Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBIAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1*966 3 BREZKIR skátar frá Burton upon Trent, S-Englandi opn- uðu í gær með virðulegri at- höfn, landkynningarsýningu að Fríkirkjuvegi 11. Borgarstjóri þeirra, hr. Michael Fiddler og kona hans, sem einnig er borgarstjórnar- fulltnii, forsætisráðherra, dr. Bjami Benediktsson, brezki sendiherrann, hr. McLeod og frú, brezki konsúllinn, Brian Holt og frú, Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi, og fleiri góðir gestir voru viðistaddir opnun sýningarinnar. Skátarnir í Hallargarðinum hjá Fríkirkjuvegi 11. Foringi þeirra, hr. W. Chadbourne, og Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi eru lcngst t.v. Brezk landkynningarsýn. aö Fríkirkjuvegi 11 Skátarnir báru forsætisráð- herra sérstakar kveðjur í bréfi frá Harold Wilson, for- sætisráðherra Bretlands, og færðu honum og fræðslustjóra igjafir. Bréf Wilsons forsætisráð- herra var á þessa lei'ð: 10 Downing Street Whitehall, 30. maí 1968. Kæri forsætisráðherra. Mér er þafi ánægja að nota leiðangur skátahóps Burton menntaskólans til íslands til þess að senda yður kveðju mína og farsældaróskir. Skátahreyfingin hefur lagt fram verulegan skerf til al- þjóðasamvinnu og mér er ljóst að hreyfingin er mjög öflug á íslandi. Mér er það sérstök ánægja að þessi heimsókn brezks skátahóps sýnir enn einu sinni að unglingar landa okkar eru þess fýsandi að efla í framtíðinni hin fornu sam- bönd Bretlands og íslands. Meðan á hinni 10 daga ferð 26. Burton skátadeildarinnar stendur inn á öræfi mun þeim gefast kostur á a'ð sjá talsverðan hluta af landi yðar. Það er von mín, að leiðang- Brezki sendiherrann, hr. McLeod, dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og hr. Michael Fiddler borgarstjóri Burton upon-Trent. Brezku skátarnir frá Burton-upon-Trent á landkynningarsýningunni sinni í gær. ur þessi, og sýning sú er hann stendur að í Reykjavík gefi íslendingum kost á að sjá fáein sýnishorn brezks iðnað- ar, eins og hann er kynntur með framleiðslu frægra brezkrar iðnaðarborgar og héraðs. Ég vil taka þetta tækifæri til þess að færa yður ásamt ibúum í Burton on Trent og móðlimum 26. skátadeildarinn ar beztu kveðjur svo og til íbúa íslands. Yðar einlægur Harold Wilson. Hæstvirtur forsætisráðherra Bjarni Benedifctsson, K.M.C.F. Skátarnir eru tuttugu og einn að tölu undir forystu hr. Chadworth’s, skátahöfðingja. Munu þeir fara í 2 daga för inn á Öræfi, meðan þeir dvelj ast hér, en þeir komu hingað á miðvikudagskvöld. Á þessum tíma hafa þeir komið upp athyglisverðri yfir li.ts- iðn og landkynningarsýn ingu í kjallara húss Æsku- lýðsráðs að Fríkirkjuvegi 11. Þrjátíu fyrirtæki í Burton on Trent, sem telur fimmtíu þúsund íbúa, eiga sýnishorn á sérstökum stöllum á sýning unni, og kennir þar margra grasa. Sömuleiðis eru land- fræðilegar og jar’ðfræðilegar kynningar, svo sem sýnishorn jarðvegs og steintegunda þarna fyrir hendi, svo og út- skýringar á kolaiðnaði, vasa- útgáfu á kolavinnsluvélum, og svo mætti lengi telja. Þegar sýningunni lýkur ætla skátarnir, að eftirláta Fræðsluyfirvöldunum það, sem gagnlegt kynni að vera við kennelu í skólum hér- lendis. Sýningin sem verður opin, laugardag 13—20, sunnudag 10—20, og mánudag og föstu- dag 19.30—22, er ekki sízt eftirtektarverð fyrir þær sak ir, að skátarnir hafa alger- lega aflað gagna til hennar upp á eigin spýtur, og unnið sjálfstætt að því að koma henni á rekspöl. Vatnsleysi og dimmar nætur á Neskaupstað Nes'kaupstað, 16. ágúst. i stig i forsælu. Alilan þennan tíma Mikil vteðurblíða hefur verið er vart hægt að segja, að dropi hér s.l. hálfan mánuð, sól næst- hiafi komið úr lofti, enda er svo uim hvern dag og hiti oft 20-24 I komið að menn bíða í ofvæni eft- ir rigningarskúr, því lítið er um drykkjarvatn. Þó held ég, að flest hús fái vatn á daginn, etn klukkan átta á kvöldin hefur yfirleitt verið lokað fyrir vatn- ið. Hér er að vísu unnið að stækkun vatnsveitunnar, en geng ur grátlega seint. f dag er austanátt og hefur rignt talsvert og er vonandi, að úr vatnsleysinu rætist fljótlega. Þó bjart hafi verið yfir bænum undanfarið á daginn, etr ekki sömu sögu að segja á kvöldiin, er dimma tekur og það hefur ekki farið framhjá okkur bæjax búum, að ekki hefur logað á götuljósum bæjarins á kvöldiin, er rökkva tekur. Er ég spurði rafveitustjórann hér, hverju sætti, að ekki væri kveikt á götuljósum bæjarins, var svar hans: „Bæjarsjóður skuldar raf- magnsveitumni of mikið og við urðum að loka fyrir rafmagnið". Ekki sagðist hann vita, hviemær úr þessu rættist, en vonandi lag- ast þetta ástand sem fyrst, því myrkvaður bær býður slysa- hættu heim og er heldur ó- huggulegur fyrir utam alls kyms óþægindi og leiðindi. — Ásgeir. STAKSitlWU Höfuðveikur Humphreys James Reston, hinn heims- þekkti blaðamaður við „New York Times" skrifaði fyrir nokkru grein í blað sitt um við- horfin innan demókrataflokks- ins eftir flokksþing repúblikana. Hann segir þar að demókratar séu í vanda og geti ekki komið sér saman um, hvernig bezt verði barizt gegn Nixon. Síðan segir Reston: „Humphrey mundi sjálf- sagt kjósa að eiga samstöðu með MacCarthy og Georg. MacGov- ern um afstöðuna til Vietnam en hann er bundinn af stefnu John- sons og þeim skyssum, sem stjórn hans hafa orðið á. En þetta er ekki það versta. Þótt Humphrey sé nokkuð öruggur um að hljóta útnefningu demókrata hyggjast vonir hans um að vinna forseta- embættið á þeim tveimur mönn- um, sem hann vantreystir frem- ur öðrum, Wallace og Nixon. Þeö hefur sjaldan verið erfiðari aðstaða innan demókrataflokks- ins. í kosningum milli Nixons, Humplireys og Wallace, segja skoðanakannanir að Nixon muni sigra. Nixon gerði sér grein fyrir þessu á flokksþinginu. Hann byggði baráttu sína á því að höfða til mótmælaaflanna í þjóð félaginu og valdi Agnew, ríkis- stjóra fremur en hina ungu frjálslyndu menn úr norðrinu, — þá Lindsay, Percy og Hatfield — , til þess að veikja stöðu Wallace. Ef þeim tekst að grafa undan fylgi Wallace eru helztu stuðn- ingsmenn Nixons sannfærðir um, að þeim muni takast að ná til fylgis við sig öllum þeim sem eru á móti stríðinu, móti auð- hringunum, móti stóru verkalýðs samtökunum — í stuttu máli, að þeim muni takast að ná til sín fylgi fólks, sem finnst það vera utan garðs — og á grundvelli þess fylgis muni þeim takast að vinna kosningarnar í nóvember Demókratar í klípu Og síðan segir James Reston: „Það er athyglisvert að margir helztu forustumenn demókrata í Washington, sem eru nú að búa sig undir flokksþingið og for- setakosningarnar eru á báðum áttum um hvemig þeir eigi að bregðast við kosningafyrirætlun um Nixons. Enginn vafi leikur á því að Humphrey vildi helzt koma til móts við MacCarthy og fylgismenn hans áður en flokks- þingið hefst en hann er hræddur um, að geri hann það muni Nix- on ná til sín millistéttarfólkinu, sem stendur mitt á milli vinstri og hægri aflanna í bandariskum stjórnmálum. Þess vegna eru demókratar ekkert yfir sig hrifn ir vegna ákvarðana flokksþings repúblikana. Þeir eru hræddir um, að íhaldssamari öflum hafi aukizt fylgi í Bandarikjunum og þótt þeir geri grín að Agnew lita þeir ekki niður á Nixon. Sumir áhrifamiklir leiðtogar demókrata óttast í raun og veru að Nixon hafi fundið íhaldssam- ari vinda blása um Bandarikin en áður. Þeir eru óánægðir með afstöðu flokksins til Vietnam og vandamála stórborganna. Þeir hafa áhyggjur af stefnu sinni í félagsmálum og þvi hve árang- urslítil utanríkisstefna þeirra hefur reynzt, og þeir eru inn- byrðis sundraðir þegar kemur til þess að ákveða, hvernig þeir eigi að bregðast við hinni nýju stöðu í bandariskum stjórnmál- um. Staðreyndin er sú að aðal- vonir demókrata byggjast nú fyrst og fremst á óvinsældum Nixons og tilraunum hans til að ná fylgi frá Wallace . . . Það ríkir enginn fögnuður í herbúðum demókrata, þeir eru í andstöðu við menn eins og MacCarthy og MacGovem og byggja vonir sín- ar á pólitískum andstæðingum eins og Nixon og Wallace.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.