Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1968. M. Fagias: FIMMTA ÆfflmiV vildi vera viss um, að hann yfir- gæfi hana ekki meðan hún svæfi. Hann var búinn að vera vak- andi svo sem fimm mínútur, þeg ar hann heyrði fyrstu spreng- inguna. Hávaðinn kom langt að, sennilegast frá hæðunum i Buda. Andartak lá hann vak- andi og starði út í myrkrið. Þeg- ar skothríðin glumdi enn, að þessum fimm mínútum liðnum, ýtti hann við Alexu, losaði fæt- urna og fór fram úr rúminu. Hún bylti sér og tautaði eitt- hvað í hálfum hljóðum, en svaf svo áfram. Hann læddist frá rúm inu og inn í skrifstofuna og opn- aði útvarpið. Allar heimastöðv- arnar þögðu, á útlendri stöð var leikin einhver létt tónlist og á annarri var tafsað á rússnesku. Eftir því sem fallbyssudrunurn ar nálguðust, voru kveikt ljós í húsunum í kring. Og nú var eins og hávaðinn færðist í auk- ana og kæmi úr öllum áttum í borginni. — Jæja, þá er það komið, hugsaði Halmy. Þótt einkennilegt væri, var hann hvorki hræddur né hissa. Einhvernveginn hafði hann alltaf fundið það á sér, að kraftaverkið mundi aldrei ger- ast — að sigurinn væri ofgóð- ur til þess að geta verið raun- verulegur. Hann fór inn í bað- herbergið, rakaði sig, burstaði tennurnar, fór í kalda sturtu og klæddi sig síðan. Fór í nýju, bláu fötin sín, tók nokkur nær- föt með sér, svo og skartgripi móður sinnar, og ýmisleg skjöl, þar á meðal skírnarvottorð sitt og prófskírteini, setti þetta allt í litla tösku. Siðan tók hann nokkrar læknisfræðibækur og bjó um þær. Þá fyrst vakti hann Alexu. — Farðu í eitthvað — við verðum að fara í sjúkrahúsið, sagði hann. — Þeir eru aftur farnir að berjast í Buda. Það eru kannski kommúnistarnir eða Rússarnir. Ef þeir byrja hérna líka, komumst við kannski alls ekki í sjúkrahúsið, svo að við verðum að flýta okkur. Lori sagði, að vinur hans mundi sækja okkur milli klukkan átta og ellefu. Og við ættum helzt ekki að koma ofseint. Meðan hún var að klæða sig hafði hann til kaffi, spælegg og ristað brauð. Þegar þau höfðu lokið máltíðinni, vildi hún fara að þvo upp, en það vildi hann ekki leyfa henni. — Hvað gera nokkrir óhreinir diskar, þegar við hlaupum burt frá öllu hinu stríddi hann henni. En í stað- inn bað hann hana að láta nið ur í kofort — það minnsta, sem hún gæti fundið. — Mundu, að þú verður að drösla þessu með þér, tímunum saman, gegnum skóga og for. — Og þú villlt enn komast af stað í dag? sagði hún. — Já, ekkert gæti fengið mig ofan af því. — En ef Rússarnir gera árás fyrir alvöru, fáum við fleiri særða en nokkurntíma áður. — Þeir verða að komast af án min, svaraði hann snöggt. Þau lögðu síðan af stað og báru farangurinn sinn og hann þar að auki bækurnar sínar. Himinninn var enn dimmur nema hvað rauður bjarmi sást í suð- vestri. A götunum var allt fullt af fólki, konum og körlum, ungum og gömlum, en flestir voru grá- ir fyrir járnum. Fyrir framan ráðhúsið var ofursti úr fót- gönguliðinu að kenna ungum 62 piltum sem voru fæstir af barnsaldri, skotfimi. Fyrir fram- an Hotel Astoria var hópur af dátum, borgurum og stúlkum að rífa upp gangstéttina, sem ann- ars hafði þegar áður verið rif- in upp og löguð, og reistu nú vígi úr götusteinum. Niður eftir götunni voru ungverskar sveit- ir að koma sér fyrir á hentug- um varnarstöðum, vopnaðar byssum, til að skjóta á skrið- drekana. Á Rakoczi-breiðgötunni korr löng lest af vörubílum, hlöðn- • frá Coppertone igerir yður sólbrún á undursam- legan hátt á 3 ti'l 5 tímum — í SÓL eða án SÓLAR — úti eða inni. Q.T. frá Coppertone vec yður einnig á venjulegan hátt gegn sól- bruna. Q.T. inniiheld'ur- „Ketachromin", sem breytir iitarefniunum í ytra borði húðarinnar á svipaðan hátt og sóiin. Q.T. gerir iafnvel hið ljósasta hörund fallega brúnt á örsbuttum tíma. Q.T. frá Coppertone inniheldur nærandi og mýkjandi efni fyrir húðina svo hún helzt silkimjúk í sólbaðinu. Q.T. innilheldur enga liti eða gerviefni, sem gera húð yða.r rákótta eða upplitaða, sé það rétt borið á sam- kvæmt leiðarvísi. Q.T. notað úti í sól igierir yður enn brúnni á stuttum tíma uim leið og það hjálpar til að verja yður gegn brunageislum sólarinnar. Q.T. er sérstaklega vel ti'l þess fallið að halda fót- Leggjum yðar brúnum allt árið. Q.T. er framleitt af COPPERTONE og fæst í öllum þeim útsölustöðum, sem selja venjulega sólaráburði frá COPPERTONE. íslenzkur leiðarvísir fæst með Q.T. Heildsölubirgðir: HEILDVERZLUNIN ÝMIR, sími 14191. um skotfærakössum, akandi i áttina að Austur-brautar- stöðinni. Á horninu á Dohay- götu var komið upp reglulegt virki úr sandpokum og skemmd- um bílum. Þegar Halmy og Alexa komu inn í forsalinn í sjúkrahúsinu, sáu þau nokkra aðstandendur sjúklinga, sem biðu þar. Sum- ir lágu sofandi á hörðum bekkj- unum, en aðrir sátu og störðu á stigann upp á loftið, þar sem eiginmaður, faðir eða barn barð- ist fyrir lífi sínu. Halmy var kominn hálfa leið eftir gólfinu, þegar hann tók eftir litlum manni í jakka og með kaskeiti, sem gekk í hum- átt á eftir honum. — Halmy læknir? spurði mað urinn. — Það er ég, sem e Joska Jordan. Lori sendi mig hingað. Hann skáskaut augunum til Alexu. — Er þetta daman? Og er Halmy kinkaði kolli glotti hann ánægður á svipinn. — Þér verðið að koma strax læknir. Eftir klukkutíma verður það kannski orðið um seinan. Aðal- vegirnir eru þegar lokaðir, en við getum komizt eftir króka leiðum. En við verðum að flýta okkur, því að bráðlega getur allt verið orðið krökt af Rúss- um, jafnvel í skógunum. Halmy þagði. Nú var annað- hvoirt að duga eða drepast. Hann leit á Alexu, rétt eins og hann byggist við að finna svar- ið hjá henni. Hún leit á hann aftur óviss og óvirk, en reiðu- búin til að gefa sig á vald hverju því, sem hann kynni að ákveða. Hann dró andann djúpt og ætlaði að fara að segja eitthvað, þegar yfirhjúkrunarkonan úr skurðlækningadeildinni, frú Schulz, kom hlaupandi niður stigann. — Æ, við erum búin að bíða svo lengi eftir yður, Halmy læknir, kallaði hún til hans. — Ég sagði dyraverðinum, að hann skyldi strax hringja þegar hann sæi yður. Balint prófessor þarf að tala við yður tafarlaust. Við verðum að vera viðbúin nýjum straumi af særðum mönnum. Það eru þegar komnir margir sjúkra bílar af stað úr Budorsigötu. Halmy hreifði sig ekki. Hánn stóð þarna bara í miðjum for- salnum, með kofortið í hægri hendi en bókaböggulinn og hand tösku í þeirri vinstri og með ve'trarfraikkain yfir öxlima. — Hvað er um Hodossy pró- fessor. Er hann ekki kominn? — Nei, hann er ennþá í De- brecen. Hann var að hringja fyrir hálftíma. Hann veit ekki hvenær hamn feeimst af stað, ef hann þá kemst yfirleitt. f gær lagði hann af stað í bíl, en komst ekki nema til Karcag, en þá stöðvuðu Rússarnir hann og ráku hann til baka. Allir veg- ir eru lokaðir, og engar lestir Tilkynning Hinn 23. til 25. maí verður fulltrúi vor Ingenjör Bergman hér á landi og gefur þeim er hafa áhuga uppi um fasteignir, lóðir á Kanari-eyjum „PANO- RAMA“. 1ABTR0PICS#L Móttakan Hótel Saga Hagatorgi, Reykjavík sími 20600. FIFA auglýsir ALLT Á BÖRNIN í SVEITINA. Úlpur á drengi og telpur, frá kr. 390—495 í stærð- unum 3—14. Mjög ódýrar peysur í öllum stærðum. Gallabuxur á kr. 118.— í stærðunum 6—16 (hleyp- ur ekki). Terylenebuxur frá 390.— kr., stretch- buxur frá kr. 166.— til 219.— í stærðunum 3—12. Molskinnsbuxur frá kr. 261.— Rósóttar telpnabuxur frá kr. 392.— Rúllukragapeysur á 70 kr. Skyrtu- peysur í úrvali. Sokkar, náttföt og nærföt. Regnkápur og kápur í öllum stærðum. Hvergi hagstæðara að verzla í bænum. Verzlunin FÍFA, Laugavegi 99, (inngangur frá Snorrabraut).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.