Morgunblaðið - 13.08.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1968
27
Hæstn vinn-
ingnr í Hn-
skólnhnpp-
drættinu
LAUGARiDAGINN 10.' ágúst var
dregið í 8. flokki Happdrættis
Háskóla íslands. Dregnir voru
2,300 vinningar að fjárhæð
6,500, 000 krónur.
Hæsti vinningurinn, 500,000
krónur, kom á hálfmiða númar
12926. Tveir hálfmiðar voru seid
ir í umboði Helga Sivertsen í
Vesturveri, þriðji hálfmiðinn í
umboði Frímanns Frímanssonar
í Uafnanhúsinu og sá fjórði í um
boði Guðrúnar Ólafsdóttur, Aust
urstræti 18.
100,000 krónur komu á heil-
miða númer 37'643. Voru báðir
heilmiðamir seldir í umboði Frí
manns Frímannssonar í Hafnar-
húsinu.
10,000 krónur:
119 2011 2732 6204 6238 8640
8728 11211 12335 12925 12927
17450 18372 19101 19823 20179
20983 21096 22427 23439 24314
25565 25982 26144 27.241 27410
28261 30173 30909 32741 33823
36193 39870 42331 42663 45457
45974 46260 48664 49028 49097
58816 58482 53595 53979 55608
58260.
(Birt án ábyrgðar)
Hnrður nrekstur
n Hvnlf jnrð-
nrströnd
HARÐCR árekstur varð á Hval
fjarðarströnd um ellefuleytið á
föstudagskvöld skammt frá bæn
um Kalastöðum, er tvær bifreið-
ar, sem voru á leið að Ferstiklu
lentu saman með þeim afleiðing-
um að báðar höfnuðu fyrir utan
veginn. Ökumaður annarrar bif-
reiðarinnar slasaðist eitthvað.
Stór amerískur bíll hafði
stanzað við ræsi, Vegna umferð
ar, sem kom á móti. Þoka var og
slæmt skyggni og Volkswagenbif
reið, sem kom á eftir lenti aft-
aná bifreiðinni og köstuðust báð
ar við áreksturinn til sitthvorr-
ar handar út af veginum. Litli
bíllinn fór út af vinstra megin,
en sá stóri hægra megin. Volks-
wagen-bifreiðin skemmdist mjög
mikið að framan, og sá banda-
riski talsvert. Ökumaður litlu
bifreiðarinnar var fluttur í
sjúkrahús, en þrennt annað slapp
að m'estu ómeitt Líðan ökumanns
ins er eftir atvikum góð.
Iceberg við bryggjiu og Oceancvgraph utan á þvi í höfninni í
gær. Ljósm.: Kr. Ben.
Rússarnir að lokinni Hvalfjarðarför:
Hvílast nú i
Reykjavíkurhöfn
RÚSSNESKU veðurathugun-
arskipia tvö, komu inn í
Reykjavikurhöfn í gærmorg-
un, og enn var verið að mála
þau árdegis í gær. „Nú hins
vegar bíðum við og hivílumst
á meðan umboðsmaðuriinn er
að útvega vatn og vistir",
sagði Fedotov, skipstjóiíi, er
við áttum við hann tal í kvöld
sólinni í gær.
— Þið hafið verið heppnir
með veður meðan á dvöl ykk-
ar hefur staðið.
— Já, eimstaklega, sagði
skipstjórinn. — Við komum
með góða veðrið. Ég skal lofa
ykkur góðu veðri upp frá
þessu, sagði Fedrov og hló nú
dátt, ein bauð okkur síðan um
borð til þess að skoða skipið.
Fedotov upplýsti okkur um
að skipið væri austur-iþýzkt
— eða þýzkt, eins og hann
sagði, líkt og aðeins væri til
eitt Þýzkaland. Skipið kvað
hann 15 ára gamalt og eru
bæði skipin eins. Þau hafa
það hlutverk að því er hanm
tjáði okkur, að sigla fram og
aftur. samsíða um Atlantshaf-
ið á svæðdnu frá íslandi suð-
ur á móts við írland.
Skipið er ekki stórt og
gangar eru fremur tþröngir.
Káeta skipstjórans er lítt
stærri en hvers annars há-
seta eða eins og hann sagði:
„Káetan er lítil, en þó er hér
allt hið nauðsynlegasta", og
hann benti á vask, rúm og
skrifborð, en yfir því hékk
mynd af félaga Lenin, sem
fylgdist með öllu sem fram
fór fránum augum.
Fedotov upplýsti okkur
einnig um, að frammi í skip-
inu væru rannsóknarstofur
veðurfræðinganna og þamgað
var okkur að vísu boðið, ein
þar sem skipshöfnin var í óða
önn að búa sig til kvöldverð-
arboðs í rússneska sendiráð-
inu, var boðinu ekki fullnægt.
Skipin tvö, Oceanograph og
Iceberg, voru nú orðin mjög
sæmilega útlítandi — bæði
borðin máluð, svo að augljóst
er að þau hafa ekki komið
hdngað til einskis.
69 daga á reki
mafarlausir
Sydney og Honiara, 12 ágúst.
(AP-NTB)
Skipverjar á strandferðaskip-
inu Vula, sem annast flutninga
um Salómonseyjar á Kyrrahafi,
björguðu á sunnudag tveimur
fiskimönnum frá Formósu, sem
verið höfðu á reki á smá-fleka
um Kyrrahafið i 69 daga. Voru
þeir af áhöfn togskipsins Hsien
schin, sem fórst norður af Fiji-
eyju 5. júní s.l., eftir að spreng-
ing varð í skipinu.
Tuttugu manna áhöfn var á
Hsienschin, og fórst einn mann-
anna í sprengingunni, sem einn-
ig eyðilagði björgumarbát skips-
ins. Ekki sökk skipið strax, og
tókst áhöfninni að útbúa nokkra
björgunarfleka úr tómum olíu-
«
tunnum, glerduflum og bambus-
stöngum. Einn flekanna rak á
land á Santa Cruz eyju 14. júlí,
og björguðust á honum 6 menn.
Annan fleka rak á land á svip
uðum slóðum nokkrum dögum
síðar, og voru á honum
þrír menn. Enn síðar fund-
ust fjórir menn látnir á þriðja
flekanum, en þrátt fyrir víðtæka
leit fundust ekki fleiri flekar
fyrr en á sunnudag, þegar mönn
unum tveimur var loks bjargað.
Hafði þá rekið um 1.290 kíló-
metra á þessum 69 dögum.
Skipbrotsmennirnir tveir eru
bræðurnir Lee Ah Nong og Lee
Ah Yung. Þegar þeir yfirgáfu
skip sitt höfðu þeir með sér rúm
tvö kíló af kexi, en ekki ann-
að nesti. Entist kexið þeim
í þrjá daga, en eftir það nærð-
ust þeir á fiski, sem þeim ein-
staka sinnum tókst að veiða
með höndunum. Þegar þeim var
bjargað, voru þeir nær dauða
komnir af hungri og máttu ekki
mæla. Voru þeir fluttir til sjúkra
húss í Honiara á Salómonseyj-
um, og voru á batavegi í dag.
Eisenhower
hressist
Washington 12. ág. AP.
LÆKNAR Eisenhowers, fyrv.
Bandarikjaforseta, tilkynntu að
væri á góðum batavegi. Liðin er
nú vika síðan Eisenhower fékk
síðasta hjartatilfellið, og var
hann þá nær dauða en lífi í sól-
arhring.
Spónsko Guineo
fær sjólfstæði
Santa Isabel, 12. ág. AP.
ÍBÚAR Spönsku Guineu gengu
til kosninga á sunnudag um nýja
stjórnarskrá landinu til handa,
þegar það fær sjálfstæði, ÚrsJit
urðu þau, að sjötíu prósent
igreilddu atkvæði mieð því að
stjómarskráin taeki gildi og land
ið yrði sjálfstætt, en það hefur
lotið yfirráðum Spánverja í
mieira en tvö huindruð ár.
Spánska Guiinea hilýtur sjáMstæði
sitt formlaga 12. október n,k.
Þoka setti allt úr skorð
um hjá flugfélögunum
ÞOKAN, sem grúði yfir hluta
landsins fyrir helgina, olli mik-
illi röskun á áætlunarflugi Loft-
leiða og Flugfélags íslands. Síð-
an að þokunni létti hafa flugfé-
lögin lagt allt kapp á að vinna
upp tafirnar og'á sunnudag tókst
Fiugfélaginu að koma inn-
anlandsflugi sínu í réttar skorð-
ur, en utanlandsflugið var á eft-
ir áætlun þar til í morgun. Bú-
izt var við, að flug Loftleiða kæm
ist aftur í sínar réttu skorður í
gærkvöldi.
Einar Helgason hjá Flugfélag
inu tjáði Morgunblaðinu í gær,
að allar áætlanir félagsins
hefðu farið verulega úr skorð-
um. Einikum gerði það erfitt fyr-
ir, hve ójafnt þokan lokaði hin-
um ýmsu flugvöLlum og tepptust
þvi margar vélar félagsins úti á
landi. Aðfaranótt laugardags
varð fluigvél félagsins, sem var
að koma að utan, að lenda á
Sauðárkróki og komst hún ekki
til Reykjavíkur fyrr en upp úr
hádeginu á laugardag. Síðari
hluta dags á laugardag tepptist
ein vél á Akureyri og vélin frá
Egilsstöðum varð að lenda á Ak-
ureyri, en báðar vélarnar kom-
ust til Reykjavíkur á sunnudag.
Á laugardag fór ein vél félags-
ins til Grænlands og átti hún að
koma aftur á laugardagskvöld,
en vegna þoku komst hún ekki
itl báka fyrr 'en seinni partinn
á sunnudaig. Gullfaxi, þota fé-
lagsins, átti að lenda í Kefla-
vík á föstudagskvöld, en gat það
ekki fyrr en daginn eftir. Auk
þessara stórtafa urðu ýms-
ar smærri tafir á leiðum félags-
ins. Eftir hádegi á sunnudag opn
uðust allir flugvellir og var þá
allur vélakostur félagsins nýtt-
ur til hins ýtrasta til að vinna
áætlunina upp. Ein aukaferð var
farin til Akureyrar á sunnudag í
saimibanidi við leik KR og ÍBA. í
.gærmOTiguin hafði tekizt að vinna
upp tafirnar í innanlandsflug-
inu, en Gullfaxi, sem átti að fara
utan klukkan 08:30 í gærmorg-
un fór ekki fyrr en klukkan
15:00 í gær og kvaðst Einar
vona að það væri síðasta seink-
unin í utanlandsfluginu.
Jóhann'es Óskarsson hjá Loft-
leiðum sagði Morgunblaðinu, að
á föstudag hefðu trvær vélar fé-
lagsins á leið frá Ameríku ekki
getað lent í Keflavík og urðu
þær því að yfirfljúga. Á laug-
ardag lentu allar fimm Rolls
Royce vélar félagsins í Keflavfk,
en á laugardagskvöld varð vél-
in frá Scandinaviu að fljúga yf-
ir Keflavík og beint vestur um
haf.
Á laugardagskvöldið lokaðist
svo Kennedyflugvöllur vegna
þoku og gat ekki n’ema önnur vél
félagsins lent þar, en hin varð
að lenda í Montreal og komst
hún ekki til New York fyrr en á
sunnudagsmorgun.
Kvaðst Jóhannes vona, að áætl
unarflug félagsins kæmist aftur
í réttar skorður í gærkvöldi.
Þrátt fyrir mikla þoku og erf-
ið flugskilyrði um helgina var
mikil flugumferð um Keflavik-
urflugvöll. Á föstudag lentu þar
8 farþegavélar, þar af 3 stórar
'þotur og á laugardag voru all-
ar Rolls Royce vélar Loftleiða
samtímis á Keflavíkurflugvelli
auk þotu Flugfél. fslands. Milli
klukkan 12:00 og 15:00 á laugar
dag voru yfir 900 farþegar i
flugstöðvarbyggingunni á Kefla
víkurflugvelli.
- TÉKKÖSLÓVAKÍA
Framh. af bls. 1
ar, að Dubcek hafi hug á að
bæta samskipti Tékkóslóvakíu
og V-Þýzkalands, enda þótt
hann hafi orðið að draga nokk-
uð sarna'n seglin, eftir Bratislava
fundiin'n.
Við lok heimsóknar Títós,
Júgóslavíuifonseta, sem var að
sögn, ein samfelld sigurganga,
var sagt, að hann kæmd fljótlega'
aftur til Tékiklóslóvakíu og þá í
opimbera heimsókn. Fréttastofan
Ceteka segir, að Tékkóslóvakía
og Júgóslavía muni auka mjög
samvimnu sína á sviði efnahags-
mála á næstunni. Það hefur
einnig flogið fyrir að löndin tvö
ásamt Rúmeniíu geri með sér sér
stakan viináttuisaimning. Tító
sagði við brottförina, að tilgang-
urinm með komu simni hefði ver-
ið að sýna vináttu, er hann bæri
til leiðtoga Tékkóslóvakíu og
kommúnistaflokkiair landanna
beggja væru eimhuga og hefðu
sömu skoðanir á málumum.
Blöð í Sovétrikjumum minnt-
ust mjög lítillega á heimsókn
Títós til Prag, en einbeittu sér
þess í stað að því að gagnrýna
hugsjónafræðilega andstæðinga
sína innan alheimskommúnista-
hreyfingarinnar.
Nicolae Ceausescu, foringi rúm
enskra kamimúnista ítrekaði í
dag stuðniing við lýðræðisöfl i
Tékkóslóvakíu og sagði, að hver
einstakur kommúnistaflokkur
hefði fullan rétt til að ráða mál-
um sínum sjálfur. Ceauescu er
væntanlegur til Prag á fimmtu-
dag.
Sovétríkin hófu á siunnudag
enn á ný heræfingar skammt frá
landmærum Tékkóslóvakíu og
var tilky.nning þess efnis birt,
skömmu eftir að sagt hafði verið
að hinum úmfamgsmiklu heræf-
ingum á þessum slóðum væri
lokið. Ekki var tekið fram,
hversu lengi æfingarnar myndu
standa yfir að þessu sinni.
í dag réðdst Pravda, máigagn
sovézka kommiúnistaiflokksins,
harkalega á NATO-heræfingar
þær, sem eru fyrirhugaðar i
Norðaustur-Grikklandi í næstu
viku og kallar þær nýja ögrun
sem stefnt sé gegn hinum sósíal-
ísku ríkjium.
Að því er NTB segir í dag
minntist fréttastofan Nýja-Kína
í fyrsta skipti á laugardag á þró-
um þá, sem hefur orðið í sam-
skiptum Tékkóslóvakíu og Sov-
étríkjanna. Vitnar fréttastofan I
grein í albanska málgagninu
Zeri I Popullitt. Segir þar, að
téfekóslóvakíska þjóðin eigi I
örðugleikum um þessar mundir
og sé ógnað af öflum, bæðd utain
landsins og innan. Þetta sé af-
leiðing endurskoðunarsteflnu í
báðum löndum og samvimnu
heimsvaldaisinna og endurskoð-
unarsinTia: Tékkóslóvakía sé að
slíta sig frá áhangendum Krús-
jeffs og vilji gera bandalag við
Bandaríkin og heimsvaldasinna
á Vesturlöndum. Kreml hafi gert
samsæri við emdurskoðunarsin'na
í Póllandi, A-Þýzkalandi, Búlg-
ariu og U'mgverjalandi og reyni
að þrýsta Tékkóslóvakíu í sama
farveg og áður.
Hæstaréttardðm-
arilætur af starfi
Bulawayo, Rhodesia 12. ág.
NTB
John D. Young, dómari í hæsta
rétti Rhodesíu tilkynnti í dag,
að hann hefði sagt af sér embætti
þar eð lögfræðileg samvizka
hans krefðist þess.
Ákvörðun dómarans var birt
eftir að hæstaréttardómararnir
níu í Salisbury kom-u saman til
að ræða viðhorfið til stjórnar Ian
Smith, en meðal lögfræðinga og
dómara í Rhodesiu hefur lengst
af verið dreginn í efa lagalegur
réttur stjórnarinnar eftir sam-
bandsslitin við Breta árið 1965.
Hæstaréttardómararnir komust
að þeirri niðurstöðu að stjórn-
in væru lögleg, en Youmg lýsti
yfir því að hann sæi sér ekki
fært að styðja stjórn, Smiths.