Morgunblaðið - 17.05.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.05.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1968. 15 SVAR MITT m EFTIR BILLY GRAHAM Ég hef áliyggjur vegna hinnar nýju trúarjátningar Öid- ungakirkjunnar. Hví þurfum við nýrra játninga með? Gætuð þér sagt mér, hvort þér eruð meðmæltur slíkum nýjum játningum, er sumir telja sama og að hafna þeirri gömlu? Ekki tel ég, að hér sé um neina umbót að ræða. Þó eru margir, sem reyna að breyta gömlu kenningunum, til þess að þær nái betur til nútímamanna. En ég hygg, að það sé ekki trúarjátningin, sem þarf breytinga við, heldur maðurinn sjálfur. Hann þarfnast afturhvarfs, svo að hann geti borið fram játningu trúarinnar og stað fest hana með lífi sínu. Orð geta í sjálfu sér verið ósköp innantóm. En heim- urinn þarf að sjá mannlíf, sem er í snertingu við mátt Guðs. John Bunyan skrifaði För pílagrímsins. En hve margir vita, hvernig Bunyan snerist til Krists? Hann var á gangi á götu og heyrði þá þrjár konur vera að tala um það, sem Kristur hefði fyrir þær gert, hvernig hann hefði breytt lífi þeirra og gefið þeim von eilífs lífs. Þá hét hann því, að hann skyldi leita uppi þennan Krist, sem konurnar voru að ræða um, og hann fann hann. Bók hans, För pílagrímsins, gengur næst Biblí- unni sem metsölubók í heiminum. Já, við þurfum nýja játningu trúarinnar — ekki orð, heldur reynslu trúar- innar á Krist. Það er eins og Páll segir: „Kristur í yður, von dýrðarinnar." * Komvörumar frá General Mills fáiö þérí hverri verzlun. Ljúffeng og bœtiefnarík fieða fyrir alla fjölskylduna. » HEILDSÖLUBIRGÐIR Iðnaðoimenn byggja stórhýsi við Ingóllsstræti Iðnaðarmannafélagið í Reykja- vík hélt aðalfund sinn í Skip- halti 70 þanm 4. maí sl. í skýrslum stjórnar kom fram að allmikil starfsemi hefur ver- ið á vegum félagsins á starfs- árinu. Auk fjölmargra stjórnar- fundir þar af 2 hádegisverðar- fundir, þar sem fengnir voru sérstakir fyrirlesarar. Á fyrri fundinum var tekið fyrir samruni fyrirtækja og á þeim seinni nýja iðnlöggjöfin. Fundarsókn var með ágætum. Ennfremur gat formaður fé lagsins Ingólfur Finnbogason þess að nú væri að mestu lokið undirbúningi og teikningum að stórhýsi sem á að staðsetjast á lóð iðnaðarmanna við Ingólfs- stræti og Hallveigarstíg, vseri von um að hefjast mætti handa við_ bygginguna á þessu vori. Úr stjórn áttu að ganga 3 af stjórnarmönnum, formaður, vara formaður og vararitari. En voru allir endurkjörnir til 7 ára. Skipa því eftirfarandi menn stjórn félagsins: Formaður: Ingólfur Finnboga- son, húsasm.m. Varaformaður: Jón E. Ágústs- son, málaram. Gjaldkeri: Leifur Halldórsson frummótasm.m. Ritari: Vilberg Guðmundsson, rafverktaki og Vararitari: Guðmundur St. Gíslason. Endurskoðendur Grímur Bjarnason og Óskar Hallgríms- son. Skrifstofa félagsins er nú aft- ur flutt í Iðnaðarbankahúsið við Lækjargötu 4. hæð hjá Lands- sambandi iðnaðarmanna. Formaðor Vísindasjóðs Menntamálaráðuneytið hefur skipað dr. Ólaf Bjarnason, pró-, fessor, formann stjómar Vísinda sjóðs og Pál A. Pálsson, yfir- dýralæki, varaformann. RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFGREIOSLA*SKRIFSTOFA siivii io»iao NY SKÚSENDING SÓLVEIG HAFNARSTRÆTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.