Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUTNTBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1908, Jökulfell í ísnum út af Skaga í gær. Sigurjón Einarsson tók myndina. Sjá frétt á baksíðu. Fyrrverondi viðskiptamdlnráð- herra Breta staddur hér HINGAÐ tii lands er kominn, í boði Verzlunarráðs tslands og Félags íslenzkra stórkaupmanna, formaður Verzlunarráðsins í London, Lord Erroll of Hale, fyrrverandi viðskiptamálaráð- herra. 1 för með honum er kona hans Lady Elizabeth Erroil. Á mánudagsmorgun n.k. mun Lord Erroll ræða við stjóm Verzl unarráðsins um skipulag og starf semi Verzlunarráðsins í London, og á hádegisfundi sama dag, sem haldinn ver’ður á Hótel Sögu í til efni 40 ára afmælis Félags ís- lenzkra stórkaupmanna, mun hann flytja erindi um EFTA. Lord Erroll of Hale er 54 ára, verkfræðingur að mennt, og hef- ur setið á þingi fyrir thaldsflokk inn síðan 1954, en árið 1964 tók hann sæti í Lávarðadeildinni. Lord Erroll hefur gegnt ýms- um mikilvægum nefndarstörfum, og árin 1959—61 var hann ráðu- neytisstjóri í viðskiptamálaráðu- neytinu. Hann var viðskiptamála ráðherra 1961—63 og orkumála- ráðherra 1963—64. Formaður Verzlunarráðsins í London hefur Lord Erroll verið síðan 1966. Hann hefur vfðtæka reynslu á sviði efnahags- og við- skiptamála og nýtur mikils trausts í landi sínu. Ferðuðust um landið fyrir falsaðar ávísanir RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur haft hendur í hári fjögurra félaga, sem á ferðalagi sínu norð ur um land og í nágrenni Reykja víkur undanfarið hafa skilið eftir sig slóð af fölsuðum ávísunum og nemur upphæð þeirra tugum þús unda króna. Hér er um að ræða þrjá menn og eina konu, sem öll hafa komið við sögu hjá lögregl- unni áður. Ferðafélagarnir lögðu fyrst lefð sína norður um land og höfðu þá með sér ávísanahefti, sem einn maðurinn hafði stolið í innbroti í Reykjavík. Þessi maður annað- ist að mestu einn útgáfustarfsem- ina. Rannsóknarlögreglan veit, að falsaðar ávísanir voru seldar á Akranesi, Blöndósi, Haganes- vík, Akureyri og í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Hvera- gerði, en þær hafa ekki allar Mólverkosýning a Aknreyri Akureyri, 24. maí. — HRINGUR Jóhannesson, mynd- listarkennari opnaði málverka- sýningu í Landsbankasalnum í gær. Á sýningunni eru 50 verk, olíukrítarmyndir, teikningar og olíumálverk. Margar myndir seldust þegar við epnun sýning- arinnar, sem verður opin daglega kl. 14 til 22. — Sv. P. Fiiuui skip úr fastoflota NATO til Reykjovíkur í dag HAUKUR nýtt iréttablað FIMM skip úr fastaflota Atl- antshafsbandalagsins leggjast að bryggju hér í Reykjavík í dag og halda hér kyrru fyrir þar til á morgun. í þessum flota eru norski tundurspillirinn Narvik, þýzka freigátan Köln, hollenzki tundurspillirinn Holland, brezka freigátan Brighton og banda- ríski tundurspillirinn Holder. Yfirmaður flotans er Captain G. C. Mitchell úr brezka flotan- um. Skipin verða almenningi til sýnis í dag frá kl. 2,30 til kl. 6 síðdegis. Blómsveigur lagður við styttu séra Friðriks i gærmorgun. (Ljósm.: Mbl. Sv. Þorm.) SL. FÖSTUDAG hóf nýtt frétta- blað göngu sína hér í Reykja- vík. Heitir það Haukur Nýtt Hótíðarfundur stórkaapmanna f TILEFNI af 40 ára afmæli Fé- lags íslenzkra stórkaupmanna hafa Verzlunarráð íslands og Fé- lag ísl. stórkaupmanna ákveðið að halda hádegisverðarfund í Súlnasal Hótel Sögu, mánudag- inn 27. maí, kl. 12 á hádegi. Vegna þessa hafa Verzlunarráð ið og Stórkaupmannafélagið boð- ið hingað til lands Lord Erroll of Hale, fyrrv. viðskiptamálaráð- herra Bretlands og núverandi for manni Verzlunarráðsins í London og ' mun hann halda ræðu um EFTA-mál á fundinum. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku sína til skrifstofu samtakanna, sem fyrst og ekki síðar en kl. 12, föstudaginn 24. þ.m. (Frá Fél. ísl. stórkaupmanna og Verzlunarráði íslands). Sýning til styrkt- ar drengjum í Breiðuvik I S.L. VIKU var opnuð listsýn- ing í Sjómannaskólanum til styrktar menntasjóði drengja í Breiðuvikurheimilinum á Barða- strönd. Sýningin er hluti úr einu nám- skeiði af 3, sem frú Sigríður Jóns dóttir listkona hafði í skóla sín- um i vetur. Munirnir eru unnir af ncmendum Sigrúnar eftir eig- in hugmyndum og er því aðeins einn hlutur af hverri gerð. Mikil aðsókn hefur verið á sýninguna og hafa um 2000 manns skoðað hana. Sýningunni lýkur í kvöld og sem fyrr segir rennur hann í menntasjóð drengja í Breiðuvík, en aðgangseyrir er 25 kr. fréttablað og segir í ávarpi til lesenda að það muni koma út einu sinni í viku, á föstudögum, til að byrja með. Ritstjóri blaðs- ins og ábyrgðarmaður er Ás- mundur Einarsson, en útgáfu- stjóri Bjarni Sigtryggsson og framkvstj. Helgi Gunnar.^on. Fyrsta eintak Hauks er 8 síður, fjölbreytt að efni og myndum. borizt rannsóknarlögreglunni enn þá. Samt er vitað, áð þær nema tugum þúsunda króna. Skömmu eftir að fólkið kom úr ferðalaginu varð það uppi- skroppa með peninga. Brutust þau þá inn í verzlun í Kópavogi og stálu þaðan þremur ávísana- heftum og tveimur peningaköss- um. í kössunum voru um 4l50 krónur og fundust þeir skömmu eftir innbrotið og voru þá um 200 krónur í skiptimynt ennþá í þeim. Þegar félagarnir höfðu þannig orðið sér úti um ný ávísanahefti hugðust þeir á ný leggja land undir fót og áðu fyrst í gistihúsi skammt fyrir utan Reykjavík. Lengra komust þau ekki í þetta skiptið, því þar handtók lögregl- an þau daginn eftir. Var útgáfu- stjórinn þá búinn að selja þrjár falsáðar ávísanir og hafði útfyllt tvær í viðbót til að hafa til taks í upphafi ferðalagsins. Rolvaag talar uoi íorsetakosn- ingar í USA Á AÐALFUNDI íslenzk-amer- íska félagsins, sem haldinn verð- ur nk. miðvikudag, 29. maí, í Áttbagasal Hótel Sö’gu, flytur Karl Rolvaag, sendiherra erindi um forsetakosiningarnar í Banda- ríkjunum. Rolvaag sendiherra hefur ver- ið einn af leiðtogum demókrata, m. a. ríkisstjóri í Minnesota, og náinn samstarfsmaður Mc- Carthys og Humpreys. Hann hef- ur veriS fulltrúi á öillum flokks- þingum demókrata frá 1948 og þekkir því náið til bandarískra stjórnmála af eigin reynslu. Á eftir verður sýnd kvikmynd frá flokksþingum beggja flokkanna 1964. Þessi bíll byrjaði hægri umferðin heldur snemma. Myndin er tekin í gærmorgun, en bílstjórinn hafði villzt inn á hægri helming Lækjargötunnar. (Ljósm.: Sv. Þorm.) Um 800 iengu undanþágu lrá almennu umferðarbanni LÖGREGLAN í Reykjavík gaf ýmsum aðilum undanþágu frá hinu almenna umfer’ðarbanni, sem gilti í nótt. Allar leigubif- reiðir höfðu undanþágu, en þó aðeins þær er hafa L-merki við skrásetningarnúmerið. Einnig fengu - læknar undanþágu, sem höfðu læknamerki á bílum sín- um. Allir lögreglumenn, slökkviliðs menn, tollverðir og hafnsögu- menn höfðu undanþágu, en þó aðeins væru þeir i einkennisbún- ingi. Þá höfðu að sjálfsögðu starfsmenn Reykjavíkurborgar undanþágu, þeir er unnu að merkjabreytingum, fulltrúar H- nefndarinnar, Umferðarnefndar Reykjavíkur, svo og ýmsir sem starfa að öryggismálum í slysa- tilfellum eða ef um vatnsveitu bilanir eða hitaveitubilanir yrði að ræða. Allir þessir síðastnefndu aðilar hafa þó undanþágu með skilyrðum um nauðsyn hennar. Nokkrar sérleyfisbifreiðar, sem eru á ferð að nóttu til hafa undan þágu og síðast og ekki sízt starfs menn fjölmiðlunartækja — frétta menn blaða, útvarps og sjón- varps. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Hermannssonar, áðstoðar yfirlögregluþjóns mun láta nærri að aðilar þessir séu um 800 tals- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.