Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1‘9‘88 27 Haraldur J. Hamar, ræðir við Bjarna Benediiasson, forsætisráðherra í sjónvarpssal i gærkvöldi. — Stjórnmálaflokk. Framh. af bls. 1 þetta að hafa áhrif á afkomu fólksins í landinu sagði forsætis ráðherra og spurningin nú er sú, hvort menn vilja sameinast um lausn, sem leiði til þess, að nei- kvæð áhrif verði sem minnst eða hvort fljóta á sofandi að feigðarósi. Það verður ekki eytt meiru en aflað er. Mjög hefur gengið á gjaldeyrissjóðinn og gó'ð afkoma ríkissjóðs í upphafi erfið leikanna var notuð til þess að koma í veg fyrir alvarlega lífs- kjaraskerðingu strax. Atvinnu- vegirnir hafa tekið á sig miklar byrðar og mega ekki við meiru og almenningur hefur brugðizt vel við. Verkalýðssamtökin hafa sýnt mikinn skilning á erfiðleik unum. Bjarni Benediktsson kvaðst hafa lýst því yfir á Alþingi í fyrra að stjórnarflokkarnir teldu sem ví'ðtækast samstarf æskilegt, það hefði að vissu marki tekizt við atvinnurekendur og verka- lýðshreyfinguna en ekki við stjórnarandstöðuflokkana. Forsætisráðherra sagði að und- anfarnar vikur hefði verið unnið af kappi að því að kanna ástand ið. Hann kva'ðst ekki telja tíma- bært að ræða hugsanlegar að- gerðir, þær mundu ræddar innan ríkisstjói-narinnar og stuðnings- flokka hennar og síðan væntan- lega við stjórnarandstÖðuflokk- — Papandreou Framh. af bls. 1 dopoulosar. Nicolaidis flúði Grikkland í maí í fyrra með þeim ummælum, að það gæti orðið „Vietnam við Miðjarð- arhaf.“ Andreas Papandreou býr nú í Stokkhólmi og fagnaði hann til- ræðinu við Papadopoulos. Hann kvaðst hafa bein og óbein sam- bönd við frelsishreyfingar í Grikklandi, en minntist ekki á þá fullyrðingu, að þeir Panagoul- is hefðu hitzt í París. Gríska lögreglan fann 13.000 drökmur í plastpoka sem Pana- goulis bar á sér, þegar ha&n reyndi að komast undan eftir mor’ðtilraunina, og annan gildari sjóð heima hjá foreldrum hans í úthverfi Aþenu. Panagoulis var skrafhreyfinn við yfirheyrslurnar og vísáði lög reglunni á ýmsá staði í Aþenu, þar sem hann hafði komið fyrir litlum tímasprengjum. Að sögn Stamatopoulosar áttu þessar sprengjur að koma á ringulreið og gefa í skyn að mikil sam|ök ættu í baráttu við stjómina. — Þetta eru klassísk hryðjuverk, sagði talsmaðurinn, klassiskt dæmi um fasisma í framkvæmd. Mikil sprenging varð á bygg- ingarlóð í m?ðri Aþ^mu í dag. Engin slys urðu á fólki, en miklar umferðartruflanir. Þetta var fjórða sprengingin í Aþenu síðan reynt var að myrða Papadopoul- os. Áreiðanlegar heimildir herma, að Konstantín Mitsotakis, fyrr- verandi ráðherra, hafi nýlega flúið land, en gríska lögreglan hefur leitað hans í þrjár vikur. Hann gagnrýndi í síðasta mán- uði stjórnarskráruppkast stjórn- arinnar og skoraði á hana að segja af sér og leyfa Konstantín konungi a'ð snúa heim. Konstantín konungur, sem er í útlegð í Róm, sendi í dag heillá óskir til Papadopoulosar í til- efni þess að hann slapp heill á húfi. Hinn ólöglegi kommúnista- flokkur Grikklands (KKE) hef- ur látið að því liggja í útvarps- sendingu frú Búkarest eða Sofia, að morðtilraunin hafi verið vand lega undirbúin leiksýning til Tilræðismaðurinn — Alexander Panagoulis. þess að vekja athygli almenn- ings á Papadopoulosi. Fyrrver- andi stjórnmálamaðux í Grikk- landi, sem er harður andstæð- ingur herforingjastjórnarinnar, sagði í dag að nú væri tækifær- ið fyrir Papadopoulos að hafa almennar kosningar, ef hann ætláði sér nokkurn tíma að vinna sigur í kosningum. Papadopoulos hefur þó ekki gefið imina vís- bendingu um að hann hyggist efna til kosninga, þótt hann njóti nú meiri vinsælda en nokkru sinni síðan hann komst til valda 21. apríl í fyrra. Talsmaður stjórnarinnar segir, að símskeyti hafi borizt þúsund- um saman frá Grikkjum og út- lendingum, sem láta í ljós van- þóknun sína á tilræðinu. - LANDSPITALINN Framhald af bls. 28 sjúkrahúsinu í Lundi gerfinýra ásamt tilheyrandi búnaði, enn- fremur aðstoð íslenzks læknis, Þórs Halldórssonar, einis tækni- fræðings og sérmenntaðrar hjúkrunarkonu. Þór Halldórs.son hefur starfað hjá prófessor Al- wall í Lundi síðastliðið eitt og hálft ár. Til að byrja með er gert ráð fyrir að Þór Halldórsson verði hér í tvo mánuði, og ter á meðain í orlofi frá sjúkrahúisinu í Lundi. Um framhald á þessari þjónustu í Landspítalanum má geta þess, að sótt hefur verið um leyfi til stjórnvalda að ráða að spítal- anum sérfræðing í nýrna- sjúkdómum og sköpuð verði nauðsynleg starfsaðstaða. Atvikin hafa nú gripið svo inn í afgreiðslu þessa máls, að það þolir illa bið. Til bráða- birgða hefur orðið að leggja nið ur sex rúma sjúkrastofu í eldri spítalanum, og er gerfinýranu komið þar fyrir og gerfinýra- meðferðin framkvæmd þar. Þeir tveir nýrnasjúklingar, s:im komu heim frá London síð- astliðinn þriðjudag og garnga undir þessa meðferð, liggja ekki á siúkmhúsinu. Hver einstök gerr .amieðferð standur yfir í um það bil sjö klukkustundir og er gert ráð fyriir að hvor sjúklingur gangi undir slíka með ferð tvisvar í viku. Sjúklingur- inn kemur í spítalann að morgni til, en fer síðan heim til sín að kvöldi til. (Frá skrifstofu ríkisvpítalanna) Bræln ó síldor- ntiðunum ullo síðusíu viku BRÆLA hefur verið á síldarmið unum og hefur ekkert skip til- kynnt um afla síðan á mánudag. Flest munu skipin halda sig á miðunum, en nokkur eru á leið tll lands. Síldarleitin á Raufarhöf gaf í gær þær upplýsingar, að tvö síld arflutningaskip, Haförninn og Nordgard væru nú á miðunum ásamt mörgum veiðiskipum og væri ekkert aflað vegna brælu. Síðast hefði verið tilkynnt um afla sl. mánudag Oig hefðu það verið fjögur skip. - SALTVÍK Framhald af bls. 28 verður flugeldasýning og varð- eldur og dansað verður til kl. 2. Á sunnudeginum er búist við að borgarbúar fjölmenni í Saltvík, en þar verður þá skemmtidag- skrá, sem hefst kl. 2 með knatt- spyrnuleik Mbl. og Sjónvarps- en í því liði eru margir þjóð- kunnir menn fyrir margt annað en knattspyrnu. Matthías Jó- hannessen les ljóð og Hljómar flytja lög etfir Árna Johnsen við ljóð Matthíasar, Gunnar oig Bessi skemmta og Ómar Ragnars son skemmtir, Roof Tops og Trix leika og syngja og á Saltvíkur- svæðinu er góð aðstaða til leikja úti og inni, kriket, borðtennis, í- þróttir o.fl. Sætaferðir verða frá B.S.f. á laugardag og sunnudag eft- ir þörfum. Nokkuð hefur verið um það undanfarið að fjölskyld- ur kæmu á laugardögum og sunnudögum í Saltvík og dveldu þar daglanigt og einnig hafa margir tjaldað. - BIAFRA Framh. af bls. 1 með Haile Selassie keisana. Líf- ið hefur miðað í samkomulaigB- átt á fundunum, og ákvað keiis- arinn því að. reyrna að fá leiðtoga deiluaðila, þá Gowon henshöfð- ingja og Ojukwu ofunsta, til að korna samam til fumdar leiðtoga fimm hlutlausra Afríkuríkja. Nú þegar Gowon hershöfðinigi hefur neitað að vierða við tilmælum keisarans, verður að sjálfsögðu ekkert úr fundinum. f útvarpi frá Biafra í dag er skýrt frá lofbárásum Nígeríu- stjórnar á þorp á norður-víg- stöðvunum. Segir þar að 12 mannis, þeirra á meðal fjórar konur, hafi beðið bama í árás- unum, en að öðru leyti hafi flug- vélunum orðið lí'tið ágengt. Seg- ir útvarpið eninfremur að Níger- íuher hafi ekki tekizt að ná þuml ungi lands úr höndum varnar- sveita Biafrastjiórnar í bardög unum undanfaTÍnn hálfan mán- uð, en tilraunir þeirra hafi kost- að þá 450 maimmslíf. Ástaindið í flóttamainniabúðum í Biafra fer dag-versnaindi, og í frétt frá aðalskrifstoíum Rauða krossins í Geinf segir að milljón ir mamna í Biafra líði sult og þurfi nauðsynlega á skjótrihjálp að halda. Hafa tvær kristilegar líknarstofnanir og Barnaihjálpar sjóður SÞ (UNICEF) samvinnu við Alþjóða Rauða krossinn um að reyna að koma vistum til bág staddra í Biafra, og segja þessi samtök að tvær til þrjár mill- jómir búi nú við sáran siult í Bi- afra. Um 500-750 þúisund manns búa i flóttamannabúðum, og í sumum þessara búða er ekki mat arögn til. Verst leikur sulturinn smábörn. Ný flugleið Flugi með matvæli til Biafra hefur að mestu verið hætt i bili vegna þess að loftvarnarskyttur Nígeríustjórnar bafa skotið á all ar flugvélar á leið þangað, jafn vel á flugvélar merktar Rauða krossinum. Ein flugvél fiutti þó tíu tonn af matvæ^um til Biafra á þriðjudag, og var sú flugvél á vegum kaþólsku líknarstofn- unarinnar Caritas. Stjórnandi vél arinnar var sænski greifinn Carl- Gustav von Rosen, og áhöfnin ö’l sænsk. Fann von Rosen að sögn nýja flugleið til Biafra, og komst fram og til baka án þess að verða fvrir skothríð frá loft- varnarskyttum Nígeríustjórnar. Flugleiðinni er haldið leyndri, en voin Rosen hefur heitið því að skýra öðrum flugstjórum, sem vilja flyt.ja vistir til Biafra, frá henni í trúnaði. „Og mér er sama hvort þeir ætla að flytja vopn eða matvæli, Biafrabúar þarfn ast hvors tveggja ef þeir eiga að halda ;ífi“, sagði greifiinn. Von Rosen greifi er ýmsu van ur og þaulæfður flugmaður. Ár- ið 1935 hóf hann sjúkraflug til Eþíópíu á vegum Rauða kross- ins, og hélt því flugi áfram eftir að hersveitir Mussolinis höfðu lagt landið undir sig. 1939 flaug hann sem sjálfboðaliði í finnska flughernum, og fór margar sprengjuferðir til Sovétríkjanna. Að styrjöldinni lokinni stundaði hainn flutninga á vegum Rauða krossins, og flaug með Gyðinga, sem verið höfðu í útrýmingar- búðum Hit'ers. Síðan vann hann að þjálfun flughers Eþíópíu sam kvæmt beiðni Haile Selassies keis ara, og loks var hann í tvö ár flugstjóri á vegum Sameinuðu þjóðanna í Kongó. Flugvél von Rosens hélt af stað í aðra ferð sína til Biafra í dag frá Malmö, og var Bengt Lundwall nú flugstjóri, en hann var aðstoðarflugstjóri í ferðinni á þriðjudag. Seinkaði vélinni um tvær klukkustundir á flug- vellinum í Malmö vegna þess að hringt var í flugturninn þar skömmu fyrir áætlað flugtak og kynnt á ensku að sprengja væri í vélinni. Var leitað í vél- inni, en þar var enga sprengju að finna. Ræðir við U Thant Carl-Gustav von Rosen greifi er nú heima í Svíþjóð, og átti í dag samtal við Tage Erlander, forsætisráðherra. Bað hann for- sætisráðherrann að aðstoða sig við að ná fundi U Thants fram- kvæmdastjóra SÞ. Hefur sænska stjórnin falið sendifulltrúum sín um hjá SÞ að koma þessari ósk von Rosens áleiðis til skrifstofu U Thants, að því er segir í til- kynningu utanríkisráðuneyt- isins. Olof Stroch, framkvæmda- stjóri sænska Rauða krossins, skýrði fréttamönnum frá því í Stokkhólmi í dag að samtökin hefðu ákveðið að senda lækna og hjálparsveitir, alls um 100 manns, til Biafra. Flytja sveitirn ar með sér matvæli, bifreiðar og tjöld. Verða sveitirnar fluttar flugleiðis til Biafra frá eynni Fernando Po þrátt fyrir hótan- ir yfirvalda í Nígeríu um að skotið verði á allar flugvélar á leið til Biafra. Carl-Gustav von Rosen (þriðji frá vinstri) og félagar hans úr fyrstu ferðinni til Biafra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.