Morgunblaðið - 13.08.1968, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ; ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 196«
Cathrina með 1600
tunnur til Raufarhafnar
Raufarhöfn, 12. ágúst.
SÍLDARFLUTNINGASKIPIÐ
Cathrina, sem Síldarútvegs-
nefnd hefur á leigu, kom hingað
á laugardagskvöld með 1600
tunnur af saltaðri síld. Síld
þessa tók Cathrina úr 8 skipum:
Gjafari VE 101 tunnu, Faxa GK
204, Berg VE 32, Magnúsi Ólafs-
syni GK 145, Ólafi Sigurðssyni
AK 84, Júlíusi Geirmundssyni
ÍS 153, Goðanum 10 og Guðrúnu
GK 47 tunnur.
Hér fara í land 776 tunnur og
skiptast þær þannig niður á stöð
amar: Norðursíld 305 tunnur, Óð
inn 84, Björg 195, Borgir 145 og
til Húsavíkur fara 47 tunnur héð
an. Með afganginn fer Cathrina
til Vopnafjarðar, en hér tekur
skipið tómar tunnur og salt.
Síldin virðist sæmileg vara
ekki stór en nær því fitumagni,
sem samið er um.
Tveir íslendingar eru um borð
í Cathrinu og róma þeir mjög
liðlegheit og hjálpsemi skips
manna á Áma Friðrikssyni og
Goðanum.
Síldarverksmiðjur ríkisins á
Raufarhöfn hafa tekið á móti 427
tonnum til bræðslu, en á sama
tíma í fyrra höfðu 21.000 tonn
borizt á land til bræðslu.
— Ólafur.
Fundu rœkju í
þremur fjörðum
VÉLBÁTURINN Þórveig ÍS 222
hefur undanfarið stundað rækju
leit á Austfjörðum á vegum Haf
rannsóknarstofnunarinnar. Leið-
angursstjórinn, Hrafnkell Eiríks
son, sagði Morgunblaðinu í gær,
að leitað hefði verið á þremur
fjörðum, Seyðisfirði, Mjóafirði
og Reyðarfirði, og fannst rækja
í þeim öllum.
Mest magn fannst í Seyðis-
firði og fékkst þar allt að 600
kg á klukkustund. Var rækjan
mjög góð, en hún virtist halda
sig á takmörkuðu svæði í firð-
inum.
f Mjóafirði fannst mjög lítið
rækjumagn, mest um 25 kg á
klukkustund og var sú rækja
miklu smærri og blandaðri, en
rækjan i Seyðisfirði. Sömu sögu
er að segja úr Reyðarfirði, en
þar fengust þó mest 50-60 kg.
á klst. Bjóst Hrafnkell við, að
leitinni í Reyðarfirði lyki í þess
ari viku og kvað hann ekkert á-
kveðið um áframhaldandi rækju-
leit á Austfjörðum. Sagði Hrafn
kell, að þessi mál, þyrfti að at-
huga betur, en mikill straumur
hefur verið á þessum slóðum
undanfarið og sagði Hrafnkell
það ekki góðar aðstæður til
rækjuleitar.
Fiskinnflytjandinn Nnana Kalu með skreið, sem nú er orðin mjög sjaldséð í Biafra.
Ekki vitað um sölu
á skreið til Biafra
— kaupmaður þar segist þó
hafa fengiö 7 tonn frá íslandi
NORSKA fréttastofan NTB
skýrði frá því í gær að fisk-
innflytjanda einum í Aba í
Biafra hafn nýlega tekizt að
fá flugleiðis sjö tonn af
skreið, og hafi skreiðin kom-
ið frá fslandi. Er frásögn
fréttastofunnar vægast sagt
nokkuð undarleg, því eina ís-
lenzka skreiðin, sem flutt
Haukur sigraði
HAUKUR Angantýsson bar sig-
nr úr býtum á alþjóðlegu ung-
lingamóti í skák, sem háð var í
Skanderborg í Danmörku og lauk
sl. laugardag. Hlaut Haukur 6
vinninga af sjö mögulegum, gerði
tvö jafntefli, en tefldar voru sjö
umferðir eftir Monradkerfi.
Keppenduir í meistaraflokki
voru frá 13 þjóðum. I öðriu sæti
vaxð ögárd frá Nooregi með 5
vinninga, í 3-7 sæti voru Feddeir,
Danmörkiu, Jaoobsem, Danmörtou,
Horner, Englandi, Henry, írlandi
og Lombard frá Sviss.
Haukiur mun tatoa þátt í stoák-
keppni unglinga frá Narðurlönd-
um við unglimga frá Sovét'ríkjun
um og hefst keppnin í Taillim í
Eistlandi 18. ágúst.
Norrænir ráóherrar og
háskólamenn á Lögbergi
Norræn samvinna setti svip
sinn á Þingvelli á laugardag-
inn var, er mættust á Lög-
bergi helga tveir norrænir
hópar, landbúnaðarráðherrar
Norðurlanda með fylgdarliði
sínu, og þátttakendur norræna
sumarháskólans, sem starfaði
hér í Reykjavík síðastliðna
viku. Norræni sumarháskól-
inn lauk starfsemi sinni þá
um morguninn og þátttakend-
ur héldu síðan í skemmtiferð
um Súðurland. Vegna ein-
dreginna óska allmargra þátt
takenda sumarháskólans var
skipulögð ferð að Gullfossi
strax að fundarhöldum lokn-
um og sameinaðist síðan sá
hópur meginþorra þátttakend
anna í Skálholti. Var Skál-
holtsstaður skoðaður og síðan
hlýtt á athöfn í Skálholts-
kirkju þar sem prófessor
Jóhann Hannesson talaði og
Gils Guðmundsson spilaði á
orgel. Síðan var haldið til
Þingvalla en þess hafði verið
farið á leit við forráðamenn
sumarháskólans, að ráðherr-
amir fengju þar að slást í
hóp sumarháskólamanna og
hlýða á fyrirlestur og lýsingu
staðarins af Lögbergi. Var beð
ið nokkra stund eftir ráð-
herrunum, en enginn taldi þá
bið eftir sér, þar sem veður
var hið fegursta. Þokan, sem
grúfði yfir Reykjavík þennan
dag, lét Þingvelli í fri'ði, en
þar skartaði náttúran sínu
fegursta — vellir voru græn-
ir, vatnið skínandi blátt og
fjöllin kvik af margslunginni
litadýrð. Var hrifning þátt-
takenda mikil og helzt að
skilja, að engin þjóðtungn-
anna fimm ætti nógu sterk
orð til að lýsa íslenzkri nátt-
úrufegurð.
Er ráðherrar voru mættir
á staðinn, flutti Jón Hnefill
Aðalsteinsson, fil.lic stutt yfir
lit um Þingvelli og þinghald
íslendinga til forna. Var síðan
haldið til Valhallar, þar sem
ráðherranna beið kvöldverð-
ur, en þátttakendur sumarhá
skólans sátu kveðjuhóf sitt.
Þar var sumarháskólanum
formlega slitið og lét þá próf-
essor Þór Vilhjálmsson af for
mennsku og tók við Einar
Thorsrud, prófessor í Oslo,
en sumarháskólinn mun koma
saman á ný í Noregi að ári.
hefur verið til Biafra að und-
anförnu, eða frá því borgara-
styrjöldin hófst í Nígeríu,
mun hafa verið flutt þangað
á vegum Alþjóða Rauða-kross
ins.
Mbl. sneri sér í gær til
Braga Eiríkssonar, fram-
kvæmdastjóra Samlags skreið
arframleiðenda, og gat hann
ekki gefið frekari skýringar
á þessari fregn NTB. „Að því
er ég bezt veit,“ sagði Bragi,
„hafa íslendingar ekki getað
sent neina skreið til Biafra,
og ég hef enga hugmynd um
hvaðan þessi 7 tonn eru kom-
in.“
NTB-fréttin er höfð eftir
blaðamianni fréttastofunnar,
Arne Bru, sem staddur er í Aba.
Símar Bru að hann hafi átt við-
tal við fiskinnflytjandann
Nnana Kalu, en Kalu þessum
hafi tekizt það, sem aðrir töldu
útilokað vegna hafnbannsins,
það er að flytja inn flugleiðis
þessi sjö tonn af storeið fyrir
hálfum mánuði. Áður en borg-
arastyrjöldin hófst fyrir 17 mán
uðum hafði Kalu samband við
skreiðarútflytjendur á íslandi,
að sögn Bru, og samdi við þá
um kaup á skreið. Giiti þessi
samningur einnig eftir að styrj-
öldin hófst. Skreiðartonnin sjö
eru fyrsti árangur þessa samn-
ings, og segir Bru íslendinga
treysta Kalu það vel, -að hann
fái að bíða með greiðslu þar til
styrjöldinni lýkur. Einnig greiði
íslendingar allan flutnjngskosfn
að alla leið til Biafira.
íslenzka skreiðin sé flutt sjó-
leiðis til ótiltekinnar hafinar, þar
sem flugvöllur er í nánd, og það
an með flugvélum. Hafa yfir-
völdin í Biafra viðurkennt sölu-
samninginn að sögn Bru, og er
skreiðin seld á vegum Biafra-
stjórnar á viðurkenndu verði.
„Mér er það ljóst, að erfitt
er að koma á svona skipulaigi",
hefur Bru eftir Kalu, ,,en fs-
lendingar hafa sýnt það að þeir
treysta mér, og fyrsta storeiðar-
sendinigin barst meira að segja
áður en þeir höfðu fengið
greiðslutryggingu mína. Ég vildi
gjarnan greiða þeim sendingarn
ar jafn óðum og þær berast, en
það er svo erfitt að útvega gjald
eyri, meðan á styrjöldinni stend
ur, að mér er ómögulegt að kom
ast yfir nægilega upphæð í doll
urum eða sterlingspundúm.
(Jngir Sjálf-
stæðismenn
á Norðurlandi
Þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna á Norður-
landi verður háð í Sjálfstæðishúsinu á Siglufirði laug
ardaginn 17. þ.m. og hefst kl. 2 e.h.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning nefnda og nefndastörf.
3. Almennar umræður um landsmál og skipu-
lagsmál Sjálfstæðisflokksins.
Félög ungra Sjálfstæðismanna á sambandssvæðinu
eru hvött til að skipuleggja ferðir á þingstað og gang
ast fyrir góðri mætingu.
Stjórn Sambands ungra
Sjálfstæðismanna á Norðurlandi.