Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚL.Í 1968 FYRIR UNGT FÓLK í UMSJÓN GUNNARS SVAVARSSONAR OG INGIMUNDAR SIGURPÁLSSONAR Með Landnemum í Saltvík Leitað að „smygivarningi" — Holdvolir úr gönguferð I' Á HVERJU ári síðan 1959 hef- j ur Landnemadeild S.F.R. geng- izt fyrir skátamótum. Til sumra þessara móta hefur öllum skát- um af Suðvesturlandi verið boð in þátttaka, en á önnur þó að- eins Reykjavíkurskátum. Hafa mótin jafnan verið mikill þáttur 1 sumar3tarfi Landnema. Sjöfn Guðmundsdóttir Um síðastliðna helgi var 10. Landnemamótið haldið — að iþessu sinni í Saltvík á Kjalar- nesi. Til mótsins var boðið öllum Reykjavíkurskátum og ein- um drengja- og kvenskátaflokki úr öllum öðrum skátafélögum af Suðvesturlandi. Saltvík er mjög ákjósanlegur staður fyrir skáta- mót, þar eð miklu sléttlendi er þar við brugðið, sem hentugt er til iðkana skátaíþrótta og al- mennra skátastarfa. Þegar ekið er inn innkeyrsl- una til Saltvíkur, verða menn fyrst varir við tvo unga skáta, sem heilsa að skátasið. Síðan er ekið að bæjarhúsum, og blasir þá við mikil þyrping tjalda í öllum stærtum og gerðum. Búð- unum hefur verið skipt í þrennt: kven-, drengja- og fjölskyldu- búðir. Mótstjóri kvað tilganginn með fjölskyldubúðunum vera þann, að foreldrar taki óbeinan þátt í skátastarfinu og komist þannig í snertingu við skátastarf ið, um leið og þeir njóta hollrar útivistar. Hvarvetna á svæðinu sjáum við yngri sem eldri skáta vinna að verkefnum sínum, sem eru margþætt. Felast þau meðal annars í hjálp í viðlögum, steina söfnun, áttun, sem skátarnir kalla svo, en það er áttavita- lestur, auk þess tjald'búðastörf- um, þjónustustörfum og fleiru. Of langt mál yrði að telja hér upp öll dagskráratriði, því þau ÍÞESSI síða „Fyrir ungt 1 fólk,“ er hin fyrsta, sem blað \ ið birtir í umsjón tveggja 16 ( ára nemenda í 3. bekk / Menntaskólans í Rvík, Ingi- i mundar Sigurpálssonar og I Gunnars Svavarssonar. Les- ( endur munu sannfærast um, / að þeir eru vel ritfærir og J góðir ljósmyndarar, þótt aldr ( inum sé ekki fyrir að fara. — Viðfansefni þeirra verður ungt fólk að leik og starfi. Munu margir hafa ánægju af að kynnast viðhorfum æsk- unnar og áhugamálum. í voru geysimörg, en þess má geta, að meginatriði dagskrárinnar byggast á flokkastarfi. Varðeld- ar voru kyntir bæði föstudags- og laugardagskvöld, og var það mjög hátíðleg stund, gönguferð var á Esju á laugardag og næt- urleikur um kvöldið. — Fyrir alllöngu földu smygl arar nokkrir varning sinn við fjallsrætur Esju. Vildi þá svo til, að skátahópur komst á snoðir um felustað smyglaranna. Sáu þeir síðarnefndu sér þá ekki annað fært en að flytja varning inn á annan stað. Þeim varð það þó á í messunni að gera aðeins einn ónákvæman uppdrátt af leiðinni, en hann komst svo á einhvern hátt í hendur skátanna — Nú er næturleikurinn fólg- inn í því, að mótsskátar er þátt taka í leiknum, eiga að finna hina földu muni og koma þeim í hendur réttra aðila. Til þess að fá fregnir af móts sókn gáfum við okkur á tal við mótsstjórann, Berg Jónsson. Sagði hann, að mótið hafi farið hið bezta fram í hvívetna, og að mótssókn hafi orðið meiri en bú izt hafði verið við. Mótið sóttu um 250 manns, og voru það, eins og fyrr segir, skátar og að- standendur þeirra af Suðvestur landi. Við náðum tali af yngsta fé- laga mótsins, en sá var Ægir Birgir Olsen úr Njarðvíkum. Ægir, sem er níu ára gamall, kvaðst hafa verið í skátahreyf- ingunni í um eins árs skeið, og lætur hann vel af því starfi. Hann hefur sótt eitt mót auk Saltvíkurmótsins, en það var haldið í Krýsuvík í júní-mánuði síðastliðnum. Þótt Ægir sé að- eins níu ára gamall, tók hann þátt í gönguferð þeirri, sem efnt var til á laugardagsmorgun, en afleiðing þeirrar farar var með- al annars sú, að hann kom hold votur að tjaldi sínu að ferð lok- inni, eins og raunar allir göngu- garparnir. Áður en við kvöddum spurðum við Ægi, hvort hann hafi ekki skemmt sér vel á Salt- víkurmótinu. Hann kvað já við og sagðist áreiðanlega ætla á næsta skátamót, sem haldið aðstoðar hann skátastúlkur við að „súrra“, eins og skátar kalla það. Meðal gesta á mótinu voru f jó rar bandarískar skátastúlkur, og sjást tvær þeirra hér meðal , islenzkra félaga. Talið frá vinstri: Ruthie Moore frá Pennsyl vaniu, Nancy Stimmler frá Minn esota, og síðan íslenzku stúlk urnar, María, Kristín, Sveinbjörg og Steinunn. yrði hér á landi. Sunnarlega á svæðinu, þar sem kvenskátabúðir eru, sjáum við hvarvetna ungar stúlkur taka til við tjöld sín, því nú er um að gera að hafa allt sem snyrtilegast, þar sem tjaldskoð- un mun brátt fara fram. Við stönzuðum hjá einu tjaldinu og ætluðum að heilsa upp á tjald- búa, en aðeins einn reyndist þó vera heima. Var það 15 ára stúlka, Sjöfn Guðmundsdóttir að nafni, sem verið hefur við skáta störf í fimm ár. Ekki var annað að sjá en hún væri hin dugleg- væru í búningum. Svar hennar var á þessa leið: „Við komum hingað á föstudag og slógum þá strax upp tjöldum. Síðan höfum við skemmt okkur við söng og fleira og unnið að hinum ýmsu verkefnum, svo sem matreiðslu, en vegna þess, að hér er ekki sameiginlegur matskáli, verðum við að sjá um eldamennskuna vsjálfar.“ Varðandi spurninguna um bún ingsleysi skátanna svaraði hún því til, að flestir búningarnir hefðu verið hengdir til þerris, eftir að hafa blotnað ásamt eig- Víða voru reistir turnar á mótssvæðinu til ýmissa nota. Hér sjáum við nokkra eljusama skáta að störfum við einn slíkan. asta við hreingemingarnar, og undi hún hag sínum hið bezta. Við tókum hana tali og komumst brátt að því, að flokkur hennar nefndist Rauðhettur, en hann var eining innan stærri hóps, sem svo var í Dalbúahverfi. Spurðum við hana, hvernig mót- ið hafi farið fram, og hvers vegna svo fáir þátttakendur endum í gönguferð þeirri, sem efnt var til um morguninn. „Annars hefur þetta mót verið mjög skemmtilegt í alla staði, og vona ég að fljótlega verði hald- ið annað slíkt.“ sagði Sjöfn svo að lokum. I.S.— G.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.