Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚL.Í 1968 Fyrsta saltaða síldin komin til Raufarhafnar Raufarhöfn, 25. júlí. Frá blaðamanni Mbl. Birni Bjarnasyni. ELISABETH Hertzner, færeyska skipið, sem Valtýr Þorsteinsson, útgerðarmaður á Akureyri leigði til þess að salta um borð í á síldarmiðunum, kom til Raufar- hafnar í gær kl. 12.40 með 3976 tunnur síldar. Skipið hélt á síldarmiðin við Svalbarða 6. júlí og 11. júlí hófst söltun um borð í því. Ellefu stúlkur unnu að söltuninni, en þær hafa allar áður unnið á sölt unarstöð Valtýs Þorsteinssonar í landi. Um borð í skipinu voru auk þess 16 karlmenn og 6 manna færeysk áhöfn. Söltun lauk um borð 22. júlí og var þá haldið til lands. Síldartunnunum er nú skipað upp á Raufarhöfn og verður hluti þeirra væntanlega sendur til Finnlands með Dís- arfellinu um helgina. Söltunarstarfið um borð I skip inu fór fram á sama hátt og á 7 skip með 1835 lestir GOTT veður var ásíidarmiðun- um sl. sólarhring, og var kunn- ugt um afla 7 skipa, samtals 1.835 lestir. Gígja Re. 350 lestir Sigurbjörg ÓF 280 — Dagfari í>H 240 Guðrún Guðleifsd. ÍS 215 Birtingur NK 240 Kristján Valgeir NS 280 Sóély ÍS 200 Stöðugt unnið / Norðurstjörnunni NORÐURSTJARNAN h.f. í Hafnarfirði á nú um tveggja mánaða birgðir af frystum sild- arflökum til niðursuðu. Unnið er stöðugt að því að sjóða nið- ur síld, sem tveir bátar — Haf- rún frá Bolungarvík og Hrafn Sveinbjamarson HI hafa aflað til þessa, aðallega úr af Akra- nesi, en þeir eru nú komnir suð- ur fyrir land, þar sem þeir em að leita fyrir sér. Guðmundur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Norðurstjörnunn- ar, sagði, í viðtali við Mbl., að rekstur verksmiðjunnar væri nú að komast á rekspöl, hann gengi betur og betur. Bátarnir tveir hafa fengið þó nokkra síld í mánuðinum og hefur hún reynzt gott hráefni til niðursuðunnar. Guðmundur kvaðst vonast til að síldin hagaði sér eins og að und- anförnu — að hún kæmi er líða tæki á haustið. frwíawMíi'ja-ih V ÍSíRit, & mm-% mimmm, ra i%n> & féJTí “M. m mm&m &mw, // Alþýðublaðið" í Peking: „íslendingar mót- mæla leynifundi..."!! „NIÐUR með árásar-glæpa- mennina í Víetnam". „Niður með Norður-Atlantshafs- svika-samtökin“. „íslending- ar mótmæla leynifundinum, sem Rusk kallaði saman“. Þannig hljóðuðu fyrirsagnir á frétt „Alþýðublaðsins" í Peking um fund Atlantshafs- bandalagsins í Reykjavik. Meðfylgjandi mynd er af fréttinni í blaði þessu og þýða tákn þau, sem eru í sviga nr. 1. ísland. í fréttinni er sagt, að mörg hundruð mótmælenda hafi gengið 35 enskar mílur í mót- mælagöngu og borið spjöld með ýmsum áletrunum. Jafn- framt er sagt, að 24. júni sl. „við opnun leynifundar Norð- ur-Atlantshafs-árásarblokkar- innar“ hafi mótmælasam- koma verið haldin. síldarplani í landi og var hand- afli nær eingöngu beitt við sölt- unina. Síldarstúlkur, og aðrir sem um borð í skipinu voru, láta vel af vistinni þar og hyggjast halda með því út á ný um helg- ina. Hreiðar Valtýsson, fram- kvæmdastjóri var um borð í skipinu í fyrstu ferðinni og sagði að engir erfiðleikar hefðu ver- ið við söltun um borð í því og hefði skipið, sem er 800 lestir að stærð reynzt heppijegt til þessara nota. Að ósekju valda þær náttúruspjöllum. Einhver hefur skilið eftir opið hlið, sem átti að loka trjáreit þessum fyrir ágangi dýra. Munið: Gerið ekkert það sem skemmt getur gróður lands- ins. Freistið ekki sauðkindarinnar. Þingeyskir bændur í hey- vinnu í Eyjafirði — Kaupa þaðan helming þess heys, sem þeir þurfa, hinn helminginn af Suðurlandi Akureyri, 25. júlí. BÆNDUR úr Norður-Þingeyjar- sýslu eru nú staddir í Eyjafirði og vinna þessa dagana að hey- bindingi á Grund og nokkrum öðrum bæjum. Fyrirliði þeirra er Jóhann Helgason, bóndi í Leir höfn. Fjórir bílar frá Þórshöfn og úr Þistilfirði voru í dag að lesta hey í tilraunastöðinni á Akureyri, í Krossanesi og á Litla Hóli. Bændur af Sléttu og nálæg um sveitum eru búnir að fá lof orð fyrir 8000 hestburðum í Eyja firði. Mest kaupa þeir af Snæ- birni, bónda á Grund, bæði gam- alt hey og allan heyskap þessa sumars. í hinu svokallaða Grund arhólfi var öllu sauðfé slátrað í fyrra og þar að auki fargaði Snæbjörn öllum sínum kúm, vegna hringskyrfisins. Helga J. Paul Yfirdýralæknir heimilaði ný- lega fluttninga á heyi úr hólf- inu og verða seldir 2500 til 3000 hestar af gömlu heyi, aðallega til Núpasveitar, Axarfjarðar, Sléttu og í vestanverðan Þistil- fjörð, en þessar sveitir eru ekki mjólkurframleiðslusvæði. Mest af þessu heyi er inni í hlöðum og því tafsamt verk að binda það. í Norður-Þingeyjarsýslu er tal ið, að þörf sé á að kaupa 16000 hestbur'ði i sumar. Bændur munu kaupa heyköggla frá Gunnars- holti, sem svarar 4000 til 5000 hestum og viðbótina víð&vegar á Suðurlandi, einkum úr Rangár- vallasýslu. Nú þegar er byrjað að flytja norður 500 til 500 hesta úr Þjórsárdal. Hér í Eyjafirði er þessa dag- ana stillt veður en sólskinslítið og 15 til 20 stiga hiti dag hvem. Spretta í Eyjafirði er almennt talin sæmileg, en þó ber nokkuð á blettakali í túnum, svo að gert er ráð fyrir, að heyfengur verði í rýru meðallagi. — Sv. P. Ok réttin dalaus og stórskemmdi bíiinn RÉTTIND ALAU S ökumaSur stórskemmdi bíl í fyrrinótt, þeg- ar hann ók niður umferðarskilti á umferðareyju, en síðan rann bíllinn um 30 metra eftir eyj- unni. Þrír farþegar voru í bíln- um og var allt fólkið flutt í Slysavarðstofuna, þar sem gert var að meiðslum tveggja far- þeganna. Umferðaróhapp þetta varð á Suðurlandsvegi, þar sem hann beygir austur Bæjarháls. skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Mun ökumaðurinn einhverra hluta vegna ekki hafa séð umferðar- eyjuna í tæka tíð og lenti bíll- inn fyrst á umferðarmerki á enda hennar og braut það nið- ur, en fór síðan um 30 metra eftir eyjunni, sem er með um 15 sm. háum steinköntum og ekki breiðari en svo, að hún komst á milli hjóla bílsins. Stúlka, sem var í bílnum, hafði hann að láni þetta kvöld Stórgjöf til skógræktar FRÚ HELGA Jónasdóttir Paul, sem búsett er í Palmas í Cali- forníu, hefur gefið kr. 100.000 til skógræktar á íslandi. Hún var systir Sigurðar heitins Jón- assonar forstjóra, sem flestir ís- lendingar könnuðust við. For- eldrar þeirra voru Jónas Jón- asson frá Húki og Sigurborg Geirmundsdóttir. Gjöfin er til minningar um Sigurð og for- eldra þeirra systkina. í bréfi Helgu til mín dags. 17. janúar í vetur, taldi hún æskilegt áð þessi minningarlund ur yrði nálægt Geysi í Biskups- tungum, en sem kunnugt er keypti Sigurður Geysi, Strokk og næstu hveri þar hjá, af Eng- lendingum fyrir mörgum árum og gaf íslenzka ríkinu. Englend- ingar höfðu komizt yfir þessa hveri fyrir löngu en létu þá síðaT fala fyrir margfalt verð. Þessi kaup og gjöf Sigurðar voru hið mesta drengskaparbragð, eins og mörg fleiri, sem hann gerði á lífsleiðinni. Flestir vita að hann gaf ríkinu Bessastaði fyrir forsetasetur, en hinir eru færri, sem vita það, að eitt sinn gaf hann dúnsængur í rúm allra sjúklinga á Vífilsstaða- hæli auk margs annars, sem hvergi mátti hafa í hámæli. Minningarlundi þessum var valinn stáður í fallegum brekk- um í Haukadal í Biskupstimgum, þaðan sem sér vel til Geysis, og var í hann plantað nokkur þús- und trjám á þessu vori. Á næsta vori verður minningarlundurinn fullgerður, og verður þá komið upp áletruðum steini um leið, er skýri frá því hvernig lundur- inn er til orðinn. Skógræktarmenn um land allt fagna þessari höfðinglegu gjöf frú Helgu. Reykjavík, 24. júlí 1968. Hákon Bjamason. og leyfði hún manninum að aka, án þess að vita, að hann væri réttindalaus. Fannst krossfestur í London Londion, 25. júlí. AP—NTB f DAG fanns-t maður krosK- festur í Hampstead Heath í London. Stóðu kúiu þumlunga naglar í gegmim lófla Ihants en ekki var neglt gegnum fæt- uma, 'heldur voru þeir vafð ir Ihandklæði og þeint tyllt við trésítokk. Maðurinn var lif andi, þegar hann fannst en virtiöt í eirthverskonar ann- arlegiu ástandi eða „trans". Hann var þegar fluttur í sjúkrahús og á leiðinni skipt- ist hann nokkru m orðum við ökumann sjúkrabifreiðarinnar og fylgdarmann hans. Maðurinn, sem sagður er heita Joseph Richard de Havi land, um þrítugt að aldri, var nakinn niður að mitti, þegar hann fannst. Krossinn var reistur upp við tré en þar skammt frá fann lögreglan grænan jakka, köflótta skyrtu, hálsbindi, hamar og poka me'ð nöglum. Mennirnir, sem óku með Hav iland til sjúkrahússins, sögðu að svohefði virzt sem hann kenndi ekki sársauka, þegar hann var tekinn ofan af kross inum og lagður í sjúkrakörfu. Þeir kváðust hafa spurt hann, hvemig honum liði og hann hefði svarað að sér liði bæri- lega. Þegar síðast fréttist var maðurinn enn í móki. Lög- reglan hefur handtekið ónafn ’ grehidan mann vegna atburð- ar þessa, en ekki hafa verið gefnar nánari upplýsingar um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.