Morgunblaðið - 26.05.1968, Side 1

Morgunblaðið - 26.05.1968, Side 1
32 SÍfHJR OG LESBÓK 107. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 26. MAI 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hægri umferð á Islandi Þessi mynd af vinstri umferð var tekin um hádegið á föstudag á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. — Til samanburðar er spegilmynd af sömu gatnamótum, einskonar hægri umferð. (Ljósm. Ól. K. M.) Tveir í framboði til forsetakjörs Frakkland logaði í óeirðum Á MIÐNÆTTI í kvöld er útrunn- inn framboðsfrestur til forseta- kjörs. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um nema tvo fraimbjóð- endur, þá dr. Gunnar Thorodd- sen, sendiherra, og dr. Kriistján Eldjám, þjóðminjavörð. í blaðinu í dag eru samtöl við báða fram- bjóðendur, á bls. 10 við dr. Gunn- ar og á bls. 11 við dr. Kiristján. — Pompidou segir þœr tilraun til að koma af staÖ borgarastyrjöld — mörg hundruð manns meiddust og tveir biðu bana í nótt París, Blóðugar 25. maí óeirðir — AP-NTB: brutust út í • ' • ■ Dr. Gunnar Thoroddsen Dr. Kristján Eldjárn París og víðar um Frakkland klukkustundu eftir, að de Gaulle hafði lokið ræðu sinni til þjóðarinnar í gærkvöldi. Tveir biðu bana, mörg hundruð manns meiddust og um 200 manns voru handteknir. Philippe Matherion, 26 ára gam all Parísarbúi varð fyrsta fórn- arlamb hinna blóðugu og ofsa- fengnu óeirða. Hann fannst stung inn hnífi í hjartastað í latínu- hverfinu í morgun. Hann hafði numið raffræði við Sorbonne og átti þar marga vini og fór þang- að oft til skrafs við kunningja. Hann var ekkjumaður og átti 6 ára gamlan son. I Parísarborg einni munu hátt á fimmta hundrað manns hafa meiðzt og sumir hættulega. 1 Framhald á bls. 31. Heræfingar Varsjár- bandalagsins — hefjast í Tékkóslóvakíu og Póllandi í júnimánuði Prag, Varsjá. 25. maí. AP. NTB. TILKYNNT var í Prag og Varsjá í dag, að miklar heræfingar verði fyrir herforingja Varsjár- bandalagsins í Póllandi og Tékkó slóvakíu og hefjast þær í næsta mánuði. Pólska fréttastofan Pap og tékkneska fréttastofan Cedeka birtu orðsendingar þessa efnis og segir þar að æfingarnar verði haldnar í samræmi við áætlun yfinstjórnar Varsjárbandalagsins. Öll lönd þandalgasins munu eiga aðild að æfingum þessum. Tilgangur heræfinganna er að samræma yfirstjórn herjanna í nútíma hernaðaraðgerðum og auka á orustuhæfni liðsins og yfirstjórnarinnar, segir í or’ðsend ingunni, og þar er þess og getið að sovézki hershöfðinginn Ivan Jakubovsky verði yfirstjórnandi heræfinganna. Alkunna er, að hin nýja for- ysta í Tékkóslóvakíu er andvíg því að verja miklu fé til heræf- inga meðan efnahagur landsins er ótraustur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.