Morgunblaðið - 25.07.1968, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.07.1968, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚL.Í 1968 13 Guðmundur H. Garöarsson, viÖskiptafrasðingur: Orsakir markaðserfiðleika hraðfrystiiðnaðarins Auknar fiskveiöar Harðnandi samkeppni Guðmundur H. Garftarsson, viðskiptafræðingur og blaðafulltrúi S.H., sem hefur á undanförnum ár- um fylgzt vel með markaðsmálum, hefur í samráði við Morgunblaðið tekið saman eftirfarandi grein, sem birtist í þrem hlutum um orsakir erfiðleika hraðfrystiiðnaðarins með sérstöku tilliti til erlendr- ar- samkeppni. Þótt íslenzka þjóðin standi nú frammi fyrir vaxandi örðugleik- um vegna versnandi stöðu hrað- frystiiðnaðarins í samkeppninni á heimsmörkuðunum, er það samt óhrekjanlegt, að hraðfrysti iðnaðurinn hefur á síðustu ára- tugum átt hvað ríkastan þátt í að tryggja þjóðinni þau góðu Mfskjör, sem hún hefur búið að. Af þeirri ástæðu hljóta allir að vona að úr þessum málum muni rætast, þó að það geti orðið tál- vonir, að markaðarnir nái sér fljótlega upp úr þeirri lægð, sem nú er og verið hefur s.l. 2 ár og er enn að dýpka. Það var óhjákvæmilegt, að hið óvenju hagstæða markaðsástand, sem var á tímabilinu 1962-1965 fyrir hraðfrystar sjávarafurðir, myndi framkalla aukna framleiðslu og 1. HLUTI harðari samkeppni á heimsmörk uðunum. Lögmál frjálsrar sam- keppni um að framboð og eftir- spurn leiti jafnvægis á grund- velii framboðsmagns, söluverðs t>g neyzlu, hlaut að segja til sín í framleiðslu og sölu hraðfrystra sjávarafurða, eins og í öðrum vörutegundum sem líkt er ástatt um. Rökrett uppbygging: Þegar jafn mikil vá er fyrir dyrum og nú er í sölu og út- flutningi sjávarafurða, hljóta margir að spyrja hvort fyrir- hyggjuleysi eða ódugnaður hafi ekki ráðið stefnu og gjörðum í þessum málum, eða hvort ekki hefði verið æskilegra að byggja upp aðra „öruggari“ atvinnu- vegi. Um það atriði, hvort ís- lendingar hefðu ekki átt að byggja upp aðra atvinnuvegi, er því fljótsvarað, að uppbygg- ing sjávarútvegs og fiskiðnaðar var í rökréttu samhengi viðsjálf stæða viðleitni þeirra til að nýta nálæg náttúruauðævi — fiski- miðin — og byggja þannig upp í eigin átaki smátt og smátt þann þjóðarauð, sem búið er að, auk þess sem ekki hafa staðið til boða mörg tækifæri til stórra átaka í efnahags- og atvinnumál um, sem tryggt hefðu jafngóðan eða betri árangur. Ósannað er, að aðrar atvinnugreinar skili meiru, þótt þær geti tryggt meira jafnvægi og séu samhliða nauð- synlegar. Því, hvort hraðfrystiiðnaður- inn hafi verið byggður upp af fyrirhyggjuleysi og því ekki skil að þjóðarbúinu viðhlýtandi ár- angri er m.a. til að syara, að ár- ||gt framlag hraðfrystiiðnaðar ins í myndun þjóðarteknanna er með hinu mesta sem ein atvinnu grein lætur í té, auk þess sem um 25-30% árlegra gjaldeyris- tekna af vöruútflutningi kemur frá útfluttum hraðfrystum sjáv- arafurðum. Þar við bætist, að án hraðfrystiiðnaðarins myndu ýms ir kaupstaðir og sjávarþorp ekki geta þrifizt. Fremur mætti segja, að það hafi verið gæfa þjóðarinnar, að fyrirhyggja, kjarkur og framtakssemi réði því að íslendingar voru fljótir að tileinka sér nýjar framleiðslu aðferðir í nýtingu sjávaraflans með skjótri uppbyggingu hrað- frystiiðnaðarins í síðustu heims styrjöld á árunum 1939-1945 og þar á eftir. Vegna þessa hefur í tvo áratugi tekizt að selja mikið magn hraðfrystra sjávaraf urða á góðum verðum á þýðing- armestu mörkuðum heims, eins og í Bandaríkjunum, Sovétríkj- unum, Tékkóslóvakíu og Eng- landi, svo nokkur lönd séu nefnd. Því til sönnunar, að ís- lendingar voru í forustunni má benda á, að markaðsstaða ís- lendinga á mikilvægasta markað num, Bandaríkjunum, hefur frá upphafi verið miklu betri en t.d. Norðmanna. Verður síðar vikið nánar að því. Stutt þróun: En hverjar eru þá megin ástæð ur hinna síendurteknu erfið- leika hraðfrystiiðnaðarins s. 1. 2 ár og orsakir hins alvarlega ástands, sem nú blasir við? Til þess að unnt sé að svara þessari spurningu á viðhlýtandi hátt, er nauðsynlegt að líta til fortíðarinnar og gera sér grein fyrir þróun og uppbyggingu hraðfrystiiðnaðarins í heiminum. Framleiðsla sjávarafurða, á sér ekki langa sögu. Þróunarsagan nær yfir 30-40 ára tímabil og má segja, að þessi aðferð, hrað- frysting matvæla í stórum stíl, ryðji sér ekki til rúms fyrr en um og eftir árið 1930, þegar Bandaríkjamenn riðu á vaðið með nútíma framleiðslu- og sölu tækni. Aðrar þjóðir fóru hægt af stað og mun það m.a. hafa stafað af því, að kaupgeta al- mennings í öðrum löndum heims, sem til greina komu, en það var einkum í V-Evrópu, hafi verið svo lítil af völdum heimskrepp- unar, að af þeirri ástæðu einni hafi þessar þjóðir ekki getað hafizt handa í hraðfrystingu mat væla svo nokkru næmi. Geta al mennings til að kaupa sér auk- in lífsþægindi, þ.á.m. kæliskápa, var mjög takmörkuð, nema í Bandaríkjunum, en kæli- skápurinn á heimilum fjöld- ans er algjör forsenda þess að unnt sé að afla hrað- voru langt á undan öðrumþjóð- um. Á styrjaldarárunum urðu litlar breytingar í þessum efnum en strax að aflokinni styrjöld- inni, í kjölfar hinnar miklu end urreisnar V-Evrópu með aðstoð Bandaríkjanna varð bylting í neyzluháttum V-Evrópuþjóðanna Samhliða átti sér stað endur- reisn í A-Evrópu, sem beindist í sömu áttir. Velmegun og kaupgeta jókst og kröfur gerðar um aukin lífs þægindi. Kæliskápurinn og „þæg indavörur", þ.e. vörur sem eru sem rnest tilbúnar frá framleið- anda og seljanda, svo húsmóð irin þurfi sem minnst að hafa fyrir matartilbúningnum, varð ein af megin líflskjarakröfum. Á þessu þróunarstigi betri lífs- kjara koma hraðfryst matvæli og þ.á.m. hraðfrystar sjávarafurðir. ísland í forustunni: Sem fyrr segir hófst þessi þró un ekki, svo nokkru nam, fyrr en eftir lok seinni heimsstyrjald arinnar 1945. íslendingar voru þá vel undir það búnir að vera meðal hinna fremstu í fram leiðslu og sölu hraðfrystra sjá varafurða. Hérlendis hafði á styrjaldarárunum myndast all- mikil framleiðslugeta í tugum hraðfrystihúsa, sem framleiddu tugir þúsunda smálesta hrað- frystra sjávarafurða fyrir Breta sem skorti mjög alls kyns mat- væli. í styrjaldarlok stóðu íslend- ingar því framarlega í fram- leiðblu hraðfrystra sjávarafurða og voru þær þegar veigamikill þáttur í myndun þjóðar- oggjald eyristekna. í forustu hraðfrystiiðnaðarins voru þá ungir og framsæknir menn, sem höfðu óbifanlega trú á framtíð þessarar atvinnugrein ar. Þegar brezki markaðurinn brást að styrjaldarlokum brugðu þeir skjótt við og leituðu nýrra markaða. Varð það upphaf öfl- sveifla, sem jafnan eiga sér stað í Bandaríkjunum. Hins vegar var og er ekki unnt að útiloka að langvarandi verðlækkanir á markaðnum í heild komi ekki niður á íslenzkum framleiðend- um sem öðrum, á sama hátt og þeir njóta stígandi verðlags. Við Sovétríkin hafa árlega síð an 1947, að undanskilum 2-3 ár- um, verið gerðir samningar við Prodintorg, innkaupafyrirtæki ríkisins, um mikið magn hrað- frystra sjávarafurða. M.a. vegna þess, hversu vel Islendingar voru undir það bún- ir að framleiða hraðfrystar sjáv arafurðir þegar upp úr 1945, tókst þeim að verða á undan öðr um þjóðum, einkum Norðmönn- um, Dönum, Bretum og Vestur- Þjóðverjum, að tryggja sér og vörumerkjum sínum þessa mik ilvægu markaði og njóta þeirra öðrum þjóðum fremur allt til árs ins 1966, þegar markaðirnir hrundu. Þýðing Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna: Tímabilið 1945-1965 seldu ís- lendingar hraðfrystar sjávaraf- urðir til ýmissa annarra landa, en hinna tveggja framangreindu en það var í litlum mæli. Þó áttu sér stað tímabundið verulegar árlegar sölur til Englands, Tékkóslóvakíu, Póllands, Aust- ur-Þýzkalands, Hollands og Frakklands. Verðhækkanir í Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um, breyttir viðskiptahættir, toll ar, aukin eigin framleiðsla o.fl. hafa orðið þess valdandi, að við- skiptin við þessi lönd hafa stór- lega dregizt saman með þeim af- leiðingum, að Bandaríkin og So- vétríkin hafa síðustu árin keypt svo til alla frystiflakafram- leiðslu íslendinga, eða um og yf- ir 90% sl. þrjú ár. Þessi þróun hefur gert íslendinga háðari sér- hverri sveiflu og breytingum á þessum tveim mörkuðu en ella. Breyttir tímar: Hverjar breytingar hafa á orð- ið, er gera stöðu fslands svo ó- trygga á heimsmörkuðunum, sem raun ber vitni? Sem fyrr segir fengu íslend- ingar ákveðið forskot, sem þeir hafa haldið fram á síðustu ár. Nú er þessu forskotstímabili lok ið, ef svo mætti að orði kom- ast. Aðrar þjóðir hafa byggt upp öflugan hraðfrystiiðnað á sjó og í landi. Þessar þjóðir hafa smátt og smátt þrengt að mögu- leikum íslendinga á fyrrum góð um mörkuðum og nú síðast í Bandaríkjunum, þar sem þær leita sterklega inn með afurðir sínar. Helztu keppinautar: Hverjar eru þessar þjóðir og í hverju er samkeppnisaðstaða þeirra sterkari? Hinar helztu, sem keppa við íslendinga í Bandaríkjunum eru Kanada, Noregur, Danmörk, Eng land, V-Þýzkaland og Pólland, auk bandarískra framleiðenda. í Vestur-Evrópu eru það hin- ar sömu þjóðir, að Kanadamönn- um undanskildum, en að viðbætt um Sovétmönnum og A-Þýzka- landi. í Austur-Evrópu er það eigin framleiðsla A-Evrópuþjóðanna eins og t.d. Sovétríkjanna, Pól- lands og Austur-Þýzkalands sem fullnægir stöðugt betur eig- in þörf fyrir fiskmeti, auk þess sem þessar þrjár framangreindu þjóðir ásamt Norðmönnum, V- Þjóðverjum og Bretum bjóða stöðugt meiri fisk inn á A-Ev- rópu-markaðina. Samkeppni — eftirspurn: Um samkeppnisstyrk þessara þjóða er það að segja, að sam- eiginlegt hafa þær það fram yf- ir íslendinga, að framleiðslu- kostnaður vegna verðbólguþró- unar hefur ekki hækkað svipað því og átt hefur sér stað hér- lendis síðustu áratugi. Þá hafa Framhald á bls. 15 frystum matvælum nægra markaða. Undanfari þessa er uppbygging „frystikeðj unnar“ á landsmælikvarða, en með því er átt við, að fyrir hendi séu frysti vörugeymslur, járnbrautarvagn ar, bifreiðar- og flutningaskip, sem geta flutt og varðveitt vör- una í óbreyttu og frystu ástandi frá framleiðslu til sölustaðar, auk heildsölu- og smásöluverzl- ana útbúnum frystigeymslum kæliborðum og öðrum nauðsyn- legum útbúnaði. Fyrir seinni heimsstyrjöld voru það örfá lönd, sem fullnægðu þessum skil yrðum, en I þeim efnum höfðu Bandaríkin algjöra sérstöðu og ugra viðskiptasambanda við Bandaríkin og Sovétríkin, sem íslendingar hafa búið við svo til óslitið i rúma tvo áratugi. Uppbygging markaða: Uppbygging þessara markaða, sem ásamt Englandi, hafa jafnan verið megin markaðir íslend- inga fyrir hraðfrystar sjávaraf- urðir, hefur vegna gjörólíks þjóð skipulags þeirra, átt sér stað með ólíkum hætti. í Bandaríkj- unum kom S.H., aðalútflytjand- inn, sér upp sjálfstæðri sölu- skrifstofu og síðar verksmiðju, sem gerði íslendinga óháð- ari stærstu og verstu afleið- ingum hinna miklu verð- og sölu Hins vegar er það staðreynd, að hvað verð snertir, hafa þeir ver- ið hagkvæmastir og eru enn, þrátt fyrir verðlækkanir. Til glöggvunar birtist hér á eftir útflutningur íslendinga á hraðfrystum fiskflökum til þess- ara tveggja landa sl. 3 ár (verð- mæti fob): Síðustu tvo áratugi hefur ís- lenzkur hraðfrystiiðnaður risið upp og tryggt þjóðinni góð lifs- kjör. — Nú er þessum atvinnu- vegi ógnað vegna offramleiðslu og harðnandi samkeppni erlend- is, þar sem fiskveiðar stórþjóð- anna njóta ntikilla ríkisstyrkja. Lönd: 1965: 1966: 1967: millj. %-hlut- millj. %-hlut- millj. hlut-%- kr.: deild: kr.: deild: kr.: deild- Bandaríkin: 732,8 68,8 765,3 72,5 529.2 58,6 Sovétríkin: 190,8 16,6 241,7 22,8 301,5 38,3 923,6 80,4 1007,0 95,3 830,7 91,9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.