Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1968. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. Fornleifaathuganir í Færeyjum HRAÐBRA UTIR Á síðasta Alþingi var sam- þykkt frumvarp ríkis- stjórnarinnar um aukna fjár- öflun til vegasjóðs með það fyrir augum, að hafin yrði gerð hraðbrauta á næsta ári, út frá Reykjavík til Borgar- fjarðar og austur fyrir fjall og út frá Akureyri. Fjár til framkvæmdanna er aflað með hækkun á benzíni og gúm- gjaldi og hækkun þunga- skatts. Enda þótt mörgum þyki álögur á umferðina nóg- ar, þá mun hún njóta góðs af þeim, þegar varanlegir vegir hafa verið gerðir, þar sem við haldskostnaður bifreiða minnkar og þær endast betur, eins og sannast hefur eftir gerð Reykjanesbrautarinnar. Vegakerfi landsins þarfnast mikilla úrbóta og að þeim hef ur verið unnið markvisst und anfarin ár, eins og Strákaveg- ur og vegurinn fyrir Ólafs- fjarðarmúla auk stórfram- kvæmda við brúargerð eru glöggt dæmi um. En sumir telja, að margt annað sé nauð synlegra en gerð hraðbrauta fyrir Reykvíkinga, sem þeir segja að þegar búi við beztu vegi landsins. í því sambandi má benda á skýrslu um tölu bifreiða samkvæmt skattskrá í lok ársins 1967, sem birtist í aprílhefti Hagtíðinda. Þar kemur fram að bílaeignin nemur samtals 42.117 bifreið- um og þar af eru 18.062 í Reykjavík, en á því svæði, sem e.t.v. má segja að fyrst og fremst muni njóta góðs af væntanlegum hraðbrautum þ.e. Reykjavík, Reykjanes, Árnessýsla, Borgarfjörður og Akureyri eru samtals 31.834 bifreiðir, en af því sést glögg lega hverjir muni bera megin kostnaðinn við gerð hrað- brautanna. Þess er svo einnig að gæta að nýr Austurvegur hefur geysiþýðingu fyrir allt Suðurlandið og vegurinn norð ur fyrir allar byggðir Vestur- Norður- og raunar líka Aust- ur-lands. Sumarumferð í nágrenni Reykjavíkur er að hefjast og um síðustu helgi þyrptust Reykvíkingar út úr bænum á fögrum sóldögum, en þegar ferðalangarnir koma aftur til borgarinnar tefst ferð þeirra vegna umferðaröngþveitis, sem myndast við gömlu brýrn ar yfir Elliðaárnar. Oft á tíð- um þurfa menn að bíða þar langtímum saman, án þess að nokkru miði, enda þótt lög- reglan geri sitt bezta til að flýta fyrir, vegna þess að gömlu brýrnar þola alls ekki það umferðarálag, sem á þær leggst á þessum ííma. Hér er nauðsynlegt úr að bæta og næsta furðulegt að það skuli ekki hafa verið gert nú þegar, þar eð þetta ástand hefur ríkt nokkur undanfarin sumur öll um vegfarendum til hinnar mestu gremju. Gerð hraðbrauta á þéttbýl- ustu svæðum landsins, þar sem reikna má með 1000 bif- reiða umferð eða meira á dag yfir sumarmánuðina, er nauð- synleg framkvæmd, sem verð ur að flýta eins og kostur er, en jafnframt því verður að tryggja, að óþarfa hindranir eins og t.d. gamlar brýr tefji ekki venjulegan umferðar- hraða. EITTHVAÐ LASINN IT'regnin um að Kosigyn hafi *• í skyndingu flogið til Tékkóslóvakíu, „til að leita sér lækninga" hefur að von- um vakið kátínu. Ekkert mannsbarn á jarðríki trúir því, að líkamlegur heilsubrest ur hafi rekið Kosygin til þess- arar farar, en hitt vita allir að andleg heilsa kommúnistaleið toganna er bágborin um þess- ar mundir. Þróunin í Tékkóslóvakíu bendir ótvírætt til þess, að stefnt sé í átt til lýðræðis, og veldur það kommúnistafor- ingjum í öðrum ríkjum auð- vitað gífurlegum áhyggjum. Er þar ekki einungis um að ræða óttann við að missa bandamenn, heldur beinlínis vissu um að önnur ríki austan járntjalds muni fylgja í kjöl- farið, ef Tékkóslóvakíu tekst að brjótast til sjálfstæðis og lýðræðis. Þess vegna hefur Kosigyn gert þessa örþrifatilraun til að snúa hjólinu við, en þorir þó ekki að játa tilgang farar sinnar, og gerir þar gæfumun in að Rússar hafa ekki herlið í Tékkóslóvakíu til að fylgja fram vilja sínum á þann veg sem þeir gerðu í Ungverja- landi 1956. ÓEÐLILEG NIÐURSTAÐA FUns og kunnugt er féll dóm ^ ur í undirrétti út af smyglmálinu mikla, m. a. á þann veg, að eigandi vél- bátsins Ásmundar úr Grinda- vík varð fyrir þyngstum búsifjum, því að ákveðið var að báturinn skyldi gerður upptækur til ríkissjóðs bóta- laust. Er þar um að ræða dóm, samkv. 33. gr. áfengis- laga, sem dómari telur for- takslausa. Poul P. M. Pedersen rœðir við Sverre Dahl, fornleifafrœðing POUL P. M. Pedersen var fyrir nokkru í Færey.jum og átti þá vifftöl viff ýmsa eyjarskegigja, sem birt hafa veriff í danska blaðinu Kristeligt dagblad. Meff- al annars rabbaffi hann viff forn- fræffinginn Sverre Dahl, sem hef ur yfirumsjón meff rannsóknum í Kirkjubæ. Vifftaliff birtist hér lítillega stytt. — Getið þér girafið fortíðina upp úr færeyska basaltinu? — Nei, svarar Sverre Dahl ró- lega og vottar fyrir brosi. — Ekkj úr basaltinu, þar sem það er steintegund, upprunalega hraun, sem nú er löngu storknað, og befur runnið fyrir milljónum ára. En ég ætla ekki að hætta mér út í jarðfræðina. — En í Færeyjum eru mangir hæðóttir staðir, sem eftir lögun ag nafni að dæma, gætu verið hauigar. Þeim svipar til hug- mynda okkar um hauga og bera færeysk nöfn, svo sem Gullhæð, Risagröf o. fl. Nöfnin vitna um, hversu mikil áhrif hæðótt lands- lag hefur jafnan á ímyndunarafl fólksins. Sögur hafa komizt á kreik um falda fjársjóði. Þegar við höfum rannsakað þessar hæðir, befur venjulega komið í ljós, að þetta eru basaltmynd- anir frá ísöld. En í jarðveginum aftur á móti. — Moldarlag er mjög þunnt hér í Færeyjum. — Já, í fjöllunum er það igrunnt. Aftur á móti getur það verið allþykkt í dölunum. í mold inni er falinn meiginhluti sögu okkar. Verkefni fornleifafræð- inga au'kast ár frá ári. Og eins og kunnugt er, þá er ógerlegt að starfa við fornleifagröft nema á vorin og sumrin. — Hefur byggð verið í Fær- eyjum á víkingaöld? — Það er alveg áreiðanlegt. í Færeyjum hefur verið byggð að minnsta kosti hundrað árum áð- ur, en landnámsmennirnir lögðu upp frá Noregi. Það voru írar en um þá vitum við ekki, þegar lengra dregur fram. Þeir hafa annaöhvort horfið á burt héðan eða dáið út. En af norsku land- námsmönnunum komu margir hér við á leið sinní yfir hafið, og ýmsir þeirra tóku sér fasta bólfestu í Færeyjum. — Er unnt að sýna fram á það eftir fornfræðilegum leiðum? — Já. í Fuglafirði höfum við fundið bæjarleifar frá víikinga- öld. f Tjiarnarvík, sem er á norð- austurhluta Straumseyjar, fund- um við tólf grafir í sandhól og voru þær frá víkingaöld. Þó að kaldranalegt sé í Tjarnarvík á vetrum og nokkurn veginn ein- angrað í langan tíma, er það sannað að Tjarnarvík er meðal elztu byggðarlaga landsins, þar sem byggð hefur haldizt nær ó- slitið frá öndverðu. Við fundum einnig leifar híbýla frá miðöld um í Tjarnarvík. Þar hefur ver- ið trégólf í eld’húsi, en annars staðar leir. —í Kvívík höfum við einnig komið niður á bæi — hvern ofan á öðrum, aðskilin af jarðlögum og jurtaleifum. Þessir bæir hljóta því að vera frá ýmsum 'tímum. ÞaT fundust og nokkur áhöld og verkfæri, svo sem leir- ker, lýsislampar, tréfjalir og fleira. Leirkerin voru fyrsti vitn- isburður, sem við fengum um að slík iðja hafi verið stunduð í Færeyjum á víkingaöld og í byrjun miðalda. — Byggðin í Færeyjum hefur verið viðáttumikil um þetta leyti? fornleifarannsóknirnar efcki síð- ur skemmfilegar. Smám saman hafa merkar uppgötvanir verið gerðar, t. d. í Fuglafirði, á Nols- ey og Sandey. Á stöku stað höf- um við líka komið niður á eyði- býli, bæði frá fornum tímum og svo nýrri. Stundum hefur byggð orðið aftur á þessum svæðum. Nokkrar sveitir lögðust í auðn þegar Svarti dauði geisaði um miðja 14. öld. — En mestar og flestar minjar hafa þó liklega fundizt í Kirkju- bæ? — Já. Enginn staður í Fær- eyjum getur státað af jiafn mörg- um sögulegum minjum og Kirkjubær. Kristin trú var leidd í lög fjögur hundruð árum áður en kirkjan er reist. Biskups- setrið í Kirkjubæ varð snemma að höfðingja- og auðm>annsjörð. Frægastur allra biskupa er Er- lendur biskup, sem lézt árið 1308. Hann var strangur mein- lætamaður, víðsýnn hugsjóna- maður og viljasterkur með af- brigðum. Hann hófst handa um byggingu nýrrar dómkirkju, Magnúsarkirkjunni, en því verki varð aldrei lokið og nú er rústin venjulega nefnd múrinn. — Hefur verið fjölmenn byggð í Kirkjuibæ áður fyrr? — Nokkur býli hafa verið í Kirkjubæ. Kannski hefur all- margt mannia búið hér strax á víkingaöld. í kaþólskum sið var sett'ur á stofn prestaskóli í Kirkjubæ. Biskupsstóllinn lá undir erkibiskupinn í Niðarósi en kanúkar í Lundi kusu biskup. Þegar kaþólskur biskupsdómur er af lagður í Kirkjubæ, árið 1657, höfðu setið þar 30 biskup- ar. En snúum okkur aftur að fornleifarannsóknunum í Kirkju- bæ. Ýmislegt hefur komið fram í dagsljósið hin síðari ár. Árið 1953 var samvinma, færeyskra danskra og morsikra um forn- leifarannsóknirnar. Þær stað- festu, að umhverfis biskupssetr- ið hafði verið talsverð byggð, að minnsta kosti á færeyskan mæli- kvarða. Núverandi konun'gsbær. er gamla biskupssetrið og er sá bær enn stærsta hús í Færeyj- um. Við uppgröft fundust furðu fáar miðaldaminjar, en ýmsa at- hyglisverða muni frá endur- reisnartímabilinu, svo sem glös og ýmsa fleiri vandaða og fagra Framhald á bls- 19. — Það tel ég víst. Og það gerir Sverre Dahl Þessi niðurstaða stangast á við réttarvitund almennings, því að fyrir liggur, að eigandi bátsins hafði enga hugmynd um það til hvers þeir, sem bátinn tóku á leigu, hugðust nota hann, heldur var hann í vissu um að á bátnum væri stundaður heiðarlegur at- vinnurekstur, fiskveiðar. Enn er ekki vitað hvernig hæstiréttur lítur á þetta mál, en komist hann að þeirri nið- urstöðu, að þetta ákvæði sé fortakslaust, og fái staðizt, hlýtur að vakna sú spurning, hvort þessu ákvæði verði ekki að breyta og einnig hvort ekki verði unnt að gera ráðstafanir til að firra þann einstakling, sem þarna hefur að ósekju verið dæmdur, því tjóni, sem hann ella mundi bíða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.