Morgunblaðið - 17.05.1968, Side 19

Morgunblaðið - 17.05.1968, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1968. 19 OFDRYKKJUVANDAMÁLJB ris orðið nokkuð hátt meðal þeirra þjóðmála sem úrlausnar bíða. í fljótu bragði furðum við okkur á því að varla skuli vera til sú stofnun eða það fyr irtæki í landinu að áfengisböl- ið grípi ekki meira eða minna inn í rekstur þess, og að leit- un muni vera á þeirri fjöl- skyldu sem ósærð hefir slopp- ið við áfengisbölið. Hávaði og fordómar hafa kæft einlæg- ustu tilraun til að hamla í móti þessum voða. Við skulum því setjast í áhorfendastúku og hlusta ihugul í ró og næði. Ef til viil rekumst við þannig á eitthvað sem sameinað getur okkur til átaka. Af illri nauðsyn hefi ég vafstrað í áfengis- og of- drykkjuvarnarmálum undan- farinn áratug, og tel mig nokk- uð fróðan um skipulagða fram kvæmd varna gegn ofdrykkju bæði hér heima og erlendis. Fyrsti varnagli sem reyndur liðsmaður slær, er sá að al- rangt sé að brjóta niður nokk- urt það starf sem að einhverra dómi miðar eitthvað í rétta átt, heldur skuli hlúð að hverri tilraun og leitast við að kynna allt er að gagni gæti komið, án tillits til mismunandi sjónar- miða.-Eitt hentar einum — ann að öðrúm. Aðalatriðið er, að almenningur finni leið út úr ógöngunum þegar þau steðja að, og að áhugamenn, uppeldis leiðtogar og starfshópar fái auðveldlega greiðan aðgang að öllum þeim upplýsingum, fróð leik og reynslu, sem hægt er að safna saman um þessi mál. Ég mun leitast við að kynna hér í blaðinu almenn viðhorf til áfengis- og ofdrykkjuvarna eins og þau koma mér fyrir sjónir í dag, en að því loknu leita manna, er takast vilja á hendur að boða til stofnunar samtaka — almannavarna — er hefðu það eitt á stefnuskrá sinni. ,að auðvelda fólki að- gang að því áfengis- og of- drykkjuvarnarstarfi, sem fyrir er í þjóðfélaginu, brúa bilið milli heilbrigðisþjónustu og al- mennings og kynna hvað eina er læra má af öðrum þjóðum í þessum efnum. Nafn mitt er ekkert laun- ungarmál í þessu sambandi, en þar sem það skiptir engu máli, hvorki til né frá, læt ég það kyrrt liggja, — ég gæti kallað mig borgara, en kýs samt að kalla mig alkoholista, því það er ég, og það nafnið er mál- efninu skyldast. Morgunblaðið hefir boðizt til að leggja fram sinn skerf nú strax í upphafi þessa máls, með því að birta sjö greinar, sem ég hefi gefið samheitið: „Alkoholisti spyr“. Þær eru: 1. Er „alkoholismi" og „of- drykkja" tvö heiti á sama fyrirbærinu? 2. Geta kettir orðið alkohol- istar? 3. Er hægt að hjálpa alko- holistanum? 4. Hvar geta ofdrykkjumenn og alkoholistar helzt vænst hjálpar? 5. Höfum við vanrækt fé- lagslegar aðgerðir til lausnar ofdrykkjuvanda- málinu? 6. Hver er hjálparþurfi, — og hvað er hægt að gera? 7. Ertu með? Þá kemur fyrsta spurningin, en hún er þessi: Er ,alkoholismi 'og ,ofdrykkja' tvö heiti á sama fyrirbærinu? Hversu oft stöldrum við ekki við í undrun yfir torskilj anlegri framrás drykkjuskapar — og drekkum samt. Gerum við okkur raunverulega ljóst hvort það er vísvitandi eða óafvitandi, sem við veigrum okkur við að viðurkenna eðli drykkjuskaparins, og þá sér- staklega ef hann á einhvern hátt snertir okkur sjálf? Skyldu fordómar og hvítlygi víxlþæfa nokkurt annað vanda mál rækilegar. Læknar okkar viðurkenna — já, hrópa út til þjóðarinnar — að ofdrykkja sé sjúkdómur, en þegar til þess kemur, að þeir eru kallaðir til sjúklings- ins, hika margir. Og af hverju? Sennilega vegna þess, að enn- þá er ofdrykkja aðeins viður- kennd í orði en ekki á borði — nema að tiltölulega mjög litlu leyti. Gamlir fordómar eru seig ari en svo, að þeim verði svipt burtu með fyrsta gusti. Þessu böli verður hvorki bægt frá með fúkyrðum né valdi, og ennþá síður með af- skipta- eða sinnuleysi. Þótt einn kalli annan ofstækismann, og annar hinn ræfil, breytir það engu gangi málsins. Hvor- ugur tekur mark á hinum, en drykkjuskapurinn þróast í skjóli hávaðans. Ef við hættum skítkastinu og höfnum tómlætinu, er ekki nokkur vafi á þvi, að sameigin lega getum við lyft Grettis- taki í þessu heilbrigðisvanda- máli ekki síður en hinum öðr- um er þjóðin hefir bisað við undanfarna áratugi. Við höf- um einn fastan punkt til að ganga út frá, en hann er sá, að við erum sammála um að hér er voði á ferðum. Það er vit- að mál, að ofdrykkjuvandræð- in verða ekki leyst með nein- um „patent“-meðulum — en fræðsla um eðli þeirra hefir áorkað geysilega miklu þar sem til hennar hefir verið grip ið svo um munar. Drykkju- skapur á sér mjög mörg stig, og viðbrögð manna við áfengi eru allt að því eins margvísleg og neytendurnir eru margir. Er því ekki að undra þótt menn verði ekki á eitt sáttir um sameiginlega leið út úr ógöngunum — eða þótt sumir sjái jafnvel engar ógöngur. Með svolitlu umburðarlyndi hvort til annars skulum við samt rétt í bili fallast á, að til sé ástand sem kallast alkohol- ismi, og að það sé í nánum tengslum við notkun áfengis — alkohols — og að þolandi þess ástands sé alkoholisti. Ég hefi beðið Morgunblaðið að birta þessa og sex aðrar stuttar hugleiðingar um afleið ingar óhóflegrar áfengis- drykkju og æskilegra við- bragða við þeim vanda. Okkur hættir til að rugla saman hin- um ýmsu stigum samkvæmis- drykkju, ofdrykkju og alkohol isma og kalla allt, svona til hægðarauka „áfengisvandamál ið“ og varnir gegn því köllum við svo „áfengisvarnir". Þetta kalla ég að tapa orrustunni fyr irfram. Illu heilli var þetta orð soðið saman, enda hefir því stöðugt verið hampað af þeim er ekki vilja taka tillit til á- fengisbölsins. Það hefir verið þeirra tromp. Vín er eitt, böl er annað — jafnvel þótt bölið leiði af notkun vínsins. Guða- veigunum er sungið lof, því fær enginn rönd við reist Skáldin sjá um það. Og við tökum undir. Þannig má hremma hvaða bindindispost- ula sem er í landhelgi. Alko- holismi, ofdrykkja og misjafn- lega villt samkvæmisdrykkja, geta orðið þau vandamál, að yfir þeim verði ekki sungnir gleðisöngvar. Þetta fá allir að reyna fyrr eða síðar, þótt þeir vilji ekki viðurkenna það. Vilj andi sniðgeng ég því allar hug- leiðingar um áfengi. En ég hefi skyggnst um á vettvangi ís- lenzkra ofdrykkjuvarna, og komist að þeirri niðurstöðu, að ástandið geti vart verið öllu aumara ef á annað borð er ver ið að gutla við að hamla á móti hinni kveljandi of- drykkju — veikinni, sem hvar vetna vex ásmegin með bætt- um lífskjörum, og sem við hlið krábbameins, blóðsvegasjúk- dóma og geðveiki, er talin eitt af fjórum höfuð-viðfangsefn- um heilbrigðisþjónustu hverr- ar menningarþjóðar. Meðan við, vegna misskilnings eða tepruskapar ,tökum þetta þjóð arvandamál þeim vettlingatök um sem raun er á, ryðjum við því braut hvert til annars, eða til afkomenda hver annarra. Við, sem teljum okkur vera menntaða menningarþjóð, vit- um, að ekki fer hjá því að mörg okkar drekka og koma til með að drekka brennivín ef svo ber undir.Gerum við okkur nægi- lega ljóst, hversu sterk vísinda leg rök hafa verið færð að því að 12. hver maður sem á annað borð drekkur áfengi, verður hjálparþurfi vegna alkohol- isma áður en yfir lýkur? Og hver er kominn til að segja hver þurfi að hjálpa hverjum? Þú mér, eða ég þér? Fer ekki bezt á því að þjóð- in sameinist sem fyrst um varn ir gegn þessum voða? Eigum við ekki að athuga hvað hægt er að gera. Við getum byrjað með því að athuga eðli þessa vanda- máls. Margir álíta, að alkohol- ismi og ofdrykkja séu eitt og sama fyrirbærið og að drykkju maður hljóti að vera alkohol- isti eða áfengissjúklingur eins og það er oft nefnt. Að vísu er þessu stundum þannig varið, en ekki nálægt því alltaf. Mér er sagt að alkoholismi fái venjtáega útrás í ofdrykkju, og að ofdrykkja geti verið alko holismi ,en langt sé frá því að ofdrykkja sé ætíð alkoholismi. Hér er því ekki um eitt og sama fyriibærið að ræða. Hvað er þá „alkoholismi"? Alkoholismi er alhliða hrörn- unarsjúkdómur, sem bundinn er neyzlu áfengis, og magnast stig af stigi sé honum haldið virkum. Hann hefst með rugl- ingi dómgreindar á öllu er varðar eigin afstöðu til áfengis og gerir mann því óhæfan tH að ákveða hvenær drukkið er, hve mikið er drukkið, og hve lengi drukkið, — og að aflok- inni drykkju óhæfan tH að við urkenna staðreyndir er snerta þennan sjúkdóm og aðdrag- anda hans. Ofdrykkja er aftur á móti vísvitandi skipulagður drykkjuskapur, þar sem við- komandi skammtar sér ákveð- inn tíma til drykkjunnar, og ákveður fyrirfram hvenær byrjað sé og hvenær hætt verði — og stendur við það. í þessum efnum er hann oft bros lega stundvís. Þó kemur fyrir að slíkur náungi lendi á hrika- legu fylliríi, og semur hann þá í flýti ,eða hremmir, tilefni tH að réttlæta slíkt fyrir sjálfum sér og öðrum. Er hér um að ræða tímabundna sálflækju, sálflækju, sem jafnar sig oft fljótlega fái hún ekki útrás í alkoholisma. Ofdrykkjumaður- inn viðurkennir drykkjuskap sinn, ef honum finnst á annað borð ástæða tH að standa nokkrum reikningsskap gjörða sinna. Og svo opinskár er hann í þeim efnum, að sumir telja að jaðri við hroka. Hjá alkohol istanum ber aftur meir á lygi, flótta og feluleik, ef áfengis- mál hans eru rædd og vegin. Mörkin milli þessara tveggja fyrirbæra eru svo ógreinileg að erfitt er oft að greina þar á milli. Sá Þrándur sem þar ligg ur í Götu, felst þó oftast í stein runninni forherðingu alkohol- istans á að viðurkenna ekki staðreyndir. Alkoholistann grunar ekki ósjaldan hvar hann stendur löngu áður en hann viðurkennir það fyrir nokkrum manni. Hann veit, að ofdrykkja er ekki ætíð sama og alkoholismi. Sjálfur kallar hann hinn ófjötraða drykkju- skap náungans „hófsdrykkju", og í ljósi þess er ofdrykkjustig ið óskaland alkoholistans. En umhverfis hinn klóka alkohol- ista er venjulega hópur vel þenkjandi borgara sem óafvit- andi láta hann rugla heilbrigt yfirskyn sitt til þessara mála. Má hér engu öðru fremur um kenna en skorti á alhliða að- gengilegri fræðslu um eðli og einkenni sjúklegrar ofdrykkju, og þeirrar drykkju annarrar er almenning varðar. Alkoholisminn er mönnum oftast sem lokuð bók, ofdrykkj an misskilin, en hugtakið „hóf drykkja“ svo skrumskælt, að enginn áttar sig á hvað það táknar. Sú drykkja, sem fram fer daglega undir yfirskini hóf drykkjunnar á ekkert skylt við þá hófdrykkju, sem felst í að dreypa á víni án þess að vænta sér af því andlegra hamskipta. Segja má, að vandamál of- drykkju og alkoholisma legg- ist þyngst á einstaklinga og heimili, en séu afleiðingarnar hinnar modeniseruðu hóf- drykkju, skoðaðar ofan í kjöl- inn, kemur í ljós, að ofur- þungi hennar leggst þyngst á atvinnuvegina. Atvinnuvegun- um blæðir og þjóðarhagur líð- ur. En því máli verða ekki gerð skH að sinni. Sennilega munum við ætíð komast að þeirri niðurstöðu, að sérkenni alkoholismans sé það, að hann fer stigversnandi sé honum haldið virkum með áfengi. Drykkjuskapur getur hinsvegar staðið í stað árum saman, fimmtán, tuttugu eða jafnvel tuttugu og fimm ár, og síðan smádregið úr honum og drykkjumaðurinn hætt án þess að verða fyrir öðrum persónu- legum skakkaföllum en bláu nefi, gillinæð, eða súrum maga. Slíkir brennivínsberserkir hafa aldrei verið neitt fátíðir. En hvað um alkoholistann? Hann er bundinn lögmáli. Næsta fyllirí verður yfirleitt verra hinu fyrra — þó með sakleysis legum innskotum endrum og eins — unz um þverbak keyrir og endirinn andleg eða líkam- leg örkuml, nema hvorttveggja sé, hafi ótímabær aldurtili ekki lokað leiðinni áður. Spurningunni um það, hvort ég álíti ofdrykkju og alkohol- isma vera eitt og sama meinið, ætti þá að vera svarað að nokkru, en í fórum mínum á ég sex aðrar spurningar, sem mig langar til að reifa á opin- berum vettvangi, ef vera mætti að það gæti gefið tilefni til ein hverra raunhæfra aðgerða gegn þessu mikla þjóðarböli. Með beztu kveðju, Alkoholisti. Wilfon-teppadreglar frá Englandi Breiddin er 365 cm svo engin samskeyti myndast á miðju gólfi. Það fallegasta og bezta sem þér fáið á gólfið. Verðlækkun Við tökum mál og leggjum teppin með stuttum fyrirvara. PERSÍA Sími 11822 — Laugavegi 31. Weimar - postulín Kaffistell 12 manna — Mokkastell 6 manna frá hinni heimsfrœgu postulínsverksmibju Weimar nýkomin K. EINARSSON & BJÖRNSSON H.F. Laugavegi 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.