Morgunblaðið - 15.06.1968, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JIJNÍ 1968
3
Grösin spretta og garðar blómgast
Garðgróður44 í nýrri útgáfu
99
Nú sprettur jörðin óðum og
ilmur gróðursins er farinn að
anga í andrúmsloftinu og fólk
ið teygar vorið í sig eftir and-
kaldan vetur. Jörðin er að
verða sumargræn og menn eru
farnir að dytta að görðum sín-
um, róta í moldinni, hreinsa til
og planta jurtum, runnum og
trjám. Vaxandi áhugi virðist
hérlendis hjá fólki fyrir fall-
egum görðum og gróðri og æ
fleiri fá áhuga fyrir garðrækt
í eigin görðum.
Um þessar mundir er að
koma út 2. útgáfa af bókinni
„Garðagróður" eftir Ingólf
Davíðsson og Ingimar Óskars
son, útgefandi er Isafoldar-
prentsmiðja. Fyrri útgáfan
kom út 1950; þeir félagar
höfðu þá unnið að bókinni í 3
ár, eða frá 1947 er Valtýr
Stefánsson ritstjóri hafði kom
ið að máli við þá og beðið þá
vinna að slíkri bók.
Bókin „Garðagróður“ er
mjög vönduð að frágangi og
prýða hana fjöldi mynda í lit
og svart hvítu. Bókin er mjög
góð handbók fyrir garðeigend
ur og er hún sett up þannig,
að bæði almenningur og fræði
menn geta haft mikið gagn af.
Ingimar Óskarsson skoðar
rguðsmára í flmásjá
Bókin skiptist í megindrátt-
um í tvo kafla, ýmsa sérkafla
og flóru. M.a. eru sérkaflar
um blómabeð, blómlauka,
steinhæðir, grasbletti, blóm á
veggsvölum, limgirðingar,
stöðu trjáa og runna í garð-
inum o. fl. Segja má að allar
mögulegar upplýsingar séu í
bókinni, sem garðeigendur
þurfa að vita.
Við ræddum við höfundana
og brugðum okkur siðan í
Grasagarð Reykjavíkurborgar
í Laugardal, sem er ekki að-
eins grasagarður, heldur eru
þar 2500—3000 mismunandi
jurtir útivið.
— Við spurðum Ingimar
Óskarsson fyrst að því hvort
a'ð það væri ekki hentugt fyr-
ir garðeigendur að eiga bók-
ina „Garðagróður."
— Það er áreiðanlegt. Bók-
in er í raun og veru tvískipt.
Hún er handbók fyrir garð-
eigendur og þar er hægt að
fá hverskonar upplýsingar um
garða, hvort sem er um rækt-
im, skipulag, sjúkdóma eða
yfirleitt hvað sem er í sam-
bandi við garða. Þetta er sá
hluti bókarinnar, sem snýr að
beinni ræktun, en síðari hlut-
inn er í raun og veru flóra og
þá m.a. lýsingar á plöntum og
þá greinarlyklar.
— Notið þfð eitthvað sér-
stakt form á bókinni?
— Þessi bók er einstök á
þann hátt miðað við bæði er-
lendar og innlendar bækur um
samskonar efni að hún er
bæði handbók og flóra. Bókin
er hentug bæði fyrir almenn-
ing og fræðimenn. Þá eru ýms
ar sérstakar upplýsingar, svo
sem mælingar á trjám og
fleira, sem síðar er hægt að
sjá og draga ályktanir af.
— Er nógu mikill áhugi hér
lendis fyrir garðrækt?
— Það er orðinn mikill á-
hugi og margir garðar, sem
Valtýr Stefánsson
eru orðnir prýðisfallegir.
Þetta hefur stórlega aukizt og
farið fram síðustu ár. Yfir
höfuð finnst mér vera meiri
áhugi fyrir ræktun í görðum,
heldur en á villtum íslenzkum
plöntum. Fólk virðist í aukn-
um mæli vera farið að dytta
að görðum sínum. Ef til vill
hefur gróðrarstöðin í Laugar-
dalnum haft sitt að segja í
því efni og svo finnur fólk
líka að gadðrækt er skemmti-
legt tómstundagaman, eftir að
byrjað er að rækta á annað
borð. Margir fá líka garð-
yrkjumenn til þess að koma
görðunum í fast form, en, enn
skemmtilegast er þegar eig-
endur leggja sjálfir hönd á
plóginn.
Þá hittum við að máli
Ingólf Davíðsson og ræddum
við hann um vorgróður og
garðrækt.
— Hvað á fólk helzt áð hafa
í huga þegar lagt er út í garð
yrkju?
— Það þarf fyrst að undir-
búa jarðveginn og skipuleggja
garðinn í aðalatriðum. I bók-
inni Garðagróður er sér kafli
um undirbúning fyrir gerð
garðs og þar getur hver og
einn lesið sér til á einfaldan
hátt hvers beri að gæta og
hvað gera þurfi fyrst. Einnig
er sér kafli um hvaða plöntur
eru heppilegar byrjendum, nú
og sfðan er hægt að auka við
plöntufjölda með aukinni
reynslu, því að það er til ó-
grynni af plöntum, sem hægt
er að rækta i góðum jarðvegi
og góðu skjóli. í bókinni eru
einnig kaflar um æskilegar
plöntur fyrir þá sem hafa öðl-
azt nokkra reynslu í garðrækt
og lýst er langflestum tegund
um skrautblóma, trjáa og
runna, sem til eru í íslenzkum
görðum. Einnig eru myndir
af allflestum tegundum. Það
eru ekki aðeins svart hvítar
myndir, heldur er einnig
fjöldi litmynda frá görðum í
Reykjavík og einstaka tegund
um jurta.
— Hvaða plöntum er hent-
ugast að planta út á þessum
tíma?
— Það er mest verið að gróð
ursetja ýmis sumarblóm og
fjölærar jurtir. Laukjurtir,
sem settar voru niður í haust
standa í blóma núna, en fyrir
flestum laukjurtum þarf að
standa á haustin. Það má
segja að blómagarðarækt sé í
geysilegum vexti og fólk hef-
ur aukinn áhuga fyrir blóm-
um og trjám við húsin.
— Er ekki mikill hluti í ís-
lenzkum görðum af erlendu
bergi?
— Af þeim 600 teg. jurta,
sem ræktaðar eru í blóma-
görðum hér á landi eru lang-
flestar erlendar, en áhugi fyr-
ir íslenzkum jurtum fer vax-
andi, enda fara þær margar
vel í görðum. Einkanlega í
steinhæðum og sumir safna
þeim beinlínis og t.d. fára ís-
lenzkir burknar mjög vel á
skuggsælum stöðum þar sem
fáar aðrar jurtir þrífast.
— Hafið þið unnfð lengi að
þessum bókum um garðagróð-
ur?
— Við unnum í 3 ár að fyrri
útgáfunni, sem kom út 1950,
en aðdragandinn var sá að
Valtýr Stefánsson ritstjóri
hitti okkur að máli og bað
okkur að vinna slíka bók og
síðan höfum vfð fylgzt stöð-
ugt með í þessu máli.
— Hafið þi'ð ekki þurft að
rækja efni til úrvinnslu víða?
— Það er óhætt að segja
það og t.d. hafa margir íslenzk
ir garðyrkjumenn og áhuga-
menn veitt okkur mikilvæga
aðstoð með því að skýra okk-
ur frá reynslu sinni í garð-
rækt. Það er lang skemmti-
legast að fólk reyni að skipu-
leggja garða sína sjálft, þá
verða þeir misjafnlega frum-
legir og breytilegir.
Að síðustu brugðum við
okkur í Grasagarð Reykjavík
urborgar sem var opnaður
1961, með 200 íslenzkum plönt
um, sem hjónin Katrín Viðar
og Jón Sigurðsson skóla-
stjóri gáfu á 175 ára afmæli
Reykjavíkurborgar. Nú eru
alls um 2500—3000 plöntur í
garðinum. Við ræddum stutt-
lega við Sigurð Albert Jóns-
son, sem sér um grasagarðinn,
en yfirmaður stofnunarinnar
er Hafliði Jónsson garðyrkju-
Ingólfur Davíðsson
stjóri.
— Hvaða jurtategundir eru
hér helzt?
— Það kennir hér margra
grasa, þó að hér séu ekki ein-
ungis grös. Vi'ð reynum hér
allt mögulegt í ræktun, sér-
staklega það sem gildi hefur
fyrir íslenzka garðrækt. Við
höfum t.d. fræviðskipti við 35
erlenda grasgarða og sendum
þeim lista yfir fræ, sem við
söfnum og svo pöntum við
aftur á móti fræ frá þeim.
— Hvað eru margar tegund
ir jurta hér í garðinum?
— Hér eru á milli 2500—
3000 tegundir og þar af eru
um 270 íslenzkar.
— Kemur margt fólk hing-
að til að skoða?
— Já, mjög mikið. Sérstak-
lega á sumrin og hér getur
fólkið fræðzt um plöntur, sem
þáð hefur áhuga á að útvega
sér, skrifað nöfn þeirra og
kýnnt sér meðferð þeirra.
— Þið gerið hér tilraunir
með hvaða plöntur hæfa ís-
lenzkum görðum.
— Já, við gerum mismun-
andi tilraunir og könnum
hæfni hverrar plöntu fyrir ís-
lenzkt veðurfar og það þarf í
raun og veru nokkuð mörg ár
til þess að finna út möguleika
hverrar plöntu vegna mismun
andi vetra, en hér er nú allt
að færast í fullan skrúða.
' W f ’ 'M tlfmmmr:m-k
Ung blómarós dyttar að bló mum í beðL
Ljósmynd Mbl. Árni Johnse n.
STAKSTEINARS
Hvcu er málefnið?
Kommúnistamálgagnið leggnr
ríka áherzlu á það í gær að
stappa stálinu í fylgismenn sína
og efla þá til mótmæla vegna
ráðherrafundar Atlantshafs- j
bandalagsins, sem hefst hér eft-i
ir rúma viku. Fjöldi greina er
birtur um þetta mál og á einum
stað segir, að nokkrir „her- j
námsandstæðingar“ hafi „feng-
ið“ kommúnistablaðið „til þess
að Ijá rúm greinarkornum sem
helguð verða málefnum hernað-
arbandalagsins og þeim rökum
sem mæla gegn áframhaldandl
aðild okkar íslendinga að því'Vj
Birtist fyrsta „málefnalega greiií
arkornið" í blaðinu í gær, í þvl
er einkum fjallað um hið „grófa
táknmál Morgunblaðsins”, „und-
irsátana við Aðalstræti", „of-
beldisupphrópanir Morgunblaðs-
ins“ og „ofbeldishneigð“ þeirra
sem í það rita í því augnamiði
„að rækta með lesendum sínum
það ofstækishugarfar“, sem
veldur því, að fulltíðamenn‘
koma í Ríkisútvarpið þannig á
sig komnir að: „Ofstækið hefur
borið dómgreind þeirra (og lýð
ræðisást!) svo algjörlega ofur-*
liði, að þeir hafa jafnað hvers
kyns mótmælaaðgerðum við of—
beldi". j
Á forsíðu kommúnistablaðsins
er talað um „svívirðingaskrif'**
og „æsingaskrif" Morgunblaðs-
ins og á enn öðrum stað er f jall-
að um „rógsherferð Morgunblaðs
ins“ og að: „Dag eftir dag spúa
áróðursmeistarar Morgunblaðs-
ins óhroðanum yfir lesenduf-
sína" og síðan: „Slíkt er gjald-
þrot ritstjóra Morgunblaðsins j
siðferðilegum efnum“.
Fróðlegt verður að fylgjasi
með „málefnalegum skrifum'*
kommúnistablaðsins um Atlants-
hafsbandalagið á næstunni, þeg-
ar spekingar þess eru svo „rök-
fastir" og „orðheppnir“ þegar i
upphafi. >
ísland í smásjá
Tíminn fjallar um AtlantshafS
bandalagið af öllu meiri hóg-
værð og stillingu í forystugrein
sinni í gær ,en þar segir m.a,
að það sé tvímælalaust skoðun
meirihluta íslenzku þjóðarinnar,
að landið eigi að halda áfram
þátttöku í Atlantshafsbandalag-
inu, enda eigi starf þess að bein-
ast enn meira að því en áður að
bæta sambúðina milli austurs og
vesturs. t lok greinarinnar seg-
ir orðrétt:
„Þrátt fyrir það, sem hér hef-
ur verið rakið, eru til menn, sem
af ýmsum ástæðum eru andvíg-
ir Atlantshafsbandalaginu. Við
því er ekkert að segja, ef þessir
menn sækja mál sitt með rökum,
því í lýðræðislöndum hafa menn
fullan rétt til að vera ósammála
meirihlutanum. En það væri illt
verk, ef einstakir öfgamenn úr
þessum hópi, gripu tækifæri f
sambandi við ráðherrafund
Nato til að stofna hér til óláta,
er væri ósamboðið þjóð, sem vill
verðskulda það álit, að hún út-
kljái deilumál sín með frjálsum
rökræðum en ekki með ólátum
og róstum. Slíkt myndi að sönnú
spilla málstað þeirra manna,
sem slíkum aðförum beittu, en
það myndi ekki bæta þjóðinni
tjón ,ef settur væri blettur á
þann skjöld, sem hún vill halda
hreinum, og það einmitt á þeim
tíma, sem smásjá umheimsina
hvilir á íslandi. ; ,
Um það eiga allir íslendingag
að sameinast, að slíkt komi ekkl
fyrir“.