Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGBR 17. AGUST 1968 „Vildi helzt vera geimfari ef ég væri ungur nú“ — sagði Leigh Wade, hershöfðingi, einn af hnattflugsmönnunum frá ’24 VIÐ fyrstu sýn er hann eins og ósköp venjulegur fullorðinn „businessmaður.“ Brosið er elsku legt og framkoman þægileg. Það er ekki fyrr en þú ert búinn að tala við hann nokkra stund að lögðum allir af sta'ð frá Kirkwall á Skotlandi á sama tíma, en þeg- ar við vorum komnir út á haf lemtum við í mikilli þoku og skýjaþykkni. Við klifruðum fyrst upp í 10 þúsund fet, en það nægði varla til. Við Smith misst- um sjónir af Erik (Nelson) og hringsóluðum því til að bíða eftir að hann kæmi út úr skýj- unum, en það gerði hann bara ekki. Við höfðum engar talstöðv- ar í þá daga svo að ég reyndi að gefa Smith til kynna með bendimgum að ég vildi „fara niður á dekk.“ svo að við urðum að nauðlenda á sjómum. — Stöðvaðist mótorinn snögg- lega? — Nei, ég sá á mælinum a'ð olíuþrýstingurinn féll, þangað til hann var nákvæmlega enginn. Þá var ekki langur tími til stefnu og þax sem mig langaði ekki til að lenda með dauðan hreyfil, steypti ég vélinni niður og lenti strax. Við tókum strax vélar- hlífina af til að kanna hvort við gætum lagfært bilunina, en svo var ekki. Það var örlítið málm- stykki sem okkur vantaði, og ef veðrið hefði ekki verið svona slæmt hefðum við getað bjargað vélinni, það hefði verið hægt að búa til stykkið þar um borð. Leigh Wade, 27 ára gamall lautinant. hann hafði ekki farið varhluta af skemmtuninni. Eitt sinn var hann t.d. að reyna nýja orrustuflugvél. Hann stakk henni niður úr mikilli hæð, en í 2500 fetum læstist hallastýr- ið og hann gat ekki hreyft það. Flugvélin æddi niður á ofsa hraða og stefndi bemt á grasblett þar sem félagi Wades hafði hrap að ári'ð áður. Leigh Wade, hershöfðingi fyrir framan Loftleiðahótelið, en hann er hér í boði félagsins, ásamt konu sinni. þú finnur að hann er eitthvað öðruvísi. Ef þú talar við hann um flug verður á honum stór- kostleg breyting. Augun verða skær og leiftrandi af fjöri og röddin áköf. Og það er ekki erfitt að fá hann til að tala um ferða- lag sem hann fór í fyrir 44 árum, fyrsta hnattflugið, og þá það sem við höfum einna mestan áhuga fyrir, komu hans til íslands. Eins og þeir muna sem þá voru ungir bilaði vél Wades rétt eftir að hann flaug yfir Færeyjar, og hann varð að nauðlenda á sjón- um. Hann og vélamaður hans, Henry Ogden, reyndu að bæta skaðann en það var svo slæmt í sjóinn að vélin sökk skömmu eftir að bandarískt herskip náði þeim félögum. — Voru það ekki mikil von- brigði fyrir yður að komast ekki alla leið til Hornafjarðar? — Jú, við vorum mjög daprir þá dagana. Sem betur fór fékk ég nýja flugvél og gat haldið áfram. Flugið til íslands var satt að segja dálítið erfitt, og ég og Smith gerðum tvær tilraunir. Við að við kæmumst áfram ef við værum alveg niðri við sjó, þá var ekki hætta á að við misst- um jafnvægisskynið í skýjunum og steyptumst nfður. Það var einmitt það sem henti Erik. Hann var farinn að fylgja hreyflinum og hélt að allt væri í bezta lagi þar til hann kom út úr skýjun- um í 500 feta hæð og enn á hraðri niðurleið. Til allrar ham- ingju tókst honum að rétta vél- ina við og flaug áfram til Horna fjarðar. Við Smith hinsvegar vor um að þvælast ofan skýja og það endaði með því að vi'ð sner- um við til KirkwalL Daginn eftir lögðum við svo af stað aftur og þá bilaði fjárans olíudælan á mótornum mínum Boston sekkur í hafið. — Hvernig leið ykkur þegar þið vissuð að þi'ð yrðuð að nauð lenda? Hershöfðinginn brosir annars hugar og segir: — Ja, við vorum ekki alltof hrifnir af því að lenda þama út á miðju hafi, en við höfðum of mikið að gera til að hugsa veru- lega um það. Það er ekki nema von að hann brosi. Flugvélarnar í þá daga voru langt frá því að vera eins fullkomnar og öruggar og þær sem vi‘ð fljúgum í dag, og flug- mennirnir þá höfðu allir vænan skammt af nauðlendingum í flug bók sinni. Wade hafði haft það fyrir atvinnu í rnörg ár að reynzlufljúga nýjum vélum svo „Ég var viss um að ég myndi lenda þar, og verða að litlum fitubletti eins og aumingja Mac.“ En menn gefast ekki upp fyrr en yfir lýkur, og með ógurlegu átaki tókst honum að rífa vélina upp aftur. Tveim vikum síðar skeði þetta aftur, með annan flugmann við stjórntækin.. Hon- um tókst ekki að hreyfa stýrið reyna, í 2000 feta hæ’ð og fram- hlutinn blossaði upp á auga- bragði. Meðan logarnir nálguð- ust stjómklefann tókst Wade að finma lítinn völl og lenda. Hann stökk út úr vélinni og hrópaði á nokkra bændur sem stóðu þar skammt frá. Þeir komu hlaup- andi með fötur og eldurinn var slökktur. En svo var Wade svart ur af sóti að bændurnir héldu hann vera negra. Nauðlendingar voru því ekki neinir stóratburð- ir í hans augum, þótt það kæmi sér mjög illa í þetta skipti. Smith hafði flokið nokkuð á undan og leit alltaf vfð öðru hvom til að gá að félögum sínum. Hann segir svo frá: — Það var um kl. 11 sem ég leit við og sá að Boston (vél Wades) var horfin. Við litum X kringum okkur og sáum þá að Leigh og Hank höfðu snúið við, upp í vindinn, og voru að búa sig undir að lenda. Við snerum auðvitað strax við og fylgdumst með þeim. Þrátt fyrir fjallháar öldur lenti Leigh vélinni mjög laglega og þegar vfð flugym yfir sáum við oliu á sjónum í kring og á vélinni sjálfri. Leigh veif- aði til okkar og gaf okkur ákaft merki um að reyna ekki að lenda. Hann var hræddur um að við gætum ekki hafið okkur á loft aftur vegna sjógangs. Okkur þótti hræðilegt að skilja þá eftir eina, en gátum ekkert gert þeim til aðstoðar þarna. Við flugum því á fullri ferð til Færeyja til að útvega hjálp. Smith tókst að koma skilaboð- um til herskipanna Billingsby og Richmond, sem voru þarna til að fylgjast með ferðum þeirra og þau héldu bæði á fullri ferð til hjálpar. En þegar þ^u komu á vettvang voru þeir Wade og Ogden komnir um borð í togar- ann Rugby-Ramsey, sem og hafði Tilbúnir að leggja upp. Wade er fjórði vinstri. - Wade og Ogden bíða björgunar og véiin byrjaði að detta sundur í loftinu. Flugmaðurinn, lautin- ant Harold Harris, stökk út í fallhlíf og vadð fyrsti maðurinn í flughernum sem bjargaði lífi sínu á þann hátt. í annað skipti var Wade með nýja flugvél í 10 feta hæð þegar hreyfillinn sundraðist og tók stór an hluta af vélinni með sér. Wade gat lent vélinni á 120 mílna hraða, og eftir að hafa hoppað yfir nokkrar girðingar og breiðan skurð s-taðnæmdist hún, en.n á réttum kili. Nokkru síðar brotnaði sveifar ásinn í vél sem hann var að á Norður-Atlantshafi. tekið Boston í tog. En ítrekaðar tilraunir til að bjarga vélinni voru árangurslausar og daprir í skapi horfðu þeir félagarnir á hana hverfa í hafið. Richmond flutti þá svo tij ís- lands og þeir komu til Reykja- víkur rétt í þann mund sem Nelson og Smith lentu þar eftir flugið frá Hornafirði. Wade og félagar hans rómuðu mjög mót- tökumar sem þeir fengu á ís- landi og lýstu því yfir snfðar að ef einhver spyrði þá um góðan stað til að heimsækja til að sleppa við harðan vetur í Chica- Framliald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.