Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 25 Minning: Þuríður Sigurðardóttir Litlu—Giljá F. 9. sept 1894. — D. 16. ág. 1968. í DAG er borin til grafar að Þingeyrum merk kona og mik- il'hæf, Þuríður Sigurðardóttir, Ihúsfreyja frá Litlu-Gfljá í Þingi. Hún var fædd á Stöðlum í Ölfusi 9. sept 1894, dóttir hjón- anna Sígurðar Þorbjörnssonar og Ingigerðar Björnsdóttur. í jarðskjálftunum miklu sumarið 1®96 hrundi fjöldi bæja í Árnes- sýslu og voru þá nokkur börn þaðan tekin til fósturs af Reyk- víkingum, þar á meðal Þuríð- ur, sem ólst upp til fullorðins- ára með fósturforeldrum sinum, Magnúsi Árnasyni trésmíða- meistara á Túngötu 2 og Vigdísi Ólafsdóttur, konu hans. Þann 20. apríl 1915 giftist hún Sig- urði Jónssyni, búfræðingi, frá Öxl í Húnaþingi, og tóku þau þá um vorið við bústjórn á Hjallalandi í Vatnsdal hjá kemp unni Jósep Einarssyni, sem þá var hniginn að heilsu, en hann var ömmubróðir Sigurðar og þau systkinin börn Einars á Svínavatni, bróður Jóseps lækn- is Skaftasonar í Hnausum. Eft- ir lát Jóseps á Hjallalandi bjuggu ungu hjónin um skeið í Öxl í sam'býli við foreldra Sig- urðar, en árið 1921 keyptu þau jörðina Litlu-Giljá þar í sveit og bjuggu þar til dauðadags. Litla-Giljá var talin mjög notaleg jörð, með ágætar engj- ar út frá túni og nokkur veiði- hlunnindi ,en hús voru öll mjög niðurnídd. Það voru því allmik- il viðbrigði fyrir ungu húsfreyj- una, sem var alin upp á mynd- arlegu efnaheimili í Reykjavík, að koma þangað, og það því fremur sem ómegð fór mjög vax andi, því að þau Sigurður eign- uðust 10 börn, sem öll komust til þroska og lifa móður sína. Þau eru.s 1. Magnús, bóndi á Litlu- Giljá, ókvæntur. 2. Hafsteinn, húsasmíðameist- ari, Reykjavík, ókvæntur. 3. Vigdís, ekkja eftir Steinar Björnsson, lyfsala í Neskaup- stað. 4. Einar, lögfræðingur og fast- eignasali, Reykjavík, kvæntur (Halldóru Óskarsdóttur. 5. Stefán, bílstjóri í Reykja- vík, kvæntur Ásu Ingólfsdóttur. 6. Elín A., hjúkrunarkona í Reykjavík, gift Ólafi H. Óskars- syni, B.A. 7. Ingi Garðar, tilraunastjóri á Reykhólum, kvæntur Kristrúnu Marínósdóttur. 8. Sigþrúður, gift Ingvari G. Jónssyni byggingafulltrúa, Gýgj- ahhóli í Skagafirði. 9. Guðmundur M., bifvéla- virki í Reykjavík, kvæntur Sig- urbjörgu Stefánsdóttur. 10. Guðrún, ógift, búandi ásamt bróður sínum á Litlu- Giljá. Fjárhagur ungu hjónanna á Litlu-Giljá var mjög erfiður framan af, einkum á kreppuár- unum, því að við mikla ómegð bættist það, að húsbóndinn varð ! meira en tuttugu ár ófær til erfiðisverka sökum heymæði og meðfylgjandi lungnaþembu, en sá atvinnusjúkdómur er ekki ótíður meðal bænda. Þrátt fyrir þetta komst heimilið af, því að Sigurður var maður vel búhygg- inn, húsmóðirin mjög ráðdeild- arsöm .dugleg og myndarleg til allra verka, en börnin óvenju- lega samhent um að vera for- eldrum sínum til hjálpar, jafn- óðum og þau höfðu þroska til. Þess var og full þörf, því að Þuríður varð sjálf fyrir þung- um áföllum af völdum sjúk- dóma, svo að hún varð með nokkurra ára millibili að ganga undir miklar skurðaðgerðir, fyrst 1929 og síðast fyrir nokkr- um árum, þegar hún hafði tek- ið mein það, er dró hana til dauða. Þá hafði hún verið ekkja í 13 ár, því að Sigurður bóndi hennar dó 14. apríl 1955 og hafði síðustu árin oft verið rúmliggj- andi. Þrátt fyrir erfiða afkomu framan af búskapnum og öll þessi vanheilindi þeirra hjóna bar aldrei á því ,að kjarkur Þur- íðar bilaði eða hún léti til sín heyra æðruorð, heldur sló hún jafnan á nokkra glettni og jafn- vel kæruleysislegt orðalag, er sjúkdóm hennar bar á góma. Við hjónin höfðum mjög ná- in kynni af heimili og högum Þuríðar allt frá 1934, er við fluttumst í nágrennið, þvi að bæði kom oft til minna kasta sem læknis, en auk þess var Jósep Magnússon svili minn fóstbróðir Þuríðar og kona mín og hún því kunnugar úr Reykja- vík. Minningarorð þessi eru því ekki mælt út í bláinn. Þuríður átti miklu barnaláni að fagna. Elzti sonurinn, Magn- ús, sem búskapurinn mæddi einkum á, er einn af duglegustu bændum Húnavatnssýslu, og með tilstyrk hans og yngstu dótturinnar, Guðrúnar, eftir að hún komst upp, breyttist Litla- Giljá í stórbýli að ræktun og öll um húsakosti, svo að varla voru annars staðar meiri umskipti sjáanleg. Hin börnin, sem að heiman fóru, fengu líka gott fararnesti, enda lét móðir þeirra sér mjög annt um uppeldi þeirra og undirbúningsmenntun. Þuríður sóttist lítt eftir kynn- um við óviðkomandi fólk, en var þess tryggari þeim, sem hún festi vináttu við, og mikia tryggð bar þessi aðkomna kona til ábýlisjarðar sinnar, þar sem hún hafði skipað erfiðan hús- móður sess með sóma í næst- um 40 ár. Þar átti hún einnig friðsælt ævikvöld, sem hún varði einkutn til að prýða nýja og stóra íbúðarhúsið sitt með allskonar handavinnu, eftir því sem heilsa og kraftar leyfðu. Síðustu vikurnar lá hún í sjúkrahúsinu á Blönduósi og andaðist þar 16. þ.m. Með henni féll í valinn ein af þeim mestu kvenhetjum, sem ég hef kynnzt. P. V. G. Kolka. INGÓLFS-CAFÉ GÖMLU DANSARNIR í kvöld kl. 9. Hljómsveit GARÐARS JÓHANNESSONAR. Söngvari BJÖRN ÞORGEIRSSON. Aðgöngumiðasala frá kl 8. — Sími 12826 —HÖTEL BORG— Fjölbreyttur matseðill allan daginn, alla daga. HLJÓMSVEIT MAGNÚSAR PÉTURSSONAR. SÖNGKONA LINDA CHRISTINE WALKER. Dansað til kl. 1. IÐIMO Dansað í kvöld kl. 8,30—11,30. Fjörið verður í IÐNÓ. Verkstœðisformaður Vel útbúið bílaverkstæði úti á landi vantar verkstæðis- formann strax. íbúð fylgir. Tilboð, merkt: „Bílaverkstæði — 8410“ leggist inn á afgr. Mbl. Silfurtunglið LEIKA í KVÖLD TIL KL. 1 Silfurtunglið Opið í kvöld kl. 8—1. Hinir vinsælu Ponic og Einar skcmnita — Ofsaf jör SIGTÚN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.