Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1968. 11 ríkjandi á fyrsta ævi félagsins. Núverandi stjórn Félags íslenzkra stórkaupmanna: Talið frá vinstri Gísli Einarsson, Arni Gestsson, Ólafur Guðnason, Björgvin Schra m, formaður félagsins, Hafsteinn Sigurðsson, hrl. framkvæmda- stjóri félagsins, Einar Farestveit, Pétur Ó. Nikulásson og Leifur G uðmundsson. Félag íslenzkra stór- kaupmanna 40 ára í DAG eru liðin 40 ár frá því Félag íslenzkra stórkaupmanna var stofnað. Stofnun félagsins var eðlileg afleiðing jákvæðrar þróunar, sem um langt skeið hafði átt sér stað í viðskiptalífi landsmanna. Verzl un, siglingar og öll framleiðsla voru að færast í innlendar hend- ur. Verkaskipting í landinu var að aukast og hinir sérstöku hags- munir stétta og starfshópa voru að koma skýrar í ljós. Þannig var nauðsyn almenns samkomulags við matvörukaupmenn um sölu- fyrirkomulag heildverzlana til að flýta fyrir stofnun Félags ís- lenzkra stórkaupmanna. Hinn 7. febrúar 19i27 höfðu 15 stórsölu- verzlanir ákveðið að stofna með sér féiag og kusu þá Arent Claes- sen, Björn Óláfsson og John Fenger til að undirbúa þessa fé- lagsstofnun m.a. með öflun upp- lýsinga um skipulag og starfs- Arent Claessen, fyrsti formaður félagsins. hætti slíks félags. Sjálf félags- stofnunin dróst á langinn. En í maí 1928 lá fyrir málaleitun ný- stofnaðs félags matvörukaup- manna varðandi sölufyrirkomu- lag heildverzlana. Héldu stór- kaupmenn fund út af málinu og ákváðu að taka ekki afstöðu að svo stöddu en boða til stofnfund- ar nýrra samtaka viku síðar. Fundurinn var haldinn í Kaup- þingssalnum í Reykjavík. Bréf- leg fundarboð höfðu verið send 50 fyrirtækjum og gengu 20 þeirra þegar í stað í félagið, en aðeins mánuði seinna voru fyr- irtækin í féiaginu orðin rúmlega 40 talsins. í fyrstu stjórn félags- ins voru kjörnir: Arent Claessen, form., 'Hallgrímur Benediktsson, varaformaður, Ingimar Brynjólfs son, féhirðir; Björn Ólafsson, rit- ari og Magnús Th. S. Blöndahl. Varamenn voru kosnir John Fenger og Kristján Skagfjörð. Endurskoðendur Eyjólfur Jó- hannsson og Gísli Guðmundsson. Stefna félagsins var samkvæmt 2. grein fyrstu laga þess — „að efla samvinnu meðal stórkaup- manna, framleiðenda og umboðs- sala búsettra á íslandi og stuðla að því að verzlun í landinu sé rekin á heilbrigðum grundvelli". Starfssvið félagsins var framan af „að koma á meðal félags- Eggert Kristjánsson, formaður félagsins í 15 ár. manna gagnkvæmum upplýsing- um um viðskiptamenn, að koma á samþykktum um verðlag á ýms um vörum, að taka ákvarðanir um tilhögun viðskipta við kaup- menn, að beita sér fyrir takmörk un lánsverzlunar, að sporna við óheilbrigðri samkeppni innan stéttarinnar og einnig öllum hömlum á frjálsri verzlun, að hafa gát á að erlendir farandsal- ar, sem hér koma, greiði lögboð- in gjöld, að gæta hagsmuna stétt- arinnar yfirleitt". Félagar gátu orðið „firmu og einstaklingar, sem hafa stórsölu, verksmiðju- rekstur eða umboðsverzlun og fullnægja þeim skilyrðum, sem síjórnin telur nauðsynleg“. Lög hins nýstofnaða félags mót uðust af aðstæðum síns tíma. Fé- lagsmönnum var kappsmál að tryggja eðlilega verkaskiptingu í verzlun á fslandi. Örugg verka- skipting var forsenda aukinnar verzlunarþekkingar og bættra verzlunarhátta. Hún hlaut að styrkja hag innlendrar verzlun- ar jafnframt því sem þjónusta í formi hagkvæmra innkaupa og fullkomnari dreifingar jókst. Fyrsta stórverkefni félagsins var samkomulag við matvöru- kaupmenn um lánsverzlunarskil- mála. Þá skuldbundu stórkaup- menn sig til að verzla eingöngu við kaupmenn, kaupfélög, opin- berar stofnanir og nokkra aðila með sjálfstæðan atvinnurekstur og að selja ekkert beint til neyt- enda, nema íslenzkar afurðir í heilli vigt. Reynt var að hamla á móti undirboðsverzlun og hvers konar óeðlilegum viðskiptahátt- um svo sem meðgjöf með vör- um. Vegna baráttu félagsins voru árið 1933 sett lög á Alþingi um „varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum“. Þá varð fé- lagið driffjöður í starfsemi Verzl- unarráðs íslands eftir inngöngu í ráðið árið 1935. Um líkt leyti lagði félagið og einstaklingar innan þess fram drjúgan skerf til að tryggja húsakost Verzlunar- skóla íslands og átti félagið full- trúa í skólaráði hans, sem var fyrst Björn Ólafsson, síðar ráð- herra. Árið 1929 setti félagið á fó skrifstofu, sem annaðist öflun upplýsinga um hag viðskipta- manna heildverzlana í því skyni að draga úr áföllum vegna greiðsluvandræða eða gjald- þrota meðal kaupmanna. Carl Proppé annaðist stjórn skrifstof- unnar fyrstu 10 árin. Þá var leit- ast við að skapa sem bezta sam- vinnu vinnuveitenda og laun- þega í heildverzlun. Félag ís- lenzkra stórkaupmanna gerði einnig sitt til að styrkja samtök vinnuveitenda þegar félagið gekk í fyrstu samtök þeirra. En á þess- um fyrstu 10 árum starfsferils síns fékk félagið eldskírn sína, þegar kreppuráðstafanir stjórn arvalda komu til sögunnar m.a í formi víðtækra gjaldeyris- og innflutningshafta og kaupgeta al- mennings minnkaði og rekstrar- aðstaða verzlunarinnar stór- versnaði vegna heimskreppunn- ar. Þá virtist sem öll viðleitni verzlunarstéttarinnar til þessar eðlilegu skipulagningar, sem var markmið hennar mundi renna út í sandinn. Aðeins hörð barátta og samtakamáttur komu í veg fyrir það að verzlunin færðist aftur á hin frumstæðari stig. Næstu áratugi voru aðalvið- fangsefni Félags íslenzkra stór- kaupmanna fólgin í baráttunni fyrir frjálsri verzlun á íslandi. Þau voru afnám hverskonar við- skiptahafta, bæði á innflutningi og útflutningi, svo sem gjaldeyr- ishafta, verðlagsákvæða, hárra innflutningstolla og útflutnings- tolla, svo nokkuð sé nefnt. Þá hefur félagið barizt gegn hvers- konar einokun í viðskiptum, t.d. einkasölum ríkisins. Á öllum þess um sviðum hefur náðzt árangur, sem í flestra augum hefur verið jákvæður. Það er nú almennt viðurkennt að innflutnirígsverzl- un á grundvelli opinberra leyfis- veitinga sé mjög gallað fyrir- komulag. Tollar hafa verið lækk aðir verulega. Skilningur á því, hvað sé raunhæf álagning hefur vaxið meðal almennings. Einka- sölur hafa verið lagðar niður t.d. á bifreiðum, rafmagnstækjum og viðtækjum. Félag íslenzkra stór- kaupmanna á veigamikinn þátt í að skapa jákvæðari viðhorf til þessara mála en almennt voru áratugnúm í Þessar aðstæður endurspeglast núgildandi lögum félagsins, sem sett voru árið 1964. Þau voru sett, þegar ýmsum meginmark- miðum hafði að verulegu leyti verið náð, eftir nær 35 ára bar- áttu. Samkeppnismöguleikarnir höfðu aukizt svo um munaði og það kom fram í hagstæðari inn- kaupum og fjölbreyttara vöru- úrvali og vaxandi þjónustu. Eng- vafi leikur á því, að íslenzk verzlunarstétt hefur aldrei verið færari en nú um að gegna hlut- verki sínu að því er þekkingu og skyldutilfinningu áhrærir. Til- gangur félagsins er líkt og í upp- hafi „að efla samvinnu meðal stórkaupmanna og umboðssala og gæta hagsmuna félagsmanna á allan hátt svo og að stuðla að því að verzlunin í landinu sé rekin á frjálsum og heilbrigðum grund velli“. í ákvæðum um hlutverk félagsins er m.a. gert ráð fyrir að það beiti sér fyrir umbótum á verzlunarlöggjöf og verzlunar- háttum, beiti sér gegn ólöglegum viðskiptum innlendra og erlendra manna hérlendis, safni skýrslum um heildsölu, umboðssölu og inn flutning almennt. Þá er það hlut- verk félagsins að „vinna að því að komið verði á sem mestri og bezti verknýtingu og auknum vörugæðum og fá til þess sér- fræðinga til að leiðbeina félags- mönnum ef þörf krefur“, og vinna að tryggingu vinnufriðar landinu og ennfremur að koma veg fyrir verkföll og verkbönn með friðsamlegum samningum vinnusala og vinnukaupanda. Einnig að gæta hagsmuna fé- lagsmanna um ráðningu starfs- fólks í fyrirtæki félagsmanna". Á undanförnum árum hefur Félag íslenzkra stórkaupmanna beitt sér fyrir framgangi fjöl- margra mála auk hinna almennu hagsmunamála. Félagið stuðlaði að stofnun Verzlunarsparisjóðs- ins og síðar Verzlunarbanka Is- lands h.f. Það hefur verið mikið áhugamál félagsins, að bankinn fengi réttindi til verzlunar með erlendan gjaldeyri. Félagið hefur stuðlað að aukinni fræðslu um ýmislegt, sem lítur að stjórn og rekstri fyrirtækja og átt þátt í gerð löggjafar að því leyti, sem hún hefur snert verzlun lands- manna. Efling almennrar verzl- unarfræðslu hefur ætíð verið mikið áhugamál fé’agsins svo og kynning á öllu, sem lýtur að full- komnari stjórnun fyrirtækja, og þannig mætti lengi telja. Árið 1950 opnaði Félags ís- lenzkra stórkaupmanna eigin skrifstofu og var Hinrik Sv. Björnsson, núverandi ambassa- dor, ráðinn framkvæmdastjóri. Síðan tók Einar Ásmundssort, hæstaréttarlögmaður, við fram- kvæmdastjórn og gegndi því starfi til ársins 1956, er hann varð ritstjóri Morgunblaðsins. Þá tók við framkvæmdastjórn Hafsteinn Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður, og hefur hann gegnt starfinu síð- an. Verkefni skrifstofunnar hef- ur ætíð verið að aukazt jafnframt því sem félagið hefur eflzt til muna. Árið 1961 festi félagið kaup á húseigninni Tjarnargata 14 og hefur |élagið þar aðsetur sitt. Þar eru skrifstofur félagsins og fundarstaður stjórnar og nefnda félagsins. Félagið hefur ætíð átt því láni að fagna, áð í stjórn þess hafa valizt hinir færustu og beztu menn. Fyrsti formaður félagsins var Arent Claessen. Hann gegndi formannsstörfum frá 1928—1934. Þá tók við Eggert Kristjánsson og var formaður í 15 ára eða á tímabilinu 1934—1949. Aðrir for- menn hafa verið, Egill Guttorms son 1949—1953, Karl Þorsteins 1953—1955, Páll Þorgeirsson 1955 —1959, Kristján G. Gíslason 1959 —1963, Hilmar Fenger 1963—1967 og Björgvin Schram frá 1967. Vegna heilladrjúgra og mikilla starfa í þágu félagsins hafa þessir stórkaupmenn verið kjörnir heið ursfélagar: Arent Claessen, Ólaf- ur Johnson, Garðar Gíslason, Hallgrímur Benediktsson, Eggert Kristjánsson, Gísli J. Johnsen, Carl Olsen, Egill Guttormsson, Ólafur Gíslason og Ingimar Brynjólfsson. Aðeins fjórir síðast töldu eru enn á lífi. Þá hefur félagið í tilefni af 4)0 ára afmælinu nýlega kosið þessa heiðursfélaga: Björn Ólafsson, fv. ráðherra, Gunnar E. Kvaran, stórkaupmann, Ólaf Hauk Ólafs- son, stórkaupmann og Tómas Tómasson, forstjóra. Núverandi stjóri félagsins skipa þessir stórkaupmenn: For- ma’ður, Björgvin Schram og með stjórnendur Ólafur Guðnason, Einar Farestveit, Pétur Ó. Niku- lásson, Leifur Guðmundsson, Árni Gestsson og Gísli Einarsson. Öll viðleitni Félags íslenzkra stórkaupmanna hefur miðazt við það að heildverzlun, ekki síður en aðrar greinar atvinnulífsins, geti starfað í samræmi við nú- tímakröfur. Félagið hefur talið að lögbundin álagningarákvæði sem slík séu ekki til þess fallin að skapa almenningi beztu verzl unarkjörin. Óraunhæf ver'ðlags- ákvæði hafa ætíð skapað aftur* för í verzlun landsmanna. Félagið er ekki andvígt verðlagseftirliti við sérstakar aðstæður. Þá er það skoðun félagsins, að tollar eigi að vera sem lægstir. Á 40 ára afmæli sínu óskar Félag íslenzkra stórkaupmanna þess, að íslendingar þurfi aldrei að búa við verzlun og viðskipta- hætti sem er á lægra stigi en þáð bezta, sem þekkist annarsstaðar í heiminum. (Fréttatilkynning). Ónýtir víxlar í bílaviðskiptum NÝLEGA var kveðinn npp í Hæstarétti dómur í máii, sem reis út af því, að í bílaviðskipt- um hafði verið greitt með víxl- um, sem reyndust óinnheimtan- legir. Sá, sem víxlana hafði feng ið, höfðaði mál gegn þeim, sem vixlana hafði afhent, enda þótt sá síðarnefndi hefði ekki tekið á sig ábyrgð á greiðslu vixlanna með áritun á þá. Málavextir eru sem hér greinir: Hinn 4. marz 1959 keypti Kjartan Blönidal, Rvík, bifreið- ina R-5910 af Ásgeir Karlssyni. Samstundis og á staðnum keypti Ásgeir Karlsson bifreiðina R-7198 af Jóni Þór ÓlafssynL Kjartan Blöndal greiddi m.a. upp í andvirði bifreiðarinnar R-5910 tvo víxla, hvorn að fjár- hæð kr. 15.000.00, sem maður að nafni Svavar Sigurðsson hafði samþykkt, en víxarnir voru óút- gefnir. Víxlar þessir gengu beint til Jóns Þórs Ólafssonar, em greiðsla upp í bifreiðina R-7198. Jón Þór Ólafsson skýrði svo frá undir rekstri málsins, að hann hefði beðið Kjartan Blöndal að skrifa á víxlana sem ábyrgðar- mann, en Kjartan hefði sagt að það væri alveg óþarfi, þar setn Framhald á blis. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.