Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 8
r 8 MORGUNiBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1968 Gamla verzlunarhúsið á Hofsósi í DJÚPU gili, á suður'bakka Hofsár, þar sem hún fellur til sjávar, stendur fornlegt hús, sem ber næsta virðulegan svip og frábrugðinn því sundurleita yfirbragði, sem önnur hús ná- grennisins bera. Það ríkir þar Myndin sýnir hvernig bjálk- arnir voru settir saman á hom- nnntn eins og hærukembdur öldung- ur með ró og festu í fasi inn- an um tvístringslegar yngri kynslóðir, sem virðast ekki vita gjörla, hvert stefna skuli eða hvert snið skuli hafa á framkomu sinni og ytra bragði. Þó er ljóst gesti og ganganda, að tignarsvipur ell- innar er markaður römmum rúnum hrörnunar og harðra og óvægilegra örlaga. Þetta hús man lengra fram en önnur hús á íslandi flest eða öll. Enginn veit með vissu um aldur þess, en víst er, að það stóð á þessum stað árið 1774. Sennilegast er þó, aðþað sé miklu eldra. Þessi aldna vöruskemma er ein af örfáum fulltrúum einokunartímans, sem við höfum enn fyrir augum og hjálpar okkur í þögn sinni til að skynja nálægð löngu lið- inna alda, tengir okkur á sýni legan og áþreifanlegan hátt við fortíð þjóðarinnar og tvísýna baráttu hennar á stundum fyr- ir lífi sínu. Hér réðu voldug- ir kaupmenn ríkjum, erlendir kaupmenn, sem blóðmjólkuðu íslenzka bændaþjóð langa tíma. Við sjáum í anda snauð- an kotþónda snúa slyppan heim til sveltandi barna eftir að hafa verið neitað um úttekt lífsbjargar vegna skuldar við höndlunina, kaupmenn skipa assistentum sínum „að mæla rétt“. Inni standa brennivíns- tunnur á stokkum, og þá vöru- tegund þraut sjaldnast. Aftur var hæpnara um verulegar birgðir af mjölvöru, nema þá helzt maðkaðri, að ekki sé minnst á varning eins og trjá- við, tjöru, ásmundarjárn og snæri. Húsið er gert af sterkum og miklum viðarstokkum, sem eru hakaðir saman á hornunum. Það hvílir á hleðslu úr lábörðu sjávargrjóti. Veggir eru fremur lágir, en risið hátt. Bárujárn var sett á þakið fyrir nokkrum árum, en þar áður var á þak- inu tjörupappi, sem orðinn var margfaldur. Á enn eldri tíma var súðklæðning eins og verið mun hafa flestum timburhús- um hér á landi. Fyrir um það bil 20 árum hrundi úr hleðsl- unni í suðaustur-horni grunns- ins, og þá komu þar út ú'lend- ir peningar frá 17. öld, að því er talið var. Vöruskemman gamla er sund urslitin í tvennt niðri, en loft- ið uppi yfir er einn geimur. Það var tjargað utan, og enn sjást á því nokkrar leifar af tjöru hér og þar, ekki sízt á norðurvegg. Nær enginn fúi er í viðunum, þeir virðast eitil- harðir, þegar stungið er í þá hnífi. Gluggar eru eða hafa verið tveir á hvorum langvegg, þrír á öðrum stafni, en tveir glugg- ar og tvær lúgur á hinum. Nú er slegið upp í öll gluggaopin með timbri. Dyr eru einar á húsinu, á suðurvegg, og forn- leg hurð fyrir, gerð af sterk- legum viðum, og dyraumbúnað ur er traustlegur mjög. Svo langt aftur, sem menn muna og sagnir eru af, hefir skémma þessi verið notuð sem fiskgeymslu- og kjötgeymslu hús. Gránufélagið eignaðist það á öldinni, sem leið, og síð- an Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir, en eftir þeirra daga keypti Vilhelm Einarsson hús- ið. Hann var lengi póst- og sím stjóri á Hofsósi og rak þar verzlun, og þá notaði hann hús ið sem almenna vörugeymslu. Nú á íslenzka ríkið húsið, og er það í umsjá þjóðminjavarð- ar. Það stendur autt og ónotað að mestu. Fram undir 1920 stóð annað hús svipaðrar gerðar nokkru ofan við þetta hús, einnig gert af bjálkum og nokkru stærra og veglegra, en það var rifið og flutt burt. í því var miklu meira trjáviðarmagn, en þó tæp lega gert af eins miklum stór- viðum og það, sem enn stendur. Það var notað sem kornmatar- MERKIR STAÐIR / I ALFARALEIÐ hús, og voru sekkirnir halaðir í talíum utan á staininum upp á loftið. Þar voru trektir, sem korninu var hellt í, en síðan var mælt úr trektum þessum niðri 1 búðinni, jafnóðum og selt var. Hofsósskemman er mikið djásn í landi, sem geymir jafn- lítið af fornum eða gömlum mannvirkjum og ísland. Hér hefir nytjagildið verið sett of- ar minjagildinu lengst af, og íslendingar hafa verið furðu tómlátir um varðveizlu gamalla húsa fram undir þennan dag. Það, sem ekki hefir komið að gagnlegum notum eða hæft þörfum samtímans, hefir verið talið rusl og óþrifnaður, sem þyrfti að hverfa. Enn standa þó eftir örfá gömul verzlunar hús hér og þar um landið. Mat manna á þessum æruverðugu fulltrúum horfinna alda hefir nú breytzt nokkuð, og við von um, að þeirra bíði skaplegri meðférð í hárri elli en margra þeirra húsa, sem komandi kyn- slóðir hafa verið sviptar af skammsýnu mati skammsýnna manna á stundarnytjum og var anlegum verðmætum. — Sv. P. f I GARDHUSGÖGN TJALDHÚSGÖGN Húsgögn ■ garðinn — sumarbústaðinn - og tjaldið Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar Óðinsgötu 1. Þessar myndir sýna aðeins hluta af því f jölbreytta úrvali sem við eigum í verzluninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.