Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBIAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JULI 1968 13 Jónas Jónsson frá Hriflu JÓNAS Jónsson frá Hriflu, fyrr- verandi alþingismaður og ráð- herra, verður jarðsunginn í dag. Jónas Jónsson var fæddiur 1. maí 1885 að Hriflu í Ljósavatns- hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. ForeldTar hans voru Jón Krist- jánsson, bóndi þar, og kona hans, Rannveig Jónsd'óttir. komandi staði ©n leiðsögumenm staðanna. Prófessor Sigurður Nordal hef ur lýst frú Guðrúnu, sem „einni af þessum konum, seun við ís- lendingar getum verið stoltir af. Suðrsen í útliti, en fyrst og fremst íslenzk kona“. Jonas Jónsson var gaefumaður. Hann átti því láni að fagna, að hafa sér við hlið þessa stór- brotnu k-oniu, gaedda í ríkum maeli þeim hæfileikum, að gera heimili þeirra að hamingjuríku virki, hlaðið ástúð og gagn- kvaemri virðingu. Umhyggja þeirra hvort fyrir Öðru var að- dáunarverð. Fram á síðustu stundu voru þau sem nýtrúlofuð. Umvafin elsku og umhyggju dætra sinna, Gerðar og Auðar, var heimilið dýrmæt guðs gjöf, þar sem Jónasi leið vel til hinztu stundar. Oft minntist Jönas Guð- rúnar og leytndi sér ekki hin djiúpu spor, sem fráfall hennar skildi eftir. Leiðir skilja og liggja saman á ný. Ég er þakklátur fyrir sam- fylgdina með þessum göfuga hug sjónamanni. Bkkert var honum óviðkomandi, hann ræddi fortíð, nútíð og framtíð með sama á- huga og sannfæringarkrafti, sem ungur væri. Hvert samtal við hanm var fræðandi, hann gekk lífsins veg og sáði. Jónas Jónssom frá Hriflu var trúaður maður og veitti trúin honum styrk til hinztu stundar. Hann var sáttur við menn og málefni, þegar kallið kom. Gam- all maður, þreyttur eftir erfiði dagsins, lagðist til hvíldar. Nafn hans mun skipa heiðurssess á spjöldum sögu lands vors. Leiðir okkar skilja nú að sinni. Við höfum komið að vega- mótum. Á þessum vegamótum bíður Guðrún. Mér finnst ég sjá á eftir þeim, þar sem þau leið- ast fram veginn til birtunnar. Alhert Guðmundsson. VINUR minn, Jónas, er látinn. Með honum er horfinn einn gáf- aðasti og víðsýnasti andi, sem ísland hefur átt. v Leiðir okkar lágu fyrst sam- an, er Jónas var nokkuð hnig- inn að aldri, en ég .ung að ár- um. Með eigin þroska lærðist mér að meta manninn Jómas Jónsson, hinn framsýna hugsuð og fræðaþul, er sat við þann Mímisbrunn, er aldrei varð þurr ausinn. Miðlaði hann þó óspart þeim fróðleik og reynslu, er hon um hafði safnazt á langri, starf- samri ævL Árla dags birtist gæfan Jónasi í mynd fagurs svanna, varð þeirra samfylgd sannkallaður ástaróður. Jónas var ástríkur heimilisfaðir, mildur og skilnings ríkur á vandamál uppvaxandi æsku. Kona hans lézt 1963, en sólar- geislarnir þeirra tveir báru föð- ur símum birtu og yl til hinztu stundar. Ljúfur er svefninn þeim, er hverfur á vit sinnar draumadís- ar. Brynhildur Jóhannsdóttir. Jónas lauk prófi frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri 1905, en stundaði síðan framhaldsnám erlendis, í Askov, Kaupmanna- höfn, Berlín, Oxford, London og París á árunum 1906—1909. Þá varð haim kennari við Kennara- skólann og starfaði þar til 1918, er Safmvinnuskólinn var stofnað- ur og tók hann við stjórn hans. Var hann skólastjóri Samvinnu- skólans til ársins 195i5 að undan- skildum þeim árum, er hann gegndi ráðherrastörfum. Árið 1922 var Jónas Jónsson kjörinn alþingismaður og átti sæti á þingi óslitið til 19<49, fyrst sem landskjörinn þingmaður, en síðan þingmaður Suður-Þingey- inga. Hann var dóms. og mennta málaráðherra frá 1927—1931 og 1931—1932. Jónas var formaður Framsóknarflokksins frá 1934— 1944, en auk þess átti hann sæti i fjölmörgum nefndum og ráð- um, var m. a. um skeið formað- ur Menntamálaráðs. Jónas Jónsson vann mjög mik- ið að ritstörfum og hafa fjölmarg ar bækur komið út eftir hann, m. a. kennsliubækur og nokkur stór ritverk. Hann skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, einkum í Tímann og Samvinnuna. Hann var ritstjóri Skinfaxa frá 1911— 1917, Tímarits sam vinnufélag- anna frá 1917—1926, Samvinn- unnar 1926—1927 og aftur 1931 — 1946 og Ófeigs 1944^-1956. Kona Jónasar var Guðrún Stefánsdóttir frá Granastöðum í Köldiukinn. Hún lézt 1963. Eign- uðust þau tvær dætur, Auði og Gerði. Vinar kvaddnr SEM ungur þingsveinn kynntist ég Jónasi Jónssyni, frá Hriflu. Sendisveinninn og hinn stór- brotni, vitri stjórnmálamaður bundust órjúfandi vináttubönd- um. Nemandi Jónasar varð ég síðar í Samvinnuskólamum og eru kennslustundir hans öllum ógleymanlegar. Hann var fræði- maður af guðs náð, hvert sam- tal við hann á við margar kennsl'Ustundir. Jónasar Jónssonar verður ekki mirnnzt án þess að getið sé konu hans, Guðrúnar, en hún lézt fyr- ir nokkrum árum. f blíðu og etríðu stóð hún við hlið hans, eterk og hlý. VegÍT okkar mætt- ust víða, jafnt erlendis sem hér- lendis og er mér minnisstætt, hve þessi elskulegu, látlausu hjón úr Suður-Þingeyjarsýslu, voru fróð um sögustaði erlendis. Vissiu þau þá oft meira um við- Tilkynning Þeir sem eiga inneignanótu eða ósótta pakka, eru vin- samlega beðnir að koma fyrir 29. júlí. Hatta- & Skermabúðin, Bankastræti 14. Verzlunarhúsnœði á 1. hæð við Grensásveg og/eða nágrenni óskast til kaups. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1 ágúst hk. merkt: „Hagkvæm viðskipti — 8469“. Mýtt — nýtt Somvyl veggefni Somvyl klæðning er mjög góð hita- og hljóðeinangrun. Vönduð vara gott efni Klæðning hf. Litaver Laugavegi 164 Grensásvegi 22 og 24. Sínii 21444. Sími 30280. UTAVER Teppi — teppi Belgísk, þýzk og ensk gólfteppi. Verð pr. ferm. frá kr. 255,— Góð og vönduð teppi. f Morgunblaðinu 14. þ.m. birfist eftirfarandi grein um heilbrigðismál Handklæði á almenn- ingsþvottaherberg. — geta verið stórbœttulegir smitberar í Fréttabréfi um heil'brlgðismál segir m.a. svo: í HÁLFT annað ár hafa merkir prófessorar í læknaháskól- anum í Dusseldorf verið að læðast að almenningsþvotta- húsi borgarinnar í einkennilegum erindum. — Þeir voru að rannsaka handklæðin í 136 matsölu- og veitingahúsum. Þeir unnu með leynd, til þess að eigendur yrðu ekki æfir af átta við aðsteðjandi róg um starfsemi þeirra. Þegar enginn tók eftir, dró rannsóknarmaðurinn upp úr skjala- tösku sinni dálitia örk af einskonar þerripappír sem áður hafði verið dauðhreinsaður og gerður aðeins rakur. Hann þrýsti þessari örk á handklæðin, siðan braut hann örkina saman og skaut henni ofan í skjalatöskuna. Þegar til rann- sóknarstofunnar kom fór fram rækileg sýklarannsókn á örkunum. Þó lengi hafi verið vitað, að notkun slíkra al- mjög útbreidd í Þýzkalandi og viðar: Læknarnir, sem þarna menningsliandklæða væri varhugaverð, er notkun þeirra voru að verki, vildu rannsaka nákvæmlega, hversu hættuleg þessi handklæði væru. Þeim þótti nóg um, áður en lauk. Af 70 venju'.egum gamaldags handklæðum voru 7 svo ötuð af sýklum, að ógerlegt. reyndist að koma tölu á þá. Á hinum 63 voru að meðaltali 16.527 sýklar á hvern fersentimetra. En jafnvel verra en fjöldi sýklanna, var þó eðli þeirra. Helmingur handklæðanna var ataður sýklum, sem valda graftarígerðum og sýkingu í sárum. í þriðjungi handklæðanna voru kolibakteríur, sem valda blóðkreppu- sótt, taugaveiki og jafnvel dílasótt. Þó undarlegt sé, kom- ust læknarnir að því, að mörg sjúkrahús og lækningastofur noti þessi venjulegu handklæði. Sum af þessum spítala- húsdýrum, voru hin illvigustu og illkynjuðustu af öllum sýklum, eða stofnar, sem eru ónæmir fyrir pencillini og yfirleitt öllum fúkkalyf jum. Meðal liættulegustu staðanna var fæðingastofnun, þar sem mæður fluttu sýklana heim með börnum sinum. Diisseldorf-læknarnir eru fuUvissir um, að minnka má smitunarsjúkdcma með þvi að losa sig við almenningshandkiæðin. En þeir segja, að blásturs- þurrkurnar séu fjarri því að vera æskilegar í þeirra stað, þar sem að þeir dreifi sýklunum með því að blása þeim út í Ioftið. Þeir kjósa því annaðhvort langar rúllur, þar sem hver hluti handklæðisins er nolaður aðeins einu sinni eða það sem bezt er, einstaklingsþurrkur úr pappír. (Úr Time). 100 PAPPÍRSÞURRKUR KOSTA SAMA OG ÞVOTTUR ÁEINU HANDKLÆÐI Eigum ávallt á lag- er pappírshand- þurrkuskápa og handþurrkur. Leitið upplýsinga. "^APPÍRSVÖRUR'% Skúlagötu 32. — Sími 21530.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.