Morgunblaðið - 15.06.1968, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JTJNÍ 1968
Ragnar Halldórsson, verkfræðin gur
— Alusuisse skal leggja til
tæknikunnáttu og tryggja sölu á
framleiðslu ISAL.
iíjtsi!
Líkan af súráliðjuverinu við G ove-flóann í Norður-Astralíu,
ÁL er þriðja algengasta frum-
efni, sem fyrir kemur í jarð-
_ skorpunni og algengasti málm-
" urinn eða 8% miða'ð við þyngd.
Járn er næst algengasti málm-
urinn eða 5% miðað við þyngd.
Þar sem eðlisþyngd áls er ein-
trngis rúmlega þriðjungur á við
járn, er álið yfir fjórum sinnum
meira að magni en járn, þegar
miðað er við rúmmál.
Þrátt fyrir að ál sé svona stór
hluti jarðskorpunnar, hefur það
einungis verið þekkt sem málm-
tir í hálfa aðra öld. Þetta stafar
af því, hvað ál hefur sterka til-
hneigingu til að bindast súrefni,
og hversu torvelt er að skilja
álið frá súrefninu. Rómverski
náttúrufræðingurinn Plinius,
sem uppi var skömmu eftir
Krists burð, nefnir alumen eða
álún í hinni nafntoguðu náttúru-
, fræði sinni, en álún, sem er ál-
súlfat, og önnur málmsölt er
notað til lækninga og við sút-
un.
Á átjándu öld komust menn
að raun um, að þáð, sem við í
dag nefnum áloxíð eða súrál
(AL 0), sé hluti af efnasam-
bandinu álún, en það var ekki
fyrr en 1807, að Sir Humphrey
Davy dettur í hug, að súrál (á
ensku alumina) sé málmur bund
inn súrefni. Hann nefndi þenn-
an málm aluminum, sem hefur
haldizt í Norður Ameríku, en
breytzt í flestum öðrum löndum
í aíuminium. Hér á landi stakk
Orðabókarnefnd Háskólans upp
á því að nefna þennan málm ál,
og hefur það heiti þegar festst
í málinu. Sir Humphrey tókst
þó ekki að framleiða hreint
ál.
H. C. örsted er talinn hafa
verið fyrstur til að framleíða
hreint ál árið 1825, en það liðu
yfir 60 ár þar til Frakkanum
Héroult og Ameríkanum Hall
hugkvæmdist, óháð hvor öðrum,
að leysa súrálið upp í kríólíti
líkt og sykur leysist upp í kaffi,
og vinna síðan álið með raf-
greiningu. Lögðu þeir þar með,
ásamt Þjóðverjanum Siemens,
sem uppgötvaði rafsegulmagnfð,
og Bayer, sem fann upp aðferð
til að vinna súrál úr báxíti,
grundvöllinn að þeirri aðferð,
sem enn í dag er notuð við ál-
vinnslu.
Súrál er með hörðustu efnum
og er meðal annars notað sem
slípiefni, kórund, og til fram-
leiðslu gervigimsteina, svo sem
roðasteina og safíra. Það er
unnfð úr báxíti, sem svo er
nefnt eftir fundarstað í Suður
Frakklandi. Áætlað er, að
vinnsluhæft báxít á jörðinni sé
um 6.000 milljónir tonna, sem
dreift er um allar heimsálfur.
Með aðferð Bayer, sem áður er
nefndur, eru unnin 2 tonn af
súráli úr 4 tonnum af báxíti, en
úr 2 tonnum af súráli fæst 1
tonn af áli.
Auk súrálsins þarf yfir 500
kg af kolefni, um 60 kg kríólít
og 15.000 kWh af raforku til
að framleiða 1 tonn af áli. Þessi
geypilega raforkuþörf gerir það
að verkum, að ál hefur stund-
um verið nefnt rafmagn í föstu
ástandi.
Sökum hinna mörgu góðu eig-
inleika álsins og þeirrar stáð-
reyndar, að tekizt hefur með
aukinni framleiðni að halda
verði álsins mjög stöðugu, vex
álnotkun í heiminum risaskref-
um, eða þannig, að hún rúmlega
tvöfaldast á hverjum 10 árum.
Álframleiðsla í heiminum er nú
nær 8 milljónir tonna á ári eða
tæplega 2 kg. á mann miðað við
íbúafjölda jarðarinnar, en í
Bandaríkjunum, þar sem álnotk
unin er hæst, er hún um 10 sinn
um meiri eða tæplega 20 kg. á
mann. 1 Sviss, Kanada, Vestur-
Þýzkalandi og Bretlandi er árs-
notkunin rúmlega 10 kg. á
mann, en í öðrum löndum minna,
hér á íslandi t.d. tæplega 4 kg á
mann miðað við verzlunar-
skýrslur. En þess ber að gæta,
að þá er það ál, sem flutt er
inn sem hluti af flugvélum,
skipum, bifreiðum og öðrum
fullunnum vörum ekki meðtekið.
Elzti álframleiðandi í Evrópu
er Svissneska Álfélagið eða
Alusuisse. Það hóf starfsemi
eftirtalin ákvæði:
— Stofna skal félag að ís-
lenzkum lögum, íslenzka Álfélag
ið h.f. (ÍSAL), sem skal byggja
sína árið 1888 f Neuhausen við
Rínarfossa í Sviss, en rekur nú
starfsemi sína í 17 þjóðlöndum í
öllum heimsálfum. Ársfram-
leiðslugetan af hrááli í 9 áliðju-
verum í Austurríki, Sviss, Þýzka
landi, Italíu, Noregi, Hollandi og
Bandaríkjunum nemur um 350.
000 tonnum e'ða nær 5% af
heimsframleiðslunni. Auk ál-
vinnslimnar, rekur Alusuisse
fjöldan allan af verksmiðjum
og orkuverum, bæði til að fram-
leiða hráefnið til álvinnslunnar,
þ.e. súrál, og til að framleiða
hinar fjölbreyttustu vörur úr
hráálinu. Alusuisse er sannkall-
að almenningshlutafélag, enda
eru hluthafar yfir 12.000 og á
enginn einn hluthafi meira en um
5% hlutafjárins. Hjá fyrirtæk-
inu og dótturfyrirtækjum þess
starfa nú um 22.000 manns og
varð heildarvelta félaganna sem
svarar 22.000 milljónum króna á
síðastliðnu ári.
Tvö stærstu verkefni Alu-
suisse á sviði nýbyginga eru
iðjuver til að framleiða súrál í
Ástralíu og álverið í Straums-
vík. Afkastageta iðjuversins í
Ástralíu verður í upphafi 1.000.
000 tonn, en það svarar til 500.
000 tonna af áli eins og áður er
getið.
Áætlað er, að virkjanlegt vatns
afl á íslandi sé milli 3 og 4
milljón kílówött, og nýtanlegur
jarðvarmi álíka mikill. Þar af
eru í dag einungis um 2—3%
nýtt. Þar sem álþörfin í heim-
inum vex um yfir 500.000 torui
Ég vil leyfa mér að fullyrða,
að samningar þessir séu hag-
stæðir fyrir báða aðila, enda er
það forsenda þess, að þeir verði
haldnir, eins og allir sanngjarn-
ir menn vita. ISAL fær raforku
á hagstæðu verði, en á móti kem-
ur, a'ð ISAL mun hafa greitt
byggingarkostnað, bæði virkjun-
arinnar við Búrfell og hafnarinn-
ar í Straumsvík, innan 20 ára,
með greiðslum fyrir raforku og
hafnargjöldum.
Til þess að gefa nokkra hugi-
mynd um þýðingu áliðjuversins
; '<•*
Nýtízku fjós þar sem loftið er klætt „Aluman“ báruáli.
Undirstöður álvinnslukerjanna i kerskálanum í Straumsvik,
árlega, hefur Alusuisse hug á að
færa út kvíarnar til þess að geta
fullnægt þessari auknu eftir-
spurn. Þessar tvær staðreyndir
leiddu til þess, að forráðamenn
Alusuisse, einmitt þeir tveir, er
staddir voru hér á landi fyrir
nokkrum dögum, sneru sér til
Bjarna Benediktssonar, þáver-
andi iðnaðarmálaráðherra, til
þess að leita fyrir sér um
möguleika til a'ð reisa áliðjuver
á íslandi á grundvelli íslenzks
fossafls. Viðtökur ríkisstjórnar-
innar voru jákvæðar, þar sem
það hefur lengi verið á dag-
skrá að renna fleiri stoðum und
ir íslenzkt atvinnulíf, þótt eng-
an hafi rennt grun í, að nauð-
syn þess sannaðist svo fljótt sem
nú er í ljós komið.
Viðræ'ður Alusuisse og ríkis-
stjórnarinnar leiddu til þess, að
gerður var samningur milli þess
ara aðila, sem staðfestur var af
Alþingi sem lög 30. apríl 1966.
Svo sem kunnugt er, inniheldur
samningur þessi meðal annars
og reka áliðjuver í Straumsvík.
Afkastageta áliðjunnar verður
33.000 tonn af hrááli árlega í
fyrsta áfanga, en þau afköst
verða aukin um helming innan
fárra ára. Auk þess er hægt, ef
reksturinn gengur að óskum, að
auka ársafköstin í allt að 160.000
tonn.
— Landsvirkjun skal reisa
orkuver vi'ð Búrfell, sem sér ál-
iðjunni fyrir raforku. Búrfells-
virkjun verður í fyrsta áfanga
120.000 kW, en verður stækkuð
í 210.000 kW um leið og árs-
afköstin í Straumsvík verða
aukin í 66.000 tonn. Þar af mun
ISAL þá nota um 120.000 kW eða
rúmlega helming.
— Hafnarfjarðarbær skal
gera höfn í Straumsvík fyrir
áliðjuverið. Verður byggður 220
m langur hafnargarður, sem
nægir fyrir losun skipa allt að
30.000 rúmlestir, en hægt verð-
ur síðar meir a'ð dýpka höfnina
þannig að hægt sé að losa þar
skip allt að 60.000 rúmlestir.
á þjóðarbúskap okkar, má nefna
nokkrar tölur, og er þá miðað
við 66.000 tonna ársframleiðslu.
Heildarveltan mun nema yfir
1800 milljónum árlega. Þar af
verða hreinar gjaldeyristekjur
um 450 milljónir, en helmingur
þeirrar upphæðar eru greiðslur
fyrir raforku og útflutningstoll-
ar. Þessar gjaldeyristekjur svara
til yfir 12% af hreinum gjald-
eyristekjum okkar á sfðastliðnu
ári. Þessar . gjaldeyristekjur
munu auka þjóðartekjur okkar
um 1800 milljónir, þar sem
reynslan hefur sýnt, að gjald-
eyristekjur skapa grundvöll fyr-
ir um það bil 4 sinnum hærri
þjóðartekjum.
Ég tel því, að deilur þær, sem
um álsamningana hafa staðið,
stafi fremur af meðfæddri þörf
okkar íslendinga til þess að deila
um alla skapaða hluti en því, að
mikil sannfæring andstæðinga
samningsins sé þar að baki.
Dettur mér í hug í þessu sam-
bandi sagan, sem faðir minn
sagði mér einu sinni um aust-
firzka bóndann og fjallfð, en hún
er eitthvað á þessa leið:
— Bóndi í austfirzkum afdal
var ásamt nokkrum gestum sín-
um staddur úti á hlaði og virtu
þeir fyrir sér landslagið. Mælti
þá einn gesturinn: „Geysilega er
fjallið þarna bratt". „Nei, það
er ekkert bratt", kvað bóndL
„Mér virðist það nú býsna
bratt“, sagði gestur. En bóndinn
tók því fjarri. Annar gestur, sem
þekkti skapferli bónda, lagði nú
orð í belg og segir: „Þetta er
annars alveg rétt hjá þér bóndi
sæll, fjallið er ekkert bratt.“
Þetta kom öllum á óvart, bónda
ekki síður en hinum. Snerist
hann hvatlega að verjanda sín-
um og segir af þjósti með mikl-
um þunga: , ,Jú, víst er þa¥5
bratt.“
Hvort sem fleiri Islendingar
eru eins þrætugjarnir og
þessi austfirzki bóndi eða ekki,
ætla ég að eitt muni sannast svo
ekki verið um villzt, en það er,
að álverið í Straumsvík verður,
upphaf nýrrar sóknar til bættr-
ar afkomu og aukinnar velferð-
ar íslendinga allra.