Morgunblaðið - 26.05.1968, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1968.
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konróð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri: Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands.
H-DAGUR
j dag er H-dagur, þegar tekin
er upp hægri umferð á
íslandi. í dag reynir mikið á
samstarfsvilja allra um að
tryggja örugga akstursbreyt-
ingu. Umfangsmikil fræðslu-
starfsemi og undirbúnings-
vinna hefur farið fram til
þess að umferðarbreytingin
fari sem bezt og öryggi veg-
farenda verði ekki stefnt í
voða með henni, en allt þetta
er unnið fyrir gýg, ef almenn-
ingur tekur ekki höndum sam
an við umferðaryfirvöld og
starfar með þeim.
í dag eru allir hvattir til
þess að byrja strax að reyna
hæfni sína í hægri umferð.
Menn munu flykkjast út á
stræti og torg á farartækjum
sínum eða fótgangandi og má
því búast við gífurlegri um-
ferð. Lögreglan mun taka
vægt á öllum minniháttar um
ferðarbrotum, en fylgja
strangt eftir þeim hraðatak-
mörkunum, sem settar hafa
verið. Mun hún beita allri
þeirri tækni, er hún hefur
yfir að ráða til þess að gegna
því starfi. Alls staðar verða
allir, sem við löggæzlu fást,
á götum úti til leiðbeiningar
og ber að fara eftir fyrirmæl-
um þeirra í einu og öllu.
Fjöldi sjálfboðaliða mun
einnig starfa við umferðar-
vörzlu, áhugasamt fólk, sem
hefur sérstaklega fræðzt um
umferðarbreytinguna, og er
öllum ráðlagt að leita upplýs
inga til þess um allt, sem ein-
hver vafi kann að ríkja um.
Að sjálfsögðu má búast við
umferðartruflunum í dag og
næstu daga. Vegfarendur
verða að átta sig á nýjum
akstursleiðum, og margir
verða vafalaust alveg að
breyta um leið til vinnu eða
á aðra staði, sem þeir heim-
sækja reglulega. Þegar fram
líða stundir og reynsla fæst,
kemur ef til vill í Ijós, að
ýmsu má haga á annan veg,
en nú er ráð fyrir gert. Þess
vegna skiptir tillitssemi mjög
miklu máli nú í upphafi.
Morgunblaðið hvetur alla
til þess að hefja strax hægri
umferð og láta ekki á sig fá,
þótt treglega kunni að ganga
í fyrstu að laga sig eftir
breyttum aðstæðum, en vera
heldur bjartsýna og brosa við
smávægilegum mistökum.
Við verðum öll að leggjast á
eitt og fara varlega, þannig
tryggjum við bezt öryggi okk
ar og annarra.
ÍSLENDINGAR
OG HAFIÐ
CJjómannadagurinn er í dag,
^ hann er dagur þeirra, sem
afla fanga úr greipum Ægis
og flytja varninginn heim,
auk þeirra, sem tryggja ör-
yggi á hafinu. Hátíðahöld sjó-
manna fara fram víðsvegar
um land og þeir, sem eru á
hafi úti, minnast dagsins um
borð í skipum sínum. Á liðn-
um vetri hefur veðrátta og
hafís gert sjómönnum gramt
í geði og hindrað þá við störf,
en sjómenn láta ekki bifast,
heldur leggja þeim mun
meira að sér, þegar færi gefst.
Á föstudag var opnuð ein
yfirgripsmesta sýning sem
haldin hefur verið á íslandi,
og nefnist hún „íslendingar
og hafið“, en samtök sjó-
manna standa að henni. Eink-
unnarorð sýningarinnar eru
gerð að fyrirmynd Sigurdrífu
mála í Sæmundar-Eddu og
hljóða svo: „Brimrúnar skalt
kunna“. Um þau segir svo í
sýningarskrá: „Brimrúnar 20
ustu aldar eru með öðrum
hætti en fyrir þúsund árum. I
stað blindrar galdratrúar og
tilbeiðslu verndareldsins er
komin þekking, sem sprottið
hefur af hinni löngu leit. Nú
eru tæki komin í stað rúna-
ristunnar og varnareldsins.
Kunnátta og þekking sitja í
fyrirrúmi, og árvekni bjargar
nú „á sundi seglmörum" og
færir heill af hafi. — Einkunn
arorðin tengja nútíð við fortíð
og boða nýja framtíð rfteð
auknu öryggi og heillum
handa sæfarendum á grund-
velli stöðugrar leitar.“
Morgunblaðið óskar sæfar-
endum allra heilla á hátíðis-
degi þeirra og gæfu um ó-
komna tíð. Þá færir blaðið sjó
mönnum hamingjuóskir með
hina glæsilegu og fróðlegu
sýningu, er þeir hafa opnað.
STÚDENTAR
OG NATO
í ályktun stjórnarmeirihluta
* Stúdentafélags háskólans
er fyrirhuguðum ráðherra-
fundi Atlantshafsbandalags-
ins í háskólanum mótmælt og
talið, að hann kunni að valda
háskólanum og stúdentum erf
iðleikum, einkum vegna þess
að þátttaka íslands í Atlants-
hafsbandalaginu sé umdeild
og meðal fundarmanna verða
fulltrúar Grikkja og Portú-
gala. Stjórnarminnihluti stúd
entafélagsins hefur gefið út
ueMim
Sierra Leone
lítið land
mikillar stjórnmálaðkyrrðar
Eftir Suzanne Cronje —
FYRIR nokkru var gerð borg-
araleg bylting í Lierra Leone.
Var hún framkvæmd af sveit-
um úr her og lögreglu, en til-
gangurinn með henni var að
steypa af stóli herstjórn Jux-
on-Smiths hershöfðingja og
að koma leiðtogum landsins,
sem kjörnir höfðu verið í ai-
mennum kosningum, aftur til
valda.
" Herbyltingar eru orðnar al-
gengar í Afríku. Þær eru oft
eina leiðin til þess að hrekja
frá völdum spillta stjórn-
málamenn, sem beita embætt
isvaldi sínu til þess að hag-
ræða kosningaúrslitum. f
fyrstu að minnsta kosti ríkir
venjulega almenn hrifning
gagnvart herforingjunum,
sem megnað hafa að leysa
land sitt undan þessari ógæfu.
Þannig voru t.d. herstjórn-
irnar, sem við völdum tóku
í Nigeriu og Ghana, mjög vin
sælar í fyrstunni.
Þessu var ekki þannig far-
ið í Sierra Leone, þar sem
herinn greip í fyrsta sinn
sæti þeirra eru venjulega
ópólitísk, enda þótt þeir sam-
kvæmt venju greiði atkvæði
með þeim stjórnmálaflokki,
sem með völdin fer.
Það gekk seint að skýra frá
úrslitunum í kosningunum.
Flokkur Sir Albert Margais,
Alþýðuflokkurinn, (SLPP),
sem farið hafði með stjórn, og
flokkur stjórnarandstöðunn-
ar, Sambandsflokkur allrar
þjóðarinnar (APC), undir
forystu Siaka Stevens, voru
svo jafnir að fylgi, að varla
mátti í milli sjá. Hinn 21.
marz tilkynntu báðir flokkarn
ir, að þeir hefðu hlotið aðeins
meira fylgi en hinn sam-
kvæmt lokatölunum. Sir
Henry Lightfott-Boston land-
stjóri, ákvað að tilnefna Stev
ens sem forsætisráðherra.
Hann byggði þessa ákvörð-
un sína á grundvelli þeirra
úrslita, sem fyrir lágu og
kunn voru en jafnframt
vegna þess, að mikill hluti
almennings var því fylgjandi
í höfuðborginni, Freetown.
Freetown, höfuðborg Sierra Leone og stærsta horg landsins.
Hún er ein af helztu hafnarborgum Vestur-Afríku.
fram í eftir kosningar þær,
sem fram fóru í fyrra, í því
skyni að koma í veg fyrir, að
nýir valdhafar tækju við með
lýðræðislegum hætti.
Allur gangur þessara mála
sýnir, að þjóð getur losað sig
við herstjórn, ef fólkið er
nógu ákveðið. Almennar kosn
ingar í Sierra Leone fóru
fram 17. marz í fyrra. Þann
dag var kosið um „venjuleg"
þingsæti. Kjör ættarhöfðingja
fór fram 21. marz, en þing-
En á meðan embættistaka
Stevens fór fram, lýsti yfir-
maður hersins, Lansana hers-
höfðingi yfir herlögum í
landinu og lét handtaka bæði
landstjórann og nýja forsætis
ráðherrann. Það var haft að
yfirvarpi fyrir þessari ráð-
stöfun, að skipun Stevens
væri ólögmæt, vegna þess að
úrslitin úr kosningum höfð-
ingjanna væru ekki kunn enn.
Við viljum ekki herstjórn.
Almenningur var þeirrar
Kortið sýnir legu Sierra
Leone
skoðunar, að Lansana hers-
höfðingi hefði farið svona að
sökum þess að hann hefði
viljað, að flokkur Sir. Alberts
Margais, SLPP, tæki aftur við
völdum. Mikill mannfjöldi
mótmælti handtöku Stevens
og kastaði grjóti í lögregluna,
sem beitti táragasi á móti.
Lansana var sjálfur hand-
tekinn tveimur dögum seinna
af foringjum hersins, sem síð
an komu á fót Þjóðlega end-
urbótaráðinu (NRC). Það
kann að vera, að þessi valda-
taka hafi komið í veg fyrir
harkalega stjórnmálaárekstra,
en fólkinu í Sierra Leone
fannst sem það hefði verið
svikið um það tækfæri, sem
svo lengi hafði verið sótzt
eftir, að fá að kjósa sér heið-
arlega ríkisstjórn. I stað þess
að vera hylltur sem þjóðhetja
varð Juxon Smith hershöfð-
ingi, forsætisráðherra NRC,
að sæta grjótkasti stúdenta,
sem veifuðu skiltum, þar sem
á stóð: „Við viljum ekki her-
stjórn".
Fimm vikum eftir valda-
töku sína, neyddist NRC til
þess að láta fara fram opin-
bera rannsókn á kosningun-
um, sem fram höfðu farið í
fyrra. Skýrslan, sem skýrt var
frá opinberlega í desember
sl. benti til þess, að ofboðs-
legt kosningasvindl hefði átt
sér stað af hálfu SLPP. í
skýrslunni var komizt að
þeirri niðurstöðu, að APC
hefði unnið meiri hluta þing-
sæta og að Stevens hefði ver-
ið réttilega tilnefndur for-
sætisráðherra. Ekki var nein
ástæða til þess að álíta, að
kosningaúrslitin gæfu til
kynna ættflokkaríg.
Þrátt fyrir það að Juxon-
Smith og félögum hans bæri
skylda til þess að láta völdin
af hendi í hendur réttskipaðr-
ar ríkisstjórnar, ákváðu þeir
að fara ekki að tilmælum
skýrslunnar. í stað þess báru
þeir fyrir sig, að allt of mikl-
Framh. á bls. 23.
álit í tilefni þessa, þar sem
lýst er yfir stuðningi við
Atlantshafsbandalagið og að-
ild íslands að því, auk þess
sem því er lýst yfir, að það
virðist hefðbundin venja hjá
háskólanum að lána húsnæði
sitt til ráðstefnu- og fundar-
halda margvíslegra aðila.
Furðulegt er að sjá, hvernig
stjórnarmeirihlutinn ruglar
saman öryggismálum íslands
og húsnæðismálum háskólans.
Telji vinstri menn í háskólan-
um öryggi landsins ekki
meira virði en lesa má úr
álýktun þeirra, er óljóst
hverja framtíð þeir óska land
inu.
Þátttaka íslands í Atlants-
hafsbandalaginu hefur tryggt
öryggi landsins sem annarra
bandalagsríkja. Frá stofnun
þess hefur ríkt friður í
Evrópu, sem áður var eitt
mesta ófriðarsvæði heims.
Telji menn þessa staðreynd
eiga að víkja fyrir húsnæðis-
málum, enda þótt um háskóla
sé að ræða, eru þeir vægast
sagt einkennilegir fulltrúar
menntaæskunnar á Islandi.