPPHAF HITAVEITU REYKJAVÍKUR EFTIR JAKOB JÓNASSON um í hjólbörum að heiman og heim. Þetta þótti mikil þægindi því þá þekktust ekki þvotta- vélar eða þvottahús. Þannig var þetta fram á okkar daga. Síðar var það áhugamönnum að þakka, að þarna var gerð sund- laug, sem hefur reynzt mörg- um Reykvíkingnum hin mesta heilsulind. Loks kom að þvi, að fram- sýna menn fór að dreyma stóra drauma um að nota heitavatn- ið til annars en að þvo uppúr því og synda í því. Sagt er frá því í Morgunblað inu' laugard. 30. júni 1928 á þessa leið. „Síðan Þorkell Þorkelsson fór til ítalíu um árið til þess að kynna sér notkun jarðgufu til vélareksturs, hefur verið ráðgert að byrja jarðboranir hér, til að rannsaka þessi efni. Þeir Þ.Þ. og Steingrímur Jóns- son, rafmagnsstjóri, eru aðal hvatamenn þess, og fékk Stein- grímur því til leiðar komið í vetur sem leið, að nota mætti fé frá Rafveitunni hér til þess að byrja jarðboranir eftir jarð- hita. Bærinn keypti jarðnafar þann, sem notaður var í Vatns- mýrinni við gullleitina. — Þeir félagar ákváðu að byrja boran- ir inn við Laugar. Þar var komið upp allstóru skýli fyrir verkfærageymslu og flv. Byrj- að var á verkinu 26. þ.m: Jarðhiti kemur brátt í Ijós. Á þriðjudag var borholan orðið 3% metri á dýpt og hiti í henni 22 gráður. f 4% m dýpi var hitinn 43 gráður. Á fimmtudagsmorgun var hita- st. orðið 48 gráður í 5,8 m dýpi, en í gær (föstud.) var hitastigið komið upp í 82 gráð- ur í 7,9 m dýpi." Síðar í greininni segir. „Er verk þetta eitt hið merki- legasta sem gert hefur verið hér á síðari árum." Og enn frem ur er sagt í Morgunblaðsgrein- inni. „Á þessu stigi málsins er ekki unt að gera sér grein fyrir öllu því gagni, sem Reykjavík getur í framtíðinni haft af jarð- hitanum hér í nágrenninu." Um þetta mál var mikið tal- að með og móti fyrir 40 árum, enda þótt enginn hafi látið sig dreyma um það sem síðar kom. — Hitaveituna eins og hún er Þorkell Þorkelsson veðurfræðingur. Steingrimur Jónsson rafmagnsstjóri. mikil auðæfi voru fólgin í jörðu, þar sem heita vatnið var, en hvernig þau auðæfi yrðu bezt nýtt lá ekki jafn Ijóst fyr- ir. Mætti þar vitna til þess er Þorsteinn Erlingsson kvað. — fsland það á ærinn auð ef menn kynnu að nota hann —. Verkfræðingarnir voru ekki á þyí hreina hvort nota ætti hit- ann til vélareksturs með orku gufunnar, eða vatnið sjálft til upphitunar. Ritstjóri Morgun- blaðsins segir. — Að ekki sé á þessu stigi málsins unt að segja fyrir um allt það gagn, sem Reykjavík geti haft af jarðhitanum í nágrenninu —. í þessum orðum ritntjórans má sjá, að honum hefur þá þegar verið það full ljóst að mikil auðæfi láu þarna ónotuð, þar heitt vatn væri í jörðu hér á bæjarlandinu. Á fundi í Verk- fræðingafélagi fslands árið 1926 þar sem ég var formaður, hreifðum við Þorkell þessu hitaveitumáli og flutti Þorkell erindi um þetta mál, sem vakti athygli fundarmanna, enda hafði hann kynnt sér þessi mál töluvert. Síðar skrifaði svo Jón Þorláksson grein um heitt vatn í jörðu til notkunar til upp- hitunar í húsum, og vakti hún mikla athygli hér heima og erlendis. Það sem næst gerðist í mál- inu var það, að við sendum bæ og riki ályktun fundarins og fórum þess á leit, að þau tækju málið í sínar hendur og hryndu því í framkvæmd. Rík- ið sinnti því engu, Ziemsen, sem þá var bæjarstjóri, tók málinu vel. Það varð svo að ráði að fyrir tilstilli bæjarstjórnar og Rafveitunnar, að Þorkell var sendur utan til ítalíu, því þá voru ftalir farnir að virkja gufu heitavatns til vélarekst urs. Reyndar var Þorkell að fara utan hvort sem var til að sitja fund veðurfræðinga. En Þorkell fór til ítalíu í þeirri ferð, en með því að ítalir héldu rannsóknum sínum leyndum var honum ekki tekið vel og fékk litlar upplýsingar hjá þeim. Eitthvað skoðaði hann þó virkjanir þeirra, og í einni þeirri ferð týndi hann hattin- um sínu í gufumekkinum, sem var við eina holuna og þótti það að vonum slæmt. Ekki veit ég hvort hann fékk nokkurn- tíma þessa ferð greidda. Hann gaf reikning fyrir hattinum, en ég held að hann hafi aldrei fengið hann borgaðan, sagði Steingrímur og brosti sínu fall- ega brosi. Hvað gerðist svo næst í mál- inu? Nokkru eftir að Þorkell kom heim var hafist handa um fram kvæmdir. Knud Ziemsen fól mér að sjá um verkið og Rafmagns- veita Reykjavíkur lagði fram fé til verksins, sem hún átti svo að fá endurgreitt síðar. Við keyptum borinn, sem notaður hafði verið við leit að gulli í Vatnsmýrinni og ýmislegt er honum fylgdi. Ég réði Einar Leó fyrir verkstjóra, því hann var eini maðurinn sem var van- ur að fara með borinn, sjálfur var ég óvanur við að fara með jarðbora. Nú og svo var byrjað að bora þarna inn við Laugarn- ar. Þetta gekk hægt og síg- andi, því þessir borar eru ekki uð var nálægt bústað Eiríks Hjartarsonar. Síðustu holuna boruðum við upp í Breiðholti, en hún gaf ekkert. Annars gaf ég skýrslu um þetta 1929 og hún er til. Og hvað var svo gert með þetta vatn, sem fékkst úr hol- unum? Það var árið 1930, þá var þetta gert að sérstöku félagi, Hitav. Rvíkur, og þá var, eins og þú munt muna, heita vatn- ið leitt frá borholunum við Laugarnar í Austurbæjar- barnaskólann og í hús í næsta nágrenni við hann. Þetta gaf góða raun, og eftir það fór að komast skriður á málið. Höfðu menn nú almennt trú á þessu fyrirtæki til að byrja með? Steingrímur brosti, þagði stundarlangt og sagði síðan. Þegar zimsen bar fram til- lögu í bæjarstjórn um að keypt yrði land af bændunum á Reykjum, svo hægt yrði að hefja þar boranir eftir heitu vatni, var tillagan felld. Ágúst Jósefcon sagði, að hann tryði því *ð þarna mætti fá nægilega heitt vatn, en að Ziemsen tækist að leiða það þaðan nægilega heitu til upphitunar í húsum hér í Rvík því tryði hann ekki. Það var ekki fyrr en Jón Þorláks- son var orðinn bæjarstjóri að tillagan fékkst samþykkt. Eft- ir það var hafist handa um framkvæmdir. Sagði Steingrím ur, og sagði mér aðaldrættina úr sögu Hitaveitunnar, sem yrði of langt mál að segja frá í þessu greinarkorni. Eftir að hafa talað við Stein- grím Jónsson, fyrrverandi raf- magnsstjóra, talaði ég við verk- fræðing Hitaveitu Rvíkur, Gunnar Kristinsson. Gunnar, hvað eru virkjuðu holurnar orðnar margar á bæj- arlandinu, sem gefa heitt vatn? Þær eru nú 13 talsins og þær gefa samtals 285 sekundulítra. Síðasta holan, sem grafin var í bæjarlandinu, er borholan í Blesugrófinni, hún er ellefu- hundruð metra djúp og gefur ca 50 sekúndulítra af hundrað gráðu heitu vatni. Hvað mundi nú þurfa mörg tonn af olíu til að gefa sama varmamagn og heitavatnið gef- ur sem fæst í bæjarlandinu? Ja, samkvæmt tölum sem ég hef frá árinu 1967, þá mundi þurfa 80 þúsund tonn af olíu til að gefa sama varmamagn og heitavatnið gaf, sem þá fékkst í bæjarlandinu, en þá er hol- an í Blesugrófinni ekki talin með, en eins og ég hefi áður sagt, gefur hún 50 sekundul. af hundraðgráðuheitu vatni og svarar það til 12 þúsund tonn- um af olíu, með öðrum orðum, það þyrfti 92 þúsund tonn af olíu til að gefa sama varma og heitavatnið gefur sem fæst nú í bæjarlandinu. Þetta er sannkölluð gullkista, Gunnar, þótt gullgrafararnir finndu ekki gull í bæjarland- inu. Já, það má með sanni segja það, þetta sparar mikinn gjald- eyri, og er það auðreiknað fyr- ir þá sem vita um innkaups- verð á olíu. Og hVað er svo framundan. Hvert er næsta verkefnið? Við erum að bora holu inn við Elliðaárnar í gamla far- veginum, sagði Gunnar að lok- um. Það er mikill sannleiki fólg- inn í gamla málshættinum, er segir „Hollt er heima hvat". Þeir framsýnu menn, sem enn erú á lífi, er höfðu forustu um það, að hafist var handa um að virkja heitavatnið í bæj arlandinu, geta nú glaðir horft yfir ávöxtinn af verkum sín- um, því með þessu brautryðj- andastarfi er brotið við blað í sögu Reykjavíkurborgar. Það má og einnig segja með sanni, að spá Morgunblaðsins 30. júní 1928 hafi ræst. Útger»armcnn — sjómenn Út er komin lækningarbók handa sjómönnum sem er fyrirskipuð í lyfjakistur skipa samkvæmt 9. grein reglugerðar um lyf og læknisáhöld í skipum. APÓTEK KEFLAVÍKUR. m\.......ii rasíiiHi NOTIÐ AÐEINS FORD FRAM- LEIDDA VARAHLUTI TIL END- URNÝJUNAR í FORD BÍLA—' <®> KR.KRI5TJÁNS50N H.F. U M B Ð {) Ifl SUDURLANDSBRAUT.2 • SIMI 3 53:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.