Morgunblaðið - 17.05.1968, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 19«8.
Sigurður Þorkelsson
Barkastöðum 80 ára
SIGURÐUR Þorkelsson er fsedd-
ur 27/3, 1888. Faðir hans var
sonur Þorkels bónda á Skegg-
stöðum í Svartárdal og móðir
Björg Pétursdóttir Ámasonar b.
á Geirmundarstöðum í Sæmund-
arhlíð.
Þorkell faðir Sigurðar var
gjörvilegur maður, karlmenni og
hestamaður frábær.
Móðir hans var Engilráð Sig-
urðardóttir frá Eldjárnsstöðum
í Blöndudal, en hennar móðir
var Ingibjörg Guðmundsdóttir b.
og alþm. á Guðlaugsstöðum.
Meðan Engilráð var ung heima-
Sæta, þótti hún sérlega listfeng í
við tóvinnu, einkum jurtalitun I
og vefnað. Enn eru til munir eft-
ir hana, sem bera handbragði
hennar og smekkvísi fagurt vitni.
Hún var gáfuð kona bókelsk og
fróð. Sú sem þetta ritar kynnt-
ist henni lítilsháttar er hún var
komin á áttræðisaldur, beygð af
elli og erfiði. Hún hafði góðlát-
lega framkomu, hýrt og glettn-
islegt augnaráð, en þó heyrði ég
sagt, að hún gæti verið þykkju-
þung. Tæpast hefi ég nokkurn
heyrt segja betur frá. Hún var
ættrækin og trygglynd, en til-
svör hennar gátu verið öflug og
köld, ef hún taldi sig órétti
beitta.
Hún er mér minnisstæð, hin
lífsreynda aldna kona, ég held
hún hafi verið ein af þeim, er
geta ekki beðið afhroð í lífsbar-
áttunni, sökum þess að þeir eiga
sér griðarstað á bak við heim-
inn.
Systur átti Engilráð, Guðrúnu
konu Jónasar Illugasonar b. og
fræðaþuls í Brattahlíð og bróður
Jón, b. á Brún, föður Sigurðar
Jónssonar skálds og rithöfundar.
Þorkell og Engilráð bjuggu
góðu búi á Barkastöðum, enda
voru þau bæði óvenju afkasta-
mikil til verka og ráðdeildar-
söm.
Þau eignuðust fjórar dætur,
sem allar urðu vel metnar kon-
ur, en aðeins þennan eina son,
Sigurð.
Árið 1923 lézt Þorkell á Barka
stöðum. Eftir það tók sonur
hans við búsforráðum utanbæj-
ar.
Sigurður var fríðleiksmaður
og hinn snyrtilegasti. Enn er
Teppadeild: Simi 14190
Hin vinsælu lykkjuteppi sem
farið hafa sigurför um landið,
fyrirliggjandi í miklu úrvali.
★ Nýir litir
Ný munstur
★ 100% ísl. ull
★ Lóast ekki
^ Ofin í 3ja metra breidd
^ Verð pr. ferm. kr. 550.—
m/sölusk.
Góðir greiðsluskilmálar
Teppaleggjum horna á milli
með stuttum fyrirvara.
fíagstæðustu og beztu teppa-
kaupin í dag getið þér gert hjá
Teppi h/f.
Gluggatjaldadeild:
Simi 16180
Vorum að taka upp mikið og
glæsilegt úrval af gluggatjalda-
efnum m.a. hin vinsælu
finnsku dralonefni,
gardisette,
amerísk fiberglass ,
og ísl. ullar- og dralonefni.
Einnig nýkomið mikið úrval af
rúmteppum og sængum.
Austurstræti 22.
DOMUDEILD
Kvenkjólar
Kvenpeysur
Undirkjólar
Náttkjólar
NYJAR VORUR
FRA MARKS & SPENGER
hann kvikur í spori og vel á sig
kominn þrátt fyrir háan aldur.
Hann var ágætur hestamaður
og tamdi manna bezt, sat hest
mjög vel og átti úrvals hesta.
Hann hlýtur að eiga margra
skemmtilegra stunda að minn-
ast, frá því er hann þeysti á
gæðingum sínum út um grxmd-
ir og eyrar, oft í fylgd með kát-
um félögum.
Sigurður kvongaðist árið 1929
Halldóru Bjarnadóttur, Skag-
firzkri að ætt, greindri konu,
fjölhæfri og atorkusamri.
Þau eignuðust fjögur börn.
Þau eru: Þorkell b- Barkasrt.,
Bjarni b. st., kvongaður ísgerði
Árnadóttur frá Þverárdal og
Engilráð Margrét stúdent m.
kennarapr., gift Aðalsteini Jóh.
Maríussyni ættuðum af Langa-
nesi, búsett í Reykjavík. Einn
sonur dó í frumbernsku.
Sigurður og Halldóra áttu gott
og traust heimili á Barkastöð-
um. Þau voru gestgjafar góðir
svo sem forverar þeirra og allt
hafði heimilið menningarbrag.
Halldóra reyndist tengdamóð-
ur sinni vel og hjúkraði henni
af ástúð og umhyggju, eftir að
Engilráð var þrotin orðin af
kröftum.
Sigurður byggði, með aðstoð
sona sinna, stórt og myndarlegt
íbúðarhús á jörð sinni. En hér
bar skugga á, því um þetta leyti
lá Halldóra húsfreyja helsjúk á
Héraðshælinu á Blönduósi. Fór
hér sem oft fyrr og síðar, að „fá-
ir njóta eldanna, er fyrstir
kveikja þá.“ Henni auðnaðist
ekki að njóta hinna nýfengnu
þæginda á heimiii sínu.
Það var á orði haft hverju
hún tók þjáningum sínum og
helstríði með mikilli hugarró og
æðruleysi.
Enn dvelur Sigurður á óðali
sínu Barkarstöðum, í skjóli góðr
ar tengdadóttur og sona sinna,
sem eru dugandi bændur, ásamt
með tveim indælum sonarson-
um.
Ennþá er hann hress í bragði
og fljótur að koma fyrir sig
orði og enn sem fyrr bregður
fyrir óræðum kímnisglampa í
dökkum augum.
Að síðustu þetta Sigurður:
Við frændur og vinir þínir í
Blöndudal óskum þér áttræðum
allrar blessunar og þökkum þér
og þínu skylduliði góð kynni að
fornu og nýju.
Lifðu heill, aldni bóndi.
Hulda Pálsdóttir-
Kvennadeild Átthagafélags Strandamanna heldur
bazar
laugardaginn 18. maí kl. 2 e.h. í Góðtemplara-
húsinu (uppi).
Margt góðra muna.
Átthagafélag Strandamanna.
- VEX - VEX - VEX -
KAUPFÉLAGIÐ