Morgunblaðið - 15.06.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 15.06.1968, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 195« Kartöflur mega ekki verða fy rir óþarfa hnjaski í flutningum. Vonir standa til að brátt verði sekkirnir fluttir á pöllum, eins og hér sézt í hinni nýju byggiingu Grænmetisverzlunar land- búnaðarins. Nú er loks svo komið að vel- _ flestir bænduir á landinu hafa lokið við að setja niður kartöfl- ur. Að sönnu hafa nokkrir get- að það fyrir nokkru og Reyk- víkingar og nágrannar þeirra hafa sett niður í heimilisgarða sína a.m.k. allflestir. Vissulega er kartaflan snar þáttur í daglegu lífi allra og sennilega algengasta fæðuteg- undin, sem vér neytum. Því er ekki úr vegi að spyrja E.B.Malm quist ráðunaut nokkuð um þenn- an ágæta jarðávöxt, ræktun hans, geymslu og dreifingu. Fór- ust honum m.a. orð eitthvað á þessa leið: — Ræktun og neyzla á kart- öflum hjá okkur íslendingum hef ur átt fremur erfitt uppdráttair er við höfum t.d. Norðmenn til viðmiðunar, en kartöflurækt var “byrjuð þar á nokkrum stöðum 10—20 árum áður en Björn prest ur í Sauðlaugsdal hóf ræktun þeirra hér árið 1760. En lega lands okkar á norðurhveli jarð- ar hin sí breytilega úthafsveðr- átta allan ársins hring, nætur- frost um hásprettutímann má segja algengt víðast um landið svo meira og minna tjón hlýzt af árlega og allt of oft algjör uppskerubrestur á stórum lands svæðum, hefur eðlilega gert það að verkum, að þessi mikla nytja- jurt hefur verið minna ræktuð en ella. Hin síðari ár má þó segja að þróunin hafi orðið sú, að ræktun til sölu á almennan markað hefur stór aukizt en ræktun til heimilisþarfa farið minnkandi víðsvegar um land. Þetta má telja afar eðlilega þróun með tilliti til vélvæðing- air og aukinni séhhæfni í bú- skap almennt, en megin ástæðan er þó sú að vissar sveitir og landssvæði henta mun betur til kartöfluræktunar en almennt getur talist hér á landi. Hin aðalástæðan fyrir því að neyzla kartaflna hefur hægt þró ast með þjóðinni, þrátt fyriír innflutning hennar til matar frá því fyrir síðustu aldamót, á að sjálfsögðu sínar fleiri orsakir. En megin ástæðan fyrir því verð uim við þó að álíta að hafi verið sú, hvað vandfarið eir með vör- una í geymslu og flutningum- Flest ár eftir aldamót gátu ís- lendingar keypt kartöflur víða erlendis frá og þær voru ódýr- ar, þær seldust líka nokkuð vel í hinum stærri kaupstöðum og kauptúnum landsins, en þær þóttu áhættusöm verzlunarvara. Kornið var hægt að geyma tím- unum saman við þær aðstæður sem kartaflan eyðilagðist við, vegna t.d. kulda eða hita á ör- stuttum tíma. Hagskýrslur frá aldaimótum og til ársins 1965 sýna líka að þrátt fyrir mjög erfiða ræktunarað- stöðu og vanþekkingu í ræktun kartöflunnair, þá má það merki- legt teljast, hvað framleiðsla þeirra er hér mikil miðað við innflutning eða á árunum 1900 til 1905 ræktum við 77,4% af heildar notkun landsmanna, — innflutt 22.6%. — Þannig eru hlutföllin svipuð til ársins 1920. Fimm ára timabilið frá 1920 — 1925 kemur ekki eins hag- stætt út, þá er ræktunin 55.1% á móti 44.9% innflutt. En eftiir fyrra stríð eykst neyzla mjög mikið á kartöflum, og þá fyrst og fremst á innflutt- um, en í kjölfar þeirra eykst innanlandsframleiðslan aftur, þannig að hæzta 5 ára meðaltal áranna 1961 til 1965 kemst hún upp í tæp 80% á móti 20% inn- flutt. Við höfum í þessu efni náð því að framleiða þessa nauð- synja fæðu 75% af heildameyzlu landsmanna, að meðaltali síðan um síðustu aldamót. Þó mun hér hafa enn meiri á- hrif ræktun kartaflna í bæjum og kaupstöðum landsins, sem var hlutfallslega stór liður heildar- framleiðslunnar t.d. á árunum 1935 til 1955. Og það var ekki lítil búbót á kreppuárunum miklu, sem alþýðuheimilin við sjávarsíðuna öfluðu sér með garðholunni sinni. Það mun láta nærri að notkun kartaflna á íslandi hafi þrefald- ast á hvern íbúa síðan um alda- mót, þá virðist neyzlan hafa ver- ið rúmlega 30 kg. á mann yfir árið en nú mun hún vera um 90 kg., ef þær á annað borð eru allan ársins hring á markaði, en það er svipuð neyzla og í Sví- þjóð. Eins og sjá má þá hafa orðið stórbreytingar á, sérstaklega hin síðari ár með ræktun og þar með dreifingu þessarar mikilvægu fæðutegundir okkar, þ.e.a.s. ræktunin hefur færzt yfir til bænda, stærri framleiðanda í stað heimilis-ræktunar áður. Þó þessi þróun sé að ýmsu leyti ákjósanleg, og reyndar óum flýjanleg, þá hefur hún sem aðr- ar breytingar í háttum viðskipta og firamleiðslu sína kosti og galla á þessari viðkvæmu mat- vöru er hér um ræðir. Ég vil þá fyrst beina orðum mínum til bændanna og ekki sízt hinna mikilvirku framleið- enda, sem setja á sölumarkað allt að eitt til tvö þúsund tunn- ur. Framleiðslan frá þessum bænd um, og þó jafnvel eitthvað minni sé, er svo stór hluti af heildair- magni því, er á markaðinn kem- ur að það er brýn nauðsyn að einmitt þe'r vandi eins til rækt- unar kartaflanna og þekking þeirra og aðstaða frekast leyf- iir. Ég vil benda á í því sam- bandi að það virðist t.d. í mörg- um tilfellum að köfnunarefnis- magn í heildar áburðargjöf garð landsins sé of mikil í hlutfalli við kalí og þó sérstaklega fos- fórsýruna. Þá mun gæta þess að jarðvegs þreyta sé farin að hafa áhrif á bragðgæði framleiðslunnair, enda engin fuirða, þegar mjög tak markaður húsdýraáburður er borinn í garðlöndin og þau not- uð í 10 til 20 ár án hvíldar eða hagnýtt með ræktun annars nytjagróðura. Úr þessu má og þarf að bæta. Bænduir t.d. í Rangárvalla og að nokkru í Árnessýslu hafa í flest- um tilfellum yfir að ráða það stórum landssvæðum og nútíma véltækni, að það ætti ekki að vera of kostnaðarsamt að skipta oftar um 1-and í ræktuninni en tíðkast hefur hingað til í allt of mörgum tilfellum. Notkun húsdýraábuirðar með tilbúnum áburði í nýræktunar- lönd og skiptiræktun verðum við að telja höfuðnauðsyn til bættr- ar kartöfluframleiðslu. Og enn- fremur minnkandi köfnunarefnis skammt með því meðal annars að nota ekki tröllamjöl vegna ill- gresiseyðingar. Þá kemur mjög til greina notk un snefilefna í gömul garðlönd, sérstaklega ef lífrænn áburður hefur lítið sem ekkert verið sett- ur í garðlöndin undanfarin ár. Samkvæmt reynslu Dana t.d. er ekki óalgengt að í jarðveg- inn vanti magnisíum, mangan og zink eða að þessi efni eru ekki til staðar í því formi að kart- öflujurtin geti hagnýtt sér þau. í Danmörku aftur á móti virð- ist járn, kopar og bór sjaldnast vanta í kartöfluakurinn. Sumstaðar í Noregi er ekki nægilegt bór til staðar. Margt bendir til þess að hér hjá okk- ur vanti einnig bór, en úr því er auðvelt að bæta, þar sem bór er hér fáanlegt, sem og önnur fyrrnefnd snefiláburðarefni m.a. hjá áburðarsölunni í Gufunesi. Það virðist mjög mismunandi með kartöfluafbrigði, hvað þau eru næm með jarðvegs-blöndun og áburðar hlutföll, — þar með talin snefilefnaþörfin. Þannig getur hin ágæta kart- afla Bentje reynzt afar mismun- andi með bragðgæði og geymslu- þol eftir því við hvaða skilyrði hún er ræktuð. Svo mismunandi, að sé hún ekki ræktuð við efna- fræðilega réttar aðstæður áburðar- og jarðvegsblönd- un, þá getur hún oft á tíðum orðið óhæf til matar og geymslu þol lítið sem ekkert. Ég veit til að þeir sem hafa notað lífrænan áburð og borax 2-400 kg í ha. ásamt venjulegri garða-áburðarblöndu hafa náð ágætum árangri bæði með upp- Skerumagn, bragðgæði og geymsluþol Bentje-kartöflunn ar. Þetta er sem kunnugt sú teg- und kartöflu, sem er að verða lang vinsælust hérlendis og hef- uir verið það mörg undanfarin ár víðsvegar á Evrópumarkaði. Þetta er kartöfluafbrigði, sem gefur hér mjög góða uppskeru í meðal árferði og svo eftirsótl er hún t.d. á mat-veitingastaði að aðrair tegundjr hér ræktaðar koma vart til greina- Það þarf að minna bændur á að vera vakandi í ræktun og vöruvöndun, því öðruvísi ná þeir ekki vinsældum og auknum við- skiptum neytandans. Þetta hafa reyndar framleiðendur að mörgu leyti leitast við að bæta úr, ekki aðeins með betri ræktun og bættri meðferð kartaflanna í upptöku, heldur og með byggingu vand- aðra kartöflugeymslna. Þannig hafa Þykkvabæingar einir garð- ávaxtageymslur fyrir um 40 þús.t og margir fleiri ágætir kartöflu- ræktendur hafa aftur á móti lát- ið hjá líða að koma sér upp geymslum, það hefur orðið þeim til stórtjóns ekki sízt s.l. haust, þegar hörkufrost gerði skömmu eftir upptöku. En sá bóndi sem ætlar sér að framleiða kartöflur til markaðs og þannig þarf sjálf síns vegna að treysta að meira eða minna leyti á hana sem atvinnugrein fyrir heimili sitt, verður að koma sér upp öruggri garðávaxta- geymslu. Þeir framleiðendur, sem eru með uppskeruna á hrakhólum, ýmist í of heitum eða köldum húsum, björtum fjárhúsum, geymsluskemmum eða því um líkt, geta heldur aldrei afgreitt á markað kartöflur er geta tal- ist í lagi sem forsvaranleg neyslu og viðskiptavara. Bentje-kartaflan er t. d. afar viðkvæm fyrir birtu, tekur fljótt á sig græna slikju, og reyndar Gullauga-afbrigði líka, þannig að þessar tegundir verða óhæf- ar til neyslu. En grænar kartöflur má sem bezt nota til útsæðis, ef slík óhöpp koma fyrir í upptöku eða geymslu, að kartöflurnar verði grænar innúr híði, sem komið getur fyrir jafnvel ef þær eru látnar standa of lengi þó í pok- um sé, til þerris úti á sólbjört- um haustdögum, á meðan að upp- skerustörf standa yfir. Ég vil þó undirstrika það við kartöfluræktendur, stærri sem smærri markaðsframleiðendur, að hafa nú samráð við ráðunauta Búnaðarsamtakanna, eða sérfræð inga Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins varðandi áburðargjöf með tilliti til garðlands og ann- arra síbreytilegra aðstæðna í ræktuninni. Sjálf jarðvinnslan er yfirleitt í góðu lagi hjá bændum, og sums staðar til fyrirmyndar svo sem hjá þeim feðgum á Unhól íDjúp- árhreppi. Það er þess vert að þeir kairtöfluframleiðendur sem kynnu að eiga leið um Þykkva- bæinn í vor eða sumar kynntu sér þau ágætu vinnubrögð, sjón er sögu ríkari og plógnum meg- um við ekki sleppa úr jarð- vinnslunni þó önnur tækni séu tilkomin hin síðari ár, það hefur reynslan þegar sannað, jafnvel með kalskemmdunum miklu víðs vegar um land í túnum bænda. Næsti áfangi kartöflunnar er hleðsla á stórar vöruflutninga- bifreiðir, kannske 8-10 tonna, sem flytja hana á markaðsstað og síðan til dreifingar þaðan til matvöruverzlana í Reykjavík og nágrenni eða víðsvegar út um land. Mismundandi magn eftir því m.a. hvernig spretta hefur orð- ið norðanlands, t.d. á Svalbarðs- strönd, sem oft og tíðum hefur fullnægt neyzluþörf þar nyrðra og austanlands ef um meðal upp- skeru ár er þar að ræða. Að þessir flutningar á landi eða sjó séu framkvæmdir með gætni og tillitssemi er mjög á- ríðandi. Sumaruppskeran, svo til híðislaus, er sérstaklega við- kvæm hvað alla tilfærslu áhrær- ir. Ennfremur haust og vetrar- flutningar í kulda eðar igning- artíð. Þó kartöflurnar frjósi ekki, þá geta þær skemmzt af völd- um kulda, þær fá súrsætan keim, verða smeðjulegar og vondar á bragðið. Blotni kartöflur nokkuð að ráði í flutningum og enn síðan settar í saggafull pakkhús eða þeim mjög hætt við rotnun og öðrum skemmdum, fá fúkkabrag og svo mikla ólykt að kaup- andinn, sem á að borða þær, veigrar sér við að matreiða slíka vöru. Eins og áður var nefnt, má ekki kasta harkalega, dengja kartöflupokanum til og frá á hörðum steingólfum, í járnvörð- um skipslestum eða bílpöllum. Bezt er að nota tré vörupalla og lyftara við millihleðslu og tilfærslu allar, bæði við hleðslu farartækja og umhleðslu í vöru- geymslum. Gullauga-kartaflan, og reynd- ar allar íslenzkar kartöflur, eru enn viðkvæmari í flutningum en þær er við flytjum erlendis frá, því veldur m.a. að íslenzk fram- leiðsla er ekki nema hálfþrosk- uð uppskera í flestum tilfellum. Híðið er því mikið þynnra. Engu að síður ber öllum þeim, er vinna við uppskipun eða öðru á út- lendum jafnt sem innlendum, kartöflum að hafa það í huga, að þeir eru að meðhöndla líf- ræna veru — garðavöxt, sem má ekki verða við óþarfa hnjaski og fruntalegri meðferð. En þó framleiðslan komist á markaðsstað, sé ógölluð og sæmi- leg neysluvara, þá er oft áber- andi hVað íslenzkar kartöflur sem áður nefnt, eru venjulega ekki fullþroskuð uppskera, þola illa geymslu í of heitum skemm- um og síðan að endingu geymd- ar í allt of heitum stíum eða skápum í smásölu-verzlunum. Því miður hefur þess ekki ver- ið gætt sem skyldi í matvöru- Framfh. á bls. 23 Einn mikilvægasti þátturinn í góðri kartöflurækt er sumar- hirðingin. Hér er úðað gegn k artöflumyglu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.