Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1968 Jennifer Ames: land og finnst þér hann virki- lega laglegur? Betty lagði undir flatt og tin- aði með augunum. — Ekki beinlínis laglegur, kannski, en hann er nú samt aðlaðandi,mundi ég segja. En kannski veit hann ekki af því sjálfur. En það er satt, sem ég var að segja. Það eru raunveru- lega um það bil tíu kvensur hér um borð fyrir hvern karlmann. Ég er viss um, að það verður samkeppni um þennan pilt. Hvað sagðirðu, að hann héti? — Jeff Maitland. — Og hvert er hann að fara? — Til Rio. Hann á þar kaffi- ekru. — Rio? Betty leit á Pam, hissa á svipinn. Varst þú ekki trúlofuð manni, sem átti heima einhversstaðar nálægt Rio? — Jú, svaraði Pam og bætti svo við með uppgerðarhlátri: — Finnst þér þetta ekki skrítin til- viljun? — Jú, það er það svei mér, skríkti Betty - en það eru svona tilviljanir, sem gera lífið þess virði að lifa því. Væri það ekki skrítið, ef þú næðir í hann sjálf og færir að eiga heima innan steinsnars frá kærastanum þín- um fyrrverandi? En Pam fannst það bara ekkert skrítið. Hún kafroðnaði, og flýtti sér að snúa sér undan og að þvottaskálinni. Skrítin athugasemd hjá Betty, þetta! Vitanlega gat ekki annað komið til greina en bara kunningsskap- ur hjá henni og Jeff Maitland. 7. kafli. Næstu tvo-þrjá dagana höfðu þær Betty og Pam mikið að gera, að tala við tilvonandi viðskipta- vini og afgreiða það , sem þegar var pantað. — Ég verð hreinasta gull- náma fyrir njósnaraskrifstofu, (þegar þessari ferð er lokið, sagði Pam við Betty, nokkrum dögum síðar. — Ég kann allar ástar- brallssögurnar hjá annarri hverri konu, sem hér er um borð. Mér þætti gaman að vita, hvers- vegna þær segja okkur leyndar- mál, sem þeim dytti ekki í hug að segja beztu vinkonum sínum. - mér hefur oft dottið það sama í hug, sagði Betty. — Kannski nuddið losi eitthvað um leyndarmálm hjá þeim og geri þær opinskárri. Eða kannski telja þær okkur, nuddkonurnar, ekki nógu mikilvægar persónur, og segja okkur þessvegna ótrú- I legustu hluti. Ja, ég vildi bara, að ég ætti fimmpundaseðil fyrir hverja konu, sem er hér um borð til þess að gleyma einhverri ást- arsorg. Ég held bara, að eina ástæðan til þess að konur fara í svona skemmtiferðir, sé að forða sér frá þeirri freistingu að hringja í manninn, sem hefur svikið þær. — Já, svaraði Pam, - ég býst við, að það sé erfitt að stilla sig um að halda áfram að hringja í manninn, sem maður elskar jafn- vel þótt það sé vitað, að hann elskar mann ekki lengur. — Það er það! Betty kinkaði kolli með ákafa. — Ég hef kom- izt í þetta sjálf. Stundum, þegar maður þolir ekki lengur við, hringir maður til hans. Og verð- ur svo mállaus, þegar röddin hans heyrist í símanum. Þá fær maður svo ákafan hjartslátt og segir: „Halló, George, mér fannst bara að ég ætti að hringja 13 ——-- » í þig. Hvernig líður þér?“ Svo verður þögn og manni finnst rnaður ætla að fara að gubba. Svo flýtir maður sér að halda áfram: „Hvað segirðu um, að við hittumst til hádegisverðar, eða fáum okkur eitt glas saman, eitt- hvert kvöldið? Og tölum um gamla daga“. En hann bítur bara ekki á agnið, og það versta er, að þú veizt það fyrirfram, að hann muni ekki gera það. „Þetta getur verið ágætt, Sally“, segir hann. „Ég skal hringja þig upp einhvern daginn, og við skulum ákveða stefnumót. En rétt í bili, er ég afskaplega önnum kafinn. Vinna, skilurðu. Og svo leggurðu símann og ferð að skæla. Ó, mik- ill bölvaður asni get ég verið, hugsar þú. Pam kinkaði kolli, dræmt. Guði sé lof, hugsaði hún, að þeg- ar hann Hugh sveik mig, var ekki hægt að hringja hann upp. Fyrir kvöldverð þetta kvöld, barði Jeff að dyrum hjá henni og spurði hana, hvort hún vildi fá eitt glas með honum uppi í reyksalnum. — Já, það vil ég gjarna, sagði hún. — Má ég koma með vin- stúlku mína með mér? ©AUGLÝSiNOASTOFAN Nýtt glæsilegt hefti komið í bókabúðir At/antica lceland Review vekur athygli heima og erlendis Sendið þaðvinum og viðskiptamönnum í útlöndum, eða látið útgáfuna taka af yður ómakið og annast útsendinguna fyrir yður. Gerizt áskrifendur. Hringið i sima 18950, eða akrifið lceland Review, PósthóK 1238, Reykjavik. Hann hló. — Þorirðu þá ekki ein til mín. Ég fullvissa þig um, að ég bít ekki. Auk þess verður þarna fullt af þjónum og öðru fólki, svo að þú getur hæglega kallað á hjálp. — Hún hló líka. — Ég held nú að ég gæti gætt mín hjálp- arlaust, en í alvöru talað, vildi ég gjarna mega taka hana Betty með mér. — Gott og vel. Ég hitti ykkur báðar í ganginum eftir nokkrar mínútur. En þótt Pam bæri Betty þessi boð, þá afþakkaði hún þau. — Nei, þakka þér fyrir. Ég er ekkert hrifin af neinum þríkanti. — Og auk þess, bætti hún við glettnislega, — þá hef ég sjálf öðru að sinna. Þegar Pam fór upp í litlu lyft- unni til reyksalarins, til að hitta Jeff þetta kvöld, fann hún, að hún var með ákafan hjartslátt. Án þess að hún gerði sér al- mennilega grein fyrir því, fannst HVER ! AF í ÞESSUM ! ÞREM KAFFI TEGUNDUM ER BEZT? JAVA Það er smekks- atriði hitt er staðreynd að allt er þetta úrvalskaffi. Þess vegna eru allar tegundirnar svona hressandi. 0.J0HNS0N & KAABER VÉUUM I5LENZKT (H> kUNZKAN BNW henni lífið farið að hafa ein hverja nýja þýðingu fyrir hana, og skemmtilegri. Um þær mund- ir sem kærastinn sveik hana, fannst henni sem hún gæti aldrei framar orðið ástfangin af nokkr- um manni, en nú er hún kom upp í setustofuna og sá Jeff þar, há- an og grannvaxinn, var hún hreint ekki alveg viss um þetta. Þau settust nú hlið við hlið fyr- ir framan afgreiðsluborðið og báðu um tvo Martini. — Stúlkur halda mikið uppá Martini, sagði hann. Það frædd- ist ég um, þegar ég kom til Lon- don. Hún brosti til hans. — Frædd- istu um nokkuð fleira stúlkunum viðvíkjandi? Það leið einhver skuggi yfir geðslegt andlit hans. — Kann að vera, svaraði hann stutt. En svo bætti hann við, and artaki seinna og sneri glasinu á mjóum fætinum, milli fingranna: — Líklega ætti karlmaður að vera fróður um konur. Hugh var alltaf að stríða mér á því, hvern- ig ég kæmi fram við þær. En þetta stafar bara af óvana, skil- urðu. Ég á eina systur, og get varla sagt, að ég hafi nokkurn- tíma séð hana. Þegar ég fór til útlanda, var hún krakki í skóla. Og síðan hafði ég ekki séð hana nema einu sinni, þangað til hún kom til að vera hjá okkur Hugh í fríinu sínu. Hann þagnaði en bætti svo við í iðrunartón: — Æ, NÝ VERZLUN Nœg bílastœði Laugavegi 165 i1 26. JÚLÍ. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Reyndu nýjar leiðir, og kynntu þér málin rækilega, það bjargar öllu. Nautið 20. apríl — 20. mai. Ræddu við fjölskylduna, og skipuleggðu betur í framtfðinni. Bjóddu heiim í kvöld. Tvíburamir 21. maí — 20. júní. Betri fréttir berast þér um ýmislegt, sem varðar mörg áhuga- mála þinma. Sinntu ættingjunum. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Haltu sömu stefnu eilítið lengur. Þú færð tækifæri til að sinna einkamálum með vinnu þinni. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Vertu víðsýnn, en ráðgaztu við vini og aðra, er þekkja tækni- legar hliðar málanna betur. Vertu sanngjarn heima fyrir. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Aðhafstu ekkert, nema að vera viss í þinni sök. Tækifærin eru ekki mörg, en sjötta skilningarvitið kemur að góðu haldl. Vogin 23. sept. — 22. okt. Þú skalt ganga að daglegum störfum þínum að vanda, og það mun reynast þér happadrjúgt. Fjölskyldumálin ganga fram úr hófi vel. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Leitaðu ráða sérfróðra manna, og farðu troðnar slóðir. Reyndu að hlýða á góða tónlist í kvöld. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Þú hefur fengið einhverjar fréttir, sem eru efkki alveg nógu greinilegar, og á því kenn ýmisilegt að velta. Þegar þú kemst til botns í vandamálum þeim er að steðja, verður lausnin einföld. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Þú verður önnum kafinn, reyndu að hreyfa þig eitthvað, lestu eða hlýddu á tónlist í kvöld Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Reyndu að fá kunningja til aðstoðar við þig. Leggðu hart að þér, og skipuleggðu framtíðina og gróðamöguleikana 1 kvöld Fiskarnir 19. febr. — 20. marz. Rómantíkin virðizt blómstra í dagsins önn. Vertu orðvar, og í- hugaðu aðstöðu þína vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.