Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 19'68. Logn og blíöa, en svali við hafið — Vottar fyrir gróðri í uppsveitum GÓÐVIÐRI hefur verið um allt land undanfama daga, víða 10 stiga hiti eða meira, en svalara á annesjum norðan og austan, og næturfrost á Norðurlandi. I.ogn og sól hefur verið og hitinn fór í gær upp í 14 stig um miðjan daginn sumstaðar suðvestan- lands. En stillunum fylgir það að lítil hreyfing er á ísnum, sem liggur með öllu landinu norðan- verðu og austan og þuðan suður með, allt að Ingólfshöfða. Inni í landinu gætir því sólbráðar með og sums staðar farið að votta fyrir góðri, en í nálægð íssins út við sjóinn andar köldu og vinnur sólin lítið á. Þó er sólin drjúg í viðureigninni við ísinn og kuld- ann, ef hennar gætir. Veðurstof- an gerir ráð fyrir góðviðri áfram. Litlar eða engar breytingar eiga að verða í dag, en það til hins betra, ef nokkuð er. Vottar fyrir góðri í uppsveitum. Mbl. leitaði frétta á þremur stöðum um veðurfar og sauð- burð, sem stendur sem hæst. Jónais Pétursson var staddur á Skriðuklaustri í Fljótsdal, þar sem eru 700-800 fjár og sauð- burður að byrja. Sagði hann að kalda golan neðan af fjörðun- um næði ekki svo langt inn í landið. Hefði verið frostlaust um nætur í 3-4 daga og hitinn kom- izt upp í 8-9 stig. Féð væri úti, en þyrfti að gefa því þar. Ef svona héldi átfram, væri útlitið Lík Iitlo drengsins fundið LÍK litla drengsins, sem týndist í vetrrr í Laugameshverfinu, og mikið var leitað að, fannst á sunnudag út við Akurey. Tveir menn voru á báti úti á Sundum fyrir hádegi á sunnudag. Fóru þeir upp á rif, sem geng- ur úr Akurey og sáu þar líkið af drengnum. Gerðu þeir lögregl unni aðvart og var líkið sótt. Drengurinn var 3ja ára gamall og hét Haraldur Bjamason. Moí með 540 lestir of fiski Togarinn Maí kom til Hafn- arfjarðar í gær, drekkhlaðinn, því fiskur var á þilfarinu. Var skipið með 540 tonn af þorski og karfa eftir 20 daga veiði- ferð við Nýfundnaland og Grænland. Aflanum var land- I að í Hafnarfirði. gott. Jóhannes á Grímsstöðum í Mý- vatnssveit sagði að eftir geysi- mikinn kulda og vonskuveður, væri nú búið að vera logn og sól- skin í 4 daga. Enn væru þó næt urfrost. Ekki er mikill snjór í hlíðunum kringum Mývatnssveit ina, og verður ekki lengi að skipta um, ef þessu heldux áfram, sagði Jóhannes. Strax er kominn gróður í mellöndum við Jökulsá, en þar er venjulega sleppt ánum =em fyrst bera og geldfénu. Er rétt verið að byrja að flytja fé austur og er það mjög mikils virði. Ærnar bera allar í húsi núna. Ekki er það nú mikið, en aðeins er að byrja að votta fyrir gróðri, sagði Jóhann- es. Siggeir, bóndi í Holti á Síðu, sagði, að þar sæist aðeins grænt á túnum, en mikill klaki væri í jörðu. Væri ljómandi veður, bjart og kalt. Kuldinn leggur frá ísnum, þó ekki sjáist hann enn. Tvær nætur hafa verið frost- lausar. Sauðburður er byrjaður og gengur ágætlega. Umferð hefur verið mikil aust ur yfir Sanda, því nú er ekið alla leið til Hornaf jarðar, meðan kuldar haldast og ekki bráðnar úr jöklum í árnar. ísbelti um hálft landið Flugvél landhelgisgæzlunnar sendir eftirfarandi skýrslu úr ís- flugi: Flugvél Landhelgisgæzlunnar TF SIF, fór í ískönnunarflug um hverfis landið á laugardag, og voru forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson og dómsmálaráð- herra, Jóhann Hafstein, með í því flugi til þess að kynna sér aðstæður. Ástand íssins var sem hér seg- ir: Hrútafjörður og Miðfjörður eru lokaðir af ís, 7—9/10 að þétt leika, einnig Steingrímsfjörður. Húnaflói er þó íslítill að austan- verðu. Strandagrunn er þakið ís 7—9/10, og grunnleiði ófær. Sigling að Horni virðist greið- fær. Mjög erfið sigling er útaf Óðinsboða-svæðinu og greiðfær- Sinfóníuhljóm- leiknr ó flkureyri SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands leikur í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 8.30 á vegum Tónlistaríélags Akureyrar Stjórnandi er Bodan Wodisko og einleikari Bjöm Ól- afsson. Verkefni eru eftir Moza/rt, Beethoven og Schubert Tónleik- amir eru bæði fyrir styrktarfé- laga og aðra. Kl. 4 í dag verða unglingatón- leikar á sama stað. — Sv. P. ast virðist vera 3—5 sjóm. NA við Óðinsboða og þaðan í stefnu á Skaga. Um 9 sjóm. 1 NV er komið út úr ísnum. íshaft geng- ur út frá Skaga og er þétt, eink- um V-til, en sigling virðist þó fær þar fyrir og síðan góð að Siglunesi. Dálítið íshaft er á siglingaleið V-til í Eyjafirði, en er þó greið- fært 2—4 sjóm. undan Siglunesi. Siglingarleiðin til Grímseyjar er fær. Bezta leið til Húsavíkur, eins og er, virðist vera að fara sunnanverðan Skjálfandaflóa. Leiðin er þó mjög erfið eins og er. Tjörnesgrunnið er þakið ís 7—9/10 ,en þó virðist mega brjótast í gegn inn á Axarfjörð á öflugum skipum. Fremur lítill ís er í austanverðum Axarfirði, og gengur mjó renna meðfram landi fyrir Rauðunúpa og Hraun hafnartanga að Melrakkanesi. Þistilfjörður að Langanesi er lok aður. Bakkaflói fullur af ís 4—6/10 og 7—9/10 við land. Þó er vök meðfram landi frá Langa nesfonti og inn að Bakkafirði. ísbelti, að þéttleika 7—9/10, liggur að Austurlandi allt frá Digranesi suður á móts við Ing- ólfshöfða, og lokar öllum fjörð- um Austanlands. Er ísbelti þetta breiðast útaf Glettinganesi, 9 sjóm., en mjókkar síðan jafnt og þétt og er ekki nema 1 sjórn. og breidd ofan Tvískerja. Gunnar H. Ólafsson, skipherra. Hólmavíkurkirkja vígð á uppstigningardag HIN nýja Hólmavíkurkirkja verður vígð á uppstigningardag, þ.e. á fimmtudaginn kemur. Nóbelsverðlaun í hagfrœði — Á 300 ÁRA afmælishátíð sænska ríkisbankans var ákveðið í sam- ráði við Nóbelsstofnunina, að efna til Nóbelsverðlauna í hag- fræði. Morgunblaðið sneri sér til dr. Jóhannesar Nordal, seðlabanka- stjóra, sem er nýkominn heim frá Svíþjóð, þar sem hann var gestur Svenska Riksbanken á 300 ára afmæli hans, og spurði hann frétta um ferðina. Jóhann- es sagði, að það hefði vakið mikla athygli, að ríkisbanki Svía hefði ákveðið í samráði við Nóbelsstofnunina að efna til ár- legra verðlauna fyrir vísinda- störf á sviði hagfræði, en verð- laun þessi verða jafnhá Nóbels- verðlaunum fyrir afrek í öðrum vísindagreinum og veitt á sama hátt. Þá sagði Jóhannes, að bank- inn hefði einnig ákveðið að stofna vísindasjóð og verja til sjóðstofnunarinnar hluta af eig- in fé bankans. Færi sænski bank inn með þessu inn á svipaða braut og náði hér fram að ganga árið 1961 með lögum, er þá voru sett um Seðlabanka íslands, en þar er gert ráð fyrir, að Seðla- bankinn greiði arð af stofnfé sínu og renni hann til vísinda- sjóðs. Kirkjan hefur verið í byggingu nokkur undanfarin ár, og er hið glæsilegasta guðshús. Við vígsluna mun sr. Andrés Ólafsson, prófastur í Stranda- sýslu predika, en herra Sigur- björn Einarsson, biskup, mun síðan vígja hina nýju kirkju. Viðstaddir munu einnig verða nokkrir fyrrverandi sóknar- prestar á Hólmavík og í Staðar- prestakalli. Ferðir verða til Hólmavíkur frá Umferðarmiðstöðinni hér í Reykjavík á miðvikudag kl. 8 f.h. Fari'ð verður til baka frá Hólmavík síðari hluta dags á fimmtudag. Vígsla kirkjuhnar hefst kl. 2 síðdegis á uppstigning- ardag. Hafásneindin gerði ályktun til ríkisst jórnar HAFÍSNEFNDIN hefur setið á fundum undanfarna daga. Fund- ur var sl. föstudag, en fyrsti fundur nefndarinnar fullskipaðr- ar á sunnudag. Hafa fundar- menn verið að kynna sér ísmál- in, bæði vegna hugsanlegra að- gerða í framtfðinni og eins það sem nú er mest aðkallandi. Hoen vnrð Norðurlonda- meisturi — AKUREYRI, 20. mai. — Síðasta umferð í Norðurlandaskákmót- inu á Akureyri var tefld í gær. Freysteinn og Hoen gerðu jafn- tefli, en Júlíus vann Sveden- borg. Úrslitin í þriggja manna keppninni urðu þau, að Hoen varð Norðurlandameistari mað 4% vinning, annar varð Frey- steinn Þorbergsson með 3% ög þriðji Svedenborg með engan vinning. Úrslit í fjögurra manna keppninni urðu þau, að Hoen og Freysteinn urðu efstir og jafnir með 4% vinning hvor, þriðji Júlíus Bogason með 2 vinninga og fjórði Svedenborg með 1 vinning. í gærkvöldi bauð bæjarstjóm Akureyrar keppendum, skák- stjóra og fleirum til kvöldverð- ar á Hótel KEA og þar afhenti bæjarstjórinn, Bjarni Einarsson, verðlaun og þakkaði keppendum komuna til Akureyrar. f gær sat hafísnefndin svo aft- ur á fundi og sendi í gærkvöldi frá sér ályktun til rikisstjórnar- innar. Próf. Ólafur Björnsson, formaður nefndarinnar, vildi ekki í gærkvöldi láta neitt upp um efni þeirrar ályktunar, þar eð ríkisstjórnin væri varla búin að fá hana í hendur. Stjórnmúlu- sumbund við Arabnríkin TIL þess að treysta vináttubönd- in og auka viðskipti og verzlun við Arabaríkin og ýmis Afríku- ríki, hefur verið ákveðið að taka upp stjómmálasamband milli íslands annars vegar og Samein- aða Arabalýðveldisins og Eþi- opíu hins vegar. (Frá utanríkisráðuneytinu). Tónleikor Lúðra- sveitorinnnr — LÚÐRASVEIT Reýkjavíkur hélt tónleika fyrir styrktarfélaga og gesti í Háskólabíó sl. sumair. Fjöl menmi var og leik lúðrasveitar- innar mjög vel tekið. Stjómandi var Páll Pálsson. Forsetfi íslands var á tónleikumum og gerðist hann styrktarféiagi sveitarinniar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.