Morgunblaðið - 14.08.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAfíIÐ, MTÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1968
15
Bréf Svetlönu Alliluyevu:
„Rússland - land óstöövandi martraðar"
BRÉF þetta sendi Svetlana
Alliluyeva, dóttir Stalíns,
rússneskri vinkonu sinni,
sem búsett er í París, og
óskaði eftir því að það yrði
birt opinberlega sem svar
við grein eftir André Vigot
í franska blaðinu l’Aurore.
Þar segir hann, að Svetlana
sé mjög einmana og eigi
erfitt með að sætta sig við
lífið í Bandaríkjunum, þar
sem hún sé stöðugt imdir
eftirliti lögreglunnar. Segir
Vigot, að Svetlana sakni
mjög barna sinna og hana
langi til þess að snúa heim
til Sovétríkjanna. Bréfið
birtist fyrir dáum dögum í
New York Times og eru
millifyrirsagnir úr því
blaði.
Kæra vinkona!
Ég þakka þér fyrir úrklipp-
una úr l’Aurore. Ég var búin
að frétta frá öðrum kunningj-
um í Evrópu, að mikið hefur
verið skrifað um mig upp á síð
kastið á þennan raunalega hátt
einkum í vissum greinum í
svissneskum og þýzkum blöð-
um.
Ég ætti að vera farin að
sætta mig við álygar, en ein-
hvernveginn felli ég mig ekki
við þá tilhugsun, að héðan í
frá og að eilífu mun ég aldrei
losna við lygarnar.
Og þess vegna held ég á-
fram að bregðast illa við grein
um af þessum toga. Sumir
kynnu að láta þær afskiptalaus
ar, en ég hugsa þá um þig, sem
last þessa grein og trúðirhenni
að einhverju leyti. Það er í
sjálfu sér slæmt. En það er
skelfilegt, ef börnin mín og
vinir í Rússlandi fá svona upp
lýsingar um mig. Leyfðu mér
þess vegna að segja þér sann-
leikann um líf mitt hér í Prince
ton.
Fyrst er almenn athugasemd:
Ég þjáist ekki af heimþrá og
mun aldrei snúa aftur til Rúss
lands. Ég trúi því staðfastlega,
að sá tími muni koma, þegar
börnin mín, ásamt öðrum Rúss-
um, geta ferðazt til annarra
landa að eigin vild og valið
sér aðsetur. Þá mun ég hitta
börnin. Ég er viss um að þau
sárlanigar til að sjá sig um í
heiminum, eins og alla aðra
Rússa, sem hafa ekkert tæki-
færi til þess.
Ég trúi því og ég er mjög
bjartsýn, að sá tími sé ekki
langt undan.
Kæra vinkona. Ég er heims-
borgari að eðlisfari, þótt örlög
in hafi haldið mér fanginni í
Moskvu í fjörutíu ár. Og þessi
sömu örlög, sem enginn fær ráð
ið, létu mig sjá Asíu (Indland),
Evrópu (Sviss) og Ameríku á
einu ári.
Þrátt fyrir öll óþægindi og
erfiðleika þessarar ferðar,
þrátt fyrir alla pústra og ó-
maklegar árásir sem ég varð
fyrir nýt ég takmarkalaust
kynna minna af heimimum.
Og ég er ekki enn búin að
kynnast honum nógu vel. Við
fyrsta tækifæri mun ég ferðast
um allan heiminn, um Austur-
lönd og Vesturlönd. Ekkert eitt
land er mér nóg. Ég hafði
mikla ánægju af því að búa í
Indíánaþorpi. Sömu gleði hafði
ég af dvöl minni í Sviss og nú
gleðst ég yfir veru minni hér —
frjáls.
Ég á marga vini í Princeton
og líka í New York, sem er
ekki svo langt í burtu. Og ég
verð að viðurkenna, að í hópi
þessara vina eru fleiri Amer-
íkumenn en Rússar. Það er
auðvelt að umgangast Ameríku
menn: þeir eru vingjarnlegir,
gestrisnir og blátt áfram. Og
þeim er eðlilegt að líta á mig
eins og hverja aðra manneskju.
Ég er ekki að ásaka Rússa.
Ég veit að í huga sérhvers
Rússa er margt af því sem ég
á að baki — hörmungar Rúss-
lands, mistök þess, dauði mill-
jóna, nafn föður míns, tengsl
mín við nafn hans, tortryggni,
hatur, sársauki — ógurlegur
sársauki, fimmtíu ára martröð.
Hvers vegna ætti ég ekki að
skilja þá? Rússland er óham-
ingjusamt land og Rússar eru
óhamingjusöm þjó'ð. Ég skil
allt, jafnvel gremju frú Keren-
sky. Ég verð að taka því eins
og öðrum óhjákvæmilegum og
sjálfsögðum hlutum.
Land martraðar.
Ég lít á Rússland sem land
óstöðvandi martraðar og þján-
inga. Þegar ég sé stræti
Moskvuborgar í draumi vakna
ég skelfingu lostin. Það er eins
og mig dreymi fangelsi sem ég
er nýsloppin úr og síðan . . .
Þannig líður mér. Ég mun
aldrei ganga inn í það fang-
elsi aftur! Ég óska þess að
þeir sem ég elska sleppi úr því
einhvern daginn.
Ég ólst upp og menntaðist í
snertingu við fornan menning
ararf Rússa. Ég elska sveitir
Rússlands. Ég elska rússneska
list — en að sjálfsögðu ekki
eingöngu rússneska list! Ef
„Tuttugu bréf til vinar“ gefa
í styn heimþrá, einis og marg-
ir hafa ságt mér, þá fagna ég
því að útlægir Rússar líta á
bókina sem rússneska bók. Sú
vitneskja hlýjar mér um hjarta
rætur. (Þýðingar bókarinnar
á ensku og frönsku standast
ekki samanburð við frumgerð-
ina, aðeins þýzka þýðingin er
nógu góð).
vinur, trúirðu því í raun og
veru að ég hefði farið frá börn
unum, ef ég hefði ekki verið
fullviss um velferð þeirra án
mín? Ég var alveg viss.
Sonurinn lýkur námi.
í fyrsta lagi eiga börnin mín
ágætá feður, sem aðstoða þau á
Svetlana Aliiluyeva
allan hátt. Á þessu ári lýkur
sonur minn námi í læknaskólan-
um og á í vændum sjálfstætt
starf, sem hann hefur mikinn
áhuga á. Þar mun hann njóta
hjálpar margra vina, bæði
minna og föður síns. Trúðu
mér, börnin eru umvafin ást-
ríki og hjálpsemi. Ef stjórnin
ásækir þau ekki, munu þau
eiga góða og trygga ævi. Þau
eru fær í flestan sjó og hafa
trausta og einbeitta skapgerð.
Ég reyndi að leiðbeina þeim.
Sambúð okkar einkenndist af
vináttu. Nú eiga þau áð breiða
úr vængjunum og síðan fljúga
þau einhverntíma til mín, ef
Guð lofar. Ég vona aðeins að
Kosygin og Suslov og Mikoy-
an, eða hvað sem allir þessir
kallar heita, láti þau í friði.
Margir vinir í Princeton.
Auðvitað er dapurlegt að vera
án Katyinku litlu. Hún er svo
dásamleg! f Ameríku hef ég
kynnzt mörgum fjölskyldum og
mörgum unglingum sem eru
eins og börnin mín. Ósköp eru
öll börn lík! Meðal barna
þekkjast engin landamæri.
Ef börnin min komast til
Ameríku fyrir eitthvert krafta
verk, miunu þau samlagast líf-
inu hér strax næsta morg-
un. Þannig voru fyrstu kynni
mín af Vesturlöndum og þau
styrkjast með hverjum degin-
um. Þjóðernisstefna, heimþrá,
einangrunarstefna, — allt þetta
tilheyrir liðinni kynslóð, ekki
tvítugu fólki.
Ég á marga vini í Princeton.
Ef mér líður illa, er það ekki
af einmanaleika, heldur fremur
vegna þess að ég þigg ofmörg
heimboð. Ég hef áhuga á því að
kynnast fólki á heimilum sínum.
(Hins vegar neita ég að flytja
fyrirlestra í skólum, þar sem ég
er ekki gefin fyrir það).
Háskólaborgin Princeton er
þéttbyggð skemmtilegu og dá-
samlegu fólki úr öllum heims-
hornum. Ég nýt frelsisins til að
tala við fólk, þess frelsis sem
ég hafði ekki í Rússlandi. Eftir
fjörutíu ára fangavist í
Moskvu er líf mitt loksins
frjálst, skemmtilegt og mikil-
vægt.
Sérhver nýr dagur, sérhver
nýr atburður er mikilvægur.
Ég forðast blaðamenn og kem
mér hjá öllum viðtölum, því að
mér er illa við þau. En ég forð-
ast aldrei að hitta fólk og kynn
ast því, jafnvel þótt ég sé úr-
vinda af þreytu.
Þá vík ég aftur að greininni
í l’Aurore. Ég verð að taka
fram eftirfarandi: Ég hef ekki
unnar. Þar er krafizt stöðvunar
loftárása, brottflutnings banda-
rískra herja og viðurkenning á
Viet Cong hreyfingunni.
Óþurrkatíð
á Látrum
Látrum, 9. ágús't.
RIGNING og þoka hefur ver-
ið á Látrum í þrjár vikur og er
því sæmilega sprottið, þar sem
ekki var dauðkaliið eða brunnið.
Nú er að birta til og ef nú (brygði
til þurrka og fengist betri
spretta á gras, væru horfumar
töluvert betri en fyrir mánuði.
Haldi hins vegar þessum óþurrki
mdkið lengur áfram, þá lítur illa
út fyrir bændur hér. Ekkert hef-
ur enn verið hægt að þurrka, en
einstaka bóndi hefur fengið vot-
hey. Menn hafa verið að vel'ta
fyrir sér, hvort þeir ættu að fara
á Landbúnaðarsýninguna, en lík-
lega hverfa þeir frá því, ef nú
bregður til þurrka. — Þórður.
í huga að skrifa sögu Rúss-
lands, ég reyki ekki (og hef
aldrei gert það), ég er ekki
ljóðskáld, ég ráfa ekki á hverj
um morgni um stofnunina þar
sem Einstein starfaði (þótt ég
þekki Margot dóttur hans), ég
sé engin merki þess að lögregl-
an vaki yfir mér og ég leik
ekki golf. Ég hef fyrir löngu
týnt niður bæði golfleik og
tennis.
Hún ætlar að kaupa bíl.
En ég ætla að kaupa bíl og
ég sé ekkert sérstaklega „borg
aralegt" við það. Hvað snertir
nafn móður minnar, sem er mér
vissulega hugstæðara en nafn
föður míns, þá vii ég minna
þig á það, að ég hef borið það
síðastliðin 11 ár. Það er ekki
mín sök, þótt vestrænir blaða-
menn hafi ekki skeytt um það.
Að lokum verð ég að segja
það, að síðan ég kom til Prin-
ceton hef ég aldrei átt samtal
við André Vigot eða neinn ann
an fréttamann. Ég hef aldrei
sagt það sem hann tilfærir inn-
an gæsalappa í grein sinni.
Fyrirgefðu mér, kæra vin-
kona, þetta langa bréf, en ég
gat ekki þagað lengur. Meðal
annarra orða, þegar Moskvu-
valdið fór að bera mig óhróðri
í fyrra, kástaði ég sovézka
vegabréfinu mínu í eldinn, svo
að allir gætu séð að ég ætla
ekki framar til Moskvu. Ég
hlakka til þess að verða banda
rískur ríkisborgari, en ég tek
það aftur fram, að ég er heims-
borgari að eðlisfari og gæti átt
heima í hvaða landi sem er í
austri eða vestri.
Ég vil að þú vitir sannleik-
ann um mig, kæra vinkona.
Mér þætti vænt um að þetta
bréf birtist í einhverju blaði,
annaðhvort rússnesku eða
frönsku. Ég læt þig um það.
Ég vil heldur að almenningur
fræðist um mig af mínum eigin
orðum en frásögnum einhverra
fréttamanna.
Ég óska þér góðrar heilsu ag
mun áreiðanlega senda þér bók
ina.
Kærar kveðjur.
Svetlana Alliluyeva.
Landsmót
iðnnema
IÐNNEMASAMBAND íslands
efnir til íþróttamóts iðnnema að
Þjórsártúni helgina 17.-18. ágúst.
Mótið verður sett laugardaginn
17. ágúst af formanni samtak-
anna, Sigurði Magnússyni. Þá
hefst íþróttakeppni. Fyrri dag-
inn verður keppt í knattspyrnu,
100 metra, 200 metra, 400 metra,
og 800 metra hlaupi og 4x100 m.
boðhlaupi. Síðari daginn verður
keppt í handknattleik, hástökki,
langstökki, þrístökki, kúluvarpi
og ihjólreiðum. Á laugardags-
kvöldi verður haldin kvöldvaka
og verður sitthvað til skemmt-
unar, s.s. flugeldasýning, úti-
diskotek, fjöldasöngur og margt
annað. Búizt verður við fjöl-
menni á landsmóti þessu og
munu iðnnemar fjölmenna úr
öllum landsbyggðum. Öllum er
heimill inngangur á mótið.
Kinshagsa, Kongó 3. ágúst,
ALFONSE MASSAMBA hélt
útvarpsræðu til þjóðar sinnar í
gærkvöldi og hvatti hana til að
standa saman. Samtímis til-
kynnti hann, að allir pólitísk-
ir fangar yrðu náðaðir.
Áreiðanlegar heimiidir segja
uð fylgismenn forsetans eigi í
deilum við vinstrisinnuð öfl, um
völdin í landinu.
Allt samband er rofið milli
Kongó lýðveldisins og Kinshasa
Kongo.
Margt er breytt.
Árið 1963, þegar þessi
„bréf“ voru skrifuð, er löngu
liðinn tími. Þegar átti að gefa
þau út, fannst mér að ég ætti
ekki að breyta þeim, þótt ég
vissi að margt væri breytt í um
hverfi mínu og hugarfari. Ég
mun reyna að skýra þetta í
næstu bók minni.
Margir Rússar erlendis eru
haldnir heimþrá og trega, en
ég hef ekki nóg af rússnesku
blóði til þess. Það er fremur
sígaunablóð mitt sem veldur
því að ég get litið á allan heim
inn sem heimili mitt. Alliluyev
afi minn var mjög blandaður
að ætterni.
Ég hlakka til þess að koma
einhvern tíma til Frakklands,
þótt ég sé í rauninni ekk-
ert hrifin af ríkjum þar
sem áhrif kommúnista
eru mikil. Ég heyrði einu
sinni svo mikið talað um
kommúnisma, að ég fæ ógleði
ef minnzt er á hann.
Ég sakna barna minna, eink-
um dóttur minnar. Sonur minn
er kvæntur og lifir sínu eigin
lífi. Hann á góða konu og á-
gæta tengdamóður. Katya mín
þarfnaðist mín frekar. En kæri
Than Le í París:
Hvassyrtur í
garð Nixons
París 12. ágúst. NTB.
TALSMAÐUR sendísveitar N-Vi
etnam á samningafundunum í Par
ís, Nguyen Than Le, sagði
mánudag, að Richard Nixon
frambjóðandi Repúblikanafiokks
ins hafi í hyggju að halda á-
fram og herða enn Vietnamstyrj-
öldina.
f yfirilýsingu Le er vitnað í
tiikynningu, sem Nixon á að
hafa gefið fulltrúum frá suður-
rikjunum á flokksþiniginu í Mi-
ami þar sem Nixou kvaðlst reiðu-
búinn til að beita kjarnork/uvopn
um í Vietnamstyrjöldinni til að
neyða Hanoi-stjórnina til upp-
gjafar.
Le kvaðst ekki gagnrýna Nix-
on persónulega, né heldur ætlaði
hann sér þá dul að skyggnast
inn í bandarísk stjórnmál, hann
fjallaði aðeins um það, 9em að
Vietnammálinu sneri. Allt benti
og til þess, að Nixon mundi
halda áfram stuðningi við „lepp
stjórnina" í Saigon, ef hann yrði
kjörinn, sagði talsmaðurinn.
Að auki voru í yfirlýsingunni
hin venjulegu skilyrði Hanoi-
stjórnar fyrir lausn Vietnamdeil