Morgunblaðið - 26.05.1968, Síða 7

Morgunblaðið - 26.05.1968, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1668. 7 Sögur Biblíunnar í 10 þús. eint Sannkölluð risabókaútgáfa er að hlaupa af stokkunum á ís- landi um þessar mundir. Að- ventistar gefa út 1. bindi í 10 binda ritsafni, sem ber heitið Sögur Biblíunnar eftir binn heimskunna rithöfund, Arthur S. Maxwell, sem hér dvaldist snemma á þessu ári en bókin er í þýðingu Bergsteins Jóns- sonar. Bókin hefur þegar verið prent uð í 18 milljóna eintaka á 10 tungumálum, en íslenzka þýð- ingin er prentuð í 10.000 ein- tökum. Fyrir skömmu kom til okk- ar á Morgunblaðið sölustjóri að bókaútgáfu Aðventista i flest um Evrópulöndum og Vestur- Afríku, Wickwier, að nafni, hressilegur náungi og við innt- Ein opna í bókinni um órkina hans Nóa Wiukwier, sölustjóri um hann tíðinda af þessari miklu útgáfu. „Sögur Bibluínnar hafa verið gefnar út á 10 tungumálum, í 4 heimsálfum, og þegar hafa komið út af þeim 18 milljón eintök. Verkið allt er í 10 bind um, stórum, og hér hef ég með- ferðis ensku útgáfuna. Aðeins fyrsta bindið hefur enn séð dagsins ljós á íslenzku, en verði því vel tekið, mun varla líða lengur en 3 ár, þar til öll bindin hafa verið gefin út á íslenzku. Svo sem kunnugt er, kom Arthur S. Maxwell til íslands fyrr á þessu ári, en hann er víðkunnur rithöfundur og af- kastamikill. Eftir hann hafa ver ið gefnar út 104 bækur, á 25 tungumálum. Sjálfsagt þekkja íslendingar bezt Rökkursögur hans (Bedtime Stories), en til gamans má geta þess, að af þeim hafa komið út 50 útgáf- ur, og í lok ársins 1966 höfðu verið prentuð af Rökkursögum samtals 31.868.781 eintak. Þetta hefur gefizt mjög vel, myndum á hverri síðu, og eru það allt litmyndir eftir þekkta listamenn, Auðvitað getum við lækkað útgáfukostnaðinn með því að myndirnar eru allar þær sömu í öllum bókunum, að- eins textinn er þýddur á við- komandi mál, og bækurnar eru allar prentaðar í Englandi. Út- gáfukostnaðurinn er samt sem áður um 75 milljónir íslenzkra króna. Maxwell er enskur rík- isborgari, en býr í Bandaríkj- unum og hafa bækur hans, sem bæði eru barnabækur og bæk- ur fyrir fullorðna, verið gefn- ar út til ársloka 1966 í 45 millj. eintökum. Bókin nýja, Sögur Biblíunn- ar, verður ekki seld í bóka- verzlunum. Þannig seljum við aldrei bækur okkar Aðventista heldur sendum við sölumenn af stað, sem ganga fyrir hvers manns dyr og bjóða bækurn- ar til sölu. Munu þeir í sumar ferðast um allt landið, og er verð bókarinnar 400 krónur. Erlendis höfum við haft þann hátt á einnig, að fá leyfi lækna til að hafa bókiná á biðstof- um þeirra, og þar eru einnig spjöld til upplýsingar, hvar fólk getur fengið nánari upplýsing- ar um ritverkið. Þetta hefur gefizt mjög vel og margir læknar hafa skrifað og beðið um annað eintak bók- arinnar á biðstofurnar, eitt dug ar skammt, og okkur hefur verið sagt, að fólk hafi verið svo spennt við lesturinn, að það hafi leyft fólki, sem kom inn á biðstofuna á eftir því, að fara á undan inn til læknis- ins, til þess að það geti lesið lengur í bókinni. Við höfum hugsað okkur að reyna að fara þessa leið einnig hér. Ég hef mikla trú á því, að bókinni verði vel tekið hér eins og annarsstaðar. Hún er eigin- lega ekki síður skrifuð fyrir börn og unglinga en fullorðna fólkið, og við höfum komizt að raun um, að eldra fólk kann mjög vel að meta hana. Að lokum vildi ég mega segja, að mér hefur líkað heim- sókn mín til íslands vel að þessu sinni. Ég hef verið hepp- inn með veður, ekkert séð til íssins fyrir norðan. Hef oft komið hingað áður, en máski er allt bjartast á vorin, allt fegurst í þessu landi miðnætur- sólarinnar." Og þá skildu leiðir okkar Wickwiers að sinni. — Fr. S. FRÉTTIR Kaffisala Nemenðasambands Hús- mæðrakennaraskóla íslands verð- ur í Domus Medica á H-daginn, 26. maí kl. 3. Auk kaffiveitinga verður gestum gefinn kóstur á að sjá borð skreytingar og fá nokkrar upp- skriftir. Kvenfélagið Esja. Bazar og kaffisala í Fólk- vangi, Kjalarnesi á H-daginn 26. maí kl. 3 síðd. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Aðalfundur verður haldinn í Fé- lagsheimilinu að Hallveigarstöðum þriðjudaginn 28. maí kl. 8.30. Sýnd verður kvikmynd um ræktun og hagnýtingu grænmetis. Félag íslenzkra orgenleikara Fundur verður haldinn í Háteigs kirkju mánudaginn 27. maí kl. 8.30 Heimabrúboðið Almenn samkoma 1. og 2 Hvíta- sunnudag kl. 8.30. Allir velkomnir. Spakmæli í gær voru gefin saman í Fríkirkjunni af séra Ragnari Fjalar Lárussyni ungfrú Sigríð- ur I. Claessen, flugfreyja, Lang- holtsvegi 157 og stud. oecon, Júlíus S. Ólafsson, Hverfisgötu 104b. Heimilisfang þeirra verður eftir 17. júní: Blönduhlíð 13. (Birt aftur vegna leiðréttingar). Mikil aðsókn er að Heddu Gabler hjá Leikfélagi R eykjavíkur, enda hlaut sýningin sem kunnugt er góða dóma gagnrýnenda. 14. sýningin var á fimmtu dagskvöld og var hún fyrir fullu húsi, en 15. sýn- ingin er í kvöld. Myndin er af aðalleikendunum og sjást frá vinstri frú Elvsted (Guðrún Ásmunds- dóttir), Hedda (Helga Bachmann), Xesmann (Guð mundur Pálsson), Brack (Jón Sigurbjörnsson) og Lövborg (Helgi Skúlason). Hringsniðin pils í mörgum Htum, hvitir pífukragar, blússur og peys ur í úrvali. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. BMW 1600 Vil kaupa 1—2ja ára BMW - 1600 milliliðalaust. Gjörið svo vel að hringja í síma 3-26-48. Opel Kadett árg. 1966 til sölu, ekin 26 þúsund km., vel með far- in. Upp'l. í síma 38236. Bassaleikari Góður bassaleikari, sem getur sungið, óskast í ungl- inigahljómsveit strax. Upp- lýsingar í síma 36616 milli kl. 8—9. Ungan mann vantar atvinnu nú þegar, er ýmsu van'ur. Uppl. í síma 16825. Krónpressa ■til sölu, lítið notuð, um 10 kg pr., sérdrifin, 1 ha. mótor. Tækifærisverð. — Upplýsingar í síma 11820. Kona eða unglingsstúlka óskast til þess að gæta 14 mánaða stólkubarns alla virka daga nema laugard. frá kl. 9 til 5. Uppl. í síma 23167. Kópavogur 13 ára telpa óskar eftir barnagæzlu. Uppl. í síma 41267. Getum bætt við nokkrum börnum til sumardvalar. Barnaheimilið Heiði í Gönjguskörðum, Skaga- firði. Sími um Sauðár- krók. Trilla Óska að taka á leigu trillu 2—5 tonn, í sumar. Tilboð sendist Mbl. fyrir mánu- dagskvöld, merkt „8708“. Arnardalsætt III. bindi er komið út, afgreiðsla í Leiftri, Hverfisgötu 18 og Miðtóni 18, eldri bækumar aðallega afgreiddar þar. Vanur maður óskast í bifreiðaréttingar. Bifreiðaverkstæði Tómasar G. Guðjónssonar, Laugarnesi. Ný sending Gloría Sþnderborg-garn með mynsturbókum. Hof Hafnarstræti 7. Ciun rýa-veggteppin komin, einnig í barnaher- bergi „Óli lokbrá", „Hans klaufi“ og fleira. Hof Hafnarstræti 7. BjEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Suðumesjamenn — ferðafólk. Aðalver til- kynnir. Kaffi veitt allan daginn. Verið velkomin. Aðalver Keflaví'k. Nauðungaruppboð sem auglýst var í Lögbirtingablaði nr. 57., 58 og 60/1967 á vb. Braga SK. 74, eign Brimness h.f., Flateyri fer fram eftir kröfu Inga Ingimundarson- ar hrl. o. fl. Reykjavík, í dómsal sýslumannsem- bættisins á ísafirði miðvikudaginn 5. júní n.k. kl. 13.30. Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, 21. 5. 1968. Jóh. Gunnar Olafsson. ARABIA-hreinlætistæki Hljóðlaust W.C. Verð á W.C. Handlaugar Fætur f. do. Hið einasta í heimi aðeins kr. 3.375.00 — 930,00 — 735,00 Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON heildverzlun, Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.