Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 196«.
Vigdis Dósoþeusdottir
Minningarorð
VTGDÍS Dósóþeusdóttir frá Sléttu
í Jökulfjörðum lézt í sjúkrahús-
inu á ísafirði 12. þ.m. hátt á ní-
ræðisaldri. Fögur og ilmrík björk
á sínum tíma, í lifandi skógi
kærra heimahaga, sem nú hnípa
mannlífsgróðurlausir, veður-
barðir, einir og sér — hún sjálf
að leiðarlokum með niðurfallið
lim, að mestu rótarslitin.
Vigdís Dósóþeusdóttir var
fædd að Görðum í Aðalvík 7.
ágúst 1861, dóttir hjónanna Mar-
grétar Sturludóttur frá Görðum
í Aðalvík, og Dósóþeusar Her—
mannssonar frá Sléttu.
Ung að árum í blóma lífsins,
nýgift og ein glæsilegasta stúlk-
an í sinni heimabyggð sigldi hún
til Ameríku með manni sínum,
Sveini Sveinssyni, ættuðum úr
Skagafirði. Eftir stutta veru þar
vestra missti hún hann á voveif-
legasta hátt, auk þess unga dótt-
ur, sem þau áttu. Biturri lifs-
reynslu ríkari hélt Vigdís svo
heim til íslands ásamt fóstursyni
sínum, Þorsteini Finnbjörnssyni
frænda mínum — myndarlegum
og gáfuðum pilti, en nokkuð
bækluðum — síðar þekktum
gul'lsmið hér í Reykjavík og síð-
ast vestur í Hnífsdal. Reyndist
hún honum jafnan mikill og um-
hyggjusamur vinur alla tíð hans,
enda tryggðartröll, heilsteypt og
traust, en ekki allra.
Eftir heimkomuna til íslands
vann Vigdís fyrir sér á sjálfstæð-
an hátt, oftast með ráðskonu-
störfum í verbúðum vestra,
lengst af í Hnífsdal. Aðrar og
e.t.v. auðfarnari leiðir til lífs-
framfæris munu þó hafa staðið
henni opnar, en hún ekki kært sig
um.
Á síðri árum sínum dvaldist
Vigdís hjá venzlfólki sínu og vin-
um, á víxl hér syðra eða fyrir
vestan, oftast og lengst á ísa-
firði hjá þeim heiðurshjónum
Hrefnu Magnúsdóttur, bróður-
dóttur sinni og manni hennar
hennar Guðmundi Benedikti Al-
bertssyni frá Hesteyri — einnig
jafnskyldri frænku, Brynhildi
Jónasdóttur ljósmóður og manni
hennar, Haraldi Valdemarssyni,
meðan hans naut við.
Um tíma — og oftar en einu
sinni — dvaldist Vigdís austur í
Holti undir Eyjafjöllum hjá
prestshjónunum þar, frú Hönnu
Karlsdóttur systurdóttur sinni,
og séra Sigurði Einarssyni. Hann
tók sérstöku ástfóstri við Vig-
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug vfð andlát
og jarðarför,
Svanhvítar Árnadóttur,
Jófriðarstaffaveg 8A,
Hafnarfirð,
er lézt 4. þ.m. Sérstaklega
viljum við þakka læknum og
hjúkrunarkonum á lyflækn-
ingadeild Landspítalans fyrir
góða umönnun.
Bjarni Þórðarson,
Sigurður B. Bjarnason,
Sigriður R. Bjarnadóttir,
Sigurður Herlufsen,
Arni H. Bjarnason,
Birna G. Bjarnleifsdóttir,
Haligrimur Arnason,
Sigrún Guðmnndsdóttir.
dísi og var henni einkar góður
og kunni öðrum mönnum fremur
að meta sérleik hennar sem val-
ins fulltrúa fornra dyggða. Man
ég, að þau bæði sögðu mér það
— og hvort á sinn hátt með
stolti — að fastmælum væri
bundið milli þeirra, að hann
jarðsyngi hana, hvar á jarðríki
sem yrði. Og hún virtist hlakka
til! Hvorki þau sjálf, né við hin,
reiknuðum með því, að prestur-
inn sjálfur hnigi fyrr í valinn.
En nú verður það sennilega ann-
ar séra Sigurður, sem mælir
hinztu orðin yfir moldum henn-
ar, blessaðrar.
Vigdís Dósóþeusdóttir var ná-
lega alla ævi ein bezta vinkona
móður minnar og áttu þær lengi
mikið saman að sælda. Var Vig-
dís í seinni tíð stundum lang-
dvölum hjá henni, og alltaf vel-
komin. Þær kynntust þegar í
æsku og voru mjög samrýmdar.
Báðar voru þær þó nokkuð geð-
ríkar og stundum sýndist sitt
hvorri. Var oft dálítið gaman að
fylgjast með sambúð þeirra, því
einar voru þær oft sökum sjó-
mennsku stjúpa míns. Smá
árekstrar gátu þá stundum átt
sér stað, svona í misvindi ellinn-
ar, en alltaf skein í gegn, hversu
vænt þeim þótti hvorri um aðra.
Ég held að ég hafi aldrei vitað
vinkonur elda svo góðmálm sam-
an. Það var ekki grátt silfur,
heldur skíragull!
Áður en þessum línum lýkur,
get ég ekki stillt mig um að geta
þess, hversu frábærlega vel og
fallega ekki aðeins systkini Vig-
dísar, meðan þeirra naut við, og
nánasta tengdafólk, reyndist
henni alla tíð, heldur jafnvel enn
fremur börn þess og skyldulið.
Hér væri of margra að nefna til
þess, að það sé hægt. En áreið-
anlega var það ein mesta ham-
ingja Vigdísar, hversu þessi stóri
syðra reyndist henni. Um það
vita þeir bezt, sem til þekkja og
vízt er ég einn þeirra. Mikil
þökk hennar yfir allt þetta ágæt-
isfólk myndi nú falla að leiðar-
lokum, ef mætti hún mæla. Þótt
stundum svíði í gömlum sárum,
veit ég fyrir víst, að Vigdís
myndi við sólarlag hafa verið fús
til að taka undir með skáldinu:
„Samt er gaman að hafa
lifað svo langan dag“ .
Jæja, Vigga mín! Þér fannst
stundum fallegt, sem sagt var í
t
Hjartans þakkir til allra er
sýndu okkur samú'ð og vinar-
hug við andlát og jarðarför,
Ólafíu Kristínar
Þorvaldsdóttur.
Sérstakar þakkir færum við
Zontasystrum og gömlum og
nýjum samkennurum og nem-
endum er heiðruðu minningu
hennar á margvíslegan hátt.
Elísabet Friðriksdóttir,
Soffía Þorvaldsdóttir,
Þorsteinn Williamsson,
Gnðbjörg Blöndal,
Björn A. Blöndal,
Vilhemína Þorvaldsdóttir,
Vernharður Kristjánsson.
inna, þótt það hneyksli suma sem
fjarstæða. Og því segi ég nú
þetta til þín síðast orða: En hvað
það var líkt þér sem gamalli
fanggæzlu að vestan — hörku
þinni og úthaldi — að hverfa
ekki af sjónarsviðinu fyrr en í
fulla hnefana: daginn eftir loka-
daginn. Ég þakka þér ótal góðra
stunda frá liðnum áratugum, öll
hlátursköstin, þegar við tárfelld-
um saman — allan góðhug þinn
og fyrirbænir fyrr og síðar. „Ég
man þá tíð, í minni hún æ mér
er......“ Guð blessi þig handan
storma og stríða.
Þinn
Baldvin Þ. Kristjánsson.
Hægt og hljótt
ganga guðsvinir.
Stillt og rótt
ganga striðendur
Fædd 15. apríl 1888.
Dáin 11. maí 1968.
Aldamótakynslóðin er óðum að
hverfa af sjónarsviðinu, fleiri og
fleiri þeirra, sem fæddust fyrir
síðustu aldamót hverfa nú á bak
við móðuna miklu.
Á fyrri helmingi þessarar ald-
ar skóp þessi kynslóð Islands-
söguna á svo eftirminnilegan
hátt, að athygli hefur vakið með-
al annarra þjóða, sem til þekkja.
Hér áttu ekki aðeins hlut að
máli þeir, sem hæ’ðst gnæfðu og
til forustu völdust, heldur einnig
og ekki síður örsnauð, en atorku-
söm alþýðan, sem ótrauð axlaði
byrðarnar og ákvað, að ekki
skyldi hennar hlutur eftir liggja
við uppbyggingu og framfara-
sókn þjóðarinnar. Þetta tókst svo
vel, að til okkar, sem nú erum á
starfsaldri, var landinu skilað
auðugra, betra og byggilegra, en
bjartsýnustu menn hefðu þorað
að vona um sfðustu aldamót.
Saga alþýðunnar frá þessu
tímabili er fábrotin og einföld,
lífið var tilbreytingarlítið og
hafði sjaldan uppá annað að
bjóða, en þrotlausa baráttu fyrir
lífinu sjálfu.
Þó er hin tilbreytingalausa saga
þessarar kynslóðar margslungin
og stórbrotin hetjusaga, saga um
sókn og sigra, sorgir og gleði.
En því nefni ég þetta hér að
ein hetja af þessari kynslóð hefur
lokið lífsgöngu sinni. í æsku fór
hún á mis við kærleik móður
sinnar. Ung að árum missti hún
maka sinn frá hópi ungra barna,
og dau'ðinn hjó skörð í barnahóp
inn hennar.
Allar byrðar -sem lífið lagði
henni á herðar, bar hún með
glöðu bragði og án þess að biðja
sér hlífðar.
Sl. laugardag var útför önnu
Skarphéðinsdóttur gerð frá Hóls
kirkju í Bolungarvík. Hún var
fædd í Æðey við ísafjarðardjúp
15. april 1888. Foreldrar hennar
voru Petrína Ásgeirsdóttir frá
Látrum í M.jóafirtSi og Skarp-
hé'ðinn Hinrik Elíasson, uppalinn
á Garðsstöðum í ögurhrepp. Ný-
gift en búlaus eignuðust þau tví-
bura, tvær dætur, en erfitt var á
þeim tíma fyrir ung og fátæk
miskunnar og mildi
og merki bera
hljóðrar dáðar
yfir háværa storð.
Ennþá innar,
ennþá hljóðar
gengur góð kona
götu sinnar spor
merkt í manns hjarta,
merkt í hjörtu barna,
skrifuð og öll og skráð
í skjölum Guðs.
Því að lífsbók
lifanda Drottins
er afritabók
afhafna vorra.
Lokin upp að lyktum
og látin svara,
hver var athöfn vor
ósk, vild og gerð.
Sigurður Einarsson
í dag verður frú Vigdis Dósó-
þeusdóttir jarðsett í ísafjarðar-
kirkjugarði.
Við frændsystkinin hér syðra
sendum þér þakkir fyrir allt gott
á genginni slóð — þangað sem
lífið lifir og dauðinn dó.
Verndi þig guð á vegferð þinni
héðan. Þú treystir honum fyrir
lífi þínu hér á jörðu og nú muntu
njóta þess trúartrausts, sem var
þér ljós í dimmum skuggadal,
þegar sorgir og sviptivindar jarð
lífsins heltóku hugann.
En nú er því lokið lífinu hér.
Allt er orðið bjart, betra og
blessunarríkt, nýtt líf tekur við.
II.
Allt böl og stríð skal batna
oss brosir Drottins náð.
Öll sorg og kvöl skal sefast,
öll synd skal burtu máð.
Sigurður Einarsson.
hjón, að ala önn fyrir tveimur
smábörnum.
Stuttu eftir fæðingu var önnu
komið í fóstur og átti ekki aftur
kvæmt til móður sinnar sem lézt
þremur árum seinna.
Hún ólst að mestu leyti upp á
Laugalandi I Skjaldfannardal,
innan við tvítugsaldur fluttist
hún til Bolungarvíkur og þar átti
hún heima æ síðan, eða í rúma
sex áratugi.
Með sambýlismanni sínum Jóni
Ólafi Jónssyni átti hún sjö böm.
Hann var sonur Helgu Bjama-
dóttur í Ögurhreppi og Jóns Jó-
hannessonar frá Blámýrum.
Jón drukknaði er m/b Ægir
fórst 11. september 1923.
Anna stóð þá uppi með sex
böm það elsta 13 ára og það
yngsta á fyrsta ári. Auk þess var
Helga, móðir Jóns, hjá henni, há-
öldmð.
Baráttu- og hetjusaga hennar
hófst nú fyrir alvöm og hemú
lauk ekki fyrr en hún hafði kom
ið bömunum til manns. Með að-
stoð elzta sonarins og ósegjan-
legri elju tókst henni að halda
hópnum saman. Þó m-ðu tvö
börnin að fara að heiman til dval
ar, annað í nokkur ár, hitt tií
langdvalar.
Sjálf vann hún hörðum hönd-
um í kaupavinnu á sumrum, í
fiskvinnu á vetmm, eða annarri
vinnu sem til félL Mér er sérstak
lega minnisstætt hve árla hún
reis úr rekkju til að vinna a‘ð
heimilisstörfum, áður en hinn
reglulegi vinnudagur hófst.
Sorgin átti eftix að vega oftar
að henni, hún varð að sjá af
fimm ára dóttur sinni í greipar
dauðans og þegar baráttunni var
lokið og komið að þvi að lifa 1
ró og næði að loknu dagsverki,
var sorgin ennþá í nálægð.
Árið 1944 missti hún Bjarna
son sinn 28 ára gamlan mikinn
efnismann, frá því að fa'ðir hans
dó hafði hann alizt upp hjá fóst-
urforeldrum sem tóku hann sér í
sonar stað, en svo hlýtt var samt
móðurhjartað, að hann var alla
tíð daglegur gestur á heimilinu.
Á seinni árum hlotnaðist henni
að vera umvafin fjölmennum ætt
boga afkomenda, sem í öllu
sýndu henni ástúð og virðingu.
Hrólfur sonur hennar hafði bú
ið henni vistlegt og hlýlegt heim
ili, þar sem þau bjuggu saman
fram imdir andlát hennar. Hrólf-
ur hafði þá verið í fyrirsvara fyx
ir heimiiinu með henni frá því
skömmu eftir a'ð faðir hans lézt
fyrir fjörutíu og fimm árum.
Á lífu eru þessi börn hennar:
Hrólfur, ókvæntur, Þorkell Er-
lendur, kvæntur Margréti Þorgils
dóttur, Pétrína Halldóra gift Hálf
dáni Einarssyni og Guðrún gift
Halldóri Bjamasyni. Öll búsett í
Bolungarvik.
Þá ól hún upp frá unga aldri.
bróðurson sinn, Guðbrand Grétar
Svanberg. Auk þess dvaldi ég
löngum á heimili hennar á upp-
vaxtarárum mínum.
Bamabörnin voru orðin
fimmtán og barna barnabörnin
tólf þegar hún lézt.
Ógleymanleg er gleði hennar
og hamingja á áttræðisafmælinu,
þar geislaði hún af ánægju um-
vafin af afkomendunum. Þó gat
engum dulist, að æfisókn hennar
var kvöldsett OTðin, en hún bar
sig hetjulega og svipur hennar
sagði okkur, að hún væri sátt við
lífið og mennina.
Nú hefur þú frænka mín verið
lögð við hlfð tvíburasystur þinn-
ar í kirkjugarðinum í Bolungar-
vík, hetjusögu þinni er lokið. Ég
þakka þér allt sem þú gerðir
fyrir mig. Guð blessi þig.
Börnum hennar og öðru skyldu
liði sendi ég og mín fjölskylda
samúðarkveðjur.
Jón Ól. Bjarnason.
*
Hjiíkrunarfélag Islands
hefur kaffisölu að Hótel Sögu (Súlnasal) fimmtu-
daginn 23. maí (uppstigningardag) kl. 15.00.
Skemmtiefni:
1. Danssýning.
2. Tízkusýning.
3. 12 dömur og drengjaflokkur úr
Júdódeild Ármanns sýna.
4. Borðmúsík, Jan Moravek og Árni ísleifsson.
Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu félagsins, Þing-
holtsstræti 30, í dag kl. 9—12 og 13—17, og morg-
un kl. 9—12 og 14—18.
Aðgöngumiðar einnig seldir við innganginn.
Kaffisölunefnd.
t
Konan mín,
Kristbjörg
Guðmundsdóttir,
Stigahlíð 6,
andaðist á Landakotsspítala
12. þ.m. Jarðarförin hefir farið
fram. Þakka af alhug ausýnda
samúð.
Fyrir hönd vandamanna.
Sigurbjörn Jakobsson.
t
Faðir okkar, sonur og bróðir,
Guðmundur M.
Sigurgeirsson,
sem andaðist 14. þ.m., verður
jarðsunginn miðvikudaginn
22. maí frá Fossvogskirkju kl.
13.30.
Fyrir hönd sona og systkina.
Hildur Magnúsdóttir,
Sigurgeir Bjarnason.
t
Anna Skarphéðins-
dóttir — Minning