Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚIj 1968 23 Bjarni Benediktsson frá Hofteigi r Taugar ásénar f- tengja þá sem ungir sátu lengi saman---- ÞANNIG kveður Bfcjarni Bene- diktssan frá Hofteigi í einnivísu er hann horfði yfir farinn veg og lét hugann reika til liðinnar tíðar meðal skólafélaga í Menntaskólanum á Akureyri. Við gistum M.A. nokkra vetur í sama mund, er margar þjóðir heims stundu undir ógnþrungn- um skelfingum, tortímingu og dauða, heimsstyrjöldinni síðari. Þegar unglingsárum sleppir, er það þakksamleg hugsun, sem hvarflar að okkur, að hafa dval izt í skóla við skör ágætra fræð- ara, þótt bágt hafi verið til þess að vita, að aðrir liðu kvalir og dauða, en engu fengum við þar um þokað. Þetta fátæka og hrjáða land átti nú syni, sem gengu af troðnum, fornum bú- fjárslóðum í íslands kyrrlátu döl um — á burt til menntunar, þjóðinni til þrifa og fólkinu til farsældar. Bjarni kom í Menntaskólann á Akureyri haustið 1938 og sett- ist þá í 1. bekk. Hann kvaddi foreldra og systkini heima í Hof- teigi á Jökuldal. Varla getur rammari og íslenzkari nöfn en einmitt þessi. Og það var eins og Bjarni bæri þau á herðum sér og yrði meiri að — jökull- inn, hið ægifagra tákn landsins og hofteigur, sem tengir sögu lands við ramma heiðni. Það var hugur í þeim drengjum, sem flykktust í skóla úr kyrrlátu og kannski kyrrstæðu lífi sveitar- innar. Við þóttumst þekkja sögu þjóðarinnar, hörmungar og tár um 10 alda skeið. Nú vildum við afla okkur þess vopns, sem dygði þjóðinni til bættra kjara og meiri menningar. í Menntaskólanum á Akureyri varð Bjarni brátt áhrifamestur meðal bekkjarsystkina sinna. Hann hlaut að fara þar fyrir sveit, þroski hans og dómgreind var meiri en annarra. Kennarar urðu þess einnig brátt áskynja, að hér var meir en meðalmaður á ferð. Þannig var til hans leit- að um marga hluti, sem verða í skólum, þar sem námið er líf og það að lifa er að nema. Fundir og samkomur hvers konar, sem hvortveggja er til yndis og gagns í hverjum skóla, verða ekki af sjálfum sér, heldurþarf þar einhvern til að leggja á ráð, vinna verk, hvort sem það er með hönd eða hug. Oftast var Bjarni til valinn úr okkar hópi — ekki sízt, þegar reyndi á ræðumennsku. Skólafélagar og kennarar máttu nú gerst vita, að hér var sá kominn, sem lék sér að orðum eins og skylmingamað ur, sem hendir á lofti tugi spjóta. Orðgnótt Bjarna var mikil, og hann kunni að fella orð svo ágæta vel saman. að engin mis- smíði var þar á. Orðsins list er vísast sú list, sem borið hefur hróður Íslendinga lengst. Eng- an mann hef ég vitað unna eins íslenzkri tungu og Bjarna, og svo mjög var honum tamt að vanda málfar sitt, að jafnvel í þungri sjúkdómslegu leiðrétti hann það, sem betur mátti fara. Þegar við bætist frjó hugsun, næmt eyra og stálminni, þá má segja, að hér fór maður orðsins listar. Enda var honum tamur lestur islenzkra ljóðskálda, ís- lendinga sagna og annars óbund ins máls. Utan bókar kunni Bjarni marga kafla úr fjölda skáldverka, sem hann tók sér oft í munn, er hann vildi aga málfar sitt, hefja þá list í enn hærra veldi. Útlenda höfunda hefur Bjarni lesið í ríkum mæli og þá gjarnan verk þeirra á frummáli sínu, enda var honum það auðvelt, því að tungumála maður ágætur var hann. f menntaskóla orti Bjami mik ið og skrifaði. Þar birtust eftir hann greinar og kvæði í skóla- blaðinu „Muninn“. Þá fannst okk ur félögum hans, að hann vildi hasla sér völl á ljóðskáldabraat, en svo mjög var hann gagnrýn- inn á sjálfan sig, og hefur þeim er þetta ritar, fundizt slíkt ganga helzti langt, að hann hvarf frá kvæðagerð og reit óbundið mál, svo sem drepið verður á síðar. Bjarni Benediktsson var fæddT ur 25. apríl 1922. Foreldrar hans eru frú Geirþrúður Bjarnadóttir og hinn landskunni fræðaþulur og rithöfundur Benedikt Gísla- son frá Hofteigi. Eru þau hjón nú aldin að árum og verða að binda þann bagga, sem foreldr- um fellur jafnan þyngst að sjá á bak barni sínu. Er það ekki í fyrsta sinn, sem örlögin eru þeim svo móthverf, því að fyrir rösklega einu ári misstu þau son sinn, Egil, í flugslysi við Vest- mannaeyjar. Á slíkri stund sann ast það, sem Bjarni sonur þeirra, segir í einu kvæðL Einn er hann fæddur, einn mun hann deyja. En torveldi lífsins skulu tvö greiða. f þessari djúpu sorg flyt ég foreldrum Bjarna samúðar- og ■ vinarkveðjur. Vorið 1944 varð Bjarni stúd- ent frá M.A. ásamt 44 öðrum, og er hann nú sá þriðji, sem fellur í valinn úr þessum hópi. Hann var afbragðs námsmaður í húm- aniskum greinum, skilningur skarpur og kapp í bezta lagi. En þó var það íslenzki stíllinn, sem bar hæst, enda var það vís- ast svo, að einkunnabogann varð að spenna til hins ýtrasta, þegar Bjarni skrifaði stíl. Tungu tak hans var í senn listrænt og sterkt, bar vitni snillings, sem stóð föstum fótum í hrjúfu landi. Og þegar á gagnfræðaprófi hlaut Bjarni verðlaun hjá þeim glöggsýna og ágæta skólameist- ara, Sigurði Guðmundssyni „fyr ir prýðilegar ræður“. Og að lykt um í 6. bekk var Bjarna veitt sem verðlaun torfengin útgáfa Vídalínspostillu, árituð af skóla meistara: „Fyrir ræðugerð, snjalla og merka“. Eftir stúdentspróf var Bjarni hinn fyrsta vetur um kyrrt hér í Reykjavík. í ölduróti stríðslok anna var þá ekki fýsilegt að setj ast í útlendan háskóla, en þó fór Bjarni til Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1945 og var þar nálega í tvö ár. Hafði hann hlotið ríf- legan styrk til náms, og var slíkt ekki títt þá, nema menn sýndu einstaka hæfileika. Las nú Bjarni bókmenntir og fagur- fræðilegar greinar, og er víst, að nú var ekki legið á liði sínu. Nú voru tímar breytinga og byltinga í gerð þjóðfélaga. Það var reynt að brjóta til mergjar rangláta þjóðfélagsskipan, finna orsakir og veilur. Nú var tími að skapa nýjan og réttlátan heim á þeirri iðjagrænu jörð, sem upphófst eftir ragnarökur heims stríðs. Skáld hafa löngum verið menn breytinga, nýrra tíma, hug sjónamenn. Bjarni fann sig knú- inn til að ganga í fylkingu rót- tækra manna, sem vildu breyta og bylta. Hann vissi, að það þurfti þrek og kjark til þess að vera maður í þess orðs sönnustu merkingu. Enginn skilur fátækt þeim djúpa, bitra skilningi á sama hátt og sá, sem hefur reynt að vera fátækur. Það þarf mik inn mann, sem ævinlega lætur orð og verk koma saman og heim þar má ekki hallast á. Nú er lenzka, og hefur jafnan verið margra, að ganga á hönd for- ingja og slægjast eftir feitu em- bætti — án þess að leggja nokk Framhald á bls. 24 ÞETTA GERDIST I JÚNÍ FORSETAKJÓR fór fram á íslandi sunnudaginn 30. júní (30). Veður og færð. Erfitt ástand í sjávarþorpum á Norður- og Ausrturlandi (1). Siglingarleið enn erfið fyrir Horn (7). ís enn á Húnaflóa (13). fs enn úti fy-ir Norðurlandi (25). Vetaralegt um að litast norðan- lands (25). ÚTGERÐIN. Varðslkip verður á hinum fjar- lægu síldarmiðum 1 sumar (5). Mun hagstæðari vertíð en í fyrra 1 verstöðvunum fyrir austan fjall (6). Engin raunveruleg síildarganga finnst við sfldarleit (6). Norska síldarflutningaskipið Norð- angarður komið til landsins (14). Samið um sölu síldar til Svfþjóð- ar, Bandaríikjanna, Finnlands og V- J>ýzkalands (16). Sex síldveiðiskip við Hjaltland (10). Togararnir afla vel (20). Togbátar veiða vel (20). Togbátar veiða vel fyrir Norður- landi (27, 28). LÍÚ samiþykikir að síldveiðar hefj- ist ekki fyrr en stanfsgrundvöllur Bé tryggður (28). Smábátar rótfiska inn á Norðfirði (29) . Tveir bátar veiða síld norð-aust- ur í hafi (29). Vélbáturinn Heimir fær 300 lestir af síld um 000 sjómflur úti í hafi (30) . FRAMKVÆMDIR. Sundilaugin nýja í Laugardal vígð (5). Hornsteinn lagður að stöðvarhúsi við Búrfell (5). Útvegstoan .inn opnar tvö ný útibú í Kópavogi og Reykjavfk (8). Nýr barnagæzluvöl'lur opnaður í Hafnarfirði (9). Gróðursettar verða um 750 þús. trjá plöntur hér í sumar (12). Nýi Ægir kominn til landsins 13). Nýr sýningarsalur, Persía, tekur til starfa í Reykjavík (15). Kr. Kristjánsson hjf. opnar nýjan bitfreiðasöluskál (16). ,,K3ínver*ur garður" gerður við Hlábæ í Reykjavík (19). Hestamiðstöð komið á fót f Lax- nesi (22). Byrjað að rífa gömlu laugarnar I Reykjavík (22). 85% símnotenda á landinu hafa nú sjálfviiikan síma (23). Tungufell BA 326, nýr bátur kem- ur til Tálknafjarðar (27). Hans Sitf bjargað af strandstað (28, 29). Útboði í smíði íslenzks hafrann- sóknarskips (29). Ný mannvirki vígð að Skálatúni í Mosfellssveit, heimili vangefinna barna (30). MENN OG MÁLEFNI. Gunnar Thoroddsen hetfur kynning- ar- og fundarferðir út um land (1). Ivar Eskeland og frú komin til bú- setu á íslandi (5). Ibrahim H. Gazarine, yfirmaður Araba Airlines í Vestur-Evrópu kem- ur til íslandis (5). Akureyringar veita Krlstjáni frá Djúpalælk 50 þús. kr. heiðurslaun (6. Dr. Macpagal, fyrrverandi forseti Filippseyja, í heimsókn hér 7). Guðmundur Sveinsson, skólastjóri, yfirmaður Rotary á íslandi (7). íslenzkir frímerkjasatfnarar, Hall- dór Pétursson og Steflán Jónsson, arikitekt, sýna á heimssýningunni 1 fyrsta sinn (7). iSölustjórar SH í Bandaríkjunum hér í heimsókn (8). Tveir íslendingar taka þátt í heimsmeistaramóti í svifflugi (8). Helga Bachmann hlýtur Siltfur- lampa leikilistargagnrýnenda (11). ívar Guðmundsson skipaður frétta stjóri Útvarpsins (15). Þorgeir Þorgeirsson læknir, hlýtur ferðastyrk Norræna Krabbameinssam bandsins (15). Einar Gerhardsen, fyrrv. florsætis- ráðherra Noregs, í heimsókn hér (16. Hörður Ágústsson settur skólastjóri Myndlista- og handíðaskólan® (16). Bæjarflulltrúar frá Færeyjum í heimsókn (19). Alþjóðlegu skákmóti Fiske-mótinu, lýkur í Reykjavík með sigri rúss- nesiku stórmeistaranna Taimanovs og Vasjukovs (21). Dr. Jón Sigurðs9on, borgarlæknir, talar á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur um álitsgerð um læknaþjón- ustu (21). Ísl'enzíkur bassaleikari Árni Egils- son, vekur athygli í Bandaríkjunum (22). Walter Binaghi, forseti Alþjóðaflug málastofnunarinnar í heimsókn hér (23). Sigfús Jónsson lætur atf fram- kvæmdastjórastarfi við Morgunblað ið eftir 45 ára starf við blaðið (29). Ákveðið að prestsstarfið í Kaup- mannahötfn haldi áfram (29). Ungur ÍStendingur, Gísli Björgvins son, vekur hrifningu sem aðalleiik- ari í ,Half a Sixpence'4 í Bandaríkj- unum (29). FÉLAGSMÁL. Benediikt Gröndal kosinn formað- ur Vinnuveitendasambandsins (1). Rekstrartap Laftleiða rúmar 36 millj. kr., en afskriftir námu 210,7 mililj. kr. (1). Æskulýðsráð Reykjavíkur heldur suia^sjoti jnueqjoci JnSuajp bj? oi uppi fjölbreyttu sumarstarfi (6). Almar Grímsson kosinn flormaður Li “jafræðingafélags íslands (6). Álögð útsvör á Akureyri og aðstöðu gjöld 88,4 mölj. kr. (6). Áhugamenn um þjóðfræði stotfna félag. Sr. Jón Hnetfill Aðalsteinsson formaður (6). Útsvör á Húavík 12,5 millj. kr. (7). Frú Auður Auðuns endurkjörin floreti borgarstjórnar Reykjavtíkur (7). 20. þing Sambandis íslenzkra barna- kennara haldið í Reykjavík 8). Þing framhaldsskólakennara haldið í Reykjavík (8). Heildarsala Sláturfélags Suðurlands rúmll. 400 millj. kr. (8). inn stórtemplar (8). Leitfur Múller kosinn formaður Skíðafélags Reykjavíkur (8). Samið milli ISALS og verkalýðs- félaganna (8). Hjálti Elíasson kosinn formaður Bridgefélags Reykjavíkur 9). Unga fólkið stofnar samtök um Saltvík (11). Háiskólaráð veitir 5 millj. kr. til Fólagsstofnunar stúdenta (11). Sveinn Benediktsson endurkjörinn formiaður stjórnar Sjóvátryggingarfé lagsins (12). Sigþrúður Guðjónsdóttir endurkjör in formaður Kvenfélagsins Hrings- ins (12). 10. þing Landsambands fatlaðara haldið í Reykjavik (13). 12. þing norræna kvenna haldið í Reykjavik (13). Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður Almenna bókafélagsins og Geir Hallgrímsson formaður Stuðla h.f. (14). SamLand krabbameinsfélaga á Norð urlöndum heldur þing sitt hér (14, 1-5). Stjórnanfundur Norræna búsýsluhá skólans haldinn hér (14). Félag háskólamenntaðra kennara gengst fyrir menntamálaráðstefnu (14). Prestastefnan haldin í Reykjavík (20). Dr. Halldór I. Ellas9on kjörinn flor maður íslenzka stærðfræðatfélagsins (20). Eignir borgansjóðs Reykjavíkur jukust um 400 millj. kr. á sl. ári (21). Starfsmannafélag ríkisstofnana reynir að þröngva háskólamönnum í félagið (21). Utanríkisráðherrafundur NATO haldinn hér á landi í fyrsta sinn (22.-27) . Kjaradómur úrskurðar, að rí'kis- startfsmenn fái verðlagsbætur í meg inatriðum samkv. samningum ASÍ og vinnuveitenda (22). Ólatfur Þ. Kristjántsson endurkjör- Aðaltfundur Nordisk Audiologisk Selskap haldinn í Reykjavik (22). Rekstrarhalli SÍS sl. ár 39,8 millj. kr. (22). Sr. Benjamín Kíistjánsson kos- inn florseti Sálarrannsóknarfélagsins (22). Gunnar Norland kjörinn formað- ur Félags menntaskólakennara (22). Flugvirkjafélagið semur við vinnu veitendur (22). Gunnar Guðjónsson endurkjörinn stjórnarformaður SH (23). Ólatfur S. Ólaflsson endurkjörinn formaður Landissamtoands framhalds skólakennara. Sigurbjörn Einarsson, biskup endur kjörinn tformaður Hins íslenzka B iibllufélags (27). Eyþór Þórðarson endurkjörinn for- maður Iðnaðarman-nafélags Suður- nesja (27). Norræn ráðstefna um öryggi við vinnu haldin hér (28). Þorgeir Sveineson kosinn tformaður Hro9saræktarsambands Suðurlands (30). BÓKMENNTIR OG LISTIR. Finnski kórinn Holsinkin Laulu syngur hér (1*1). Los Angeles Bra9S Quintett-inn leikur hér (1). Karlakór ísafjarðar og Sunnukór- inn halda hljómteika í Reykjavík (1). Hljómplata með upplestri Gunnars Gun-narssonar og Tómasar Guðmunds sonar komin út (5). „Hjartað í borði“ nefnist ný skáld saga eftir Agnar Þórðarson (8). Listdansskóli Þjóðleikhússins held ur nemendasýningu (7). Sýning á málverkum etftir Kjarv- ail haldin í Listamannaskálanum (8). Pétur Friðrik heldur málverkasýn- ingu í Hafnarfirði (9). Sýning á eftirprentunum holl- enzkra listaverka (11). „Garðagróður', eftir Ingólfl Daviðs son og Ingimar Óskarsson, í nýrri og endurbættri útgáfu (16). Fyrsta varnarrit Arngríms lærða gegn óhróðri erlendra manna um ís- land komið út í endurprenti (22). Svala Þórisdóttir heldur málverka- sýningu í Oxford (29). Karlakórasambands Norðurland hledur 10. söngmót sitt (29). Brot úr 50 ára sögu Umtf. Sam- byggðar komið út (29). Ungmenn-akórinn „The Elizabethan Madrigal Singers" heldur hljómleifca hér (29). SLYSFARIR OG SKAÐAR. Stórtjón á bryggju á Hotfsósi atf völdum íss (1). 19 ára piltur, Grétar H. Þorsteina- son, drukknar af Gullfossi (5). Fimm ára telpa drukknar í sund- lauginni við Varmahlíð í 9kagafirðl (5). Vélbáturinn Reynir frá ísafirðl sekkur út af Horni. Mannbjörg (8). son, Heiði á Rangárvöllum, bíður bana við sveitaSiörf (8). Kirkjuspjöll unnin á Flateyri (13). Tveir menn frá Siglufirði, Helgi V. Jónsson, 22 ára og Sigurður Helga- son, 21 árs, farast með trillu (14). Vélbáturinn Reynir AK-98 sekkur. Manntojörg (21). Svavar Pálsson, Efstasundi 96, 44 ára, hrapar til bana úr ratfmagns- staur (22). Níu ára telpa, Sesselja Jensdóttir, drukknar í Þorlákshöfn (29). SKÓLAR. 26 stúdentar brautskráðir frá Kennaraskóla íslands (11). 67 stúdentar ljúka prófum við Há- skóla íslands (11). 231 stúdent brautökráður frá Menntaskólanum í Reykjavík, 122 frá Menntaskólanum á Akureyri, 31 frá Verzlunarskóla íslands og 26 frá Menntaskólanum að Laugarvatni 19). 8 brautskráðir frá Stýrimann-askól- anum í Vestmannaeyjum (23). 1241 nemandi stundaði nám í Iðn- skólanum í Reykjavík sl. vetur (23). ÍÞRÓTTIR. Guðmundur Hermannsson, KR set- ur íslandsmet í kúluvarpi, 18.46 m. (5). Guðmundur Gíslason, Á, hefur sett landsmet í 100 m. skriðsun-di, 58,2 sek. og Ellen Ingvadóttir, Á, í 100 m. bringusundi, 1.24,0 mín. (5). Fimm íslandsmet sett í Laugardals- höllinni í fyrsta mótinu þar eftir vígsluna (6). Guðmundur Gíslason, Á, hefur sett 100 íslandsmet í sundi (8). Ellen Ingvadóttir setur íslandsmet í 200 m. bringusundi, 3:01,4 mín. (12). Guðmundur Hermannsson, KR, vinnur forsetabikarinn 17. júni (19). Knattspyrnumót íslands, 1. deiLd —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.