Morgunblaðið - 17.08.1968, Page 28

Morgunblaðið - 17.08.1968, Page 28
Lézt í dráttarvélaslysi Hiísavík, 16. ágúst. 64 ára gamall bóndi og mjólk- urbílstjóri, Garðar Jónsson, Vaði S-Þing, varð í gær undir drátt- arvél og beið þegar bana. Garð ar hefur undanfarin ár jafn- framt búskapnum ekið mjólkur- bíl fyrir Skriðuhverfi og nokk- urn hluta Aðaldals og Reykja- dals. Bíll hans hafði bilað fyrir tveimur dögum og var því á verkstæði á Húsavík, svo annar Ljósá himni yfir Reykjavík í GÆRKVÖLDI sáu ýmsir borg- arar Reykjavíkur ljós á himni. Veltu menn þessu fyrir sér að vonum, og er málið var kannað kom í Ijós, að þarna myndi vera um að ræða einh vers konar loft- belg og þá væntanlega athugun- arbelg. Morgunblaðið fékk þær upplýs ingar hjá Veðurstofunni í gær- kvöldi, að margir hefðu hringt til þess að spyrjast fyrir um, hvaða fyrirbæri væTi hér um að ræða, en belgurinn sást í alllang an tíma I gærkvöldi í norðvestri og virtist færast suður á bóginn með norðlægum vindum. Belgur- inn virtist ekki mjög útblásinn, er hann var skoðaður í sjónauka, en niðurmjór og sennilegt, að einhver tæki héngju niður úr honum. Ekki er vitað hvaðan belgur þessi er, en hann virðist stærri Framhald á bls. 2 bíll annaðist flutningana á með- an. Seinni hluta dags í gær fór Garðar heim á leið með vara- mjólkurbílnum og fór af honum við afleggjaramn heim í Vað, en afleggjari sá er rétt austan við neðstu brúna á Skjálfandafljóti. Þar átti Garðar dráttarvél og ætlaði hann á henni heim, þegar hann skildi við bílstjórann. Sjón arvottur var enginn að slysinu, en er Garðar hefur verið bú- inn að aka eftir beinum en all- háum vegi aðeins um 400 metra hefur hann einhverra ókunnra orsaka vegna lent út af veginum og undir dráttarvélinni, svo hann hefur látizt þegar. Garðar var vel látinn og traustur mjólkurbílstjóri og læt ur hann eftir sig konu, Sigrúnu Vésteinsdóttur, og uppkomin börn. Fréttaritari. Landsspítalinn fær gerfinýra að láni frá Lundi Sjúklingar geta nú fengið gerfinýrna meðferð hér heima I í Lundi. Prófessor Alwall brást vel og drengilega við þessari beiðni, og gaf þau ráð, að Land- i spítalinn fengi að lóini frá Framhald á bls. 27 Á LANDNAMSÖLD var víða blómlegur skógur, þar' I sem nú sést ekki hrísla. fs- | lendingar hafa farið illa með | skógana á margan hátt. Úr, því mátti bæta með aukinni skógrækt, varðveizlu gam- alla skógarleifa, gróðursetn- ingu nýrra skógarlunda. grisj i un og áburði, þar sem þess | ir þörf. SÍðASTLIðlNN fimmtudag fór fram í lyflækningadeild Land- spítala fyrsta aðgerð með gerfi- nýra. Aðgerð þessi er í því fólg- in að hreinsa úr blóðinu úrgangs efni, 9em myndast hafa vegna al varlegs nýrnasjúkdóms. Aðdragandi þessarar þjónustu Landspítalains er heimkoma tveggja nýmasjúklinga, sem undanfarið hafa dvalið á Hamm- ersmith sjúkrahúsinu í London, og fengið þar hliðstæða með- Gæruskinnskápa handa 50. þús. gesti í GÆR skoðuðu landbúnaðar- sýninguna 7400 gestir og er þá tala gsta á sýningunni orðin alls um 47.450. í dag má því búast vfð að tala gesta komist langt yfir 50 þúsund, en stjómendur sýningarinnar hafa ákveðið að veita 50 þúsundasta gestinum. Verðlaunin er dýrindis gæru- 9kinnskápa frá Iðnaðardeild SÍS og má búast við að með svipaðri aðsókn og undanfarna daga, komi 50 þúsundasti gesturinn á sýn- inguna upp úr hádeginu í dag. STÆKKUN ÁLBRÆBSL UNNAR NÚ ÞEGAR — eðlilegt næsta verkefni I SJÓNVARPSÞÆTTI Haraldar J. Hamar, í brennidepli, í gær- kvöldi, var Bjami Benedikts- son, forsætisráðherra, m.a. spurður að því, hvaða verkefni hann teldi næst á dagskrá á sviði stóriðju. Hann kvaðst telja, að stækk- un álbræðslunnar nú þegar í þá stærð sem ætlunin væri að hún yrði endanlega í, væri næsta verkefni á þessu sviði. Ráðherr- ann sagði, að sumir menn virt- ust telja, að erlendir auðjöfrar hefðu sérstakan áhuga á að fjár festa á íslandi, en það væri mesti misskilningur. Það væri þvert á móti mjög erfitt að fá erlenda aðila til þess að leggja fé í atvinnurekstur hér á landi. ferð. Þegar þessir tveir sjúklimg ar voru sendir til sjúkra'hússins í London var þess vænzt, að þeir myndu fá áframhaldandi með- ferð í London eða á Norður- löndum. Vegna mjög takmarkaðs sjúkrarýmis fyrir þeissa þjónustu og fjölda nýrnasjúklinga í þess- um löndum, reyndist ekki mögu legt að fá áframhaldamdi hjálp í þessu efni. Þegar svo var komið máli, var óhjákvæmilegt að bregðast skjótt við og reyna að koma upp þessari þjónustu hér á landi. Yfirlæknir lyflæknideild ar Landspítalans, prófesisor Sig- urður Samúelsson, aneri sér þá til eins af frumkvöðlum gerfi- nýrameðferðar í heiminum, pró- fessors Nils Alwall við nýrna- dleildina í Háskólasjúkrahúsinu Fjörir staðnir að ólöglegum veiðum Fjórir bátar voru í gær teknir að ólöglegum veiðum í ísafjarð- ardjúpi. Voru skipstjórarnir yf irheyrðir og viðurkenndu allir, að hafa verið á botnvörpuveið- um innan landhelgi. Að sögn Jóhanns Gunnars Ól- afssonar, bæjarfógeta á ísafirði, fór fulltrúi fógeta, Einar Gunn- ar Einarsson á báti að Snæfjalla strönd við Æðey, eftir að kæra hafði borizt um að bátar væru þar á veiðum. Er Einar kom að, voru allir bátarnir að toga, og voru þeir strax látnir sigia til ísafjarðar, þar sem málið kom fyrir rétt í gær. Viðurkenndu skipstjórarnir allir að hafa ver- ið að ólöglegum veiðum. Bátarnir munu hafa verið bún ir að fá allgóðan afla, er veið- arnar voru stöðvaðar og var afl inn ýsa og þorskur. Sagðisit bæj arfógeti búast við, að aflinn yrði gerður upptækur, þegar dómur féllí í málinu. Fjölbreytt skemmtun verður í Saltvík um helgina — Knattspyrnulið Mbl. og sjónvarps — Varðeldur og flugeldasýning — Hljómsveitir Um helgina laugardag og sunnudag verður mikið um að vera í Saltvík, en þar hefur mik- ið verið unnið í sumar við að búa Saltvík, sem bezt út til þess að borgarbúar geti sótt þangað á frídögum og notið útiveru í skemmtilegu og fögru umhverfi Margar hugmyndir ern á prjón- unum til þess að æskufólkið eigi skemmtilegt og vinsælt athvarf í Saltvík og hefur æskufólkið sýnt mikinn áhuga á að vinna sjálft að breytingum í Saltvík. Á laugardag og sunnudag verða þar hljómsveitirnar Hljómar, Roof Tops og Trix, varðeldur verður kl. 12 á mið- nætti laugardags og glæsileg flugeldasýning með tugum ra ketta, fallhlífarblysa og eld- blysa. Matthías Jóhannessen les ljóð og Hljómar flytja iög eftir Árna Johnsen við ljóð Matthías- ar. Sjónvarpið og Morgunblað- ið keppa í knattspyrnu, Gunn- ar og Bessi skemmta og ómar Ragnarsson skemmtir. Sætaferð- ir verða báða dagana frá B.S.Í., en rétt er að geta þess að tjald- stæði eru mjög góð í Saltvík. Margvíslegar umbætur og breytingar hafa verið gerðar í Saltvík á Kjalarnesi í sumar og er það liðux í því að vinna stað- inn þannig úr garði að æsku- fólk geti unað sér vel þar í skemmtilegu umhverfi og hollum og góðum félagsskap. í sumar hefur verið dyttað að húsunum í Saltvík, þau máluð og gerð íbúðarhæf. Hlaðan hefur öll verið máluð af ungum lista- mönnum, en þar er leiksvið og rúmgott dansgólf. Hlaðið í Salt- vík hefur verið þökulagt og snyrt og á túnunum í Saltvík eru mjög góð tjaldstæði. Á laugardagskvöld er skemmt un, sem er sérstaklega miðuð fyri.r æskufólk og á miðnætti Framhald & bls. 27 Líkfundur KARLMANNSLÍK farnnst í Gufunesfjöru sl. sunnudag. Eng ir áverkar fundust á líkinu o,g reyndist það vera af 31 árs gömlum manni, sem hvarf frá sjúkrahúsinu að Kleppi 16. júli sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.