Morgunblaðið - 17.05.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1908.
ur-ísafjarSarsýslu hefur hann
einnig átt sæti um áratugi. Hann
átti sæti á Fiskiþingi fyrir Vest-
firðingafjórðung og hefur gegnt
margvíslegum störfum í þágu ís-
lenks sjávarútvegs. í öllum sín-
um störfum hefur hann
notið trausts og vinsælda. Á Al-
þingi átti hann um skeið sæti
á síðasta kjörtímabili sem vara-
þingmaður Vestfjarðarkjördæm
is.
Enda þótt Einar Guðfinnsson
sé skapmaður mótast öll fram-
koma hans af hógværð og still-
ingu. Honum getur runnið í skap
en hanin er allra manna sátt-
fúsastur. Hann er glaður og
reifur á vinafunli, tryggur og
traustur. Alliur yfirboðsháttur er
honium fjarri skapi.
Einar Guðfinnsson er kvænt-
ur Elísabetu Hjaltadóttur úr
Bolungatrvík, mikilli mannkosta-
konu, sem stýrt hefur heimili
hams af sérstæðum myndarbrag.
Hafa þau átt 10 börn. Eru átta
þeirra á lífi en tvö fyrstu
börnin dóu kornung. Þessi fjöl-
menni barnahópur er einkar
glæsitegt og vel gefið fóík. Eru
þau flest búsett í Boliungarvík
og taka synirnir þar myndar-
legan þátt í stjórn og rekstri
fyrirtækja föður sírus. Bömin
eru þessi:
Guðfinnur, framkvæmdastjóiri
í Boliungarvík, kvæntur Maríu
Haraildsdóttur frá Saiuðárkróki,
Halldóra, gift Haraldi Ásgeirs-
syni verkfræðingi í Reykjavík,
Hjallti verkfræðingur hjá Sölu-
miðstöð Hraðfrystihúsamma í
Reýkjavík, kvæntur Guðrúnu
Jómsdáttur frá Bolungarvík,
Hildur, gift Benedikt Bjairnia-
syni verzlunarstjóra í Bolumgar
vík, Jónatan verzlunarstjóri og
oddviti í Boilungarvík, kvæntur
Hölllu Kristjánsdóttuir frá ísa-
firði, Guðlmundur Páll, verk-
stjóri í Bolungarvík, kvæntur
Kristínu Marzielíuisdóttur frá ísa
firði, Jón Friðgeir, trésmíðameist
ari í Bolumgarvík, kvæntur Ás-
gerði Haukisdóttur frá Reykja-
vík og Pétur Guðni, sem enn á
heimili hjá foreldrum sínum.
Þá hafa þau hjón alið upp
eina fósturlóttur, Halldóru Hall
dórsdóttur, sem gift er ÍSleifi
Magnússyni sjómanni í Reykja-
vík.
Heimili frú Elísabetar og Ein-
ars Guðfimnisisonar í Bolungar-
vík hefur jafmain verið eitt atf
öndvegis heimilum Vestfjarða.
Á þessu fjölmenna heimili ríkti
einstæð samheldni, reglusemi og
háttprýði. Gestrisni var þarmik
il og mátti segja að flestir að-
komumenn, sem erindi áttu til
Bolumgarvffeur kæmu í Eimars-
hús. Er mér minnisstætt er ég
sat þar eitt sinn að borði, að
Sjötugur í dag:
maður í Bolungarvík
Yst við sunnanvert ísafjarðar
djúp gengur skeifulaga vík inn
milli hárra fjalla. Þar heitir Bol-
ungarvík og segir svo um frum-
byggð þess staðar í Landnámu:
„Þuríður sundafyllir, ok Völu-
Steinn son hennar, fóru af Há-
logalandi til fslands, ok námu
Bolungarvík, og bjuggu í Vatns-
nesi, hon var því sundafyllir
kölluð, að hon seiddi til þess, í
hallæri á Hálogalandi at hvert
sund var fullt af fiskum. Hon
setti Kvíarmið á ísafjarðardjúpi,
og tók til á kollótta af hverjum
bónda á ísafirði. Synir Völu-
Steins váru þeir Ögmundur og
Egill“
Af þessari frásögn Landnámu
virðist mega draga þá ályktun,
að Bolungarvík hafi þegar á
landnámstíð orðið verstöð. Og
víst er um það, að varla hefur
landnámskonan sett Kvíarmið í
öðrum tilgangi en þeim, að þang
að skyldi róið til fiskjar. Hefur
mið það staðið síðan og á það
verið sótt af öllum kynslóðum.
Það sætir því engri furðu þótt
harðgerir og dugmiklir sjómenn
byggðu Bolungarvík. Fólkið
hertist í reynslu aldanna undir
ár og segli. Hafnlaus ströndin
fyrir öpnu úthafi skapaði snar-
ráða og kjarkmikla menn. Bar-
áttan milli lífs og dauða stóð
ekki aðeins úti á miðunum held-
ur og oft ekki síður í brimlend-
ingunni fyrir dyrum lágreistra
sjóbúða vermaninanna.
★
Því er þessi saga rifjuð upp
nú að í dag á einn af framherj-
um íslenzkrar útgerðar og fisk-
iðnaðar, Einar Guðfinnsson í
Bolungarvík sjötugsafmæli. Af
brautryðjendastarfi hans í þess-
ari fornu vestfirsku verstöð
mætti skrifa langa sögu. Hér
verður aðeins tæpt á örfáum
dráttum hennar. En þeir fáu
drættir sýna í senn óvenjulega
atorku og framtak einstaklings,
sem brýsrt úr fátækt til bjarg-
álna, og stórhug og kjark braut-
ryðjanda í íslenzku atvinnulífi
á mesta uppbyggingartímabili ís
lenzkrar sögu.
Einar Guðfinnsson fæddist að
Litlabæ í Ögurhreppi 17. maí ár-
ið 1898. Foreldrar hans voru
hjónin Halldóra Jóhannsdóttir
og Guðfinnur Einarsson frá
Hvítanesi, vandað og traust fólk
Voru þeir Guðfinnur og Jón
Helgason biskup bræðrasynir. Er
fjöldi fólks við Djúp af ætt
þeirra, sem er þjóðþekkt af
hæfileikum og atgervi.
Einar Guðfinnsson ólst upp
hjá foreldrum sínum að Litla-
bæ og átti þar heimili fram und-
ir 17 ára aldur. Vann hann þar
öll algeng störf til lands og sjáv
ar. En flestir Djúpbændur stund
uðu jafnframt útgerð enda var
fiskisæld mikil í ísafjarðardjúpi.
Hlaut Djúpið af því nafnið „gull
kistan".
Frá Litlabæ fluttist Einar síð
an að Tjaldtanga í Súðavíkur-
hreppi. Átti hann þar heima um
skeið, en útræði var þá allmikið
í Fætinum, en svo heitir nesið
á milli Seyðisfjarðar og Hest-
fjarðar. Þaðan fluttist Einar til
Hnífsdals og hóf þar sjósókn
og útgerð. Formensku á árabát-
um mun hann þá hafa hafið með
an hann enn átti heimili inni í
Djúpi. Var hann aðeins sextán
ára gamall er hann gerðist fyrst
formaður á árábát.
Meðan Einar Guðfinnsson átti
heima í Hnífsdal stundaði hann
íshússtjórn jafnhliða sjósókn og
útgerð. Verzlun hóf hann einn-
ig í smáum stíl. í Hnífsdal var
þá þegar aMmikil útgerð og at-
hafnialíf O'g margt dugandi sjó-
manna og útvegsmanna.
Strax á þessum árum fylgdi
óvenjuleg gifta störfum Einars
Guðfinnssonar. Hann var afla-
sæll formaður á hinum litlu bát-
um, sem þá voru gerðir út við
Djúp. Hann kom vel að sér
mönnum og skapaði sér traust
hjá öllum er honum kynntust.
Framsýni og hyggindi mótuðu
þá þegar athafnir hans. Þessi
ungi Djúpmaður, sem alinn var
upp við frumstæða atvinnuhætti
fyrstu áratuga 20. aldarinnar
gerði sér vel ljósa þá miklu
möguleifea, sem hin fiskisælu vest
firsku mið fólu í sér. Á grund-
velli þess skilnings lagði hann
óhikað út í stöðugt víðtækari
framkvæmdir.
Árið 1925 fluttist Einar Guð-
finnsson svo til Bolungarvíkur
og hefur átt þar heima síðan.
Hann er þá aðeins 27 ára gamall
en engu að síður orðinn reynd-
ur sjómaður, útgerðarmaður og
fiskverkandi. Þar hefst svo sá
þáttur ævistarfs hans, sem stór-
brotruasitur er, og lensgt mun
halda nafni hans á lofti. Hann
stofnar þar verzlun og hefst
handa um útgerð í stærri stíl en
áður. Nokkru síðar kaupir hann
eignir Péturs heitins Oddssonar,
sem um áratuga skeið hafði ver-
ið aðalatvinnurekandi á staðn-
um og um marga hluti hinn merk
asti maður. En þótt Bolungarvík
væri þá þegar þróttmikil ver-
stöð og um ýmsa hluti á undan
sínum tímja var þar. Þó flest með
frumstæðum hætti. Fólkið var
duglegt og harðskeytt en aðstað
an erfið. Hafnarbætur voru á
frumstigi og gömlu verbúðirnar
mynduðu kjarna byggðarinnar.
Einiar gerðist nú umsvifamik-
ill atvinnurekandi. Hann beitti
sér þegar fyrir margháttuðum
nýjungum og framkvæmdum á
sviði atvinnulífs og uppbygging
ar. Hann var stofnandi og aðal
eigandi að íshúsfélagi Bolungar-
víkur. Síðan beitti hann sér fyr-
ir byggingu fiskimjölsverk-
smiðju og loks síldarverksmiðju
á árunum 1963-1964. Hann stofn
aði ný fyrirtæki um kaup og
rekstur vélbáta og lét ekkert
tækifæri fram hjá sér fara til
þess að efla athafnalíf í byggð-
arlaginu. Fyrir honum vakti
ekki aðeins að byggja upp traust
og myndarleg eigin fyrirtæki
heldur engu síður hitt, að bæta
aðstöðu fódksins í Mfsbaráttunni.
★
Þegar hafnarskilyrði höfðu
verið bætt verulega hófst hann
handa um kaup stærri vélbáta
og síðar stórra vélskipa til Bol-
ungarvíkur. Frumkvæði' hans og
sona hans og tengdasonar um
síldarfluitninga af f jarlægum mið
um sýna einnig dug hans og
framsýni. Allir, sem til þekkja
vita, að það sem fyrst og fremst
hefur einkennt útgerð Einars
Guðfinnssonar er hin nána og
góða samvinna hans við sjó-
menn sína og skipstjóra. Sjálf-
ur var hann sjómaður og for-
maður á yngri árum og gjör-
þekkti hvert smáatriði í slíkum
atvinnurekstri. Hann hafði sjálf
ur saiitað ginn figk hausað og
flatt. Hann hafði því góða að-
stöðu til þess að hafa yfirsýn
um það, sem var að gerast. Hann
þekkti aðstöðu sjómannanna og
landverkafólksins út í ystu æsar
og þótt stjórn hans á atvinnu-
fyrirtækjum hafi jafnan mótast
af festu þá hygg ég að það sé
ekki ofmælt, að sanngirni og góð
villd hatfi ævinliega mótað gam-
starf hans við starfistfólk sitt,
hvort heldur var á sjó eða landi.
Það hefu/r verið mikils virði
fyrir þennian mikiihæfa arthatfna
mann að fólkið í byggðarlag-
inu hietfur aliitaf fundið að bajnn
vildi koma fram til góðs í hví-
vetna. Áhugamál hans var ekki
aðeins að byggja upp fyrirtæk-
in heldur alhliða uppbygging og
framför í Bolungarvík.
f þessu liggur gætfa Einars
Guðfinnssonar sem atvinnuxek-
enda. Hann hefur unnið sér
traust og vinsældir, sem eru fá-
gætar um svo umsvifaimikinn
atvinnurekanda. Vel má vera
að einhverjuim hafi stundum
fundist hann ráðríkur. En Bol-
víkingar hafa • alltaf fundið að
drotnunargirni réði ekki athöfn-
um hans. Áhuginn og trúin á
framtíð byggðarlagsins var drif-
fjöður framkvæmda hans.
Það er ekkert skrum þótt full-
yrt sé að framtak Einars Guð-
finnssonar sé glæsilegt dæmi um
það, hve miklu góðu víðsýnir
athafnamenn geta áorfeað til al-
menningsiheilila.
Einar Guðfinnsson er í dag
einn stærsti útgerðarmaður
landsins. Þróun atvinnufyrix-
tækja þeirra, sem hamn hefur
stýrt og stofnað hefur átt ómet-
anlegan þátt í þeirri byltingu,
sem orðið hefuir til bóta í Bol-
ungarvík. Þessi forna venstöð er
nú ein myndarlegasta sjávar-
byggð landsims. Þar hefur í
raun og veru verið byggt upp
nýtt feauptún með mienningar-
brag, nær þúsund mannia byiggð.
Meginhluti íbúamnia býr í ný-
legum og myndarteguan húsum
og atf opinberri hálifu hetfur öll
aðstaða verið stórbætt. Þrótt-
mikið atvinnulíf er að sjáltf-
sögðu grundvöMiur himrnar bættu
aðstöðu. Hafnarskilyrði eru þó
enn ófullnægjandi þrátt fyrir
mifelar umbætur síðari ára. En
í þeim efnum hefur gtefnan ver-
ið mörkuð og innam sfeamms
verður lokið miklum hafnarfram
kvæmdum, sem kostað hafa mik
ið átak og ianga baráttu. Eng-
inn mun fagna því inniiegar en
Einar Guðfinnsson, sem staðið
hetfur í fararbroddi í þeiirri bar-
átrtu.
, ★
I opinberu lífi hefur Einiar
Guðtfinmsson tekið mikinn þátrt
og heiiladrjúgam. Hann var í
hreppsnefnd Hólshrepps í yfir
30 ár og var um sfeeið oddviti.
Ölll framfaramál byggðariagsins
hetfur hann látið til sín tafea.
Má þar auk bafnarmiália nefna
ratforkumál, skólamál og heil-
brigðismál. í sýsiunefnd Norð-
Einar Guðfinnsson útgeröar-
gestur einn beindi eftirfarandi
spumingu til Einars: Hefur þú
rekið þertta hótel lengi? Mað-
urinm héit að hann væri stadd-
ur á opinberu gistihúsi! Hús-
ráðendur brostu, en varð frem-
ur ógreitt um svör.
íslenzkur sjávarútvegur og
fiskiiðnaður á um þessar mund-
ir við mikla erfiðLeifea að etja.
Þeir erfiðleikar bitna á Einari
Guðfinnssyni og hinum vei
reknu fyrirtækjum hans eins
og öðrum útgerðarmönnum. En
það breytir ekki þeiirri stað-
reynd að hann hefur unmið stór-
brotið lífsstarf, ekki aðeins i
þágu byggðarlags síns heldur
þjóðarinmar í heild. Hann «ir
einn hinma farsælu brautryjgj -
enda á sviði útvegsmála í lamd-
inu. Fyrir það verðskuldar hann
þakkir, traust og virðingu.
Stundar mótbyT undirsrtöðuat-
vinnuvegar landsmamna veldur
þjóðinni allri vandkvæðum. En
til þess að sigrast á erfiðteifeun-
um hljóta eiginleikair manna eina
log Einaris Guðfinnssomiar að
verða drjúgir til heilla. Seigl-
am, manndáðin og trúin á lamd-
ið verða þá, ásamt þekkimgu og
fyrirhyggju, þyngst á metunum.
Á þessum tímamótum í lífi
Einaris Guðfinnssonair árna ég
mímum gamla og trausrta vimi
allra heilla um leið og ég þafefea
honum drengilegt samstarf. Bol-
ungarvík og héraði okfear ósfea
ég þess að það megi sem lengst
njóta dugnaðar hans, góðvildar
og mamnfcosta. S.Bj.
Afmæliskveðja frá Bolungarvík
Það mun hafa verið um árið
1925 að ung hjón fluttu hingað
til Bolungarvífeur. Fáa mun þá
hafa grumað, að koma þeirria og
dvöl síðan, yrði jafn giftudrjúg
og síðar varð Ijóst, sjálfum þeim
og samborgurum þeirra. Þetta
voru sæmdarhjónin Elísabet
Hjaltadóttir og Einar Guðfinna-
son.
Á þeim árum var atvinnulíf
hér sem víða annars staðar með
þeim hætti, að lífsbarátta var
hörð og kom margt tiil. Afkoma
byggðarlagsins byggðist að
mestu á sjávarafla, eins og enn
í dag. Hafnarskilyrði voru þá
atfar erfið og skipastóll nær ein-
göngu smábátar.
Var svo um larngt árabil.
Einar snérist strax að því er
varð hams aefistarf, útgerð og
fiskverkun. Áður en lamgt um
leið, hafði hann fengið í félag
með sér, sem sameignarmenn
reynda dugmaðar og aflamenn.
Síðar söfnuðust til hans ung-
ir memn, er hugðu á gott sam-
starf, sem og tókst.
Árin 1930-40 voru afar erfið
fyrir útgerð og aM<a þá er af-
komu síma áttu undir fiskveið-
um. Voru þau vissulega harð-
ur skóli fyrir Eimar og aðra, er
komu við sögu í útgerð. Kom
Eimar vel hertur frá því tírna-
bili og hefur dugnaður og ait-
hafnasemi hanis verið slík, sem
landsmönnum er fyrir löngu
kurnn og ekki verður rakið hér.
Hefur hann reist þær stoðir í
isögu Bölumgavífeur, er seinit
munu fyrnast- Munu fá dæmi um
slífea uppbyggingu við jatfn erf-
ið skilyrði og hér um ræðir.
Eins og fyrr segir er Einar
kvæntur Elísabetu Hjalrtadóttur,
hinni ágætustu konu, er hefir
verið manini sínum hin styrfeasta
stoð, ekki sízt þegar mest hef-
ur á reynt.
Hafa þau átt því láni að fagnia
að hafa komið upp stórum bairna
hóp er reynzt hafa hinir nýt-
ustu bongarar og lífeleg til að
halda merki foreldra sinna vel
á lofti.
Nú, þegar Einar Guðfinnsson
er sjörtugur, get ég undirritað-
ur ekki látið hjá líða, að hliusrta
á öldunið lönguUðinna ára og
þakka honum hugljúfar minn-
iragar, sameign og samstarf. Jafn
framt semdi ég honum og fjöl-
skyldu hains innilegustu heilila-
óskir. Bið svo guð að btessa
honum ókomin æfiár.
Lifið heil!
Bernódus Halldórsson.
Einar Guðfimmsson, dvelur í
dag hjá:
Mr. & Mrs. Thorleifur Sfeagefjord
443, Mc. Lean Ave.
Selkirk, Manitoba
Kamiada.