Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.1968, Blaðsíða 12
Búizt við fleiri byltingum i Arabaheiminum A1 Bakr, hinn nýi forseti. ' BYLTINGIN í írak á dögun- um var mikið áfall fyrir Nesser Egyptalandsforseta og kommún- ista. Nýju valdhafarnir í Bagd- had eru hófsamir þjóðernissinn- ar, sem eru andvígir kommúnist um og svarnir fjandmenn sýr- lenzku stjórnarinnar, sem er vinstri sinnuð og háð Rússum. En það sem veldur valdamönn- um í öðrum Arabalöndum mest- um áhyggjum er, að nýju vald- hafarnir hafa kennt Aref forseta og stjórn hans, sem þeir steyptu af stóli, um að hafa átt þátt í ósigri Araba í styrjöldinni við ísraelsmenn í fyrrasumar. Þannig hefur nýja stjórnin óbemt kennt Nasser og sýr- lenzku stjórninni um ósigurinn, og getur þetta haft afdrifaríkar afleiðingar. Nú þegar er um það rætt, að byltingin i írak geti leití til fleiri stjórnarbyltinga í Arabaheiminum, og svo mikið er Aref, sem steypt var af stóli vist að sýrlenzka stjórnin er í alvarlegri hættu. Hún hefur ver ið völt í sessi í marga mánuði, og síðan byltingin í frak var gerð hefur hún gripið til víð- tækra öryggisráðstafana til þess að koma í veg fyrir keðjuverk- anir af völdum byltingarinnar í Bagdhad. Valdamennirnir í Sýrlandi heyra flestir til Alawite-sértrú arflokknum. Þeir hafa að und- anförnu sent vopn til þorpa Ala witemanna i Vestur-Sýrlandi til þess að tryggja öryggi trúbræðra sinna, ef svo kynni að fara að stjórn þeirra yrði steypt af stóli. Ekki er ósennilegt að byltingin þess að valdhöfunum í Dama- í Bagdhad leiði endanlega til skus verði steypt af stóli, enda eru þéir almennt svo óvinsælir i Sýrlandi, að það gengur krafta verki næst að þeir skuli hafa haldizt við völd í tvö ár. Nassersinnar handteknir í frak hefur greinilega komið i Ijós undanfarna daga, að nýju valdhafarnir eru staðránir í að útrýma öllum áhrifum: Nasser- sinna í landinu. Stjórnmálamenn og herforingjar, sem hafa fylgt Nasser að málum, hafa verið handteknir og engir sem samúð hafa með Kaíróstjórninni, hafa verið teknir í nýju stjórnina. Ar ef fyrrverandi forseti var mjög háður Nasser, og þess vegna er fall hans svo mikill ósigur fyrir egypzku stjómina. Almenningur í frak, sem aldrei hefur haft áhrif á stjórn lands- ins, litur á stjórnarbyltinguna sem enn eina valdastreitu öfund sjúkra og metnaðargjarnra her- foríngja, sem hafa drottnað yfir þjóðinni síðan konungsdæminu var kollvarpað fyrir tíu árum, en hins vegar bendir margt til þess, að nýja stjórnin verði raunsærri hagsýnni og kredduminni en fyrri stjórnir, ef komizt verður hjá sundurlyndi og ef hún stenzt árásir Nassersinna og öfgasinna lengst til vinstrL Við mörg vandamál er að stríða, því að landinu hefur ver- ið illa stjórnað. Meirihluti þjóð- arinnar, hægrisinnar jafnt sem vinstrisinnar og herforingjar jafnt sem verkalýðsleiðtogar, voru sammála um, að ástandið væri orðið óþolandi undir stjórn Abdel Rahman Arefs forseta, sem tók við af bróður sínum Ab del Salam Áref þegar hann fórst í flugslysi i apríl 1966. Hann gerði lítið serh ekkert til að leysa vandamál landsins, en þrátt fyrir olíuauðlegð þess og ágæta ræktunarmöguleika, eru lífskjör fólksins mun lakari en í grannríkinu íran. Mikil ólga hefur verið meðal stúdenta og óánægja hefur ríkt að þau líta svo á að einræðis- í verkalýðsfélögum vegna þess stjórn Arefs hafi skert völd þeirra. Þá hafa deilur hinna tveggja múhameðsku sértrúar- flokka, Shíta og Sunna, blossað upp að nýju. Allt þetta átti mik inn þátt í byltingunni á dögun- um, en þar við bættist sú al- menna skoðun, að þróunin í efna hagsmálunum væri alltof hæg- fara, að alger kyrrstaða ríkti í þjóðfélaginu og að landið gegndi ekki því hlutverki sem því bæri að gera í málefnum nálægari Austurlanda. Klofningur Baathista. Hinn nýi forseti, Ahmed Hass an A1 Bakr, og byltingarstjórn hans hafa heitið því að ráða bót á þessum vandamálum en það verður erfitt verk. Umbætur krefjast geysimikillar atorku, og ef hafizt verður handa um um- bætur eins og allar líkur benda til, mun það draga úr áhrifum vinstrisinna að minnsta kosti fyrst í stað, og minni áherzla verður lögð á utanríkismál, ef innanlandsmál verða látin sitja í fyrirrúmi. Vitað er, að hinn nýi forseti er andvígur nánu pólitísku sam- starfi við Sýrlendinga og Egypta frá gamalli tíð. Hann er félagi í flokki Baathista, sem er við yöld í Sýrlandi og starfar í Líb- anon og fleiri Arabalöndum, en heyrir til þeim armi flokksins, sem vikið var frá völdum í Sýr- landi í febrúar 1966. Hassan A1 Bakr var í hópi þeirra herfor- ingja, sem kollvörpuðu konung- dæminu í frak 1958 og myrtu Feisal konung. Einnig gegndi hann dularfullu hlutverki þeg- ar Abdel Karem Kassem hers- höfðingja var steypt af stóli 1963. Hann var um skeið forsæt- isráðherra þegar Baathistaflokk urinn var við völd í írak. Baathistaflokkurinn berst fyr- ir sameiningu Araba og stofnun sambands Arabaríkja, og eru Baathistar því keppinautar Nass ers, sem einnig berst fyrir sam- einingu Araba. Baathistar líta á sjálfa sig sem eina einingarafl Araba en Nasser vill sameina Araba undir forystu Egypta. Baathflokkurinn var stofnaður í Sýrlandi fyrir 25 árum, og var í upphafi öfgasinnaður, bylting- arsinnaður og marxistískur, en klofnaði fljótlega, og er hægri armurinn hófsamur og vill koma til leiðar skjótum breytingum og ná völdum. Vinstri armurinn heldur fast við byltingarkenn- ingar sínar og hefur löngum ver ið andvígur Nasser, en hægri armurinn hefur verið það raun- sær að hann hefur stundum tal- ið hagkvæmt að hafa samvinnu við hann. Baathistar líta á Ar- aba sem eina þjóð, og stefna þeirra er sósíalismi, sameining Araba og arabískt lýðræði, sem á að grundvallast á einum flokki Baathistum. Á ýmsu hefur geng- ið í sambúð þeirra við Rússa og þeir hafa ímugust á Kúrdum, því að þeir vilja ekki líta á sig sem Araba. Að sjálfsögðu hata þeir fsraelsmenn. Vinir Bússa í erfiðleikum. Þar til Aref var rekinn frá völdum og flæmdur í útlegð var frak í hópi þeirra Arabaríkja sem kalla sig framfarasinnuð og sósíalistísk auk Egyptalands. Sýr lands, Alsírs, Jemens og Súdans. Fjandskapur nýju stjórnarinnar í írak við Nasser, sýrlenzku stjórnina og kommúnista gerir það að verkum að frak hverfur úr hópi þessara ríkja, sem áttu það einnig sameiginlegt, að þau voru eindregnir andstæðingar Bandaríkjamanna, háð Rússum og harðskeyttustu fjandmenn fsraelsmanna. Annað, sem er þessum ríkjum sameiginlegt, eru efnahagserfið- leikar, sem tekizt hefur að draga nokkuð úr með sovézkri aðstoð, efnahagslegri og tæknilegri. Frá sjónarmiði kommúnista hlýtur það að teljast mótsagna- kennt, að í Arabaheiminum eru það ríkisstjórnir, sem ekki að- hyllast sósíalisma, hófsamar rík isstjórnir og jafnvel konungs- stjórnir, sem hafa komið til leið- ar efnahagslegum og þjóðfélags- legum framförum. Þetta á ekki aðeins við um hin miklu olíu- ríki eins og Líbýu, Saudi-Ara- bíu og Kuwait heldur einnigum Túnis og Marokkó, þar sem lítil sem engin olía finnst í jörðu. Á hinn bóginn eiga Egyptaland, Alsír, frak og önnur framfara- sinnuð ríki við stöðuga efna- hagsörðugleika að etja þrátt fyr- ir gífurlega aðstoð frá Sovét- ríkjunum. Þess vegna_ er hægt að túlka byltinguna í frak þannig, að hér sé um að ræða tilraun til að losna við áhrif Rússa og taka upp sjálfstæðari stefnu. Aðsjálf sögðu er ekki hægt að búast við því, að A1 Bakr og stjórn hans láti af opinberum fjandskap sín um við ísrael og kröfunum um brottflutning ísraelskra hersveita frá arabiskum landsvæðum, en í reynd er sennilegt að hægri- sinnuð stjórn í írak fái til fylg- is við sig óánægt miðstéttarfólk, sem vill miklu heldur framfarir en útistöður við ísraelsmenn. Þannig virðist allt benda til þess að frak sé að hverfa frá vinstri stefnu og Nasserisma til raun- særrar og hófsamrar umbóta- stefnu. Utungunarvél óskast, ekki minni en 1000 eggja. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 8. ágúst nk, merkt: „Útungunarvél — 5148“. UTANHÚSSMÁLNING 1. Hefur málningin ckki flagnað af húsi yðar? 2. Hefur málningin ckki upplitazt og orðið flekkótt? 3. Eru fasteignir yðar ekki lekar gegnum sprungur og víðar? 4. Hefur málningarviðhaldskostnaður yðar ekki verið alltof hár eða fasteignir yðar verið Ijótar útlits, svo árum skiptir vegna lélegrar málningar? Allt sem bér að framan er talið getið þér losnað við und antekningarlaust með því að nota hin sérstæðu efni Perma-Dri og Ken-Dri (oliuvatnsverji) og Kenitex kítti Heildsala — Greiðsluskilmálar. Ný sending var að koma í dag Pantanir óskast sóttar. Flestir litir eru til á lager. Birgðir takmarkaðar. Opið allan daginn á morgun. Einkaumboðsmaður á íslandi Sigurður Pálsson byggingameistari Kambsvegi 32. — Simar 34472 og 38414. r--------------------------------------------- Símanúmer vort er nú 2-20-90 ÁLAFOSS HF. Kenn arastö ð ur Tvo kennara vantar við barnaskólann á Selfossi, einn við almenna kennslu og handavinnukennara pilta. Upplýsingar gefur skólastjórinn, Leifur Eyjólfsson. Umsóknir sendist formanni skólanefndar, Selfossi. SkóJanefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.