Morgunblaðið - 14.08.1968, Síða 11

Morgunblaðið - 14.08.1968, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1968 11 Vegakerfi landsins þenst út Rætt við Sigurð Jóhannsson, vegamálastjóra, um franrkvæmdir í sumar Vegagerð ríkisins stendur fyrir allmiklum framkvæmdum í sum ar, eins og undanfarin ár. Vega- kerfi landsins þenst út og sífellt bætast nýir vegir við. Nú er hægt að aka hringinn kringum landið, nema um Skeiðarársand en þar eru hafnar undirbúnings- rannsóknir m.a. á því, hver á- hrif jökulhlaup eru á sand- inn. Má því e.t.v. vænta þess, að í framtíðinni verði hægt að aka á þjóðvegum allan hringinn. Morgunblaðið hafði fyrir skemmstu samband við Sigurð Jóhannsson vegamálastjóra og bað hann að segja frá þeim fram kvæmdum, sem nú standa yfir í vegamálum. Fyrsta spurning, sem fyrir hann var lögð, var sú, hve mikið fé Vegagerðin hefði til ráðstöfunar á þessu ári. „Tekjur Vegasjóðs á þessu ári voru áætlaðar 342 milljónir króna í vegaáætlun 1968, en við þá upphæð bætast 109 milljónir króna vegna hækkunar á ben- zínskatti, þungaskatti og gúmmí gjaldi samkv. breytingu á vega- lögum og 104,5 milljón króna lán til vegaframkvæmda samkvæmd framkvæmdaáætlun verður ráðstöfunarfé Vegagerð- arinnar á þessu ári 555,5 mill- jónir króna. Af þessari upphæð fara þó 26,5 milljónir króna til Kísilvegarins, sem ennþá er vega sjóði óviðkomandi og 10,4 mill- jónir til framkvæmda við Hafn- arfjarðarveg í Kópavogi, sem að öðru leyti epu greiddar af þétt- býlisfé bæjarfélagsins. í>á fer allmikið af upphæðinni til greiðslu á lánum og þó sérstak- lega vegna framkvæmdanna við Reykjanesbraut á síðastliðnum árum.“ „Hvernig skiptist svo það fé, sem Vegagerðin hefur yfir að ráða?" „Því fé, sem Vegagerðin hef- ur yfir að ráða, er skipt eftir ákveðnum reglum, en því er síð an varið í viðhald þjóðvega, framkvæmdir í nýjum þjóðveg- um, fjallvegi, brúargerðir, sýslu- vegi, vegi í kauptúnum og kaup- stöðum, til kaupa á áhöldum og vélum og í stjórn og undirbún- ing. Afgangurinn er síðan notað- ur til þess að greiða greiðslu- halla á vegaáætlun í fyrra.“ Snjómokstur dýr. „Hvað viljið þér þá t.d. segja um vegaviðhaldið?" „Vegaviðhaldið er sú hlið vegamála, sem snýr að öllum vegfarendum, og það kostar á- vallt mikið fé. Kostnaður við snjómokstur á tímabilinu frá jan Ú£ir til júlí þessa árs nam 23,9 milljónum króna og er það meiri kostnaður en verið hefur um langt árabil og hærri að króniu- tölu en nokkru sinni áður. Með vegaviðhaldi verður einnig að telja viðgerðir á skemmdum, sem urðu af vatnsflóðum víða um land og þá sérlega á suður- og vest- urland um mánaðamótin febrú- ar-marz. Kostnaður við þess- ar viðgerðir nam 6,8 milljónum króna. Ofan á þetta bætist ým- is sameiginlegur kostnaður við vegaviðhaldið, um 46,7 milljón- ir króna og heflun þjóðveganna, sem á þessiu ári er búizt við að muni kosta 27,1 milljón króna. Annað viðhald, 61,8 millj. króna.“ „En þér nefnduð framkvæmd- ir við nýja þjóðvegi. Hvað verð- ur gert í þeim málum á þessu ári?“ „Það, sem ætlað er til fram- kvæmda við nýja þjóðvegi skipt ist í aðalatriðum í tvennt, til hraðbrauta annars vegar og til þjóðbrauta og landsbrauta hins vegar. Hraðbrautir skiptast í tvo flokka, A og B. f A-flokki eru vegir, þar sem irman 20 ára má búast við tíu þúsund bíla um- ferð á dag yfir sumarmánuðina, en í B-flokki eru vegir, þar sem búast má við 1-10 þúsund bíla umferð á dag yfir sumarmánuð ina innan tíu ára. Til hraðbrautanna er varið 31 milljón króna. Áætlað er, að 21 milljón króna verði varið til greiðslu kostnaðar við undirbún ing hraðbrauta árin 1966—1968 og kostnaður við samgöngu málaathugun þá, sem unnið er að á vegum Efnahagsmálastofnunar innár. Unnið er að undirbúningi hrað- brautaframkvæmda héðan úr Reykjavík, t.d. við Suðurlands- veg á Selfoss og Vesturlands- veg í Kollafjörð auk vegafram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þessi undirbúningur felst í kort lagningu, jarðvegskönnun og á- ætlunum. Síðan verða þessi mál tekin fyrir á Alþingi, þegar vega áætlunin fyrir 1969—1972 verður lögð fyrir þingið í haust. Hraðbrautir fjórfaldar. í framtíðinni á síðan sam- kvæmt vegalöigunum að gera all ar hraðbrautir í A-flokki fjór- faldar, þ.e. með tveimur akrein- ráð fyrir gert, að á þessu ári verði lokið þar öllum fram- kvæmdum öðrum en jarðgöngun um, sem gera átti gegnum efsita hluta heiðarinnar, en nú eru all ar líkur á að það verk dragist um ófyrirsjáanlegan tíma vegna óhagstæðra aðstæðna. Við höf- um látið fara fram þarna um- fangsmiklar rannsóknir, og því f Súgandafjarðarvegi til Suð- ureyrar hefur verið unnið í sum- ar og verður byrjað á Botns- heiðinni og farið niður í Súg- andafjörð. í Djúpvegimnn, sem liggur sunnan frá ísafirði innst í Djúpinu verður unnið aðallega að austanverðu frá Skarði inn í Skötufjörð og kemst vegurinn væntanlega inn að Hjöllum. Milli enda eru þá aðeins 6-7 kílómetrar í loftlínu, en því mið- ur vantar enn 60 kílómetra lanig an veg til að tengja endana sam an. Þar við bætist, að mjög erf- itt að leggja veg á þessum slóðum. Ný Fnjóskárbrú. Á Norðurlandi er unnið að ýmsum framkvæmdum í sumar og vinnst aðeins tími til að telja hið helzta. Á Siglufjarðairvegm- um um Stráka verður lokið við kaflann frá Hrauni út á Lamba- nesá auk þess að gengið verður fullkomlega frá Strákagöngum. Helztu framkvæmdir í Þing- eyjarsýslu er bygging nýrrar brúar á Fnjóská, sem taka á við af gömlu brúnni frá 1908 og svo Kísilvegurinn. Vegurinn liggur frá Mývatni og á að tengjast Þingeyjarsýslubraut við Laxa- mýri og mun framkvæmd verks- ins kosta næstum 27 milljónir króna í ár. Þá standa yfir fram kvæmdir við veginn um Hálsa um í hvora átt og setja á þær Sigurður Jóhannsson, vegamála- mim Raufarhafnar ag Kópa- varanlegt slitlag, þar sem slíkt stjóri. hefur ekki þegar verið gert. í þessum flokki er t.d. vegurinn til Hafnarfjarðar og vegurinn yfir Elliðaánnar. f B-flokki er stefnt að tvöfaldri akbraut með varan- legu slitlagi og í þessum flokki er Suðurlandsvegurinn austur Reykjavík í Borgarnes og að Dalsmynni o.fl. Alls eru vegir í þessum flokki 3-400 kílómetra Jangir. Ef við snúum okkur hins veg- ar að þjóðbrautum og lands- brautum þá eru hinir fyrr- nefndu vegir, sem ná til 1000 íbúa svæðis og telst hér með merktur hluti hringvegarins um landið frá því er hraðbrautun- um sleppir, svo og vegurinn um Snæfellsnes og Vestfirði o.fl. brauta. f þessa vegi er á þessu ári varið 76,4 milljónum króna og að auki 52 milljónum króna til hrúa. Framkvæmdir í sumar. Ef við lítum á það, sem gert yrja hér sunnanlands. er í sumar í vegamálum úti á landsbyggðinni, þá er bezt aðb Á Vesturlandsvegi rétt innan við Skeiðhól í Hvalfirði er ver- ið að færa veginn niður undir sjó og með því er ætlunin að losna við mjög slæma brekku, sem vafalaust er hin versta í Hvalfirði núna. Því miður verð- ur þessu verki ekki lokið í sum- Þá er verið að endurbyggja aðra brúna á Seleyrargili undir Hafnarfjalli. Þetta hefur löngum verið mjög slæmur staður og hættulegur, því blindhæðir er að brúnni báðum megin. Á Miðvesturlandi er unnið í ýmsum vegum fyrir um 3,8 mill- jónir króna, þ. á. m. í veginum Heydal yfir á Skógaströnd. Á Vestfjörðum er mikið unnið í vegafnamkvæmdum. Þar ber fyrst að telja hinn nýja veg sunn an Þingmannaheiðar, en á þessu ári verður þar unnið fyrir nær 6 milljónir króna, t.d. byiggðar tvær brýr á leiðinni og er gert ráð fyrir að þessi vegur verði kominn saman í haust að undan teknum 5 km kafla frá Litla- nesi í Kjálkafjarðarbotn. Hug- myndin er, að þeim kafla verði lokið á næsta ári og þar með losnað við Þingmannaheiðina, sem er einn versti farartálmi á Vestfjarðaveginum, og um leið yrði vegurinn fær lengri tíma árs- ins en nú er. Þá er í sumar unnið á Breið- dalsheiði fyrir mikið fé og er meir, sem við höfum kynnt okk- ur málið, því verr lízt okkur á að gera þessi jarðgöng. í Bolungarvíkurvegi hefur verið mikið unnið að sprenging- um í sumar til þess að breikka og lagfæra veginn. Næsta ár verður svo haldið áfram með aðrar lagfæringar á veiginum. skers og á Þingeyjarsýslubraut- inni norður til Kópaskers. Á veginum yfir Möðrudalsör- æfi er unnið að endurbótum og er vegurinn kominn nokkuð á- leiðis austur fyrir Þrívörðu'háls. Á Austfjörðnm er það helzt, að í haust verður hægt að hleypa umferð á síðasta áfang- ann af veginum yfir Breiðdals heiði niður í Breiðdalinn, en þar er búið að byggja nýja brú á Breiðdialsá. Á sama vegi vecrð- ur byggð ný brú á Hamarsá í Hamarsfirði, 110 metra löng. Ein stærsta framkvæmdin á Aust- fjörðum er á svonefndium Suð- urfjarðarvegi fyrir Vattarnes.þ. e. milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar. Þeim vegi verð- ur lokið í sumar og þá losna menn við að fara hið illræmda Staðarskarð, sem lokast venju- lega á vetrum. Öllum fært í Öræfin. í Öræfum er verið að byggja brýr á Hrútá og Fellsá, en þá verða aðeins óbrúaðar tvær smá ár í Öræfunum, en þær eru fær- ar flestum bílum, svo í haust má segja, að fært verði öllum bílum í Öræfi. Þá vantar aðeins veg um Skeiðarársand til að hægt verði að aka allan hringinn, en á Skeiðarársandi eru hafnar undirbúningsrannsóknir, svo sem kortagerð og annað. Menn búast við jökulhlaupi í sandiimiim um 1970 og fyrir þann tíma þyrftum við að vera búnir að gera ýmsar athuganir til að sjá hvernig flóðið hagar sér. Á Suðurlandi er það helzt, að verið er að byggja nýja brú á Hverfisfljót í Fljótshverfi og í haust verður væntanlega hægt að hleypa umferð , á nýja Suðurlandsveginn í Elidhrauni milli Ása og Klausturs. Þá verð ur unnið í veginum milli Gull- foss og Geysis og í Þingvalla- veginum er dálítið unnið innan þjóðgarðsins. Þá hefur verið unnið talsvert í veginum um Þrengsli og á að ljúka þeim vegi 1 haust. Hann hefur verið hækkaður, svo nú er hægt að leggja á hann slitlag. Að lokinn má geta þess, að Vegagerðin hefur tekið að sér fyrir Landsvirkjun að byggja brú yfir Tungnaá hjá Sigöldu, en þegar hún verður tilbúin, verð ur unnt að aka í Veiðivötn án þess að fara yfir Tungnaá á vaði eða fara upp Búðaháls til þess að komast yfir Köldukvísl. Kveðja til Péturs Ottesen EKKI má láta áttræðisafmæli hins þjóðkunna þingskörungs, Péturs Ottesens á Ytra-Hólmi, líða svo með öllu hjá, að eigi komi opinbarlega í ljós, hve mikið bindindishreyfingin í land inu á honum upp að unna. Það er ekki einungis, að hann hefur allá tíð verið bindindismaður sjálfur og þannig haft áhrif með fordæmi sínu, og það for- dæmi hefur orðið eftir því sterk ara, sem traust hans og virðing hefur vaxið, persónulega og í félagsmálum. Pétur Otteisen átti sæti á Alþingi í 43 ár, ög allan þann tíma var hann hvort tveggja í senn: öruggur tals- maður aukinnar bindindissemi þjóðarinnar og óbifamlegur and- mælandi allra tilrauma til að draga úr áfengisvörnum. Þetta varð snemma til að afla honum virðingar og trausts bindindis- manna víða um land, þótt þeir hefðu engin kynni af honum per sónulega og væri jafnvel and- vígir honum í stjómmálaskoð- unum. Þeir töldu sig finna, að þama væri á ferð maður heill í huga og trúr stefnu sinni og lífs- skoðun. Þessu trausti hefur Pét- ur Ottesen aldrei brugðizt á langri ævi. Það er hvorum tveggja mikil hamingja, manni og málstað, þegar maður slíkrar gerðar bindur ungur tryggð við hugsjónir og lífsviðhorf, sem eru holl honum og alþjóð. Bindindishreyfingin á íslandi á Pétri Ottesen mikið að þakka. Hann var um langan aldur sjálf- kjörimn forystumaður bindindis- manna á Alþingi bæði í sókn og vörn, einbeittur og alvörumikill, hugdjarfur og heiil. Samur var hann í afskiptum sínum af iþess- um málum utan þings. Áhrifa hans hefur gætt víða og gætir enn. Og fordæmi hans og saga mun lengi verða leiðarljós á vegi bindindissinnaðra mianna, sem til trúnaðarstarfa veljast, hvort sem er á Alþingi eða ann- ars staðar. Ólafur Þ. Kristjánsson. Fasteignatryggð skuldabréf til 5 ára, með hæstu bankavöxtum, til sölu á hagkvæmu verði, Tilboð merkt: „Skuldabréf 8073“ sendist MbL N auðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Fálkagötu 17, talin eign Höskuldar Skagfjörð, fer fram á eigninni sjálfri, mánu- daginn 19. ágúst nk. kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. AUGLYSINGAR SÍMI SS*4«80 10 ARA ABYRGÐ TVÖFALT EINANGRUNAR 20 ára revnsla hérlendis SIM111400 EGGERTKRISTJANSSONaCO HF ± 10 ÁRA ÁRYRGÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.