Morgunblaðið - 15.06.1968, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.06.1968, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 19«8 Vísindasjóður veitir 62 styrki að upphæð 4,9 millj. BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi skýrsla um styrkveitingar Visindasjóðs 1968: Báðar deildir Vísindasjóðs hafa nú veitt styrki ársins 1968, en þetta er í ellefta sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum. Fyrstu styrkir sjóðsins voru veitt ir vorið 1958. Deildarstjómir Vísindasjóðs, sem úthluta styrkjum sjóðsins, eru skipaðar til fjögurra ára í senn. Alls bárust Raunvísindadeild 53 umsóknir að þessu sinni, en veittir voru 42 styrkir að fjár- hæð samtals 3 milljónir 237 þús- und krónur. Árið 1967 veitti deildin 46 styrki að heildarfjár- hæð 3 milljónir 102 þúsund krón ur. Formaður stjórnar Raunvís- indadeildar er dr. Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur. Aðrir í stjórninni eru Davíð Davíðsson prófessor, dr. Gunnar Böðvars- son, dr. Leifur Ásgeirsson pró- fessor og dr. Sturla Friðriksson erfðafræðingur. Að þessu sinni dveljast þeir dr. Gunnar Böðv- arsson og varamaður hans dr. Guðm. E. Sigvaldason báðir er- lendis og tóku því eigi þátt í þessari úthlutun. Ritari Raunví? indadeildar er Guðmundur Arn- laugsson, rektor. Alls bárust Hugvísindadeild að þessu sinni 38 umsóknir, en veitt lir voru 19 styrkir að heildar- fjárhæð 1 milljón og 650 þúsund krónur. Árið 1967 veitti deildin 21 styrk að fjárhæð samtals .1 milljón og 445 þúsund krónur. Einn styrkþeganna, Jón Sigurð? son hagfræðingur, afsalaði séi veittum styrk, að fjárhæð 125 þúsund krónur. Styrkur til sére Kristjáns Búasonar, að fjárhæð 100 þúsund krónur, lækkaði í samræmi við fyrirvara í 60 þús- und krónur, vegna þess að styrk þegi hlaut annan styrk á styrk- tímabilinu. Raunveruleg heildar- fjáirhæð styrkveitinga á árinu 1967 varð því 1 milljón og 280 þúsund krónur. Á þessu ári tók einn umsækjandi umsókn sína aftur. Formaður stjórnar Hugvísinda deildar er dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. Aðrir í stjórn eru dr. Broddi Jóhannesson skóla stjóri, dr. Hreinn Benediktsson prófessor, dr. Kristján Eldjárn þj'óðminjavörður og Magnús Þ. Torfason, prófessor. Dr. Hreinn Benediktsson tók ekki þátt í störfum stjómarinnar við veit- ingu styrkja að þessu sinni, en 1 stað hans kom varamaður hans í stjórninni, dr. Matthías Jónas- son prófessor. Ritari deildar- stjórnar er Bjarni Vilhjáknsson skjalavörður. Ur Vísindasjóði hafa því að þessu sinni verið veittir samtals 62 styrkir að heildarfjárhæð kr. 4.887.000.00 krónur. Hér fer á eftir yfirlit um styrk veitingarnar: A. RAUNVÍSINDADEILD I. Dvalarstyrkir til vísinda- legs sérnáms og rannsókna. 160.000 kr. styrk hlutu: 1. Halldór Þ. Guðjónsson stærðfræðingur til stærðfræði- rannsókna, væntanlega í Bret- landi eða Þýzkalandi. 2. Haraldur Sigurðsson, berg- fræðingur til rannsókna á súru og ísúru bergi á íslandi með sér- stöku tilliti til uppruna þess. (Verkefni til doktorsprófs við háskólann í Durham). 3. Reynir Axelsson stærðfræð- ingur til rannsókna í stærðfræði við háskólann í Princeton (dokt- orsverkefni). 4. Sigurður Steinþórsson berg- fræðingur til rannsókna og efna greininga fomra jarðmyndana í því skyni einkum að renna stoð- um undir tilgátur manna um eldri skeið í sögu andrúmslofts- ins. (Verkefni til doktorsprófs við Princeton háskóla). 5. Stefán Arnórsson jarðefna- fræðingur til rannsókna á þunga- málmum í heitu vatni á íslandi (verkefni til doktorsprófs við Lundúnaháskóla). 6. Þorkell Helgason stærðfræð ingur til stærðfræðirannsókna við MIT, Boston. (Verkefni til doktorsprófs). 100.000 kr. styrk hlaut: 7. Þorgeir Pálsson verkfræð- ingur til rannsókna á vandamál um sj álfstýringar, er lúta að sjálfvirkri lendingartækni fyrir flugför. (MIT, Boston). 70.000 kr. styrki hlutu: 8. Axel Björnsson eðlisfræð- ingur til athugana á sveiflum í segulsviði jarðar, einkum í norð anverðri Evrópu og á Islandi. (Verkefni til doktorsprófs við Háskólann í Göttingen). 9. Gestur Ólafsson arkitekt til athugana á skipulagi verzlunar- hverfa. (Háskólinn í Liverpool). 10. Hólmgeir Björnsson kenn- ari til framhaldsnáms í tilrauna- stærðfræði (biometry). (Cornell háskóli). 11. Rögnvaldur Ólafsson eðlis fræðingur til framhaldsnáms og rannsókna á alleiðni (supercond uctivity) og áhrifum segulsviðs á hana. (Háskólinn í St. And- rews, Skotlandi). 12. Sigfús Schopka fiákifræð- ingur til athugana á frjósemi helztu nytjafiska Norður-Atlants hafs. (Háskólinn í Kiel). 13. Sigurlaug Sæmundsdóttir arkitekt til framhaldsnáms í byggingarlist og skipulagsfræð- um. (Bandaríkin). 60.000 kr. hlutn: 14. Guðmundur Oddsson lækn- ir til rannsókna á áhrifum há- þrýstings á hjartavöðva. (Cleve land Clinic Hosp. Ohio). 15. Júlíus Sólnes verkfræðing- ur, lic, techn. til framhaldsnáms og rannsókna í burðarþolsfræði með sérstöku tilliti til jarð- skjálfta. (Við háskólann í Berk eley, Kaliforníu). 16. Kjartan Jóhannsson verk- fræðingur til að Ijúka doktors- riti um Operations Research (aðgerðarrannsóknir) (við há- skólann í Chicago). 17. Magnús Óttar Magnússon læknir til þjálfunar í meðferð gervinýrna og nýrnarflutningum, auk tilrauna við líffærageymslu. (Cleveland Clinic Hosp., Ohio). 18. Ólafur Örn Arnarson lækn- ir til framhaldsnáms og rann- sókna í þvagfæralækningum. (Cleveland Clinic Educational Foundation, Ohio). 40.000 kr. styrk hlutu: 19. Magnús Birgir Jónsson til rannsókna á áhrifum aldurs og burðartíma kúa á nythæð, svo og ákvörðun á arfgengi nythæð- ar og fitumagns mjólkur. (lic- enciat-verkefni, Noregur). 20. Stefán Aðalsteinsson til þess að ljúka doktorsriti um erfðarannsóknir á íslenzku sauð fé. (Við háskólann í Edinborg). 30.000 kr. styrk hlaut: 21. Vilhj álmur Lúðvíksson til þess að ljúka doktorsverkefni í efnafræði. (Wisconsin-haskoli, Bandaríkjunum). n. Verkefnastyrkir n. A. Styrkir til stofnana og félaga. 22. Bændaskólinn á Hvanneyri til jarðvegsrannsókna. 80.000 þús. kr. 23. Jöklarannsóknafélag ís- lands til tækjakaupa vegna jöklarannsókna í samvinnu við Raunvísindadeild Háskólans. 80.000 þús. kr. 24. Rannsóknarstofa Háskólans við Barónsstíg vegna rannsóknar á eiginleikum staphylokokkus, staph, aur og albus. Kr. 50.000. 25. Rannsóknarstofa Háskólans í lyfjafræði vegna kaupa á rann sóknartæki. 26.000 þús. kr. 26. Rannsófknarstofnun land- búnaðarins til rannsókna á jarð kali, er Bjarni E. Guðleifsson annast 100.000 þús. kr. 27. Veðurstofa íslands vegna kaupa á tækjum til sólgeislamæl inga, 31.000 kr. II. B. Verkefnastyrkir einstakl- inga. 28 Alfreð Árnason menntaskóla kennari til framhalds eggjahvítu rannsókna (við háskólann í Glasgow), 75.000 kr. 29. Einar Eiríksson læknir til blóðstreymismælinga á sjúkling- um með æðahnúta og stíflur í neðri útlimum (doktorsverkefni, Svíþjóð 100.000 kr. 30. Grétar Ólafsson læknir til rannsókna á sjúklingum, er skorn ir hafa verið upp vegna krabba- meinsútsæðis í lungum 30.000 kr. 31. Guðmundur Jóhannesson læknir til framhalds krabba- meinsrannsókna 60.000 kr. 32. Helgi Björnsson og Jóhann Sigurjónsson til könnunar á Bægisárjökli og yfirlitsathugana á öðrum jöklum norðanlands, 100.000 kr. 33. Jens Pálsson mannfræðing- ur til kaupa á vísindatækjum til mannfræðirannsókna á Islandi, 120.000 kr. 34. Jóhann Axelsson prófessor til þess að ljúka undirbúnings- rannsókn hans og Guðm Guð- mundssonar á sambandi raf- spennubreytinga og aflsvörunar í vöðvafrumum æða 80.000 kr. Jón Jónsson jarðfræðingur vegna kostanðar við jarðfræði- rannsóknir í Skaftafellssýslu 20.000 kr. 36. Jón Steffensen prófessor vegna kostnaðar við tölfræðilega úrvinnslu mælinga á beinum Is- lendinga, 100.000 kr. 37. Karl Grönvold til jarð- fræðirannsókna í Kerlingafjöll- um og gerðar nákvæms jarð- fræðikorts af svæðinu, 40.000 kr. 38. Kjartan R. Guðmundsson læknir til könnunar á tíðni æxla í miðtaugakerfi og sjaldgæfra taugasjúkdóma á íslandi, 50.000 kr. 39. Dr. Ivka Munda náttúru- fræðingur til framhaldsrann- sókna á þörungum við strendur íslands, 70.000 kr. 40. Sigurður V. Hallsson efna- fræðingur til framhalds vaxtar- mælinga á nytjanlegum þara við norðanverðan Breiðafjörð 75.000 kr. 41. Skafti Skaftason læknir til rannsókna á heyranrtækjum, 30.000 kr. 42. Dr. Þorleifur Einarsson jarðfræðngur til framhaldsrann- sókna á jarðlögum frá ísöld, eink um í Hreppum, Snæfellsnesi og Tjörnesi, 30.000 kr. B. HUGVÍSINDADEILD. 125 þúsund króna styrk hlutu: 1. Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri til að ljúka ritgerð um Hrafns sögu Sveinbjarnar- sonar og afstöðu hennar til ann- arra samtíðarsagna og til að b#ra læknisfræðisöguleg atriði sögunn ar saman við latnesk miðaldarit. 1. Séra Kristján Búason til að ljúka ritgerð um uppruna Krists- fræði Nýja testamentisins með samanburði þeirra texta guð- spjallanna, sem á einhvern hátt fjalla um þjáningu og dauða Jesú frá Nasaret. 3. Tryggvi Gíslason, mag art. til að semja rit um sögu íslenzkr- ar málfræði á 18. og 19. öld. Styrkurinn er veittur með þeim fyrirvara, að hann lækki í kr. 50 þúsund, ef styrkþegi tekur við föstu starfi í haust. 4. Vésteinn Ólason mag. art. til að semja rit um íslenzka sagna- dansa, upptök þeirra og einkenni. 100 þúsund króna styrk hlutu: 5. Einar Már Jónsson, lic. és lettres til að halda áfram rann- sókn á þjóðfélags- og stjórn- málakenningum Konungsskugg- sjár, samanburði þeirra við norskt þjóðfélag, norrænan hug myndaheim og við erlenda sam tímahugsun. 6. Dr. Hreinn Benediktsson pró fessor. 1) til að greiða kostnað við undirbúningsvinnu vegna rannsókna á íslenzkum drótt- kvæðum, annars vegar vegna bragfræðilegra rannsókna og hins vegar vegna rannsókna á dróttkvæðum sem heimild um íslenzkt mál og þróun þess. 2) til að greiða kostnað við und- irbúningsvinnu vegna útgáfu á Fyrstu málfræðiritgerð Snorra- Eddu, svo og rannsóknir á fræði- legum rótum hennar í miðalda- málfræði og gildi hennar fyrir norræn málvísindi. 7. Séra Jón Hnefill Aðalsteins son fil. lic. til að vinna að dokt- ortritgerð um kristnitökuna á ís- landi og aðdraganda hennar. 8. Jón Örn Jónsson M.A. til að ljúka ritgerð til doktorsprófi við Wisconsinháskóla um efnið Ice- land and the EEC and EFTA Membership and the Alternatives to Membership. An Economic Analysis. 9. Dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor til að standa straum af kostnaði við tölfræðilega úr- vinnslu könnunar á lestrarefni barna og unglinga. 75 þúsund króna styrk hlutu: 10. Garðar Gislason camd. jur. til að rannsaka kenningar um eðli laga og ljúka ritgerð um það efni til B. Litt.-gráðu við háskól- ann í Oxford, einkum um hug- takið „gildi“ í lögum og lög- fræði („On the notions of valid- ity in modern juris-prudence“). 11. Jón Rúnar Gunnarsson cand. mag. til að ljúka meistara- prófsritgerð um grískar lok- hljóðasamstæður af gerðinni (1) gómhljóð-tannhljóð, aem svara til gómhljóðs-blísturshljóðs í indó írönsku og (2) varahljóðs-tann- hljóð, sem svara til eins vara- hljóðs í öðrum indóevrópskum málum (e.t.v. tannhljóðs í kelt- nesku). 12. Odd Didriksen lektor til að vinna úr gögnum og ljúka heim- ildakönnun um stjórnmálasögu íslands á síðasta tug 19. aldar og fram að árinu 1904 og semja rit- gerð um hana. 13. Ólafur R. Grímsson R. A. (ECON) Honours til að semja ritgerð til doktorsprófs við Man- chesterháskóla um efnið Political Power in Modern Iceland. 14. Sigfús H. Andrésson skjala- vörður til að ljúka ritverkinu Upphaf frihöndlunar og almenna bænaskráin — íslenzka verzlun- in 1774—1807. 15. Hörður Ágústsson listmálari til að ljúka riti um húsagerð á íslandi fyrr á tímum. 50 þúsund króna styrk hlutu: 16. Aðalgeir Kristjánsson skjala vörður til að ljúka riti um ævi og störf Brynjólfs Péturssonar. 17. Hreinn Steingrímsson tón- listarmaður til að halda áfram rannsókn á einkennum íslenzkra þjó’ðlaga. 18. Lúðvík Kristjánsson sagn- fræðingur til að kosta teikningar í fyrirhugað rit um íslenzka sjáv- arhætti. 19. Þórhallur Vilmundarson prófessor. Kostnaðarstyrkur til að halda áfram staðfræðilegum athugunum vegna örnefnarann- sókna. C. Flokkun styrkja. L Raunvísindadeild. Fjöldi Heildarfjárhæð Þrír aðalflokkar. styrkja 1. Dvalarstyrkir 21 1.890.000 2. Styrkir tii stofnana og félaga 6 367.000 3. Verkefnastyrkir einstaklinga 15 980.000 Alls 42 3.237.000 Flokkun eftir vísindagreinum. Fjöldi styrkja Heildarfjárhæð 1. Stærðfræði 3 480.000 2. Eðlis- og efnafræði 3 170.000 3. Dýra- og grasafræði 3 215.000 4. Jarðvísindi 9 781.000 5. Búvís. og hagnýt náttúrufr. 6 405.000 6. Læknisfraéði, liffræði, lífeðlis fræði. 11 606.000 7. Verkfr., byggingalist, skipu- lagsfræði. 5 360.000 8. Mannfræði 2 220.000 Alls 412 3.237.000 n. HugvísindadeiML Vísindagrein. Fjöldi Heildarfjárh Sagnfræði (stjórnmálasaga, styrkja kr. atvinnusaga o. fl.) 6 450.000 Húsagerðarsaga 1 75.000. Tónlistarsaga 1 50.000 Ömefnarannsóknir 1 50.000 Bókmenntafræði 2 250.000 Málfræði 3 300.000 Lögfræði 1 75.000 Hagfræði, stjórnfræði 2 175.000 Uppeldisfræði 1 100.000 Guðfræði 1 125.000 Alls 19 1.650.000 UTAVER Þýzk teppi, verð frá kr. 255. Ensk teppi, verð pr. ferm. 360, breiddir 137 — 228 — 366. Korkgólfflísar, verð pr. ferm. 214 og 324. Amerískar gólfflísar, verð pr. ferm. 278. Mjög mikið úrval. Postulíns-veggflísar enskar og þýzkar, verð frá 190 kr. ferm. Fjölbreytt litaúrvaL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.