Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAI 19«*, Margrét Ólafsdóttir (Dísa), Guðrún Ásmundsdóttir (Dóra), Guðm undur Pálsson (Madsen) og Em- elía Jónasdóttir (Jakobína). LJÓSPRENTUN Apéco SUPER-STAT Ljósprentum skjöl, bækur, teikningar og margt fleira, allt að stærðir.ni 22x36 cm, MEÐAN ÞÉR BÍÐIÐ. Verð kr. 10.00 per örk. Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33 — sími 20560. LEIKFÉLAG Reykjavíkur brá á það ráð að frumsýna á fimmtu- dagskvöldið gamalkunnan farsa, „Leynimel 13“ eftir Þrídrang (Emil Thoroddsen, Indriða Waage og 'Harald Á. Sigurðsson), aldarfjórðungi eftir að hann kom fyrst fyrir sjónir Reykvíkinga og vakti þeim að sögn mikla kátínu. Án alls tillits til þess, hvort farsinn er „sígildur“ eða ekki, held ég að þetta tiltæki hafi ver- ið misráðið, og ber einkum tvennt ti'l þess. Sveinn Jón Jónsson skósmiður, sá eini rétti, sem Jón Sigur- björnsson mótaði af sannri snilld. Jón hefur í vetur skapað hvert hlutverkið öðru eftirminnilegra, og í túlkuninni á hinum slóttuga skósmið naut frjó skopgáfa hans sín til fullnustu. Guðmundur Pálsson fór með hlutverk Madsens klæðskera- meistara og leysti það vand- virknislega af hendi, var með köflum æði skoplegur, en skorti neistann sem tendrað gæti heil- steypta og hugtæka skopgerv- ingu hins nýríka athafnamanns. Emelíu Jónasdóttur áuðnaðist ekki að gæða Jakobínu tengda- mömmu því ægivaldi sem tengdasyninum eða öðrum stæði stuggur af. Hún var bara góðlát- leg gömul kona, röddin máttlítil og látbragðið algerlega tilþrifa- laust. f>ar brast einn af megin- ásum farsans, og án Jóns Sigur- björnssonar hefði sýningin að líkindum farið útum þúfur. Leikendur í minni hlutverkum gerðu hinsvegar ýmislegt skemmtilega, Guðrún Ásmunds- dóttir í gervi fordekraðrar og geðlausrar eiginkonu, Sigríður Hagalín í gervi ævintýrakvendis- ins Möggu miðils, Pétur Einars- son í gervi sauðarlegs og viðutan heimilislæknis, Jón Aðils í gervi Hekkenfeldts stóreignamanns (prentsmiðjudanska hans var forkostuleg), Sigurður Karlsson í gervi Þorgríms þjóðskálds og Auróra Halldórsdóttir í gervi Guddu sambýliskonu Sveins Jóns. Samleikur þeirra hjóna- leysanna var víða smellinn. Margrét Ólafsdóttir var snagg- araleg í gervi Dísu þernu og Borgar Garðarsson hvatskeytleg- ur í hlutverki Márusar heildsala. Er þá ógetið Kjartans Ragnars- sonar sem lék lögregluþjón og Kristins Daníelssonar, lítils snáða sem lék óknyttastrákinn Gonna. Öll eru þessi hlutverk svo lítilvæg, að þau ráða ekki úr- Slitum um farnað sýningarinnar. Hún féll fyrst og fremst á texta farsans, sem var hvergi nærri boðlegur. Leitt er að Bjarni Steingríms- son skyldi ekki fá veigameira og heilsteyptara verk að spreyta sig á, því að hann býr greinilega yfir hæfileikum sem vel mættu nýt- ast við verðugra verkefni. Leikmyndin í „Leynimel 13“ er eftir ungan leikmyndateikn- ara, Jón Þórisson, sem stundað hefur nám hjá Steinþóri Sigurðs- syni undanfarin þrjú ár, og er hún frumraun hans hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Mér virtist hún mjög við hæfi farsans, lita- gleði og spjátrungsháttur ný- ríkra íslendinga ljóslifandi á sviðinu. Sýningunni var vel tekið og hlátur satt að segja meiri en mér fannst efnið gefa tilefni til. Sigurður A. Magnússon. Leiklistarsmekkur höfuðstað- arbúa hefur batnað til muna, þannig að þeir gera nú miklu hærri kröfur en fyrir tveimur eða þremur áratugum. Þetta er sagt íslenzkum leikhúsmönnum til verðugs hróss: þeir hafa haft erindi sem erfiði í þeirri viðleitni að höfða til almennings með fullgildri túlkun á góðum leik- húsverkum, hvort sem um er að ræða gaman eða alvöru. „Leyni- melur 13“ er tæplega í flokki þeirra verka sem verðskulda Guðmundur Pálsson (Madsen), Auróra Halldórsdóttir (Gudda) og Jón Sigurbjörnsson (Sveinn Jón Jónsson). Leikfélag Reykjavíkur LEYNIMELUR13 Eftir Þrídrang Leikstjóri: Bjarni Steingrímsson Leikmynd: Jón Þórisson endurnýjun lífdaganna — nema ef vera kynni í hugsanlegu sögu- legu yfirliti yfir þróun íslenzkra grínleikja. í annan stað er þannig að sýn- ingunni staðið, að hún missir í stórum dráttum marks. Grund- vallarhugmynd þessa gamla Íbiíð í Laugarneshverfi óskast Viðskiptafræðingur óskar að taka á leigu 3ja—4ra herb. íbúð. Uppl. í síma 19565 á daginn og 38291 á kvöldin. Reykjavíkurfarsa er sótt í hin ræmdu húsleigulög stríðsáranna; kringum þá hugmynd snýst grín- ið. Hugsanlegt hefði verið að sýna „Leynimel 13“ í sinni upp- haflegu mynd, þ.e.a.s. láta hann gerast í stríðinu og spegla þær sérkennilegu aðstæður sem þá ríktu. Þetta hefði að vísu verið allmiklum erfiðleikum bundið, þareð tilefni margra brandaranna heyrir til sögunni og vekur allt önnur viðbrögð nú en þá, a.m.k. Inaðarhúsnæði Til leigu er 270 ferm. iðnaðarhúsnæði á götuhæð, frá 15. ágúst n.k. mikil og góð lofthæð. Innifalið er: skrifstofa, kaffistofa, snyrtiherbergi, floresent-ljós í lofti. Sérhitaveita og rafmagn. Innkeyrsla fyrir bíla, malbikað plan. Góð bílastæði. Tilboð merkt: „8693“ sendist Mbl. fyrir 1. júní.- FÉLAGSLÍF Handknattleiksdeild Vals Meistarafl., 1. o<g 2. flokkur kvenna, Æfing og rabbfund- ur þriðjudaginn 21. maí kl. 20.00. Áríðandí að þær, sem ætla að vera með í sumar, mæti. Nýir félagar velkomnir. hjá stórum hluta leikhúsgesta. Hin leiðin, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur valið, að halda grundvallarhugmyndinni óbreyttri, en færa leikinn til nú- tímans og skjóta inní hans alls- kyns athugasemdum um sam- tímahluti, er að mínu viti illa fær, því hún ruglar einungis áhorfandann í ríminu og dregur allan merg úr gríninu. Þriðja leiðin hefði kannski verið álit- legri, nefnilega að endursemja leikinn fullkomlega og tímafæra hann, en láta sérkenni persón- anna halda sér, og skal engu um það spáð, hvern árangur slík vinnubrögð hefðu borið. Hitt fór ekki milli mála, að leikhúsgestir hlógu yfirleitt mest að þeim bröndurum sem skírskotuðu til nútímans, t.d. Hallgrímskirkju. í þeirri mynd, sem „Leynimel- ur 13“ fékk að þessu sinni, datt hann í sundur, varð hvorki fugl né fiskur, þó vitanlega væru sumar persónurnar eftir sem áð- ur bráðskemmtilegar. Ég veit ekki hve mikla ábyrgð leikstjór- inn, Bjarni Steingrímsson, ber á hinni nýju gerð farsans, en hann hefur unnið aí alúð og víða tals- verðri hugkvæmni að sviðsetn- ingunni. Hún var fjörleg og mörg leikbrögð hnyttin; það vantaði bara sjálfan grundvöllinn. Persónur í „Leynimel 13“ eru fjórtán talsins og harla sundur- leitar að gerð og leikrænu mikil- vægi. Skemmtilegastur allra var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.