Morgunblaðið - 17.05.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1968. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. 'Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. Þ UNGLAMA LEGT EMBÆTTISKERFI 17iða um lönd hafa menn ^ miklar og vaxandi áhyggj ur af útþenslu embættis- mannakerfisins og þunglama- legri afgreiðslu stjórnarmál- efna. Alkunnar eru hinar broslegu kenningar um þetta bákn, sem nefndar eru Park- inson-lögmál, og vissulega er það ekki einbert grín. Eins og að líkum lætur hefur kerfi embættismanna og starfsmanna ríkisstofn- ana eins og t.d. bankanna þanizt mjög út hér á landi á seinni árum, og því miður hefur þróunin hér eins og annars staðar orðið sú, að allt er þetta kerfi svifaseint og þungt í vöfum. Á því fá þeir, sem ýmiskonar við- skiptastörf stunda, oft að kenna og gengur erfiðlega að skilja, hve seint gengur að fá afgreiðslu mála sinna. Á þessu er nú vakin at- hygli, vegna þess að í einka- rekstrinum eru víða hafnar aðgerðir til að bæta rekstur og draga úr kostnaði vegna þeirra erfiðleika, sem atvinnu lífið á við að etja, og vissu- lega væri ástæða til þess að yfirmenn opinberra stofnana litu í eigin barm og athug- uðu gaumgæfilega, hvort ekki væri hægt að koma við hentugri vinnubrögðum og sparnaði. Á tímum velmegunar er eðlilegt, að margháttuð þjón- ustustarfsemi aukist og mann legt þótt ekki sé gætt ítrasta sparnaðar, þegar allt leikur í lyndi. En þegar stóráföll dynja yfir eins og við íslend- ingar höfum orðið fyrir hverju af öðru, er nauðsyn- legt að bregðast kröftuglega við og láta einskis ófreistað til þess að koma við fyllstu hagkvæmni. Mikil þjónusta við borgar- ana er vissulega vottur um mikla velgengni, og ánægju- legt er þegar atvinnuvegirnir geta staðið undir mikilli þjón ustustarfsemi. Nú hagar hins vegar svo til, að allt kapp verður að leggja á verðmæta- sköpun og þess cegna er eðlilegt — og raunar sjálf- sagt — að nokkuð sé dregið úr þjónustu, meðan verið er að rétta við fjárhag þjóðar- innar, en vinnuafli og fjár- magni þess í stað einbeitt að fram ’yeiðsluaukningu. ÖFLUGT EINKAFRAMTAK ví miður eiga íslenzkir at- vinnuvegir nú í erfiðleik- um, og eru ástæðurnar til þess alkunnar. En þegar slík- ir erfiðleikar steðja að skilja menn betur en áður, hve geysimikla þýðingu öflugt og traust einkaframtak hefur. Nú heyrist varla nokkur maður tala um, að of vel hafi verið búið að atvinnurekend- um, og meira að segja ber lítið á öfund í garð þeirra manna, sem vel hafa rekið fyrirtæki sín og efnazt sæmi- lega. Skilningur landsmanna á því að atvinnuvegirnir beri sig er því fyrir hendi. Og þrátt fyrir hina miklu erfiðleika, sem atvinnuveg- irnir eiga við að búa — eins og raunar þjóðin öll, vegna þeirra áfalla, sem við höfum orðið fyrir, er engin ástæða til að örvænta. íslenzkir at- vinnurekendur hafa áður sýnt, að þeir eru vandanum vaxnir og hafa barizt við mikla erfiðleika og sigrazt á þeim. Þannig mun nú einnig fara. Ríkisvaldið hefur gert ráðstafanir til þess að draga úr útgjöldum og reyna þann- ig að heimta til sín minni hluta vinnuafls og fjármuna en vera mundi í góðæri. Á sama hátt þurfa bankastofn- anir að leggja meginkapp á að aðstoða þau fyrirtæki, sem framleiðslustörf stunda, þótt það komi að einhverju leyti niður á þjónustustörf- um. Það er öllum fyrir beztu að einbeita kröftunum að því að auka nú framleiðsluna sem mest má verða, til þess að geta síðar notið meiri gæða. Raunar er ástæða til að benda á, að það er ekki ætíð rétt, sem haldið er fram, að fyrirtæki hér hafi ekki eðli- legan aðgang að lánsfé. í mörgum tilfellum hafa fyrir- tækin mjög mikið af fjár- magni sínu að láni frá bönk- um, og raunar allt of mikinn hluta, því að eigið fjármagn fyrirtækjanna er of lítið. Erfiðleikarnir stafa oftast af því, að fyrirtækjunum hefur ekki verið gert kleift að hagnast eðlilega á góðær- um, þannig að þau gætu af eigin rammleik staðið undir skakkaföllum. Hér hefur um langt skeið ríkt sá hugsunar- háttur, að óeðlilegt væri að fyrirtæki högnuðust, nægi- legt væri að þau gætu starf- að án taps. Þessi hugsunar- háttur er rangur og hættuleg- ur. Fyrirtæki þurfa að geta eignast sína varasjóði, svo að stjórnendur þeirra þurfi ekki Sovétstjórnin berst g egn áhrif- um Vesturlanda á Tékkóslóvakíu — en sœttir sig sennilega við breytingarnar þar í landi • Sovétstjórnin hefur að undanförnu látið þau boð út ganga til vestrænna þjóða, að þær skuli gera svo vel að láta Tékkóslóvakíu afskiptalausa, hvað svo sem þar gerist á komandi vikum og mánuðum. Hefur þetta verið gert með ýmsum hætti, ljóst og leynt, m.a. nú síðast á þriðjudag, er sovézkur marskálkur lýsti því yfir, að vestrænir aðilar reyndu að skapa úlfúð milli A-Evrópuríkjanna og Sovét- ríkjanna með hástemdum frá sögnum af herflutningum við tékknesku landamærin og létu þar jafnframt að því liggja, að Sovétmenn hyggð- ust kveða með ofbeldi niður þær breytingar, sem að undan förnu hefðu verið gerðar í Tékkóslóvakíu. En Vestur- veldin sagði hann, að skyldu láta slíkt með öllu ógert, það væri þeim betra. Rússneskir stjórnmálafrétta ritarar í Moskvu segja, að fregnir þessar í vestrænu blöð unum hefðu getað haft mjög alvarlegar afleiðingar, — þær hafi augljóslega verið til þess ætlaðar að kynda undiir óvild Tékkóslóvakíu í garð Rússa og ekki hefði verið gott að segja, 'hverjar afleiðingarnar hefðu verið, ef Tékkar hefðu ekki fyrirfram vitað um þessa herflutninga. Áður hafði komið glögglegá fram ótti Sovéstjórnarinnar um að vestræn ríki notfærðu sér ástandlð, m.a. þegar hún bauð Tékkóslóvakíu ríflegt skyndilán til þess að vinna bug á bráðustu efnahagsörðug leikunum, að ta'lið var, af ótta við, að Tékkar myndu snúa sré til Vesturveldanna með beiðni um lán og jafnvel fara að taka upp aukin samskipti við Bandaríkjamenn. Áhyggjur Sovétstjórnarinn- ar hafa einnig komið fram í áköfum fundahöldum hennar og kommúnistaleiðtoga Aust- ur-Evrópu og skyndiheimsókn Aleksanders Dulbceks og nán ustu samstarfsmanna hans í tékknesku stjórninmi til Sovét ríkjanna. Og þær hafa einnig komið fraon í skrifum sov- ézkra blaða, sem framan af skýrðu ekki einu orði frá því sem var að gerast í Tékkóslóv akíu, en hafa nú að undan- förnu’látið sér tíðrætt um vin skap Tékka og Rússa. Tékk- neskir framámenn hafa einn- ig skrifað greinar í sovézku blöðin, þar sem Sovétmenn hafa verið fullvissaðir um, að Tékkósióvakar muni leggja allt kapp á að viðhalda og efla sambamd kommúnistaríkj- anna. Bróðurlegar kveðjur milli valdhafa ríkjanna hafa verið birtar og viðtöl við ýmsa tékkneska menn um nauðsyn þess að halda ætíð sem bezt við samskiptum og vináttu ríkjanna. Jafnframt hafa þó heyrzt í sovézkm biöð- unum raddir, m.a. sovézkra rithöfunda, sem hafa látið í ljós grunsemdir og pgg um hið endanlega markmið hinn- ar nýju stefnu Tékkóslóvakíu en þær eru um leið dullbúnar viðvaranir um að láta ekki hafa þó heyrzt í sovézku blöð frelsið ganga út í öfgar. Sú skoðun miargra frétta- manna í Moskvu, að fundur kommúnistaleiðtoganna aust- ur-evröpsku á dögunum, þeirra Gomulka, frá Póllandi, Kadars frá Ungverjalandi, Ul- Brezhnev brichts frá Austur-Þýzkalandi og Zhivkovs frá Búlgaríu, auk ráðamanna í Tékkósióvakíu og Sovétríkjunum, hafi ekki fyrst og fremst verið haldinn til þess að fordæma breyting- arnar í Tékkóslóvakíu. Þeir telja, að það hafi verið alveg eins veigamikil ástæða, að Sovétstjórnin hafi viljað koma í veg fyrir, að þessi riki sýndu breytingunum í Tékkó- slóvakíu of mikinn fjandiskap eða skiptu sér af þeim. Áður höfðu komið fram í löndum þessara manna harðar árásir á frelsishreyfinguna í Tékkó- s'lóvakíu. En eftir að Sovét- stjórnin hafði fengið loforð Dubceks um, að samskiptin við kommúnistaríkin yrðú aldrei rofin og ekki haggað við hinu sósíalistíska þjóð- dkipuilagi, telja fréttamen-n, að hún hafi viljað koma í veg fyrir frekari árásir komm únistaríkjanna á þessa bræðra þjóð sína, þar sem þær gætu einungis gert illt v-erra. Sovétstjómin gengur þess heldur ekki dulin, að þrátt fyrir yfirborðseiningu eru samskipti Pólverja, Austur- Þjóðverja og Tékkóslóvaka, aldrei sérlega ástúðleg, til þess er sagan þessum þjóðum of sterkt í minni. Með það í huga meðal annars var sýnd í Sovétríkjunum sérstök dag- skrá hinn 10. maí «1. um landamæraflund Tékka og Pól verja, þar sem þeir minntust loka heimsstyrjaldarinnar síð Dubcek ari og var þar lögð sérstök á- herzla á órofa einingu þess- ara tveggja þjóða. Og í rit- stjórnargrein í Pravd-a, 11. maí sl. var sérstaklega rætt um að Sovétstjórnin hefði ekki minni áhuga á þvi að efla samskipti Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu. Síðar kom fram í sama blaði, sveipað skrúðugu rósa- máli, og hugmyndaifræðileg- um orðtökum, að sovézku leið i togarnir hefðu ákveðið að taka breytingunum í Tékkó- slóvakíu með ró og viður- kenna þær — jafnframt því sem þar var að finna ljósa vísben-dingu til annarra Aust- ur-Evrópuríkja um að hal-d-a hvers kona-r breytingu-m inn an þeirra takmarka, að efcki skaðist völ-d og aðstaða kom-m ‘ únistaríkjanna í Austur-Ev- ró-pu í heild. Var sérstök á- herzla lögð á, að Vesturveld- in mundu gera al’lt, sem þau gætu ti-1 þess að færa- sér hvers kyns breytingar í nyt — en vita m-ættu þau, að valdaaðstöðu kommúnista- flokkanna í ríkjum Austu-r- Evrópu yrði ekki breytt. Ráða fréttamenn þeir, sem vanir eru að lesa í hugmyndafræði- leg skrif kommúnista af þessu að þótt Sovéts-tjóTOin ssetti sig við þær breytingar, sem Tékkóslóvakía og e. t. v. önn- ur A-Evrópuríki vilja gera í átt til aukins frelsis, muni íh-ún berj-ast gegn því með oddi og egg, að samskipti þeirra við vestræn ríki auk- izt að því marki, að veikt geti efnahagslega, hernaðar- 1-ega og stjórn-málalega ein- ingu kommúnistaríkjanna. — Telja þeir meðal annars ein- sýnt, að Sovétstjórnin muni mjög þyngjast á brún, sjái hún þess nokkur merki, að Tékkóslóvakía hleypi vest- rænu fjármagni inn í la-nd sitt í hvaða formi, sem er. (Helzta heimild: Observer- grein eftir Dev Murarka. — ÖLl réttind-i áskilin). að hafa eilífar áhyggjur af peningum frá degi til dags, en geti einbeitt sér að því að bæta og treysta framleiðsl- una. Á þessu sviði þarf að verða mikil breyting, og hún er öllum fyrir beztu er fram í sækir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.