Morgunblaðið

Date
  • previous monthMay 1968next month
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 26.05.1968, Page 1

Morgunblaðið - 26.05.1968, Page 1
32 SÍfHJR OG LESBÓK 107. tbl. 55. árg. SUNNUDAGUR 26. MAI 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hægri umferð á Islandi Þessi mynd af vinstri umferð var tekin um hádegið á föstudag á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. — Til samanburðar er spegilmynd af sömu gatnamótum, einskonar hægri umferð. (Ljósm. Ól. K. M.) Tveir í framboði til forsetakjörs Frakkland logaði í óeirðum Á MIÐNÆTTI í kvöld er útrunn- inn framboðsfrestur til forseta- kjörs. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um nema tvo fraimbjóð- endur, þá dr. Gunnar Thorodd- sen, sendiherra, og dr. Kriistján Eldjám, þjóðminjavörð. í blaðinu í dag eru samtöl við báða fram- bjóðendur, á bls. 10 við dr. Gunn- ar og á bls. 11 við dr. Kiristján. — Pompidou segir þœr tilraun til að koma af staÖ borgarastyrjöld — mörg hundruð manns meiddust og tveir biðu bana í nótt París, Blóðugar 25. maí óeirðir — AP-NTB: brutust út í • ' • ■ Dr. Gunnar Thoroddsen Dr. Kristján Eldjárn París og víðar um Frakkland klukkustundu eftir, að de Gaulle hafði lokið ræðu sinni til þjóðarinnar í gærkvöldi. Tveir biðu bana, mörg hundruð manns meiddust og um 200 manns voru handteknir. Philippe Matherion, 26 ára gam all Parísarbúi varð fyrsta fórn- arlamb hinna blóðugu og ofsa- fengnu óeirða. Hann fannst stung inn hnífi í hjartastað í latínu- hverfinu í morgun. Hann hafði numið raffræði við Sorbonne og átti þar marga vini og fór þang- að oft til skrafs við kunningja. Hann var ekkjumaður og átti 6 ára gamlan son. I Parísarborg einni munu hátt á fimmta hundrað manns hafa meiðzt og sumir hættulega. 1 Framhald á bls. 31. Heræfingar Varsjár- bandalagsins — hefjast í Tékkóslóvakíu og Póllandi í júnimánuði Prag, Varsjá. 25. maí. AP. NTB. TILKYNNT var í Prag og Varsjá í dag, að miklar heræfingar verði fyrir herforingja Varsjár- bandalagsins í Póllandi og Tékkó slóvakíu og hefjast þær í næsta mánuði. Pólska fréttastofan Pap og tékkneska fréttastofan Cedeka birtu orðsendingar þessa efnis og segir þar að æfingarnar verði haldnar í samræmi við áætlun yfinstjórnar Varsjárbandalagsins. Öll lönd þandalgasins munu eiga aðild að æfingum þessum. Tilgangur heræfinganna er að samræma yfirstjórn herjanna í nútíma hernaðaraðgerðum og auka á orustuhæfni liðsins og yfirstjórnarinnar, segir í or’ðsend ingunni, og þar er þess og getið að sovézki hershöfðinginn Ivan Jakubovsky verði yfirstjórnandi heræfinganna. Alkunna er, að hin nýja for- ysta í Tékkóslóvakíu er andvíg því að verja miklu fé til heræf- inga meðan efnahagur landsins er ótraustur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 107. tölublað (26.05.1968)
https://timarit.is/issue/113797

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

107. tölublað (26.05.1968)

Actions: