Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 21
MORGUNÍBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1'968 21 Ein vélanna á steinbryggjunni gömlu í Reykjavík. (Myndimar em teknar úr bókinni „The First World Flight, eftir Lowell Thomas, en Wade hershöfðingi færði Landsbókasaninu númerað eintak að gjöf). - VILDI HELZT Framhald af bls. 16 go, myndu þeir stinga upp á Is- landi. — En þótt viðtökurnar væru frábærar á íslandi, var ég ekki í rónni fyrr en ég var búinn að fá nýja vél í Nova Scotia, segir hershöfðinginn. Um tíma leit út fyrir að ég yrði að fara með her- skipi til Bandaríkjanna og það hefði mér þótt ömurlegur endir. En sem betur fór kom ekki til þess. — ítalinn Locatelli bættist í hópinn me'ðan þið voruð hér ekki satt? — Jú, hann var í sömu erinda gjörðum og við, og þegar hsmn frétti að við hefðum misst vél ætlaði hann að athuga hvort hann gæti fengið benzín hjá okkur. Það var auðsótt mál, og hann lagði af stað rétt á eftir þeim Smith og Nelson. En hann var óheppinn vesalingurinn, lenti í þoku og settist á hafið tij að bíða þess að birti. En ve'ðrið versnaði og báturinn skemmdist svo mikið að hann náði honum ekki upp aftur. Þegar það fréttist að Locatelli væri týndur hófu bandarísku her skipin þegar leit, og eftir 3 sólar hringa fannst vélin. Itölunum var bjargað, en vélinni varð að sökkva. Ég var með leitarskip- unum og þar sem mér hafði sjálfum verið bjargað undir svip uðum kringumstæ'ðum, skildi ég vel sorg þessa hugrakka manns þegar hann sá farkost sinn hverfá í djúpið. Ísland hefur verið fleirum erfiður hjalli en ykkur Ogden, í þessum flugferðum, hvernig gekk eftir að þið fóruð héðan. —• Oo, það dreif ýmislegt á daga okkar eftir það, en a.m.k. komust við allir klakklaust á leiðarenda og það var dásamleg lending í Seattle, 28. september 1924, þegar fluginu lauk. Þá höfð um vi'ð verið á ferðinni frá 6. apríl. — Og nú í þessari heimsókn yðar á íslandi, hafið þér heim- sótt kunnuga staði? — Jú ég hef ferðast um mér til mikillar ánægju, og meira að TIL SÖLIJ Plötuspilari með útvarpi (ódýrt) Sími 42103 segja komið til Homafjarðar, þangað sem ég aldrei náði í fyrstu ferðinni. Þessi heimsókn hefur verið dásamleg og íslend- ingum hefur engu hrakað í gest- risni og alúð síðan síðast. Leigh Wade, hershöfðingi er nú 71 árs gamall, en ævintýra- þorstinn hefur sfður en svo yfir- gefið hann. Aðspurður um hvað hann myndi gera ef hann væri ungur maður nú í dag svaraði hann: — Þá vildi ég helzt vera geim- fari. — Óli Tynes. SflLTVffi OM HELGINA HLJÓMAR - ROOF TOPS í kvold kL 20.00 TRIX ROOF TOPS HUÖMAR VARÐELDUR FLUGELDASÝNING DANSAÐ TIL KL. 02.00 Á sunnudag. KL. 14.00 KNATTSPYRNA: MORGUNBLAÐIÐ - SJÖNVARP HUÖMAR MATTHÍAS JOHANNESSEN GUNNAR & BESSI TRIX ÖMAR RAGNARSSON ROOF TOPS SÆTAFERÐIR FRÁ B.S.Í. í DAG KL. 14:00 — 16:00 — 18:00 OG 20:00. Á MORGUN KL. 13:00. í BÆINN LAUGARDAG AÐ LOKNUM DANSLEIK OG EFTIR ÞÖRFUM Á SUNNUDAG. ATH.: AÐSTAÐA TIL ÝMISSA LEIKJA OG SKEMMTANA ER Á. STAÐNUM. FRAMKVÆMDAR HAFA VERIÐ ÝMSAR BREYTINGAR. SALTVÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.