Morgunblaðið - 15.06.1968, Side 18

Morgunblaðið - 15.06.1968, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1968 - RAÐIZT GEGN Framh. of bls. 17. ingar, sykursýki, aukið fitu- magn í blóði o.fl. Þetta eru allt taldir hættuþættir. Oft er talað um fylgni þá er finnst milli aukins kolesterols í blóði og kransæðasjúkdóma. Hvort hér er um orsakasam- band að ræða veit ég ekki, en óneitanlega vekur það forvitni okkar, að æðaskemmdir þær, er finnast í sjúklingum sem hafa kransæðasjúkdóma, innihalda mestmegnis kolesterol og að æðastífla verður ekki í heil- brigðri æð. Með dýratilraunum hefur verið sannað, að ef gefn- ar eru ómettaðar fitusýrur í staðinn fyrir mettaðar fitusýr- ur myndast síður æðastífla þótt æðin sé skemmd. Ýmsar fæðutil raunir á fólki benda einnig í þá átt. Benda má á í þessu sam- bandi, að hert jurtafeiti inni- heldur mettaðar fitusýrur. Margir ráðleggja sérstakt mat- arræði til þess að leitast við að koma í veg fyrir æðakölkun, sem er talin vera undanfari kransæðastíflu, t.d. hafa ráðu- neyti, sem samsvara landlækn- isembættinu hér á íslandi, í Nor egi, Finnlandi og Svíþjóð mælt með eftirfarandi breytingum á fæðu fólks: 1) að minnka hitaeininga- magn fæðu til að forðast offitu. 2) að minnka fitumagn í fæðu úr 40% niður í 25-30% af heildar hitaeiningamagni, 3) að minnka neyzlu mettaðr ar fitu úr dýraríkinu en auka jafnframt neyzlu ó- mettaðrar fitu úr jurtarík- inu. 4) að minnka sykumeyzlu, 5) auka neyzlu m.a. á græn- meti, ávöxtum, fiski og mögru kjöti. Sérfræðinganefndir læknafé- laga Þýzkalands, Bandaríkjanna og Hollands hafa einnig mælt með þessum „breytingum". . í þessu sambandi er rétt að benda á að fleiri þættir hafa á- hrif á kolesterolmagn blóðs en næringarfitan, t.d. hreyfing, erfð ir o.fl. En allir læknar eru sam- mála um, að orsakir æðakölk- unar eru margþættar og að all- ir þeir þættir eru ekki kunnir.“ „Þessi mál hafa mikið verið rædd hér á landi?“ „Já, töluvert, en því miður finnst mér oft gæta órökstuddra fullyrðinga í umræðum þessum. Sem dæmi um þetta vil ég nefna að ritstjóri landbúnaðartímarits Jhér á landi hefur kallað það að eigna dýrafitu sökina á aukn um kvillum í hjörtum og æðum fólks, þvaður og staðlausar stað- hæfingar, sem fávísar sálir leggja trúnað á. Síðan telur hann fullsannað að aðeins sára- lítið eða ekkert samherngi sé milli kolesterols í fæðu og magni þess í blóðseganum. Ég fæ ekki séð að svo kæruleysisleg og al- vörulaus skrif eigi erindi í um- xæðum um þetta mikla vanda- máL“ „Ráðleggið þið fólki breytt matarræði?“ „Yfirleitt látum við heimilis- lækna um allar ráðleggingar til fólks, en þeir fá skýrslu frá okk ur um niðurstöður rannsókn- anna. f vissum tilfellum höfum við ráðlagt fólki megrun og þá gjarnan fitusnautt fæði.“ Glákublinda mjög algeng. „Mér skilst, að þið leitið að glákublindu. Af hverju er hjartavemdarstöð að fást við hana? Og í hve ríkum mæli finn- ið þið hana?“ „Það eru uppi kenningar um, að æðaskemmdir valdi gláku. Þessi sjúkdómur er nokkuð al- gengur og auðvelt er að finna hann. Dr. Guðmundur Björns son segir, að 2% íslendinga yfir fertugt séu með leynda gláku. Kannski mætti koma í veg fyrir mikið af uppskurðum, ef sjúk- dómurinn finnst á frumstigi. Margir augnlæknar álíta að svo sé. Fyrstu niðurstöðutölur okk- ar sýna að gláka er sízt minni en GuðmundUr Björnsson hélt fram í sinni doktorsritgerð." „Hvemig bregst fólk við, þeg ar það er boðað til rannsókn- arinnar? Vérða ekki sumir hræddir?” „Fólk hefur góðan skilning á þessu. Og við höfum ekki orðið varir við, að menn verði hrædd- ir, en e.t.v. dálítið „spenntir“. Hér fara í gegn um 40 manns á dag, og við gefum okkur góðan tíma til að ræða við þá og segj- um þeim að hverju við erum að leita, jafnframt að skoðun hér jafngildi ekJki ævilöngu heil- brigðisvottorði. — Við gerð- um smáskoðanakönnun til að kanna hvort fólki fyndist ónauð- synlegt að „heilbrigðir“ færu í læknisskoðun. Yfir 80 fannst það ekki. Og aðspurðir töldu 84%, að heilbrigðisyfirvöld ættu að sjá fólki fyrir reglubundinni heilsufarsskoðun. Sama svar fékkst á Norðurlöndum við sams konar spurningum. Þar kváðust 3-4% kvíða fyrir hóprannsókn, en 80% töldu að tveimur árum liðnum, að þeir hefðu að ein- hverju leyti haft gott af henni, aðallega vegna þess að þeir fengu bót á einhverjum vanheil indum. Eins og ég tók fram verð ur sjúkdómurinn að uppfylla viss skilyrði svo rétt sé að leita hans í hóprannsókn. Það verður að vera hægt að greina vel sjúk dóminn með vissu. Ef tækin, sem læknirinn hefur eru ekki nógu næm og erfitt er að greina sjúk dóminn, þá missum við af sjúku fólki." „Við víðtækar hóprannsókn- ir sem þessar, fer ekki mikill tími í allskonar skýrslugerðir?" „Ef beitt væri venjulegum að ferðum við söfnun, skráningu og úrvinnslu gagna, væri verk ið næstum óvinnandi. Við höfum því hafið samvinnu við Reiknis stofnun Háskólans og I.B.M. og árangurinn af því starfi er, að sjúkraskrár okkar eru ritaðar af rafreikni. Þetta mun líka auð velda mjög alla úrvinnslu. Tal- ið er, að 30-40% afvinnu lækn- is ásjúkrahúsi fari í skriftir. Reynsla hefur sýnt, að við losn- um við mikið af þvílíkri vinnu, og höfum því meiri tíma fyrir þátttakendurna. Auk þess ann- ast hjúkrunarkonur og rannsókn arfólk mörg störf, sem vanalega falla í hlut læknis og ferst það vel úr hendi.“ t „Vinnuhagræðingin hefur þá %»ldið innreið sína hjá ykkur líka? „Já, hver hefur ekki áhuga á henni i öllum efnahagsörðugleik unum. Mestu hagræðinguna á þessari stöð teljum við að sjálf- virki efnamælirinn sé. Þessi efnamælir efnagreinir fjölda blóðsýnishorna í einu og er mesti „forkur“ til vinnu. Er komin reynsla á, að hann vinnur á við margar rannsóknarstúlkur, auk þess þarfnast hann ekki sumar- fría.“ Kerfisbundin leit að sjúkdómum „Er hugsanlegt að heilsufars- rannsóknarstöðvar eigi eftir að breyta heilbrigðisþjónustunni al mennt? „Heilbrigðisþjónustan er að breytast vegna þess m.a. að ýms ir smitnæmir sjúkdómar og ung barnasjúkdómar, sem ollu mest- um usla áður fyrr eru að hverfa. Þessvegna dettur engum i hug að reisa berklahæli eða sérstök farsóttarhús í dag. ísland er einnig oft nefnt sem dæmi um hversu skipulagðar og velheppn aðar hóprannsóknir stuðluðu að því, að unnið var á berklum. Á Norðurlöndum heyrast nú raddir um að víðtækar berkla- rannsóknir séu ekki nauðsynleg ar lengur, heldur nægi að rann- saka vissa aldurs- og starfshópa. Nú ber mikið á ósmitnæmum langvinnum sjúkdómum sem sum ir kalla faraldssjúkdóma, en þeir valda oft langvinnri vanheilsu og dauða. Til þessa flokks heyra m.a. kransæðasjúkdómar, hár blöðþrýstingur, krabbamein og sykursýki og hefi ég gert þeim nokkur skil hér á undan. En dánarmeinaskrá gefur ekki allar upplýsingar um sjúkdóma þá er hrjá fólkið, e.t.v. er sjúk- dómstíðnin betri mælikvarði á heilsufarið, því að margir Sjúk- dómar valda ekki dauða heldur tímabundinni vanheilsu eða ör- orku og á ég þar við t.d. geð- sjúkdóma, glákublindu, blóðleysi þvagfærasýkíngu, liða og vöðvasjúkdóma. Niðurstöður af hóprannsóknum á Norðurlönd- um og Bretlandi sýna að um 15- 20 kvenna á aldrinum 20-65 ára þj áðst af blóðleysi og aðeins 1 af hverjum 10 fær meðferð vegna þess að flestar konurnar leita ekki læknis. Um 6-10% kvenna á ofangreindum aldri þjást af þvagfærasýkingu ogþar af eru aðeirns 5-10% þekkt. Um tíðni glákublindu hefi ég áður rætt. Gegn þessum sjúkdómum finnast nú áhrifarik ráð, en ef þeim er ekki beitt í tíma, þarfn- ast margar þessara kvenna sjúkrahúsvistar. Að lokum lang ar mig til að minnast á legháls- krabbamein í konum, en hér á landi hefur Krabbameinsfélag íslands þegar hafið baráttu gegn þeim sjúkdómi, sem nú er talinn vera aðaldánarvaldur kvenna eldri en 25 ára. í Col- umbia í Canada hafa um 50% af öllum konum verið rannsak- aðar reglulega í fleiri ár og þar hefur tíðni ífarandi legháls krabba minnkað um 40% á ár- unum 1955-1962. Nú þegar eru farnar að heyrast raddir um að e.t.v. megi koma í veg fyrir að konur deyi úr þessum sjúkdómi. Ef það er hægt þurfa þessar konur ekki á dýrum sjúkrarúm- um að halda vegna krabbameins sjúkdóms. Af hóprannsóknum má því draga eftirfarandi niðurstöður: 1) Það finnast „leyndir sjúk- dómar meðal fólks. 2) Margir þessara sjúkdóma eru algengir. 3) Hægt er að beita lækninga- aðgerðum gegn þessum sjúk- dómum og þeim mun áhrifa- ríkari sem þeir finnast fyrr. Þetta er m.a. orsökin til þess að leitarstöðvar eins og sú, sem nú er starfrækt í Lágmúla 9 leita kerfisbundið að sjúkdómum Víða um heim hafa risið upp slíkar stöðvar og fer þeim ört fjölgandi. Við vitum ekki nægilega mik- ið um sjúkdómstíðni ýmissa ald- urshópa í þjóðfélaginu og nauð- synlegt er að kanna þetta nánar áður en framtíðarskipulag heil- brigðismála er ákveðið hér á landi. Sem dæmi um þetta má nefna að e.t.v. er hægt að breyta að einhverju leyti hinu árlega eftirliti með skólabörnum. Hér í Reykjavík eru árlega skoðuð rúmlega 5000 börn og t.d. árið 1966 fannst merki um sýkur- sýki hjá einu þeirra. Af þeim tölum sem ég nefndi áðan um tíðni byrjandi sýkursýki í eldri aldurshópum, má ráða að trúlega væri réttara að skoða eldri árganga í von um að þessi rannsókn gerði meira gagn. Það er því vel hugsanlegt að heilsu- farsrannsóknir og leitarstöðvar eigi eftir að breyta heilbrigðis- þjónustunni. „Stundum heyrist talað um að heilsugæsla og heilsuvernd sé kostnaðarsöm?“ „Það er trúlegt að svo sé tal- að, en við hvað er miðað? Hvað kostar heilbriðgur maður? Ég veit það ekki og ég held að eng inn geti svarað þessu. En auð- vitað getum við ekki eytt meira í heilbrigðisþjónustuna en efni okkar leyfa. En ég veit að þeir sjúku kosta peninga, af því sjúkrahúsin sem heist eru í dag, eru dýr. Hvert sjúkrarúm kost- ar á við 3-4 herbergja íbúð og sólarhringsdvöl í rúminu er tvis var sinnum dýrari en lúxusher- bergi á Hotel Sögu. Ef tii vill má dreifa því f jármagni sem veitt er til heilbrigðisþjónustunnar á annan hátt. Td. er ekki víst að við þurfum svona mörg dýr sjúkrarúm. Ég veit af eigin reynslu að töluverður hluti þeirra sjúklinga sem lagðir eru inn á t.d. lyflækningadeildir eru þar til rannsókna, en eru það hressir að þeir geta verið á ferli. Þeir liggja þar oft lengi því margar rannsóknir taka lang an tíma. Á Karolinska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi, þar sem ég starfaði á árunum 1965-1967 leýstu ráðamenn þennan vanda með því að taka á leigu gott hótel í nágrenni sjúkrahússins og þangað voru þeir sjúklingar séndir sem ekki þurftu að vera rúmliggjandi. Siðan komú þessir sjúklingar á sérstaka ranhsókn- árdéild, sem eingöngu starfaði á morgnana og voru rannsakaðir hátt og lágt. Þegar „reikningar" voru gerðir upp eftir árið kom í ljós að langi biðlistinn, sem við höfðum haft var næstum auður, og miklu fleiri sjúklinigar höfðu fengið úrlausn heldur en árið áður. Þessari starfsemi hefur síð an verið haldið áfram, þar eð kostnaður við hvern sjúkling hafði minnkað verulega. Égþarf ekki að taka fram, að yfirleitt voru sjúklingarnir mjög ánægð- ir með þetta fyrirkomulag, enda held ég að sjúkrahúsvist sé leiði gjörn sæmilega bressu fólki. Menn eru t.d. reknir í rúmið strax eftir kvöldverð og rifnir á fætur fyrir allar aldir. Auk þess er aldrei neitt næði á dag- inn. 10 ára áætlun hjá leitarstöðinni. Að lokum spurðum við Ólaf Ólafsson, lækni, hver væru Kveðjuorð F. 13.3. 1894 D. 7.6. 1968 Kveðjuorð. Það má með sanni segja, að þeir sem fluttu til Vestmanna- eyja í lok fyrri heimsstyrjaldar- innar, þá uppkomnir menn, hafi lifað tímanna tvenna í atvinnu- háttum, og á öllum sviðum hins daglega lífs. Einn þeirra ágætu manna, sem komu í atvinnuleit til Eyja 1920 var Ragnar Benediktsson frá Borgareyrum í Mjóafirði. Réð- ist hann til Gísla Magnússonar, skipstjóra og útgerðarmanns, sem verkstjóri. Það vakti fljót- lega athygli, að þarna var mjög hagsýnn og duglegur maður kom inn til starfa, enda starfaði Ragnar í mörg ár hjá Gísla við góðan orðstír. Síðan hóf Ragnar störf hjá kaupf. Drífanda, sem ísleifur Högnason veitti forstöðu. Það fyrirtæki hafði þá mikil umsvitf m.a. afgreiðslu fyrir Ríkisskip, sem Ragnar sá um, ásamt allri annarri verkstjórn, fórst honum þetta eins og annað með ágæt- um. Um nokkurt skeið vann Ragnar hjá Gísla J. Johnsen og Olíuverzluninni. 1938 réðist Ragnar til Einars Sigurðssonar í Hraðfrystistöðina og var þar verkstjóri og vigt- armaður fram á síðasta ár, er heilsan bilaði og varð Ragnar að dvelja á Vífilsstöðum í 8 mán úði rúma. Hér hefur verið rakið stutt á- grip af störfum Ragnar Bene- diktssonar hér í Eyjum. Skyldu- rækni hans og trúmennska í starfi var á allan veg slík, að nú á dögum mun hún sjaldgæf. Áður en Ragnar fluttist hingað hafði hann verið eitt ár við nám á lýðskóla í Noregi og 4 vetur var hann kennari í Mjóafirði. Trúlega hafa efnin verið smá, þegar heimdraganum var hleypt og pyngjan létt. Eigi að síður, var haldið að heiman með verðmæti, sem hvorki mölur né ryð fá grandað, fræðin, sem kennd vorú í heimaranni og fyrirbæn- ir góðra foreldra, var éina vega- áform leitarstöðvar Hjart^emd ar á næstunni?" Hann sagði að gerð hefði ver- ið 10 ára áætlun. í sumar yrði lokið við fyrsta áfanga rann- sóknarinnar sem nær yfir 3000 karla. f haust væri áætlunin að rannsaka konur í sömu aldurs- flokkum. Árið 1969 á að fara út á land. 1970 að fara aftur yfir þann hóp, sem nú er í rannsókn, til að fylgjast með honum o.s. frv. Undirtektir fólksins hafa verið mjög góðar og við höfum þegar fengið yfir 70% þátttöku og reiknum með allt að 85% muni koma. Verkefnin liggja sem sagt fyr- ir langt fram í tímann. Og í svörum læknisins í þessu sam- tali hafa komið fram mjög fróð legar upplýsingar um þessa merkilegu starfsemi, grundvöll hennar og tilgang. — E.Pá. nestið sem Ragnar hafði með sér út í lífið. í foreldrahúsum vandist Ragn ar því að mæta hverjum vanda, er að höndum bar, með mann- dómi, og vafalaust hefur marg- ur vandinn borið að á fátæku 13 barna heimili, ef heim skyldi aka heilum vagni. Hann vandist því að sniðganga ekki steinvölu, sem í götu lá, hvort sem hún var stór eða smá, heldur fjar- lægja hana og gera brautina beinni og léttari fyrir vegfar- endur. í þeim fræðum tók Ragn- ar vissulega háa einkunn, sem mótaði síðan allt hans líf. Ragnar giftist 1938 eftirlifandi konu sinni, Guðmundu Jónsdótt- ir ættaðri frá Borgarfirði. Bjuggu þau sér ágætt heimili að Vesturveg 29. Eignuðust þau tvær dætur og einn son, sem öll eru á lífi, mesta efnisfólk. Ragnar Benediktsson var skemmtilegur maður í viðræðum góðum gáfum gæddur, einbeittux í skapi, eins og hann átti kyn til, og lét ógjarnan hlut sinn, en var þó í senn háttvís, sann- gjarn og réttsýnn, sannur dreng skaparmaður, enda mikils met- inn af öllum, sem honum kynnt- ust. Aldrei heyrðist hann hallmæla nokkrum manni, þvert á móti, var hann glöggskyggn á það bezta, sem með hverjum bjó, og var þar til fyrirmyndar eins g annars staðar, sannkallað prúð- menni. Ragnar var söngvinn og var einn bezti bassasöngvari, sem hér hefur verið. Hljómaði hin fagra rödd hans um langt ára- bil í Landakirkju, þar sem hann söng undir stjórn Brynjólfs Sig- fússonar tónskálds. Þá stjórnaði Ragnar oft kirkjusöngnum í forföllum Brynjúlfs, enda var hann ágætur organisti. Einnig var hann um áraraðir með Brynjúlfi í Vestmannakór, og einn af stofnendum Lúðrasveit- ar Ve. þar sem hann léík undir stjórn Oddgeirs Kristj ánssonar, tónskálds. Skyldurækni hans við mætingar á æfingum var sem annars staðar til hvatningar og fyrirmyndar. Fleiri félögum starfaði Ragnar með, þótt það verði ekki rakið hér. Ragnar Benediktsson andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 7. júní s.l. Ég, sem þessar línur rita, kynntist Ragnari fljótlega eftir að hann kom til Eyja. Þau kynni hafa haldizt alla tíð, en urðu ekki náin fyr en síðastlið- in þrjú ár, er við störfuðum báð- ir við Hraðfrystistöð Vestmanna eyja, og höfðum dagleg sam- skipti. Ég tel mér til ávinnings, að hafa haft svo mikil sam- skipti við þennan lífsreynda sæmdarmann, er hafði svo næm- an skilning á því, að lífið verð- ur ekki lært af bókum einum saman, og að eigi þarf síður sið- ferðilega kjölfestu, en góðan áttavita í lífssiglinguna. Samstarfsfólk og Vestmanna eyingar allir kveðja nú mætan samferðamann og votta ástvin- um Ragnars dýpstu samúð. Vertu blessaður góði vinúr. Friðfinnur Finnsson Oddgerishólum. Ragnar Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.