Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULJ 1968 17 Horn og kantar í fjorvíðu rúmi Samtal við tvngan stærðfræðing, Reyni Axelsson um starf hans og undirhúning að doktorsritgerð REYNIR Axelsson er einn þeirra ungu vísindamanna, er Mbi. hefur leitað til og spurzt fyrir um þær rannsóknir, sem þeir leggja stund á. Reynir hef- ur tvívegis hlotið styrk úr Vís- indasjóði og er hann nú stadd- ur hér í sumarleyfi. Reynir er Bílddælingur að uppruna og stundar nú nám í Princeton i Bandaríkjunum. Fyrsta spurningin er við bár um upp við Reyni var um námsferil hans. Hann svaraði: — Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1963. Þá um haustið inn- ritaðist ég í Göttingen-háskóla í Þýzkalandi og lærði þar stærðfræði í þrjú ár. Haustið 1966 fór ég síðan til Bandaríkj- anna fyrir milligöngu Ful- bright-stofnunarinnar á fs- landi og hef verið við Prince- ton-háskóla í New Jersey síð- ustu tvo vetur. f vor lauk ég undirbúningsprófi fyrir dokt- orsgráðu. Næsta vetur fer ég svo aftur til Princeton og vænti þess að geta þá fyrir al- vöru snúið mér að ritgerðar- smíðinni. — Um hvað mun svo rit- gerðin fjalla? — Því er ekki auðvelt að svara; í raun og veru veit ég það ekki ennþá. Nokkuð víst er þó, að ritgerðin verður um eitt hvert efni innan svonefndrar komplexrar analýsu, en það er sú grein stærðfræðinnar, sem fjallar um föll (fúnksjónir), sem hafa komplexar tölur sem breytistærðir. (Komplex tala er tala á forminu a + ib, þar sem i2 = -r- 1). Ef við abhugum jöfnur af gerðinni f(z, w) = 0, þar sem f er eitthvert skynsamlegt fall, kemur í ljós, að lausnir jöfn- unnar mynda feril af einni komplexri vídd í tvívíðu komplexu rúmi. Ein komplex vídd jafngildir hins vegar tveimur raunverulegum vídd- um, svo að þetta er í raun og veru tvívíður flötur í fjórvíðu rúmi. Á sama hátt fást fletir af hærri víddum í hávíðari rúmum, ef við athugum jöfn- ur eða jöfnukerfi með fleiri en tveimur „óþekktum stærðum". Nú eru þessir fletir ekki allt- af sléttir, heldur geta þeir haft svonefnda „afbrigðilega punkta", t.d. odda og horn, brúnir og kanta; en það er ekki mikið vitað um, hvernig þessar ójöfnur líta út, enda er erfitt að hugsa um hluti í svo háum víddum. Prófessorinn minn hefur nú stungið upp á, að ég reyni að flokka niður þær afbrigðilegu myndir, sem þannig geta komið fram. Þetta verkefni virðist hins vegar vera nokkuð erfitt. Það hefur verið atíhugað í ýmsum sér- tilfellum, t.d. í lágum víddum, og það hefur komið í ljós, að Reynir Axelsson. til þess að komast að nokkrum niðurstöðum, jafnvel í sérstök- um tilvikum, þarf að nota flóknar og framandlegar að- ferðir, sem fá verður að láni frá öðrum greinum stærðfræð- innar, svo sem algebru, diffur- grannfræði og algebrugrann- fræði (differential topology og algebraic topology). Ég get því ekki vænzt þess að leysa þetta á þeim tíma, sem ég hef til rit- gerðarsmíðinnar, en ég hef þó nokkurn hug á að reyna við það. Ritgerðin mun því að öll- um líkindum fjalla um þetta vandamál á einhvern hátt, ef til vill koma fram með lausn þess að einhverju leyti, ef mér tekst að finna hana, eða lausn einhverra annarra mála, sem upp kunna að koma í þessu sambandi, þá kannski innan grannfræðinnar. — Er unnt að hafa hagnýtt gagn af þessari tegund stærð- fræði? — Sem stendur veit ég ekki um neina beina hagnýta notk- im slíkrar flokkunar sem þess- arar. Komplex analýsa með mörgum breytis'tærðum er til- tölulega ný grein og hefur fyrst verið stunduð að marki á þess- ari öld. Þeir, sem aðallega hag nýta sér stær'ðfræði, s.s. eðl- isfræðingar, hafa því ekki haft ráðrúm til þess að kynna sér greinina vel, þótt nýlega sé byrjað að nota einföld hug- tök hennar í kvantasviðsfræði. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið, að unnt verði að hagnýta slíkar rannsóknir síð- ar. Hliðstæðar flokkanir á af- brigðilegum punktum eru árfð andi í klassiskri aflfræði, þar sem enn er óleyst vandamálið að flokka afbrigðilega punkta kraftkerfa (dynamical syst- ems). Um bein hagnýt not til húsa-, skipabygginga eða þess háttar, verður hins vegar varla að ræða. — Verður lífsgátan leyst með stærðfræði? SUMAR 0G VÍSINDI — Það fer auðvitað eftir því hva!ð átt er við með að leysa lífsgátuna. Ef einhver vísinda- leg lausn er til, er eðlilegt að hugsa sér að hún verði end- anlega rituð á máli stærðfræð- innar, því að stærðfræðin- er kerfi, sem menn hafa búið sér tiL, til að gera kleift að lýsa hvers kyns mynstrum og kerf- um á rökrænan hátt, og þá t.d. ekki síður kerfum líffræð- innar en öðrum. Tiltölulega ný lega hafa menn teki’ð að leggja stund á stærðfræðilega líf- fræði, t.d. athuga diffurjöfnur, sem vöxtur fóstra hlítir o.s. frv., en slíkar athuganir eru enn á frumstigi. — Hvort slík- ar athuganir færa menn nokk- uð nær lausn lífsgátunnar er heimsspekinga og guðfræðinga að ákvarða. — Hvað ætlastu fyrir að námi loknu? — Ég hef engar fastar áætl- anir, enda ástæðulaust að á- kvarða neitt, fyrr en ég sé hvernig vinnu minni reiðir af. Er ég að vonast til að geta einhvern tíma komi’ó til Is- lands, ef starfsmöguleikar verða fyrir hendi, sagði Reyn- ir Axelsson að lokum. Akranesi berast góðar gjafir Akranesi, 24. júlí. ÁTTHAGATRYGGÐ er flest- um í blóð borin og láta menn hana í ljós á ýmsan hátt, t.d. með því að yrkja um, heimsækja og hlynna að fæðingar og upp- eldisstöðvum sínum. Allt þetta hefur Ólafur Jóns- son frá Bræðraparti á Akranesi framkvæmt á rausnarlegan og eftirminnilegan hátt,- Ólafur, sem nú er framkvæmdastjóri h.f. Miðness í Sandgerði, og systkin hans gáfu Byggðasafni Akra- ness og nágrennis á sínum tíma, árabát, fiskhjall og ýmis vei'ðar- færi föður síns ásamt skýli um bátinn. - Lögðu þau þannig grundvöll að sjóminjadeild við safnið,- Þau gáfu einnig Bræðra- partslóðina, arfleifð sína, til myndunar minningarsjóðs, sem á að styrkja fátæka en efnilega námsmenn í ýmsum greinum sjávarútvegsins. En áður var getið um gjöf þessa hér í blaði í tilefni af aldarafmæli föður þeirra Jóns Gunnlaugssonar frá Bræðraparti. - Lóðin liggur yzt á Skipaskaga og er um þrír hekt- arar að flatarmáli. Hún er skipu lögð og ætluð til afnota við sjáv- arútvegsframleiðslu og iðnað. Ólafur Jónsson lét ekki enda- sleppt með þessum gjöfum. Ný- lega gaf hann málningu á Akra- Ehið ú kyrr- stæðan bíl EKIÐ var á R-17814, sem er hvítur Trabant, þar sem bíllinn stóð á stæði sunnan við Tjarnar- götu 4, millí klukkan 13:00 og 18:00 sl. miðvikudag. Var far- angursgeymsl'uldkið eyðilagt Rannsóknarlögtreglan skorar á ðkumanninn, sem tjóniniu olli, svo og vitni að gefa sig fram. neskirkju, sem nú er verið að mála eftir gagngerðar endurbæt ur úti og inni. - Hann mætti hér einn daginn með málverk af séra Jóni M. Guðjónssyni og afhenti Byggðarsafninu í Görðum að gjöf. - En eins og margir kann- ast við er séra Jón upphafsmað- ur og aðal burðarás safnsins, sem að dómi sérfróðra manna er eitt merkilegasta og best skipu- lagða sinnar tegundar hér á landi, þótt nú sé því þröngur stakkur sniðinn hvað húsakost snertir. Málverkið er eftir listmálar- ann Eggert Guðmundsson og var hann viðstaddur afhendinguna. Allri þessari viðleitni til Sr. Jón M. Guðjónsson og ólafur bátaskýlið. Jonsson hjallinn EBE-fjórveiting til Afnkuríkjn Brússel, 24. júlí. AP. • Frá þvi hefur verið skýrt af hálfu Efnahagsbandalags Ev- rópu, að þróunarsjóður banda- lagsins muni senn veita um 18 milljónir dollara til nýrra fram- kvæmda í ríkjum í Afríku, er samband hafa við bandalagið. Hefur þessi sjóður þá samtals veitt 560 milljón dollara til 273 áætlana í þessum ríkjum. Ríkin, sem njóta góðs af þessari nýj- ustu fjárveitingu, eru Dahomey, Mið-Afríkulýðveldið .Ruanda, Tschad, Somalia, Niger og Bur- undl. styrktar Akranesi, bæði á sjó og landi við andann ag önn dag- anna ber að taka með þökkum. Hún er til uppbyggingar og eftirbreytni. Eggert Guðmundsson, listmálari sr. Jón M. Guðjónsson og Ólafur Jónsson við innganginn í byggðarsafnið með málverkið sem Ólafur afhenti. — HJÞ. „Hvít bók“ brezku stjórnur- innor nm ný kosningnlög Vill lækka kosningaaldurixm úr 21 niður í 18 dra London, 24. júlí. NTB-AP. BREZKA stjórnin vísaði í dag á bug tillögu ,sem fram hefur komið um að banna skoðana- kannanir á sviði stjórnmála og veðmála í brezkri kosningabar- áttu. Hefur stjórnin gert grein fyrir skoðunum sínum í hvítri bók um ný kosningalög. Stjórnin er því fylgjandi, að kosningaaldurinn verði lækkað- ur úr 21 í 18 ár, en slíkt myndi fjölga atkvæðisbæru fólki um 3 millj. Nefnd skipuð fulltrúum úr öll- um stjórnarflokkum Bretlands hefur rætt endurbæturnar á kosningalöggjöfinni sfðustu þrjú ár og ákvörðun ríkisstjórnarinni- ar að lækka kosningaaldurinn og leyfa skoðanakannanir er ekki í samræmi við vil'ja nefndarinn- ar. Heldur hún því fram, að ein- ungis eigi að lækka kosninga- aldurinn niður í 20 ár. Stjórnin leggur enn fremur tiL, að heiti flokkanna verði eftir- leiðis höfð á kjörseðlunum, en til þessa hafa aðeins nöfn fram- bjóðenda staðið á þeim. Tugir þúsundu fluttir burt vegna eitrunarhættu Charleston, Vestur-Virgina, 24. júíií. NTB-AP. • Um 20.000 manns voru í dag fluttir frá bænum Charleston i Vestur-Virginiu eftir að geysi- leg klórgassprenging varð í efnaverksmiðju þar í borg. Var áætlað, að flytja burt alla íbúa í tæpra fimm kílómetra fjarlægð frá verksmiðjunni. Stórt hvítt ský grúfði yfir verk smiðjunni og nágrenni hennar í allan dag. Ekki er vitað til, að manntjón hafi orðið af völdum þessa slyss, en um tvö hundruð manns leituðu læknis, flestir vegna gaseitrunar. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.