Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1968. 5—=*BtíAl£/GAM Rauðarárstíg 31 Simi 22-0-22 MAGNÚSAR SKIPHOITI21 símar 21190 eftir lokun stmi 40381 ■ ^ sími i_44_44 mfíiF/w /Bóé&éeúpa, Hverfisgötn 103. Sími eftir lokao 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN - VAKUR. - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAUT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 Skolphreinson Losa um stífluð niðurfalls rör. Niðursetningu á brunn- um. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsum að verki loknu. — Sími 23146. ic Eldhúsvaskar i< Þvottahúsvaskar -k Blöndunartæki -K Harðplastplötur -jc Plastskúffur -K Rauíafyllir - Lím -K Þvottapottar -k Pottar - Pönnur -k Skálar - Könnur jc Viftur - Ofnar -jc Hurðastál jc Þvegillinn -K Hillubúnaður og margt fleirra HAGSTÆÐ VERÐ! SMIÐJUBÚÐIN Háteigsvegi. — Sími 21222. Einkennilegt bréf frá yfirvöldum í Kópavogi Bréf hefur Velvakanda bor- izt, ef bréf skyldi kalla. Neðst á næfurþunnri og gagnsærri pappírsörk, afritunarpappírs- blaði af ómerkilegustu tegund, stendur kalkritað af ritvél: „Frá bæjarskrifstofunni í Kópavogi". Bréfið fjallar um viðskipti Fæð ingarheimilisins í Kópavogi og bæjarstjórnarinnar í Kópavogi. Vonandi er bréfið ófalsa'ð og frá réttum aðila, en það er óund irskrifað, án stimpils og án bréf hauss. Þar á ofan er bréfnefna þessi afrit af bréfi til ritstjórn- ar Morgunblaðsins, kalkerað á ómerkilegan kópíupappír, og eru það makalausir mannasiðir á opinberri skrifstofu að senda viðtakanda afrit af bréfi til sjálfs hans, subbulega gegnum- klesst af kalkerpappír og óund- irritað. Fram að þessu hefur tíðkazt, að viðtaikandi fái frum rit, en bréfritari haldi afriti eftir, kæri hann sig um. Um svo sjálfsagða hluti ætti að vera óþarfi að tala. Eru það vinsam- leg tilmæli (og ábending um starfshætti) til þessarar bæjar- skrifstofu í Kópavogi, að hún timi að senda Velvakanda stimplað og undirskrifað frum- rit bréfsins, því að vitanlega getur hann ekki birt óstaðfest afrit af hugsanlegu bréfi til sín. Velvakandi hefur enga af- stöðu tekið og mun ekki taka til viðskipta þessa bæjarkontórs og fæðingarheimilins. Hins veg ar væri æskilegt, að opinber skrifstofa af þessu tagi temdi sér venjulega mannasiði í bréfa skriftum, hvort sem sending þessarar bréfnefnu stafar af al- mennum aulahætti, fávitaskap eða dónaskap. it Myntútgáfa Hér birtist seinni hluti Mara- þonsbréfs sannkallaðs frá S. S. um myntútgáfu, en fyrri hluti bréfsins i þessum dálkum sl. sunnudag. „Þá kemur ákaflega merkileg ur atburður í myntsögu okkar, útgáfa Alþingishátíðapening- anna 1930, þessi sería var gefin út í minningu þúsund ára af- mæli Alþingis, slegnir voru 2 krónu koparpeningar og 5 krónu og tíu krónu silfurpening ar, allt mjög fallegir og viðeig- andi peningar. Að vísu vantar löggildingu forseta vors, á þessum pening- um, sem mér finnst að þurfa að koma vegna hins stóra heims, þar sem myntin var ekki stað- fest af konungi tslands og Dan- merkur á sinni tið. Sennilega þurfa ný lög um þetta atriði að koma frá Alþingi voru til þess að þessir verðgildis minnispen- ingar okkar verði fullkomlega og löglega, það sem þeim var á sinni tíð ætlað að vera og verða' um alla framtíð. Árið 1944 rennur upp, lýð- veldi íslands er endurreist að Lögbergi á Þingvöllum. Viður- kenning á þeirri gömlu stað- reynd berst á næstu árum hvaðanæva að, frá hinum stóra og víðlenda heimi þjóðanna, sem byggja þennan hnött með okkur. Þessa atburði er ekki minnst í myntsögu okkar, og á efa- laust himstyrjöldin síðari sinn þátt í að svo varð ekki. En í staðinn var gefinn út lýðveldis skjöldur úr kopar, til minning- ar um lýðveldisstofnunina. Loks 1946 er lýðveldismyntin gefin út með skjaldarmerki okk ar og nýju skrúði. Út er gefið eins og áður einingarnar, 1 eyrir, 5 aurar, tíu aurar, 25 aur ar, 1 króna og tvær krónur, en tveggjeyringnum sleppt. Þessar mynteiningar hafa verið gefnar út öðru hvoru undanfarin ár, en engin útlitsbreyting átt sér stað. Við þessa mynt var svo bætt tíu króna peningi með ártalinu 1967. Árið 1961 gefum við út okkar fjórða minnispening og okkar fyrsta gullpening, skráð verð- gildi hans er 500 krónur. Þessi fallegi gullpeningur var gefinn út í tilefni af 150 ára fæðingax- degi Jóns Sigurðssonar, sem þakklætisvottur frá Islenzku þjóðinni, fyrir þann mikla skerf er Jón Sigurðsson lagði til sjálf stæðisbaráttunnar. Útgáfa þessa gullpenings var 4. stórviðburðurinn í myntsögu okkar, hinn fyrsti var útgáfa almennu sambandsmyntarinnar 1922—26. Annar var útgáfa Al- þingishátíðarpeninganna 1930. Þriðji var útgáfa lýðveldismynt arinnar 1946. 1 sambandi við útgáfu gull- peningsins 1961, endurtók sag- an sig frá 1930, það láðist að fá staðfestingu forseta vors á lögunum frá Alþingi um útgáfu gullpeningsins. Úr þessu var þó bætt nokkru síðar, er nokkrir áhugasamir leikmenn í myntsöfnun með þjóðminjavörð í broddi fylking ar, leituðu skriflega eftir stað- festingu forsetavaldsins. Fyrir stuðlan þessara leikmanna stað festi forseti lögin um útgáfu gullpeningsins, og þar með vaT hann formlega orðinn verðgild- is mynt. Þetta atvik sýnir, að taka þarf þessi mál fastari tökum og er vonandi að svo verði gert nú þegar Seðlabankinn hefur feng ið þessi mál í sínar hendur. Sem áhugamaður um mynt- söfnam vona ég að Alþingi, rík- isstjómin, forsetavaldið og Seðlabanki tslands athugi þessi mál vandlega í framtíðinni og gangi þannig frá samningum í þessum málum, að sómi sé að. Þegar slegnir eru peningar eru fyrst búin til mót, til að steypa þá í. Þannig er um alla okkar peninga, og þannig var með Alþingishátíðarpeningana 1930, sem slegnir voru í Þýzka- landi, og gullpeninginn og lýð- veldismyntina, sem slegin var f Englandi. Og konungssam- bandsmyntina, sem slegin var í Danmörku. Að mínum dómi á aðili sá, ríkisstjórn eða Seðlabanki Is- lands, sem samninga hefur með höndum, að ganga þannig frá myntsláttusamningum, að mynt mótin verði eign Þjóðminja- safns Islands, strax eftir að myntsláttunni er lokið, ef ekki á að nota mótin áfram. Ég þekki að vfsu ekki lög- fræðilegar hliðar þessa máls, en mér finnst einhvern veginn, að á þessu hafi því miður orðið einhver misbrestur hjá íslenzku samningsaðilunum, þeim sem séð hafa um þessi mál fyrir íslands hönd. Ég styð þessa tilgátu með því, að þegar þáð spyrst hingað, að íslenzk peningamót, gerð eftir íslenzkum teikningum eru til sýnis á almennum myntsýn- ingum úti í löndum, að því er ég bezt veit, án vilja og vitund ar íslenzkra yfirvalda, sem með þessi mál hafa farið. Þá tei ég að varðveizlu mót- anna og forsjá, sé í einhverju ábótavant. Sem dæmi um þetta nefni ég, að Alþingishátíðar- peningamótin, hafa verið til sýnis á almennri myntsýningu í Þýzkalandi og kannski víðar. Mér er nú tjáð, að þessi sögu legu íslenzku myntmót, séu nú varðveitt í þjóðlega myntsafn- inu í Dresden í Þýzkalandi. Og mótin af gullpeningnum og Lýð veldismyntinni séu varðveitt í Englandi. Og konungssambands myntmótin séu varðveitt í Dan mörku. Ég tel ölí þessi myntmót okk ar eign, og að varðveita beri þau í Þjómingjasafni Islands eða í myntsöfnunardeild Seðla- banka íslands, sem gæti þá lán- að Þjóðminjasafninu mótin við hátíðleg tækifæri. Séu mótin hinsvegar ekki okkar þjóðeign, þá mælist ég til þess við ríkisstjórnina og stjóm Seðlabanka Islands, að þessir aðilar vinni að því að þessi sögulegu mót komist í okkar eigu. I framhaldi af þessu spyr, hvort ekki beri brýna nauðsyn til að endurskipuleggja söfn okkar betur, í sambandi við varðveizlu á dýrgripum þjóðar- innar, hvort Alþingi telji ekki að semja beri ný lög og nýjar reglugerðir, sem ákvarða og tryggja betur meðferð og varð- veislu á þeim munum, sem Þjóð minjasafnið og fleiri opinber söfn hafa undir höndum. Reglur um lán á gripum safna, í hváða tilfellum eigi að lána þjóðardýrgripi og hvernig tryggilegast sé búið um hnút- ana, þannig að opinber söfn verði ekki fyrir skaða í sam- bandi við tilfærslu, varðveizlu eða lán á gripum. Eins að opinberir embættis- menn, svo sem ráðherrar og fl., sem þiggja gjafir, sem raun- verulega eru gefnar embættum þeirra og oft þannig eðlis, að þær ættu að fara beint til varð- veislu á söfnum, þar sem oft er um sögulegar gjafir að ræða. A'ð þessum embættismönnum sé hent á, að stýra þessum gjöfum inná Þjóðminjasafn íslands. Að lokum kem ég að aðaltil- gangi þessara skrifa minna, en það er að bera fram tillögu um útgáfu á nýrri mynt, í sambandi við ellefu hundruð ára afmælið 1974. Flestar menningarþjóðir Vest urlanda hafa um árabil rekið stóran hlut af myntútgáfu sinni, sem kaupsýslu. Þetta fyrirkomu lag hefur gefið viðkomandi ríkj um drjúgar tekjur í aðra hönd. Ég held að þáð sé kominn tími til, að valdhafar okkar gefi þessum málum meiri gaum en gert hefur verið og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. 1. Ég legg til að út verði gef- inn i þessu sambandi 1100 króna gullpeningur, 19 gramma þungur, heppilegt þvermál myndi ég telja 27 mm. Á ann- arri hlið hans finnst mér til- valið, að hafa mynd Einars Jónssonar af fyrsta landsnáms- manninum Ingólfi Arnarsyni ásamt einhverju skrautmunstri úr Þjóðminjasafninu og ártölun um 874—1974, á hinni hliðinni vildi ég hafa arnarmynd, nafn- ið ísland og verðgildið 1100 kr. 2. Að út sé gefinn 100 króna silfurpeningur, uppl. 3900 st., þvermál 38 mm, þykkt 3 mm. Á annarri hliðinni sé mynd af Sveini Björnsyni forseta, ártöl- unum 874—1974 ásamt orðum Njáls er hann mælti á sinni tíð við Mörð Valgarðsson. Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Á hinni hlið- inni skjaldarmerki okkar nafn- ið Island og verðgildi 100 krón- ur. Uppl. 10.000 stk. 3. Að út verði gefinn 50 kr. silfurpeningur þvermál 32 mm, þykkt 214 mm. Á annarri hlið- inni sé mynd af Leif heppna (líkneskjan) ásamt skraut- munstri úr Þjó'ðmynjasafni og ártalinu 1974. Á hinni séu landa fundir Islendinga ásamt afstöð- unni til íslands og verðgildið 50 krónur. Með rúna eða höfða letri verði skráð á þessa pen- inga. Uppl. 10.000 stk. 4. Að út sé gefinn 25 króna silfurpeningur, þvermál 31 mm, þykkt 2mm. Á annrri hliðinni sé mynd af sjómanni að draga kaðal ásamt verðgildinu 25 krónur. Á hinni skjaldarmerki okkar nafnið ísland og ártölin 874—1974. Upplag 10.000 stk. 5. Að út sé gefinn tíu króna silfurpeningur, þvermál 30 mm. Á annarri hlið hans sé mynd af skipi, nafnið Island og ártöl- in 874—1974. Á hinni hliðinni mynd af hval og verðgildinu 10 krónur. Uppl. 15.000 stk. 6. Að út sé gefinn 5 króna silfurpeningur, þvermál 29 mm. Á annarri hliðinni sé mynd af þotu, nafnið Island og ártölin 874—1974. Á hinni hliðinni mynd af síldum ásamt verð- gildinu 5 krónur. Uppl. 20.000 stk. 7. Að út sé gefinn 2 króna koparpeningur, þvermál 27 mm. Á annarri hliðinni sé táknræn mynd fyrir daginn í dag ásamt ártalinu 1974. Á hinni hliðinni verði mynd af Hallgrímskirkju og verðgildið 2 krónur. UppL 20.000 stk. 8. Að út sé gefinn 1 króna koparpeningur þvermál 22 mm. Á annarri hlfðinni sé mynd af fugli á hreiðri og ártalið 1974. Á hinni hliðinni verði mynd af Gullfossi og verðgildið 1 króna. Uppl. 25.000 stk. Þessi samstæða eða sería sé seld í viðeigandi umbúðum, með mynd af skjaldarmerki Is- lands, einnig verði hver einstak ur peningur falur eftir því sem framboð endist. Annað, að gerðar sé strax ráð stafanir til að myntin komi fljót lega til sölu á innanlandsmark- aði, þannig að þeir sem vilja tryggja fé sitt og ávaxta það með margföldu verði, geti tryggt sér forgangsrétt að þess- um kaupum, með þvi að þeim verði gefinn kostur á að kaupa myntina strax og reikningar og verð liggur fyrir og greiða hana þannig fyrirfram til hagsbóta fyrir alla a'ðila S. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.