Morgunblaðið - 25.07.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.07.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 25. JÚLI 1968 Heimsókn á Nordfjörð: „Þaö er kuldinn, en ekki kaliö, sem hefur leikið okkur verst“ Rætt við Aðalstein Jónsson, bónda og oddvita að Ormsstöðum. Skammt utan við Neskaup- sta'tf stendur bærinn að Orms- stöðum, þar býr Aðalsteinn Jóns son, oddviti, búi sínu. Ýmsar sögur eru sagðar um kal og grasleysi víða á Austurlandi, þó að ástandið sé hvergi nærri eins slæmt þar og sums staðar á norð ur og norðausturlandi. — Það er nokkuð kalið víða, en hitt er þó verra, að gróðri hefur ekkert farið fram, ekki einu sinni þar sem er óskemmd jörð, vegna óhemju kulda og ó- tíðar í vor og sumar. Ég býst ekki við að menn hugsi til að hefðja slátt á næstunni, ætli menn reyni ekki að bíða enn um stund og sjá, hvort ekki fer að spretta, ef kemur góðviðristíð á íiæstunni. Og engir bændur hér um slóðir láta sér detta í hug, að há verði slegin, þykir gott ef við fáum skaplegt gras úr ein um slætti. Víst fannst okkur ljótt útlitíð sums staðar vegna kalsins í vor, en það var þó hvergi nærri jafn slæmt og árið 1965. — Hvenær hefst sláttur í með- alári hér í Norðfirði? — Venjulega snemma í júlí, oft í júni, þegar grasspretta og hlýindi hafa verið góð. I sæmi- legu ári hef ég heyjað 900-1000 hesta. — Hefurðu orðið að fækka skepnum? — Ég hef þrjózkast við og reynt að halda í þá von, að þetta skánaði, sú von hefur brugðizt hingað til. Síðustu ár hefur kóln að stöðugt, og varla nokkurn tíma veríð sæmilegt tíðarfar. Við höfum orðið að gefa meira og meira kjarnfóður og erum komn ir í stórskuldir. Aldrei hefur þó útlitið verið eins slæmt og í ár, ég er hræddur um að ég og ýmsir fleiri neyðumst til að farga töluverðu af bústofninum. Það er misjafnt eftir bæjum, hversu mikið er kalið. En alls staðar er sama sagan; grasvöxt- ur er enginn. Margir bændur hafa orðið að beita skepnrun á tún lagt fram á sumar, ég hafði fé á túnii fram til 2. júlí, Og enn er svo lítill gróður í úthaga, að þær leita alltaf heim á túnin — Við getum ekki endalaust keypt fóðurbæti og aukfð við skuldirnar, heldur Aðalsteinn á- — Ég man varla eftir verra vori. Ekki svo að skilja að ekki hafi áður komið köld vor og gróðurlítil, til dæmis 1931, þá var kalt og gróðurlaust að kalla fram í júlí og sláttur hófst ekki fyrr en seinni hluta þess mán- áðar. En þá var öldin önnur og maður nagaði þetta með ljá. ÞaJ ár var septembermánuður aítur á móti betri en nokkru sinni fyrr í mínu minni, skafheiðríkt og þurrt allan mánuðinn. Nú, ég man að vorið 1949 var vont, og Aðalsteinn Jónsson, oddviti. fram — það eru líka áhöld um, hversu langt megi ganga í því að gefa skepnunum fóðurbæti. Og hann hefur hækkað svo í verði, að við verðum að stilla kaupum okkar í hóf. -— En þú hefur þó engin áform um að hætta búskap? — Við erum flestir nauðbeygð ir að þrauka. Flestir bændur eiga jarðir sínar og ertginn getur sel't. Við gengjum slyppir frá. Ekki væri okkur neinn akkur í að bætast í atvinnuleysingjahópinn. — Hvað heldurðu að langt stí síðan tíðarfarið hefur verið elns slæmt og í ár? frost í jörðu lengi frameftir. En kali höfðu menn varla kynnzt hér eystra fyrr en 1965 og síðan, auðvitað að undanskildum frosfa vetrinum 1918. — Finnst þér gæta almennrar svartsýni með bændum? — Því er ekki að neita, a'ð hagur bænda hefur stórversnað síðustu ár, segir Aðalsteinn — þar hefur margt komið til, en tíðarfarið á þó einna ríkastan þátt í því. Og sömuleiðis erum við nú lika þeirrar skoðunar, að afurðir okkar hafi ekki hækk- að í samræmi við tilkostnað, sem við ver'ðum að leggja í. m KARNABÆR Tízkuverzlun unga fólksins. — Týsgötu 1. — Sími 12330. — Nýkomnnr og væntnnlegnr vörui beint frá London Dömudeild: ★ Regnkápur ★ Buxnadragtir ★ Kápur ★ Peysur ★ Stakar buxur ★ Sportbuxur - flauel ★ Kjólar (væntanl.) ★ Blússur Herradeild: ★ Jakkar í úrvali ★ Buxur - terylene ★ Skyrtur í miklu úrvali (pífu) ★ Peysur •k Sportblússur - balloon ★ Bindi - Klútar KynniÖ yður verð og gæði. — Eru góðar bújarðir í Norð- firði? —rFlestar eru ekki stórar, en í venjulegu árferði ætti afkoma flestra bænda hér um slóðir að geta verið þokkaleg, ekki hvað sízt, þar sem við höfum alltaf tryggan markað fyrir vörur okkar. — Hefur þú blandaðan bú- skap? — Já, ég hef bæði kýr og sauð fé. Svo mun um flesta bændur og allir hafa kýr, vegna mjólk- ursölunnar til Neskaupstaðar. Ætii bændur hafi ekki þetta 200 fjár og frá 10—20 kýr. — Eru'ð þið vel búnir að tækj- um og vélum? — Flestir hafa komið sér upp vélum, sem nauðsynlegar teljast í nútímabú.skap. Yfirleitt er vel hýst, og landrými er alls staðar nóg. — Ég er smeykur um að dilk- ar verði lélegir í haust, segir Aðalsteinn síðan, vegna þess hve úthagagróður er lítill. Það eru helzt rollurnar sem leita í garð- ana í bænum, sem fá fylli sína. Og vegna tíðarfarsins undanfar- in ár, hafa bændur ekki neinn heyforða fyrir næsta vetur. Haustið var erfitt í fyrra. Fé fór á innistöður hjá mér í október- byrjun og var á gjöf langt fram á vor. En þrátt fyrir bágindi og margs konar erfiðleika, er ég þó þeirrar skoðunar, áð við bænd- urnir seiglumst við enn um hríð. Við höfum svo sem áður séð það svart og hjörum enn. h.k. Sumurferð Rotoryklúbbs Akroness AkraneS'i, 22. júid. SÍÐASTLIÐINN þriðjudag fór Rotarykilúbbu'r A'braness að venju sumarferð mieð eldri borg- ara þessa bæjar. Farið var um Lundarreykjadal, yfir Uxa- hry.ggi, til Þingvalla og mataast þar. Gengið var í kirkj.u og stað- urinn skoðaður, Sumt af eldri gestunum höfðu ekki séð Þin,gr velli áðux. Haldið var átfram., sem leið liggur yfir Mosfelilsiheiði, meðfram Hvalfirði tiil Akraness. Veðrið var hið á'kjósanlegasta. Níutíu og fimm manns tóku þátt í þessari ferð. HJÞ. URVALS NESTISPAKKAR í FERÐALAGK) fyrir félög, starfshópa og einstaklinga. Þér sparið tíma og fyrirhöfn fyrir og á ferða- laginu. Veliið réttina sjálf — hringið eða komið í verzlunina. Strandgötu 4, Hnfnorfirði, sími 50102 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.